Dagur - 23.03.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 23.03.1999, Blaðsíða 6
6 - ÞRIOJUDAGUR 23. MARS 19 9 9 rD^tr ÞJÓÐMÁL Utgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstodarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: í.soo kr. Á mánuði Lausasöluverd: íso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Simar augiýsingadeiidar: (REYKJAVfK)663-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Netfang augiýsingadeiidar: omar@dagur.is Símbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRl) 551 6270 (reykjavík) NATO á tímaniótimi í fyrsta lagi Sérsveitir gráar fyrir járnum ganga hús úr húsi í leit að skæru- liðum. Skjóta karlmenn sem þeir finna en hrekja konur og börn út í snjó og kulda vetrarins. Brenna síðan húsin þeirra - hvert húsið af öðru þar til allt þorpið er orðin ein brunarúst. Halda þá áfram að næsta þorpi og byija harmleikinn upp á nýtt. Tugþúsundir flóttamanna neyðast til að horfa á heimili sín eyðilögð, þorp eftir þorp lagt í rúst. Nei, þetta er ekki gam- alkunnug lýsing á útrýmingaraðferðum nasista í síðari heims- styrjöldinni. Þetta eru morðsveitir Slobodans Milosevics að „hreinsa til“ í Kosovó. í öðru lagi Ekkert af þessu kemur á óvart. Um leið og viðræðum um lausn Kosovó-deilunnar var frestað í Frakklandi fyrir nokkrum vik- um bárust fréttir af liðssafnaði Milosevics. Öllum, þar á með- al leiðtogum vestrænna ríkja, var ljóst að ný herferð gegn Kosovó-Albönum var í uppsiglingu. Það var aðeins spurning um daga. Samt héldu leiðtogar NATO sig við sama halta göngulagið. Héldu áfram að tala eins og þeir vissu ekki það, sem allir aðrir vita, að orð hafa aldrei haft nein áhrif á Milos- evic frekar en Adolf Hitler. Afleiðingarnar eru þær sömu nú og þá; mannlegar hörmungar sem hægt var að koma í veg fyrir. í þriðja lagi NATO stendur nú á tímamótum. Ekki vegna þess að það á fimmtíu ára afmæli. Ekki vegna þess að nokkrar austurevr- ópskar þjóðir hafi gengið til liðs við bandalagið. Nei, NATO stendur á þeim tímamótum að trúverðugleiki þess er í hættu. Ef „friðarbandalag" sem lýtur forystu öflugustu stórvelda heimsins kann engin ráð til að stöðva hermdarverk valdasjúks lítilmennis á borð við Milosevic, mun það afhjúpa sig frammi fyrir veröldinni sem ómerkilegt pappírstígrisdýr. Því verður vart trúað að leiðtogar NATO ætli að gefa bandalaginu slíka afmælisgjöf. Elias Snæland Jónsson Lenín lifir! Garri hefur Iengi dáðst að fé- laga Lenín og alltaf verið á leið- inni að skoða jarðneskar leifar hans í grafhýsinu í Moskvu. Nú virðist sem það geti verið orðið of seint - það var víst í fréttum um daginn að einhveijir sér- ffæðingar ætluðu að fara að gera við kallinn, enda hafði honum nánast ekkert verið haldið við frá því hann var smurður á sínum tíma. En heiðri Leníns er þó upphaldið með slíkum bravör hér á Is- landi þessa dagana að það er hreint ekki eins aðkallandi að fara alla leið til Rússíá að votta honum virðingu sína. Lýðræð- islegt miðstjórnarvald - eitt af þessum lenínísku hugtökum sem urðu heimsfræg á dögum þriðja alþjóðasambands- ins en hafa síðan Ient í gengisfellingum og van- virðu á þessum síðustu og verstu tímum - hefur nú verið vakið til vegs á ný og Garri vill votta Lenín virðingu sína með því einfaldlega að fagna endurreisn hins Iýðræð- islega miðstjórnarvalds. Lýöræöislegt miðstj ómarvald Lýðræðislegt miðstjórnarvald felst í því að miðstjórn flokks- ins, og helst bara póliburóið, ræður öllu sem