Dagur - 23.03.1999, Page 13

Dagur - 23.03.1999, Page 13
X^M*- ÞRIDJUDAGUR 23. MARS 1999 - 13 ÍÞRÓTTIR Öll Suðumesj aliðin áfram í imdaniírslitin Nú er 8-liða úrslitum DH L deil d ariiuiar lok- ið og ljóst að Suður- nesjaliðin þrjú Kefla- vík, Njarðvík og Grindavík eru komin í undanúrslit auk ís- fírðinga. Þó margt hafi bent til þess eftir fyrri leikina í 8-Iiða úrslitum DHL-deildarinnar, að þijá leiki þyrfti til að knýja fram úrslit, varð það þó ekki reyndin og úrslit fengust í öllum viðureignunum eftir aðeins tvo leiki. Suður- nesjaliðin þijú, Keflavík, Njarðvík og Grindavík, eru öll komin áfram í keppninni, auk Isfirðinga og í undanúrslitum Ieika Keflvíkingar við KFÍ og Njarðvíkingar við Grindavík. Ófrúlegir yfirbiirðir Keflvíkinga Keflvíkingar sigruðu Hauka ótrú- lega auðveldlega í tveimur Ieikj- um. Fyrri leikurinn sem fór fram í Keflavík endaði 123-81 en sá síð- ari 77-132. Ótrúlegir yfirhurðir og fádæma miklir í úrslitakeppn- inni. Haukar áttu aldrei mögu- leika gegn þriggjastigaskyttum Keflvíkinga og enn og aftur fór Damon Johnson á kostum fyrir Keflvíkinga. Hið unga lið Hauka er fallið úr keppni og Ieikmenn reynslunni ríkari. Keflvíkingar mæta grönnum sínum frá Grinda- vík í undanúrslitum. Öruggt hjá Njarðvíkmgiun Njarðvíkingar voru ekki í miklum vandræðum með Snæfellinga þrátt fyrir að undirritaður hefði reiknað með einum sigri Snæfell- inga. En það sannast æ oftar að öll spámennska er bara kukl. Fyrri leiknum lauk með 88 stigum gegn 49 en sá síðari fór 67-100. Njarð- víkingar fá ekki auðvelt verkefni í undanúrslitum. Þeir leika gegn KFI, sem á einn erfiðasta heima- völlinn í körfuboltanum. En ekki skal gleyma því að Njarðvíkingar sigruðu ísfirðinga mjög auðveld- lega á heimavelli þeirra í deildar- keppninni. Tveir þriggja stiga sigrar Það var búist við hörkuleikjum á milli KFÍ og Tindastóls. Sú varð raunin og báðir leikir þessara liða enduðu þannig að aðeins þrjú stig skildu að. Fyrri leiknum lauk 68- 65 en þeim síðari 67-70. ísfirð- ingar sýndu mátt sinn með því að sigra Tindstól á útivelli og eru til alls Iíklegir í framhaldinu og það gegn bikarmeisturunum frá Njarðvík. Tindastólsmenn stóðu sig vel og munu örugglega gera betur að ári og það ætti ekki að saka að þjálfari þeirra, Valur Ingi- mundarson, verður árinu eldri. Hann verður greinilega betri með árunum. KR-íngar misstu flugið Það var lítið gefið eftir í leikjum Grindvíkinga og KR-inga. Fyrri leiknum lauk með sigri Grindvík- inga, 83-73, og sá síðari endaði 67-70 Grindvíkingum í vil. Grind- víkingar hafa leikið mun betur eftir áramót og munar þar mestu um að lykilmenn liðsins hafa fundið sig betur en í fyrri umferð DHL-deildarinnar. KR-ingar misstu flugið undir lok deildar- innar eftir að hafa Ieikið lengstum framúrskarandi vel. — GS Allt eða ekkert á Wembley Tottenham deildarbik- armeistari eftir einn ógeðfeUdasta leik í sögu Wembley. Nor- ræn samvinna skilar Tottenham í UEFA keppnina á næstu leiktíð. Sár vonbrigði fyrir Tony Cottee. Geirneglt leikskipulag, harka og fáránlegur leikaraskapur er það sem úrslitaleikur Tottenham og Leicester skilur eftir sig í hugum þeirra sem fylgdust með leikn- um. Það var fátt um fína drætti á Wembley, fá marktækifæri og nánast ekkert af fallegri knatt- spyrnu. Strax var ljóst að Martin O’NeiI hafði lagt höfuðáherslu að klippa David Ginola út úr leik Tottenham. Það tókst næstum en dugði bara ekki til. Eftir að Justin Edinburgh hafði brugðist við broti Robbie Savage með heimsku og fengið rautt spjald að launum, komst Tottenham aftur inn í leikinn. Það sem á eft- ir fylgdi verður Tottenham leik- manninum Stefan Freund varla til vegsauka í enska boltanum. Hann varð sér til skammar þegar hann kastaði sér á völlinn, vein- andi eins og helsært dýr, til að veiða Savage út af. Norsk-dönsk samvinna Síðustu Ijórar fimm mínúturnar náðu því að verða spennandi. Tottenham komst sífellt nær Leicester markinu, án þess þó að skapa verulega hættu. Ósigur Leicester verður að skrifast á þjálfarann, Martin O’Neil, sem gerði hrikaleg mistök með skipt- ingu eftir að venjulegur leiktími var úti. Aður en leikmenn hans höfðu fundið taktinn aftur brun- aði Norðmaðurinn Steffen Ivers- sen upp og sendi boltann fyrir markið. Kasey