Dagur - 31.08.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 31.08.1999, Blaðsíða 6
6 - ÞRlfíJUD AGU K 3 1 . ÁGÚST 1999 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: elías snæland jónsson Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jóNASSON Skrifstofur: strandgötu si, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHÓLTI 14, REYKJAVÍK Simar: 460 6ioo og aoo 7080 Netfang ritstjórnar: rltstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: t.aoo kr. á mánuði Lausasöluverð: 150 KR. OG 200 KR. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Símar auglýsingadeildar: [REYKJAVÍK)563-i6i5 Ámundi Amundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Simbréf ritstjórnar: 460 6171(AKUREYR|) 551 6270 (REYKJAVÍK) Átök um hug og hjarta í fyrsta lagi Það var ekki vonum seinna að stuðningsmenn virkjana og álvers á Austurlandi stofnuðu samtök til að vinna málstað sínum auk- ins fylgis. Stofnfundurinn fyrir austan um helgina var fjölsóttur og nokkuð á annað þúsund manns hafa þegar skráð sig í nýja fé- lagið. Talsmenn þess hafa kvartað undan því að sjónarmið virkj- unarsinna hafi farið hallloka í fjölmiðlum síðustu mánuðina. Vissulega hafa þeir sem vilja vernda Eyjabakka verið duglegir að vekja athygli á málstað sínum, meðal annars með greinaskrifum í blöðum, á meðan fáir almennir stuðningsmenn virkjana hafa látið í sér heyra. Er rétt að árétta fyrir hönd Dags að blaðið hef- ur alltaf verið og er opið fyrir greinar þeirra sem styðja virkjun- ina, enda vettvangur frjálsrar umræðu um þjóðfélagsmál. í öðru lagi Það er hins vegar misskilningur að engir hafi haldið á lofti mál- stað virkjunar í Fljótsdal og álvers á Reyðarfirði síðustu misser- in. Þannig stendur öll ríkisstjórnin að baki þeirri stefnu, enda hafa ráðherrarnir verið ófeimnir við að tína ffam opinberlega þau rök sem tiltæk eru. Sama á við um flesta stjórnarþingmenn, enda ekkert sem bendir til annars en að á Alþingi sé enn mikill meirihluti fyrir því að það verði virkjað og Eyjabakkar lagðir und- ir lón. í þriðjalagi Þessi nýju samtök þurfa þess vegna ekki að eyða miklu púðri í að sannfæra stjórnmálamennina um að halda fast við þá stefnu sem Alþingi og ríkisstjórn hafa mótað. Þeirra verkefni er mun erfiðara, sum sé að sannfæra mikinn meirihluta þjóðarinnar um að rétt sé að fórna Eyjabökkum vegna virkjunarframkvæmda. Baráttan snýst um hug og hjarta hins almenna borgara í land- inu. Það er að miklu leyti í höndum hinna nýju samtaka sjálffa hvort þeim tekst að sannfæra þjóðina með málflutningi sínum á næstu vikum og mánuðum. í því sambandi er í allri vinsemd óhjákvæmilegt að benda á, að leiðin til þess er ekki sú að gera grín að biskupum. Eltas Snæland Jónsson. Siðaskipti á Austurlandi? Þeir eru ekkert að skafa utan af því Austfirðingarnir þegar þeir Ioksins byrja. Það mættu bara allir íbúar fjórðungsins í Valaskjálf um helgina til að hlægja að biskupnum - nema Hjörleifur og Þuríður Back- man. Biskupinn sagðist myndi vilja bjarga Eyja- bökkum ef hann ætti að fylgja hjartanu og eftir það hefur verið litið á hann sem hálf- gert viðundur í heil- um landsfjórðungi, eins og berlega kom í ljós þegar brandari var sagður á hans kostnað á stofnfundi samtaka um að drekkja Eyjabökkum. Þar var látið að því liggja að náttúrudýrkun biskups væri hálfgerð ónáttúra, og fara þyrfti með þetta hjartatal hans á svipaðan hátt og farið var með ásakanirnar á hendur for- vera hans