Dagur - 31.08.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 31.08.1999, Blaðsíða 3
X^ÍH- ÞRIDJVDA G UK 3 1. ÁGÚST 19 9 9 - 3 FRÉTTIR Umræðan þjappar fóUdnu saman S veitaxstj ómarmeim segja stuðning Aust- fLrðinga við álver og Fljótsdalsvirkjuu nær algeran. „Eg er sannfærður um að af- dráttarlaust fylgi fólks á Austur- landi við að reisa Fljótsdalsvirkj- un og álver í Reyðarfirði hefur aukist mikið upp á síðkastið og að yfirgnæfandi fjöldi fólks hér sé því nú fylgjandi. Umfj'öllun ýmissa tjölmiðla um málið hefur gengið fram af fólki, sem og yfir- lýsingar ýmissa manna um það. Þess vegna kemur það ef til vill ekki svo mjög á óvart hve mikið fjölmenni sótti stofnfund félags- ins Afl fyrir Austurland. Líka að afdráttarlaus og skýr tillaga um að halda málinu áfram, sem bor- in var fram á fundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um helgina var samþykkt með 41 at- kvæði gegn 2. Menn mega ekki gleyma því að þarna koma saman menn úr öllum fjórðungnum, allt frá Bakkafirði til Hornaljarð- ar. Þessi afdráttarlausi stuðning- ur \áð tillöguna sýnir hve ein- hugurinn er mikill og hvað Aust- firðingar leggja gríðarlega mikla Smári Geirsson. áherslu á að þessi áform nái fram að ganga." segir Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Hann segist vera mjög ánægð- ur með stofnun félagsins Afl fyr- ir Austurland. Það muni verða til að styrkja þá baráttu sem sveitar- stjórnarmenn hafa háð í þessu máli og að þessi öfl verði sam- stiga og að það sé af hinu góða. Hvað hefur breyst? „Eg fagna stofnun þessa félags- Gunnlaugur Stefánsson. skapar og veit að það gerir allur þorri Austfirðinga líka. Það vill svo til að ég var formaður um- hverfisnefndar Alþingis, árið 1993, þegar lögin um umhverfis- mat voru sett. Þá var sú ákvörð- un tekin að frumkvæði nefndar- innar að Fljótsdalsvirkjun skyldi ekki fara í umhverfismat. Um það var einhugur í nefndinni og þar áttu sæti m.a. umhverfis- verndarsinnar eins og Hjörleifur Guttormsson og Kristín Einars- dóttir. Og nú 6 árum síðar er ég alveg sömu skoðunar," segir séra Gunnlaugur Stefánsson, vara- þingmaður Samfylkingarinnar, um stöðuna í virkjunarmálum á Austurlandi eftir stofnun félags- ins Afl fyrir Austurland um helg- ina. Séra Gunnlaugur segir að síð- an lögin um umhverfismat voru sett og ákveðið að Fljótsdalsvirkj- un væri þar undanskilin hafi í raun ekkert breyst annað en það að fallið hafi verið frá áformum um að reisa álver á Reykjanesi en í staðinn sé komin fram tillaga um að reisa álverið í Reyðarfirði. Það hafi engin breyting orðið á formum um virkjunarsvæði því það hafi alltaf átt að reisa Fljóts- dalsvirkjun og sú ákvörðun er óbreytt. Hann segir að meðan til stóð að reisa álver á Reykjanesi hafi samstaða um málið verið al- ger, bæði um álverið og virkjun- ina. „Nú þegar til stendur að reisa álverið hér fyrir austan er eins og fólk sjái ofsjónum yfir því og þá allt í einu Ieggst fjöldinn gegn áformum um Fljótsdalsvirkjun. Á meðan rafmagnið frá henni átti að fara suður var öllum sama,“ segir séra Gunnlaugur Stefánsson. - S.DÓR Hagnaður íslenskra sjávarafurða hf. og dótturfélaga þess nam 38,6 millj- ónum króna. ÍS fer úr Sigtuni Hagnaður Islenskra sjávaraf- urða hf. og dótturfélaga þess nam 38,6 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins sam- anborið við 209 milljóna króna tap fyrri hluta síðasta árs. Hagn- aður af reglulegri starfsemi nam nú 46,7 milljónum króna en á sama tímabili á síðasta ári var tap af reglulegri starfsemi 317 milljónir. I tilkynningu frá IS kemur m.a. fram að í mánuðinum hafi verið gengið frá sölu á skrif- stofuhúsnæði félagsins að Sig- túni 42. Kaupandi er Almenna málflutningsstofan, sem er m.a. í eigu Hróbjarts Jónatanssonar og Jónatans Sveinssonar. Auk þessarar sölu og sölu á verk- smiðju í Pennsylvaníu, um- búðalager og rekstrarvörulager er áætlað söluverðmæti eign- anna um 1 milljarður króna. Á móti er áætlað að fjárfesta í nýju skrifstofuhúsnæði fyrir rúmar 100 milljónir. - BJB Alvarlegar ásakanir í garð Stöðvar 2 Ummæli forsætisráð- herra um fréttastofu Stöðvar 2 hafa vakið athygli. Fréttastofan vísar þeim á hug. „Á forsætisráðherra að komast upp með að brigsla fréttamönn- um um að vera múlbundnir vegna hugsanlegra hagsmuna eigenda?" spyr Ágúst Einarsson, fyrrum þingmaður Þjóðvaka, í grein sem hann birti á vefsíðu sinni í gær. Þar fjallar Ágúst um bankamálið og þátt Davíðs Oddssonar í því, einkum um- mæli er hann lét falla í garð Kristins Hrafnssonar, frétta- manns Stöðvar 2, sl. föstudags- kvöld. Ágúst