Dagur - 23.03.1999, Page 7

Dagur - 23.03.1999, Page 7
D$gur ÞRIDJUDAGUR 23. MARS 1999 - 7 L ÞJÓÐMÁL HALLDÓR ÁSGRÍMS SON utanríkisráðherra skrifar Seinni hluti ríkisvaldsins út á landsbyggðina en þar má ganga lengra á mörg- um sviðum. Það er til dæmis augljóst að stofnanir sem eru með útibú út um land geta flutt enn meira af starfsemi til útibúa, eins og Vegagerðin, Síminn og Skattstofan. Byggðastefna núverandi ríkis- stjórnar tekur mið af þessu og áherslan á uppbyggingu, t.d. stóriðju á Austurlandi, er dæmi um þessar áherslur í atvinnu- og byggðamálum. Ljóst er að ýmis- leg hefur mistekist í byggðamál- um, svo heija verður nýja og markvissa sókn til að tryggja möguleika þeirra sem búa utan suðvesturhornsins. Það er ekki síst í þátttöku í alþjóðasamstarfi sem tækifæri landsbyggðarinnar liggja. Hins vegar þarf að sýna frumkvæði og kjark til að nýta þau ótalmörgu tækifæri sem framtíðin býður upp á. ísland í fremstu röö Það er Ijóst að engan veginn sér fyrir endann á þeirri öru alþjóða- þróun sem nú er að eiga sér stað. Tæknibyltingin hefur gerbreytt öllum viðskiptaháttum og vega- lengdir skipta sífellt minna máli. Eg tel víst að með metnaðarfullri þátttöku í alþjóðavæðingunni skapist veruleg tækifæri fyrir ein- staklinga og fyrirtæki óháð bú- setu og að við höfum alla burði til að skipa þjóðinni í fremstu röð á nýju árþúsundi. Forgangsverkefnin verða að búa ungu kynslóðina undir átök við ný verkefni í heimi sem breyt- ist ört. Til að tryggja hlut ís- lenskrar æsku í framförum og velmegun næstu aldar dugir ekk- ert minna en að menntun og önnur uppeldisskilyrði verði hér betri en með öðrum þjóðum. Samskipti okkar við önnur ríki munu ráða úrslitum í sókninni inn í næstu öld. Samstillt átak al- mennings og stjórnvalda mun skipa íslandi í fremstu röð á 21. öldinni og ekki er útiiokað að við verðum fremstir meðal þjóða heims þegar vegnir verða og metnir þeir þættir sem lífsgæði manna eru ofnir úr. Samkvæmt erlendum saman- burðarrannsóknum felast 56% af auði Islands í náttúruauðlindum, 29% í mannauði og 15% í fjár- magni. Þessar rannsóknir sýna svo ekki verður um villst að mannauðurinn er okkar helsta auðlind ef náttúruauðlindir landsins eru frátaldar. Margt bendir til að mannauður verði stöðugt mikilvægari í samkeppn- ishæfni þjóða. I skýrslu um al- þjóðavæðingu sem kom nýlega út á vegum utanríkisráðuneytisins er bent á að verðmætasköpun fyrir tilstilli þjónustuþátta í starf- semi framleiðslufyrirtækja og þjónustugreina þjóðfélaga er stöðugt vaxandi. Þekkingariðnaóuxiiut Lykillinn að þessari þróun er samþætt nýting mannauðs og nýjustu tækni. Þekkingariðnað- urinn er ekki síst til þessa fallinn auk þess að hann getur byggst upp hvar sem er á landinu vegna nútíma Ijarskiptamöguleika. Eg tel því brýnt að íslensk stjórnvöld geri sitt til að skapa hugvitsfyrir- tækjum lífvænleg skilyrði enda er þróun og uppbygging þekkingar- iðnaðarins mikilvægur vaxtar- broddur og frjór jarðvegur fyrir hæfa og vel menntaða einstak- linga. Þetta á ekki síst við um dreifðar byggðir Iandsins. Fjölbreytni í atvinnu Það er ljóst að samkeppni um ís- lenskt vinnuafl verður sífellt meiri einkum fyrir tilstilli sam- einaðs vinnumarkaðs í Evrópu. I skýrslu Byggðastofnunar frá ár- inu 1997 um búsetu á Islandi, kom m.a. fram að áhugi Iands- byggðarfólks á því sem kallaðir eru nútímalegir lífshættir skipta miklu máli við val á búsetustað. „Á íslandi er að vaxa úr grasi ný kynslóð fólks sem hefur raunverulega möguleika og rétt á að vinna hvar sem er í Evrópu og jafnve/ víðar," segir Halldór m.a. í grein sinni. Á íslandi er að vaxa úr grasi ný kynslóð fólks sem hefur raun- verulega möguleika og rétt á