Dagur - 23.03.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 23.03.1999, Blaðsíða 8
8 - ÞRIDJUDAGUR 23. MARS 1999 -D™$«r ÞRIDJUDAGU R 23. MARS 1999 - 9 FRETTA SKYRING Fara burt í góðærmu JOJIAX DOTTIR VALGERÐUR NS- Undanfarin áx hefur umtalsverður fjöldi ís- lendinga flutt af landi brott og það gerist þrátt fyrir góðæri til sjávar og sveita. Kenn- ingar eru uppi um að það sé einkum ungt menntafólk sem fari til útlanda þar sem þvi bjóðist betri kjör. Háskólinn gekkst fyrir viðamiklu málþingi um helgina um búsetu á Islandi þar sem lærðir menn og Ieikir ræddu hinar ýmsu hliðar á byggðaþróun hér á landi. Undan- farin misseri hefur mjög verið rætt um fólksflóttann af lands- byggðinni til höfuðborgarinnar og leiðir til þess að sporna gegn því að landið sporðreisist eins og það er gjarnan kallað. Fólk flytur hins vegar ekki bara utan af Iandi til höfuðborgarinnar heldur fer einnig í stórum stíl til útlanda eins og fram kom í erindi Stefáns Ólafssonar, forstöðumanns Fé- lagsvísindastofnunar. Búferlaflutiiingar íslendiuga til útlanda Umtalsverður fjöldi fólks hefur gjarnan flutt til útlanda í kjölfar efnahagsþrenginga hér á landi. Fram kom í erindi Stefáns á mál- þinginu að þetta hefði t.d. gerst árin 1969 og 1970 eftir hrun síld- arstofnsins og þrengingar á er- lendum fiskmörkuðum. Einnig fluttu margir af landi brott í kjöl- far kjaraskerðingar 1975 og 1983. Undanfarna fjóra áratugi hafa oftast flutt fleiri Islendingar til útlanda en til landsins á ári hvetju. Aðeins sex ár af tímabil- inu frá 1961 til 1998 komu fleiri íslendingar til landsins en yfir- gáfu það. Á fjórum árum var það nokkurn veginn jafnt en á 27 af 37 árum fluttu fleiri íslendingar úr landi en til Iandsins. Burt í góðærinu „Alls hafa tapast rúmlega 14.000 íslendingar til útlanda á tímabil- inu öllu eða tæplega íbúafjöldi Akureyrar. Frá 1991 til 1998 hafa tapast 4.119 Islendingar úr landi ogmetárið 1.995 fluttu um 1.600 fleiri frá landinu en til þess. A móti kemur að nærri 3.000 út- lendingar fluttu til landsins á ár- unum 1991-1998 og á tímabilinu öllu frá 1961 hafa 5.690 fleiri út- lendingar flutt til landsins en frá því. Þróunin í þessum efnum á allra síðustu árum virðist eðlis- ólík fyrri brottflutningshrinum vegna þess að þær fyrri tengdust yfirleitt kjaraskerðingartímum en nú hefur talsvert tapast af íbúum í góðærinu. Það er svo að hluta til bætt upp með aðflutningi er- lendra farandverkamanna,“ sagði Stefán. Það er viðtekið áhyggjuefni í umræðunni um búsetuþróun í landinu að straumur fólks liggi suður til Reykjavíkur. Stefán Ólafsson hefur nú kynnt nýjar tölur sem sýna að Ijöldi fólks er á leiðinni til útlanda. - mynd brink. Hreyfanlegra fólk Stefán segist ekki hafa skýr svör við því hvað valdi því að umtals- verður hópur Islendinga flytjist úr landi þótt mikil uppsveifla sé í efnahagslífinu. Ymsir hafi bent á að ungt menntafólk sé að verða mun hreyfanlegra en áður var og hafi Vesturlönd öll undir þegar það velji sér búsetu. „Eg get ekki staðfest að það sé að gerast af því ég hef ekki nákvæmar upplýsing- ar um hvaða þjóðfélagshópar þetta eru sem eru að fara. Það var smábylgja af fiskvinnslufólki sem fór til Danmerkur í kringum 1995 en það er bara hluti af þessu. Það eru allar líkur til þess að þama sé í umtalsverðum mæli um að ræða ungt fólk og ekki hvað síst menntafólk. Það er mín tilgáta en ég get ekki sannað hana á þessu stigi,“ segir Stefán. Hann segir að ef til vili sé hér um of stutt tímabil að ræða til þess að hægt sé að draga mjög miklar ályktanir af því. Sérstaða síðustu ára í samanburði við fyrri hrinur af brottflutningi frá land- inu sé hins vegar mjög athyglis- verð. „Fyrri brottflutningshrinur eru yfirleitt tengdar efnahags- og kjaraþrengingum hér heima og hafa komið árinu eftir að harðn- aði á dalnum" Anægðir með lífið Stefán segir að þegar Islendingar séu spurðir almennt segist þeir ánægðir með lífið og hamingju- samir, en