Dagur - 31.08.1999, Page 5

Dagur - 31.08.1999, Page 5
 FRÉTTIR 9 9 c i t % \i 3 ft . t e a ii a r au i<iih <i - ; ÞRIDJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 - 5 Fákeppni í græmneti Líkur á sterkum árgangi árid 2004 Afar mikið var af þroskseiðum og var vísitaian sú lang hæsta sem mælst hefur frá því seiðarannsóknir hófust fyrir 30 árum. Árið 1999 er þriðja góða seiðaárið í röð í þorski. Árlegum seiðarannsóknaleið- angri á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni lauk sl. sunnudag. Sjórinn sunnan og vestan Is- lands var mjög selturíkur og mik- il upphitun yfirborðslaga. Flæði hlýsjávar vestur og norður fyrir land var sterkt og meira en tvö síðustu ár. Uti Fyrír Austurlandi var fremur hlýtt og hinn kaldi Austur-Islandsstraumur var fjær landi fyrir Norðausturlandi og Austurlandi en undanfarin ár. Afar mikið var af þroskseiðum og var vísitalan sú lang hæsta sem mælst hefur frá því seiðarann- sóknir hófust fyrir 30 árum. Sveinn Sveinbjörnsson, fiski- fræðingur og leiðangursstjóri á Árna Friðrikssyni, segir út- breiðslu þorskseiða mjög mikla og stærðina yfir meðallagi. Ljóst sé að þarna sé á ferðinni efnivið- ur í sterkan þorskárgang, en þetta er þriðja góða seiðaárið í röð en seiðavísitalan 1998 var sú hæsta til þessa en sú sem fékkst nú er 3,4 sinnum hærri og segir Sveinn óskaplegt magn af seið- um nú í hafinu við Island. Nið- urstöður áranna ellefu þar á undan voru mjög lélegar. - Benda þessar rannsóknir til þess að búast megi við mikilli þorskgengd á næstu árum? „Þetta er vísitala og við vitum heldur ekki hversu mikið þetta veiðarfæri tekur af því sem fyrir því verður, þ.e. viðbrögð þorsk- seiða við veiðarfærinu. Þetta er þó gert eins ár frá ári og togað á sömu slóðum, sem segir okkur að klakið í vor hafi tekist ákaflega vel. Seiðin eru nú stór og falleg og það er marktækt samband milli stærðar seiða og hvernig þau skila sér inn í veiðar seinna,“ segir Sveinn Sveinbjörnsson. - Hvenær má búast við því að áhrif þessa gríðarlega góða klaks fari að gæta í þorskveiðum? „Þetta er efniviður í góðan ár- gang og við skulum vona að af- koma þessara seiða verði a.m.k. í meðallagi góð. Þá fer þess veru- lega að gæta árið 2003 en af full- um krafti árið 2004. Það var líka góður árgangur árin 1998 og 1997 og þess fer vonandi að gæta árin þar á undan, þ.e. 2001 og 2002. Seiðavísitala ýsu og loðnu var einnig mjög há, en seiðavísitala ýsu var jafnstór og stærsti ár- gangur fram til þessa sem var árið 1976, sem síðar reyndist stór árgangur í ýsuveiðinni. Seiðavísitala loðnu reyndist sú sjötta stærsta frá upphafi mæl- inga fyrir 30 árum, og einnig góð seiði, og það er ijarri því að vera eitthvað til að fúlsa við.