það vill ráða um framvindu og afstöðu flokksins. Samhliða er hins vegar haft í heiðri lýðræðislegt ferli þar sem félagar geta látið sínar skoðanir í Ijósi og hafa áhrif á framvinduna. En vegna sögulegra kringumstæðna er alltaf hætta á að hinn almenni flokksmaður rétt eins og öreig- arnir almennt úti í þjóðfélag- inu hafi „falska stéttarvitund" eða það sem kallað hefur verið „false consiousness". Sem sh'k- ir ganga þeir ómeðvitað erinda afturhaldsaflanna og borgara- stéttarinnar og gætu orðið dragbítur á þróunina þar sem framleiðsluöflin sprengja af sér framleiðsluafstæður þjóðfé- lagsins. Því er vissara að polit- buróið, og jafnvel bara aðalrit- arinn einn, taki allar endanleg- ar ákvarðanir um málin. Þær ákvarðanir geta verið í sam- ræmi við hið lýðræðislega ferli og það gæti líka verið í ósam- ræmi við það - allt eftir atvik- um. Föðurleg leið- sögn Þannig má segja að lýðræðis- Iegt miðstjórnarvald sé Iýðræði með föðurlegri Ieiðsögn mið- stjórnarvaldsins, sem passar upp á að pöpull- inn fari sér ekki að voða. Lenín veitti þessa leið- sögn framan af og svo tóku aðrir við. En rétt í þann mund þegar þessi tegund stjórnmála var Lenín. að falla í gleymskunnar dá, Lenín kominn á við- gerðarverkstæði og Garri farinn að óttast að Iýð- ræðislegt miðstjórnarvald myndi aldrei heyrast aftur nefnt, er það vakið upp með fítonskrafti í Norðurlandskjör- dæmi eystra á íslandi. Föðurleg leiðsögn pólit- burósins að sunnan leiddi um helgina til þess að leiðrétt voru hin skelfilegu mistök þeirra sem kusu í prófkjöri flokksins á sínum tíma að hafa rangan mann í efsta sæti. Það er ljóst að Garri mun gera hvað hann getur til að styðja þennan nýja lista - þó ekki væri nema bara til að heiðra minningu Leníns nú þegar hann gengur í gegn- um erfiða tíma á viðgerðarverk- stæðinu. GARRI JÓHANNES SIGURJÓNS- SON skrifar Lýðræði er loðið og teygjanlegt hugtak. Lýðræðið þykir reyndar ýmsum svo mikilvægt að þeir telja ófært að láta lýðinn ráðskast með það með einum eða öðrum hætti. Slíkir leggja því fremur stund á einhverskon- ar málamyndalýðræði, lýðræði í orði en ekki á borði og Iýðnum talin trú um að hann ráði. Ef hinsvegar lýðurinn ræður „vit- Iaust“ og fer villur vegar að dómi hinna sjálfskipuðu eða „lýðræð- islega“ kjörnu leiðtoga, þá er snarlega gripið í taumana. • Ráðamenn vantreysta oftar en ekki lýðnum og telja almenning yfirleitt ekki hafa þekkingu eða vit til að taka „réttar“ ákvarðanir. Það er m.a. ástæðan fyrir tregðu þeirra til að efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu um mikilvæg mál. Og því að söfnuðum er ekki lengur treyst til að velja sér presta að Ieiðtoga lífs síns. En til að viðhalda þjóðsögunni um lýð- ræðið fær almenningur stundum Málamyndalýðræði að kjósa um áfengisútsölur, til sveitarstjórna og Alþingis. Og svo eru auðvitað prófkjör haldin í nafni Iýðræðis. Krukkað í leikreglur Prófkjarafíknustu flokkar hafa jafnan gumað mikið af Iýðræð- isást sinni og fordæmt þá sem vilja fremur brúka fámennar upp- stillingarnefndir við röðun á framboðslista. Og tala þá gjarnan um að flokkseigendur ráði öllu, en ekki al- menningur eða hinn óbreytti flokksmaður. Einkum hafa þessar raddir verið áberandi meðal vinstrimanna. En þar á bæ er reyndar lýðræðisástin nokkuð blendin þegar grannt er skoðað. Samfylkingin á Norðurlandi eystra blés í lúðra fyrir nokkrum vikum og boðaði til galopins prófkjörs og að sjálfsögðu undir formerkjum hins heilaga lýðræð- is. En ekki