segir að sér hafi brugðið er hann sá og heyrði Davíð segja að ekkert væri að marka fréttaflutning Stöðvar 2 af bankamálinu sökum þess að Jón Olafsson ætti þar í hlut. Ágúst segir alvarlegar ásakanir vera þarna á ferðinni. I viðtalinu á Stöð 2 neitaði Davíð því að hafa dylgjað um lögbrot Kaupþings og nefndi máli sínu til stuðnings bréf frá fólki sem sýndi inn- og útkvittan- ir fyrirtækisins. Síðan fer viðtalið þannig fram og tilvitnunin hefst á orðum Davíðs: „Þær staðfesta það sem ég hef sagt. Þannig að þitt orðalag var nú ekki alveg fréttamanni sæm- andi. Eg átta mig hins vegar á því að menn eru í dálitlum vandræð- um, afvissum ástæðum." (Kristinn:) „En þií svarar ekld Ágúst Einarsson. spurningunni, hver eyðilagði stefnu stjómarinnar og Alþingis?" (Davi'ð:) „Eg held því fram og hef sagt það að sú söfnun sem þarna átti sér stað, og sú tiíraun til að selja einum aðila öll þessi hréf frá sparisjóðunum, gekk þvert á stefnu ríkisstjómarinnar. Framhjá því verður ekki gengið og það liggur fyrir." (Kristinn:) „Þú átt þá hæði við sparisjóðina og Orca-hópinn?" (Davíð:) „Eg hef nú svarað þessu ennþá vel, kæri vinur. Menn verða aðeins að vera svolít- ið eins og fréttamenn, jafnvel þó að það sé erfitt með eignarhaldið á Stöð 2." „EJdd ntálpípa Jóns Ólafs- sonar“ Karl Garðarsson aðstoðarfrétta- stjóri varð íyrir svörum á Stöð 2 er viðbragða var leitað þar. Hann tók undir með Ágústi að þetta væru alvarlegar ásakanir hjá for- sætisráðherra. Karl Garðarsson. „Við erum sá fjölmiðill, fyrir utan Morgunblaðið, sem kom nálægt því að segja hverjir hefðu keypt FBA-bréfin. Okkar fréttir hafa verið þannig að erfitt er að fullyrða að við höfum verið að taka upp hanskann fyrir Jón Olafsson. Við höfum alls ekki verið málpípa Jóns í þessu bankamáli, nema síður sé. Við höfum gengið eftir því að birta sem flestar skoðanir í þessu máli. Eg tel að allir sem vilji geti séð það og þar með Davíð Odds- son líka,“ sagði Karl og aðspurð- ur um frekari viðbrögð taldi hann að þetta mál kæmi til um- ræðu innan fréttastofunnar. „Eg tel það af og frá að frétta- stofur almennt hér á Iandi láti annarleg sjónarmið ráða frétta- flutningi sínum og fréttaöflun," sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Islands, við Dag um þessi ummæli Davíðs um fréttastofu Stöðvar 2. - BJB Hermeimska bama verði böirnuð Haustfundur utanríkisráðherra Norðurlandanna var haldinn á Egilsstöðum um síðustu helgi og lauk honum á sunnudag. I lok fundarins undirrituðu ráðherrarnir yfirlýsingu, þar sem hvatt er til þess að þátttaka bama og ungmenna undir 18 ára aldri verði bönnuð. Á fundinum ræddu ráðherrarnir norrænan áherslur og samstarf innan alþjóða- og svæðisbund- inna stofnana. Nú um stundir fer ísland með for- mennsku í Evrópuráðinu, Noregur í Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu og Finnland í Evrópu- sambandinu. Sömuleiðis ræddu ráðherrarnir svæð- isbundna samvinnu á Norðurslóðum og stjórnmálaþróunina í Rúss- landi. I gærmorgun funduðu utanríkisráðherrar Norðurlandanna með starfsbræðrum sínum frá Eystrasaltslöndunum og þar m.a. rætt um stöðu Eystrasaltsríkjanna hvað varðar stækkun Evrópusambandsins og NATO. Sérstakur heiðursgestur á þessum fundi var utanríkisráðherra Kanada. - S.DÓR Halldór Ásgrímsson. Flugleiðir með nýja fraktvél Flugleiðir munu á morgun, 1. september, taka í notkun stærri flug- vél sérútbúna til fraktflutninga af gerðinni Boeing 757-200F. Vélin hefur verið tekin á leigu til 5 ára af Ansett Worldwide, sem sérhæfir sig í leigu og sölu flugvéla. Með nýju vélinni eykst burðargeta í frakt- flutningum Flugieiða til muna og í fyrsta sinn verður flogið beint til N-Ameríku í reglulegu áætlunarflugi með frakt. Frá 13. september tekur gildi ný áætlun fraktflugsins. Flogið verður sex sinnum í viku á milli Keflavíkur og Liege í Belgíu og fimm sinnum í viku á milli Keflavíkur og New York í Bandaríkjunum. FBA-bréf hækkuðu um 5,3% Viðskipti með hlutabréf FBA á Verðbréfaþingi voru nokkuð lífleg í gær og hækkaði gengi þeirra nokkuð. Þegar viðskiptum Iauk fyrir helgi stóð gengið í 2,65 en eftir viðskipti gærdagsins var gengið kom- ið í 2,79. Um miðjan dag fór gengið í 2,80, eða það sama og Orca SA keypti sinn hlut á. Hækkunin frá föstudeginum nemur 5,3%. Alls námu viðskiptin með FBA-bréfin um 27,6 milljónum að nafn- virði eða um 77 milljónum að söluvirði. Tilkynnt var um ein inn- herjaviðskipti til Verðbréfaþings þegar innherji seldi bréf fyrir 1 millj- ón að nafnvirði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.