að vinna hvar sem er í Evrópu og jafnvel víðar. Þetta þýðir einfald- lega að Island verður að vera samkeppnishæft við önnur Evr- ópuríki um íslenskt vinnuafl. Við verðum að geta boðið upp á Ijöl- breytt atvinnutækifæri á Islandi eins og í öðrum Evrópulöndum. Fjölþætt aðstaða til að njóta menningar og annarrar afþrey- ingar þarf einnig að vera til stað- ar. Kjör fólks þurfa að vera sam- bærileg við það sem gerist í ná- grannaríkjum og svona mætti lengi telja. Það er því ljóst að stuðla verður enn frekar að ný- sköpun í atvinnurekstri á Islandi sem tryggi fjölbreytt atvinnutæki- færi fyrir alla Islendinga. Ef það á að takast þarf að örva enn frek- ar erlenda fjárfestingu hér á landi, ekki síst úti á Iandsbyggð- inni. Erlend fjárfesting Núverandi ríkisstjórn hefur ekki ýtt undir beinar fjárfestingar er- lendra aðila með sértækum hvetjandi aðgerðum t.d. með skattaívilnunum. Þess í stað hef- ur megináhersla verið lögð á að efla íslenskt atvinnulíf með því að auka samkeppni innanlands og með því að draga markvisst úr atvinnustarfsemi á vegum ríkis- valdsins. Hvortveggja hefur verk- að hvetjandi á þátttöku erlendra fjárfesta í samvinnu við íslenska aðila. Þróun síðustu ára hefur reynd- ar verið mjög jákvæð, bæði hvað varðar Ijölda erlendra fjárfesta sem komið hafa til Islands og varðandi þátttöku erlendra íjár- festa í öðrum greinum en orku- frekum iðngreinum. Fjölmörg er- lend fyrirtæki hafa þannig fjár- fest á Islandi í öðrum greinum en stóriðju og má þar nefna fjárfest- ingar á fjarskiptamarkaði, flutn- ingamarkaði, matvörumarkaði og íjárfestingar í hugbúnaði og Iíf- tækniiðnaði. Tækifæri landsbyggðar Það hefur verið stefna Fram- sóknarflokksins að laða að nýjar tegundir atvinnustarfsemi til Is- lands og um leið að tryggja að henni sé ætlaður staður á fleiri stöðum á landinu en á höfuð- borgarsvæðinu. Jafnframt hefur verið leitast við að flytja þjónustu Alþj óðaþróim - Byggðaþróun Lánasjóður landbónaðar ÆVARR HJARTAR- SON ráðunautur skrifar í blaðinu Degi 18. mars 1999 gat að líta fréttastúf um að verið væri að leita að húsnæði fyrir Lána- sjóð landbúnaðarins (LL) vegna flutnings á Selfoss. Talið er að húsnæði finnist. Það er fagnað- arefni vegna starfsfólks. I tilefni þessarar fréttar vil ég varpa fram nokkrum spurningum til stjórnar LL. 1. Hvernig fór sú ítarlega út- tekt fram á staðsetningu sjóðsins sem getið er um á þingskjali 1133-607 mál á 123. löggjafar- þingi 1998-1999? 2. Hver framkvæmdi þeska út- tekt ? 3. Hvaða atriði voru það sem setti Selfoss fram yfir aðra lands- hluta t.d Akureyri, annað en að vera kjördæmi formanns LL? 3.1. Var það nægjanlegt til að ákveða þessa staðsetningu? 4. LL var boðið húsnæði hér á Akureyri af a.m.k. tveimur aðil- um t.d. bréf Búnaðarsambands EyjaQarðar dags. 24.11. 1998. Hvaða viðræður eða kannanir fóru fram varðandi þessi hús- næðistilboð? 5. Hvenær svaraði stjórn LL þessum húsnæðistilboðum? 6. Getur verið að þeim hafi ekki enn verið svarað? 7. Er það ekki hlutverk stjórnar LL að reka sjóðinn á sem hag- kvæmastan hátt og þar hlýtur hús- næðiskostnaður að koma inn í? 8. Getur verið að hraði snigils- ins sé búinn að ná tökum á for- manni stjórnar LL? 9. Stjórnarlaun í LL. Hver eru þau? Svar við spurningu 3 gildir sem 20%, aðrar spurningar vega jafnt. Mér er kunnugt um að atkvæði féllu í stjórn LE þannig að 4 voru með Selfossi og eitt með Húsa- vík. Þegar slíkur eindreginn vilji kemur fram í stjórn hljóta rökin að vera mjög sterk fyrir staðar- vali. Hagsmunatengsl á milli for- manns landbúnaðarnefiidar, for- manns stjórnar LL og 2. þing- manns Sunnlendinga eru þar léttvæg.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.