leið á löngu áður en farið var að krukka í fyrirfram samþykktar leikreglur prófkjörs- ins. Allaballar á Akur- eyri sáu að Húsvíkingur var sjálfkjörinn í 2. sæti listans, sem var auðvit- að óhæft og því var Ak- ureyringi skutlað inn á listann eftir að próf- kjörsfrestur rann út. Og virtist nú allt í lukkunn- ar velstandi og lýðræðið tryggt eftir þessa smá- vægilegu lagfæringu leiðtoganna. Uppáskriftalýðræði? En þetta var falsvon. Því heimsk- ur lýðurinn kaus ekki í samræmi við vilja flokkseigenda, lýðurinn kaus vitlausan mann til forystu! Sigbjörn Gunnarsson, krata sem hefur staðið sig vel sem sveitar- stjóri í Mývatnssveit og þótti dugandi þingmaður á Alþingi á sínum tíma. Sigbjöm hefur hins- vegar lent í fjárhagskröggum vegna uppáskrifta, eins og svo margir Islendingar. Og virðist raunar nauðsynlegt að fá slíkan mann á þing, m.a. til að vinna að því að afnema það siðleysi og ábyrgðarleysi sem felst í uppá- skriftakerfi lánastofnana. Enginn minntist reyndar á fjárhagskröggur Sigbjörns í kosn- ingabaráttunni, einfaldlega vegna þess að hann átti ekki að vinna prófkjörið og.því óþarfi að eyða á hann púðri. En eftir próf- kjörið fóru hin ,föstu skotin að dynja á sigurvegaranum. Og nú hefur honum verið bolað af list- anum. Lýðræðið er, eins og áður sagði, alltof mikilvægt til að láta lýðinn ráðskast með það. Og eins gott að Olafur Ragnar Grímsson var ekki í verulegum uppáskrifta- vandræðum þegar hann var kjör- inn forseti Islands. Sigbjörn Gunnars- son. SÐBttfei svaurað Hviida áhrifhefurbrott- hvatf Sigbjöms Gunn- arssonar aflista Sam- fylkingarinnar á Noiður- landi eystra? (Frambjóðendur á Norður- landi eystra spurðir) Valgerður Sverrisdóttir 1. sæti á lista FramsóknarJMtks. „Það er erfitt að átta sig á því, en þetta er afar sér- kennilegt mál þar sem Sig- björn Gunnars- son sigraði í prófkjöri fylk- ingarinnar og nú er búið að hrekja hann út af listanum. Um framhaldið hef ég ekki mikið að segja á þessari stundu." Örlygur Hnefill Jónsson 2. sæti á lista Samjylkingar. „Eg veit ekki hver þessi áhrif nákvæmlega verða og vil ekki draga fram neinar niður- stöður í þessu máli, það er uppstillinganefndar og kjördæm- isráða að gera. Það kemur mér hinsvegar ekki á óvart að Sig- björn bakki út úr þessu, það voru búnir að vera erfiðleikar í far- vatninu og með þessari ákvörðun sinni tel ég að Sigbjörn hafi ver- ið að höggva á hnútinn sem myndast hafði.“ Halldór Blöndal 1. sæti á lista Sjálfstæðisjlokks. „Við Sigbjörn Gunnarsson unnum vel sam- an meðan hann átti sæti á Al- þingi og einnig hef ég átt gott samstarf við hann sem sveitarstjóra í Mý- vatnssveit - og um hann hef ég ekki nema gott eitt að segja. Um það sem gerst hefur að undan- förnu innan Samfylkingarinnar hef ég ekki heyrt annað en sögu- sagnir, en það er ljóst að þeir flokkar sem að henni standa eru mikið breyttir frá því sem áður var. Innan Alþýðuflokksins nýtur Sigbjörns trausts einsog niður- stöður prófkjörsins á dögunum sýndu og það er ljóst að þessu brotthvarfi hans nú munu fylgja sárindi. Það er líka Ijóst að Svan- fríður Jónasdóttir á ekki þær ræt- ur í Alþýðuflokknum sem Sig- björn á.“ Arni Steinar Jóhannsson 2. sæti á lista VG á Norðurlatidi „Ég held að mjög erfitt sé að gera sér grein fyrir því og ég upplifi mikið los á fólki vegna þessara Sam- fylkingarmála þannig að ég tel að fylgið geti í raun farið hvert sem er úr því sem komið er.“ eystra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.