þegar spurt sé um hversu ánægt fólk sé með fjár- hagsafkomu sína sé talsvert ann- að uppi á teningnum. „Við stönd- um verr að því leyti gagnvart ná- grannaríkjunum," segir hann. íslendingar sem lokið hafa há- skólanámi eru mjög óánægðir með fjárhagsafkomu sfna miðað við það sem gerist meðal sam- bærilegra hópa í öðrum ríkjum OECD, samkvæmt gögnum Fé- lagsvísindstofnunar. íslendingar eru óánægðastir allra ásamt Frökkum í þessu tilliti. Þegar bor- in eru saman svör fólks sem lokið hefur skyldunámi eða minna koma íslendingar betur út. Þar eru þeir rétt fyrir ofan meðaltal. Stefán segir að sér þyki veruleg ógnun fólgin í þessum niðurstöð- um. Langskólagengið fólk „virðist vera óánægðara hér á landi með fjárhagsafkomuna heldur en sam- bærilegir þjóðfélagshópar í flest- um nágrannalandanna. Og þegar það fer saman að það fólk er hreyfanlegra en aðrir liggur í kortunum að við stöndum veik hvað snertir þáð að halda í þetta fólk sem á að byggja upp allt sem á að gerast í framtíðarþjóðfélag- Hlutur hátælcniimar lítill Það hefur verið mikil gróska í ýmsum hátæknigreinum, eins og t.d. hugbúnaðariðnaði og fyrir- tæki sem byggja á þekkingu og hugviti, eins og t.d. Islensk erfða- greining, Marel og fleiri, verið að gera það gott. Ymsir hafa talið að tilkoma fyrirtækja af þessu tagi hafi orðið til að stöðva atgervis- flótta úr landinu og jafnvel orðið til að kalla íslendinga búsetta í útlöndum heim í stórum stíl. Töl- ur Stefáns um brottflutning sýna hins vegar að svo er ekki. „Auðvitað er það fagnaðarefni að hugbúnaðariðnaðinum hefur gengið vel. Utflutningstekjur af hugbúnaði hafa verið að aukast umtalsvert og íslensk erfðagrein- ing er auðvitað bráðmyndarlegt og mikilvægt nýmæli hér. Hins vegar þegar maður lítur á stærri myndina og spyr um hlutfall starfa á Islandi í hátæknigreinum og um heildarútflutningstekjur af hátæknigreinum og ber það sam- an við önnur OECD lönd er Is- land mjög neðarlega á blaði. Þó að við séum að fara í rétta átt og það sé gróska í hugbúnaðar- og tölvuiðnaði, upplýsingaþjónustu og líftækni, á það við um ná- grannalöndin líka. Það er alls staðar mikill uppgangur r öllu sem tengist tölvu. Það er verið að netvæða skosku hálöndin. I gömlum handverkskofum í skosku fjöllunum eru tölvumenn að nema land og auglýsingahönn- uðir og hugbúnaðargeiramenn eru farnir að hreiðra um sig þar og stunda sín viðskipti þaðan. Þetta er að gerast hér líka en ég hef ekki séð neitt sem hefur sann- fært mig um að þetta sé að gerast jafnhratt hér og í nágrannalönd- unum. Að minnsta kosti er hluti hátæknigreina hvers konar mjög Iítill á íslandi samanborið við ná- grannalöndin. Nýjustu tölur frá OECD sýna það.“ Framtíðin í þekkingarMskap Stefán segir að það séu flestir sammála um það á Vesturlöndum að þekkingarbúskapur hvers konar verði uppspretta nýrra atvinnu- tækifæra og nýrrar verðmætasköp- unar í framtíðinni. „Þess vegna verður menntafólk mikilvægt f framtíðinni og þess vegna er svo hættulegt ef okkur tekst ekki að hafa samkeppnishæf skilyrði fyrir slíkt fólk hér. Það er margt sem gengur ágætlega hér en þetta framlag mitt var kannski hugsað sem viðvörunarljós og áeggjan um að það þurfí að ganga lengra í þessa átt.” Eigum möguleika Og Stefán er ekki hræddur um að ísland verði endilega undir í þess- ari samkeppni. „Eg hef nú þrátt fyrir allt mikla trú á að ísland eigi möguleika. I upplýsingasamfélagi framtíðarinn- ar þarf ekki allt að byggjast á stærðarhagkvæmni. Þetta byggir ekki á risafyrirtækjum eða stórum samsteypum. Litlar einingar eiga alla möguleika í þessum heimi tölvuþjóðfélagsins og upplýsinga- hagkerfisins. Það er kannski ein- mitt í því sem bjartar vonir Islands liggja á þessu sviði. Island hefur einnig margt að bjóða í lífsgæðum og við eigum tvímælalaust tæki- færi. Það væri rangt að halda öðru fram. Eins og staðan er í dag er hins vegar verulegur skortur á menntuðu fólki hér á landi á þess- um vaxtarsviðum. Það er ýmsu verulega áfátt í menntakerfinu hér til þess að innleiða þetta og ná upp gæðastaðli. Við eigum heilmildð verk fyrir hendi til að halda okkar stöðu og bæta hana.