í kvennamálum. Garri horfði á þegar útgerðar- maðurinn á Fáskrúðsfirði fór með þessa þulu og hélt að nú myndi salurinn tæmast og ekkert verða úr samtakastofn- uninni. Það var nú aldeilis ekki, salurinn réði sér ekki fyr- ir kæti. Biskupsháls Hefur kveðið svo rammt að þessum biskupsíjandskap að nú eru ferðamönnum gefnar sérstakar skýringar þegar þeir koma á biskupsháls á Möðru- dalsöræfum, en þar eru sem kunnugt er mörk Norðlend- ingaijórðungs og Austfirðinga- fjórðungs. Skýringin sem gefin er á nafni hálsins er að þegar V austur fyrir hann er komið sé biskupi Iegið ýmislegt á hálsi. Og eru það orð að sönnu. Er nú svo komið að fullyrt er að siðaskipti hin síðari standi nú fyrir dyrum þar eystra og að sendiboði hafi verið gerður út til Rómar til að kanna hvernig (og hvort!) hjarta páfa slær þegar mýr- arflákamir Eyjabakk- ar eru annars vegar. Komi í Ijós að páfi sé drekkingarmaður, hefur verið boðað að Austfirðingar muni ganga til liðs við þann sið sem hann boðar, frekar en við- halda mýrarfláka- trúnni hans Karls. Sögulegir atburöir Það stefnir því í að sögulegir atburðir séu að gerast í að- draganda hátíðahalda til minningar þúsaldar kristni í landinu. Helming þúsaldar- innar eða svo hafa menn að- hyllst katólskan sið og hinn helminginn hafa menn haldið í hönd Lúthers. Og enn gætu verið skipti í uppsiglingu ef þjóðkirkjan ætlar að halda til streitu andstöðu sinni við hinn nýja drekkingarhyl Eyjabakk- anna. Rétt er þó að undirstrika að Róm hefur enn ekki gefið sig upp þannig að trúarbragða- stríð er ekki skollið á enn. Hinu verður þó ekki neitað að deilan um Eyjabakka er óðum að þróast yfir í sama farið og deilan um aðskilnað Norður Irlands frá Bretlandi. Hver segir svo að þetta sé einfalt mál? - GAHRI Karl Sigurbjörnsson, biskup. JÓllANNES SIGURJÓNS- SON SKRIFAR Vísindamenn og aðrir spreng- lærðir sérfræðingar fást gjarnan við að sanna eða sannreyna ýmis- legt sem Iengi hefur verið á al- mannavitorði. Þannig kynntu bandarískir sálfræðingar fyrir skömmu niðurstöður úr ítarlegri könnun á þjálfun afreksfólks í íþróttum, þar sem fram kom að andlegir og sálrænir eiginleikar íþróttamanna skipta meira máli en líkamlegt atgervi. Könnunin fór þannig fram að rætt var við 658 þjálfara ungra íþróttamanna sem starfa í 43 greinum íþrótta og voru þjálfararnir beðnir að velja 5 atriði af 128 sem þeir teldu mikil- vægust í fari ungs afreksfólks. Og fyrstu 18 atriðin sem þeir nefndu lutu öll að persónuleika og and- legum eiginíeikum fólksins, áður en komið var að þeim þáttum sem tengdust lfkamlegu atgervi. Vilji er allt,.. I þessari könnun voru sálfræðing- Andlegt ástand á útivelli arnir að sannreyna það sem flest- ir ef ekki allir sem einhverntím- ann hafa komið nálægt íþróttum, vita og hafa vitað lengi. Allir íþróttamenn sem ná árangri búa yfir miklu lík- amlegu atgervi og eru vel þjálfaðir. Það sem skil- ur á milli feigs og ófeigs eru hinir sálrænu þættir, vilja- styrkurinn og hugarfarið. Og þeir sem Iengst hafa náð voru ekki endilega þeir efnilegustu í æsku og mý- mörg dæmi um íþróttamenn sem sköruðu fram úr f æsku en höfðu ekki karakter til að ná lengra, á meðan ýmsir sem ekki höfðu sömu hæfileika frá náttúrunnar hendi, náðu á tindinn í krafti skapfestu og viljastyrks. Og þetta á ekki bara við í íþrótt- um heldur á flestum sviðum mannlífsins, ekki síst í Iistum. Helstu stórsöngvarar veraldar voru ekki endilega með bestu og fallegustu röddina