Keller réði ekki við fyrirgjöfina og sló boltann út í teiginn þar sem Daninn Allan Nielsen fullkomnaði norræna samvinnu og skallaði boltann í netið. Tottenham varð enskur deildarbikarmeistari árið 1999. Það voru engin krókódílatár sem runnu niður vanga Tony Cottee eftir leikinn. Þessi frá- bæri leikmaður, á fertugsaldri, missti sennilega sitt síðasta tæki- færi til að vinna til verðlauna í enskri knattspyrnu eftir ijórtán ár meðal þeirra bestu. — GÞÖ Æðislegt kapphlaup um titiltnn Arsenal arnlar í háls- mál Man. United. Chelsea og Leeds berj- ast um þriðja sætið. Aston Villa ekki unn- ið leik í tvo mánuði. Blackbum aflur á flug. Nottingham For- est nánast fáflið í fyrstu deild. Arsene Wenger ætlar að endur- taka Ieik sinn frá síðasta leik- tímabili og verja báða titlana sína af grimmd. Þegar öll sund virðast lokuð rumskar risinn á Highbury og halar inn hvern sig- urinn á fætur öðrum. Arsenal hefur leikið þrettán deildarleiki í röð án taps og and- ar nú þungt í hálsmál Manchest- ermanna. Síðast töpuðu meistar- arnir fyrir Aston Villa 12. desem- ber. I síðustu þrjátíu deildarleikj- um hefur Iiðið fengið á sig 13 mörk, þar af fjögur á heimavelli. Reyndar hafa þeir haldið hreinu á Highbury frá 20. desember og sjálfir skorað 12 mörk í leikjun- um sex. Það voru því ekki árennilegir andstæðingar sem Coventry mætti á laugardaginn og árangurinn var eftir bókinni. Léttur Arsenal sigur, 2-0. Eina færi gestanna í leiknum var numið burt af „blindum” dóm- ara, Paul Alcock, sem sleppti 100% vítaspyrnu á meistarana. Ray Parlour og Marc Overmars skoruðu mörkin. Hið æðisgengna kapphlaup Arsenal og Manchester United um meistaratitilinn í vor er ekki eina einvígi þessara langbestu liða á Englandi í dag. Þau eigast við í undanúrslitum bikarkeppn- innar, á Villa Park 11. ápríli Eft- ir þann leik liggur ljóst fyrir hvort liðið hefur möguleika á tvennunni eftirsóttu. Reyndar á Manchester United möguleika á þrennu, vinni það bæði deild og bikar í Englandi og bæti síðan Evrópumeistaratitlinum í safnið. Nái Ferguson og félagar þessu markmiði sínu verður það afrek sem seint verður slegið. Baráttan um bronsið Chelsea er eina liðið sem á raun- hæfa möguleika á að gera Manchester United og Arsenal lífið leitt á toppnum. Eftir 3-0 sigurinn á hundlélegu liði Aston ViIIa er Chelsea í þriðja sætinu, aðeins þremur stigum á eftir Arsenal. Tore Andre Flo átti stór- leik og skoraði tvö markanna og lagði upp markið fyrir Bjarne Goldbæk. Meistaravonir þeirra eru því litlar og markmið þeirra númer eitt er að klára Evrópu- keppni bikarhafa ry eð st;æJ4 Bronsætið í Englandi væri góður bónus við Evrópumeistaratitil. Leeds hefur ekki sagt sitt síð- asta orð í deildinni og berst um þriðja sætið við Chelsea. Sann- færandi 4-1 sigurinn á Derby blæs þeim byr undir báða vængi í þeirri baráttu. Bowyer, Hassel- baink, Korsten og Harte skoruðu fyrir Leeds eftir að Baiano hafði skorað úr vítaspyrnu fyrir Derby strax í upphafi leiks. West Ham fylgdi eftir sigrinum á Chelsea um síðustu helgi og tók öll stigin í viðureign sinni við Newcastle. Di Canio ætlar að reynast þeim eins og Harry Red- knap lofaði stuðningsmönnum félagsins. Hann átti fínan Ieik á laugardaginn og skoraði fyrra mark West Ham. Paul Kitson þakkaði síðan fyrir félagaskiptin með því að skora gegn sínum gömlu félögum. West Ham hefur að öllum líkindum tryggt sér sæti í Evrópukeppni á næsta ári. Fallbaráttan spennandi Fallbaráttan er ekki síður spenn- andi en æsingurinn á toppnum. Blackburn hrökk aftur í gang eft- ir magurt tímabil og bakaði Wimbledon á Eawodd Park, 3-1. Eftir 11 viðureignir félaganna í Blackburn er staðan sú að Black- burn hefur unnið níu sinnum og tvisvar hafa Iiðin gert jafntefli. Með sigrinum á laugardaginn mjakaði Blacburn sér úr fallsæti. Það gerði Nottingham Forest hinsvegar ekki. Liðið tapaði enn eina ferðina, nú 1-2, fyrir Midd- lesborough. Forest situr lang neðst og er nánast dæmt til að falla. Southampton nældi sér í þrjú stig, gegn Sheffield Wednesday, með marki frá Le Tissier. Allan stöðugleika vantar í South- ampton og því verður loka slagur þeirra eitt stórt og spennandi spurningarmerki til síðasta leiks. - GÞÖ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.