“ FRETTIR Afleit eyjar Með kaupmn Skiuu- eyjar og Þingeyjar á meirihluta í Borgey verður til félag með 10.378 þorskígildis- touna kvóta. Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæk- ið Borgey á Hornafirði var rekið með tapi á síðasta ári. 317 millj- óna króna tap var af reglulegri starfsemi á árinu 1998. Oreglu- legar tekjur eru einkum vegna sölu allra hlutabréfa Borgeyjar í fiskimjölsverksmiðjunni Oslandi en með sölu hlutabréfanna hverfur samstæðureikningur fé- Iagsins. Þessar óreglulegu tekjur gera það að verkum að tap fé- lagsins á árinu 1998 nam 183 milljónum króna. I áætlun félagsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins var gert ráð fyrir að afkoma af reglulegri starfsemi yrði tap sem næmi 27 milljónum króna. Niðurstaðan var tap sem nam 44 milljónum króna sem var 17 milljónum króna meira en ráð var fyrir gert. I rekstraráætlun félagsins fyrir allt árið 1998 var gert ráð fyrir 45 milljóna króna hagnaði. For- sendur áætlunarinnar á síðari hluta ársins brustu þar sem síld- veiðarnar brugðust nær algjör- lega, en síldarverkun er burðarás í starfsemi félagsins á haustmán- uðum. Hráefni til saltfisk- vinnslu var einnig mun minna en gert var ráð fyrir. Nettóskuld- ir félagsins nema 1,4 milljörðum króna og hafa aukist um 52 milljónir króna milli ára. Tölu- vert gekk á eigið fé félagsins en eiginfjárhlutfallið er nú 11 pró- sent, var 17 prósent. Árið 1998 var annað árið í röð þar sem erfiðleikar voru með hráefnisöflun. Helst var það aflabrestur í síldveiðum, lítil þorskveiði utan vertíðar, mikill samdráttur í veiðum á flatfiski, auk þess sem verkfall sjómanna afkoma Borg- á Homafírði hafði veruleg áhrif á hráefnisöfl- unina í upphafi árs. Efnahags- hrunið í Rússlandi dró einnig verulega úr tekjumöguleikum fé- Iagsins en framleiðsla á síld og loðnu fyrir þann markað var eng- in á haustmánuðum. I Iok janú- armánaðar sl. keyptu Skinney og Þinganes um 58 prósent hluta- fjár í Borgey af KASK, Horna- fjarðarbæ og Lífeyrissjóði Aust- urlands í þeim tilgangi að sam- eina félögin sem verður frá síð- ustu áramótum en sameiginlega voru þau með um 34 prósent af allri loðnufrystingu í landinu. Með sameiningunni verður til félag með 10.378 þorskígildis- tonna kvóta borið saman við um 4.375 þorskígildistonna kvóta Borgeyjar og skipastóllinn 8 skip en búast má við að eitthvað fækki í honum í hagræðingar- skyni. — GG o pin samkeppni um gerð kvikmyndahandrits um Menntaskólann í Reykjavík Hinn 3. maí 1996 var stofnsettur Afmælis- sjóður Nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík, í tilefni af 150 ára afmæli skól- ans, í því skyni að láta gera heimildarkvik- mynd um skólann og nemendur hans. Talsvert fé hefur safnast til verkefnisins og mikið er til af skrifuðu efni og myndum, en nú vantar hugarflugið til að gera úr þessu kvikmynd, sem í senn er skemmtileg og góð heimild um skólann. Hér er um að ræða kærkomið tækifæri fyrir þá, sem standa að hinni öru þróun kvikmyndalistar á íslandi. Samkeppnisskilmálarnir eru þessir: 1. Samkeppnin er öllum opin. 2. Hæfileg lengd myndarinnar 45 til 60 mínútur. 3. Efni myndarinnar þarf aö spanna öll 150 ár skólans. 4. Gera þarf skil eftirfarandi megin þáttum: a) Hlutverk og þýðing skólans í þróun samfélagsins. b) Líf nemenda innan og utan skólans. Þátttakendur skulu fyrst skila inn á einni örk, A4, með höfundarnafni, hvaða tökum þeir hyggjast taka verkefnið (verkefnislýs- ing), en einnig eigin nafni í sérstöku með- fylgjandi lokuðu umslagi. Þátttakendur hafa nokkrar vikur til að Ijúka verkefnislýsingu sinni og skulu hafa skilað henni eigi síðar en hinn 1. apríl 1999 til Inga R. Helgasonar F.h. Afmælissjóðsnefndar Hagamel 10 107 Reykjavík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.