í hópi jafnaldra sinna í skóla en þeir höfðu sjálfstraustið og viljann til að klífa tind- ana. Heima og heiman Eitt ljósasta dæmið um mikilvægi sálrænna þátta í íþróttum er að finna í knattspyrnunni. Og það snýst um mismunandi árangur á útivöllum og heimavöllum. Allir sem fylgjast með knattspyrnu vita að að jafnaði Ieika Iið betur og sigra oftar á heimavelli, þau sækja á heimavelli, veijast á útivelli. Og samt eru ytri aðstæður ávallt hin- ar sömu, vellirnir jafn stórir, bolt- inn eins, andstæðingarnir hinir sömu. Það er aðeins einn munur á úti- velli og heimavelli og það er hug- arfar Ieikmanna. Þeir þekkja sinn heimavöll, þekkja sitt heimafólk og þeim Iíður því betur, eru já- kvæðari, bjartsýnni og sigurviss- ari. Og spila þess vegna betur. Engum þjálfara í heimi, hvorki fyrr né síðar, hefur tekist að búa til lið sem er jafn sigursælt í úti- leikjum og heimaleikjum. Ein- faldlega vegna þess að það er miklu auðveldara að þjálfa upp líkamann en persónuleikann. Þetta eru staðreyndir sem fá- fróðustu áhugamenn um íþrótttir hafa alltaf vitað. Og að sjálfsögðu ánægjulegt að nú hafa spreng- lærðir sálfræðingar í Bandarikj- unum komist að sömu niður- stöðu. Á ríku) :u) íidstoóiifrnm haldsskólanema við að eignastfartölvu ? (Bjöm Bjamason varpaðiþess- arí hugmyndfram á þingi Samtaka sveitarfélaga á Notð- urlandi vestra sl.föstudag). Hjalti Jón Sveinsson skólameistari VMA. „Hugmyndin þykir mér áhuga- verð, en ekki er sopið kálið. Einsog ráðherra sagði þá er eftir að kanna málið, bæði framkvæmd og kostnað. Ég sé fyrir mér að þetta gæti orðið að veruleika innan einhverra ára, en svo ört fleygir upplýsingatækninni fram að ómögulegt er að segja til um hver staðan verður eftir til dæmis 10 ár. Fartölvur í dag eru dýrar og umhverfi þeirra er ekki jafn fullkomið og hinna hefð- bundnu, en innan fárra ára get ég séð fyrir mér að þær verði jafn sjálfsagðar í skólum og til dæmis vasareiknir." Frosti Siguijónsson forstjóri Nýherja. „Allir framhalds- skólanemar þurfa að nota tölvu og fartölva hefur marga kosti um- fram borðtölvur fyrir nemendur. Fartölvur eru dýrari en borðtölvur en hafa verið að Iækka hratt í verði og tölvuframleiðendur eins og IBM gera menntastofnunum gjarnan tilboð í þann búnað sem þarf. I náinni framtíð munu nem- endur í vaxandi mæli fá þekkingu og verkefni sín beint inn á tölvuna um Netið. Tölvan verður því álíka ómissandi og námsbækur hingað til. Réttara væri kannski að segja að internetið verði ómissandi, hvort sem nemendur nálgast það með borðtölvu, fartölvu, netsjón- varpi, farsíma eða handtölvu." Sigríður Jóhannesdóttir þingmaður. „Ef ríkið á pen- inga til þessa verkefnis þá ætla ég ekki að leggj- ast gegn þeirrar hugmynd. En mér þykir þetta þó vera enn eitt dæmið um oftrú á tölvum og að þær geti öllu breytt. Það sem þarf að efia í ís- lenskum framhaldsskólum er stuðningur við einstaklinginn, til dæmis með því að efla námsráð- gjöf-“ Runólfur Ágústsson rektor SamviimuUáskólans á Bifröst. „Mér líst vel á hugmyndina. Þróunin hefur verið sú, meðal viðskiptaháskóla erlendis, að far- tölvuvæða skól- ana og það hefur gefist vel. Á þeirri reynslu byggjum við nýtt upplýsingakerfi hér á Bifröst. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að sömu lögmál gildi í fram- haldsskólum og háskólum, það er að fartölvur geti komið nemend- um að góðum notum við að afla sér upplýsinga."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.