“ - Heildarárangur leiðangursins lofar því góðu fyrir fiskveiðar næstu ára? „Já, það má fullyrða það. Við höfum fengið góðan efnivið, sem ætti að skila sér í góðri veiði ef engar náttúruhamfarir verða í hafinu á vaxtartímanum." r GG Fákeppni ríkir á heildsölumark- aði grænmetis hér á landi að mati Neytenda- samtakanna. Framkvæmda- stjórn Neyt- endasamtak- anna ræddi verðlagningu og sölu grænmetis fyrir skömmu, en Jóhannes Gunnarsson formaður skrifaði bréf til samkeppnisyfirvalda í byrjun júlf, þar sem óskað var eftir að gerð yrði úttekt á mat- vörumarkaði í smásölu og heild- sölumarkaði grænmetis og ávaxta. I samtali við blaðið segist Jó- hannes Gunnarsson telja að stjórnvöld hafi notfært sér GATT samninginn til að vera með ýmsar hömlur í formi mjög hárra tolla og það hafi hreinlega dregið úr samkeppni þó nægar hafi hömlurnar verið fyrir. „Síð- an sýnist okkur að því miður verði að kalla heildsölumarkað með grænmeti fákeppnismark- að. Þarna eru örfá fyrirtæki sem virðast hafa talsvert samráð sín á milli,“ segir Jóhannes. Hann segir fróðlegt hvernig Alþingi hafi annars vegar samþykkt manneldisstefnu með það meðal annars að markmiði að auka neyslu grænmetis en beiti á sama tíma auknum hömlum. „Mér finnst þingmenn vera að gera sig að athlægi," segir Jó- hannes. — HI Viðsnúnmgiir í rekstrí hjá KEA Dótturfélög KEA skila 61,1 milljónar króna hagnaði í stað 86,3 milljóna króna taps á sama tíma í fyrra. Rekstur Kaupfélags Eyfirðinga og dótturfélaga skilaði 48,3 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins, samanborið við tæplega 142 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra. Stjórn og stjórnendur KEA gripu til víð- tækrar endurskipulagningar á síðasta ári með það að markmiði að bæta afkomu félagsins og tryggja framtíð þess. Rekstrartekjur samstæðunnar fyrstu sex mánuði ársins námu 5.567 milljónum króna, saman- borið við 4.795 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Rekstrar- gjöldin eru 764 milljónum króna hærri eða 5.647 milljónir króna á móti 4.883 milljónum króna. Fjármagnsgjöld umfram fjár- munatekjur eru nú 165,3 millj- ónir króna, samanborið við 85,6 milljónir króna fyrri helming árs- ins 1998. Tap samstæðunnar af reglulegri starfsemi fer því úr 173,8 milljónum króna í 245,3 milljónir króna. Hins vegar nema óreglulegar tekjur umfram gjöld 305,6 milljónum króna sem er tæplega 300 milljóna króna hækkun á milli ára. Dótturfélög KEA skila 61,1 milljónar króna hagnaði í stað 86,3 milljóna króna taps á sama tíma í fyrra. Snæfell, sem KEA á meirihluta f, skilaði t.d. 84 millj- óna króna tapi inn í rekstur KEA-samstæðunnar á íyrri hluta síðasta árs en skilar nú 24 millj- ónum króna í hagnað. Eiríkur S. Jóhannsson, kaup- félagsstjóri, segir að gjaldfæra hafi orðið verulegan kostnað vegna sölu á byggingavörudeild, apótekum og raflagnadeild auk þess sem félagið missti tekjur af starfsemi þessara deilda. Þessir rekstrarþættir eru nú innan hlutafélaga sem KEA á veruleg- an hlut í. „Sömuleiðis féll til tals- verður kostnaður vegna þeirra skuldbindinga sem KEA tókst á hendur í tengslum við breyting- arnar hjá Kaupfélagi Þingeyinga. I öllum þessum þáttum liggja veruleg sóknarfæri. Við erum að missa framlegð út úr móðurfé- laginu vegna þessara aðgerða en höfum einnig selt talsvert af eignum sbr. hlutabréf móðurfé- lags í Snæfelli og uppsjávarpakka Snæfells í samstæðunni. Rati vegna þessara aðgerða mun skila sér til félagsins á næstu misser- um,“ segir Eiríkur S. Jóhanns- son, kaupfélagsstjóri, sem telur að sígandi lukka sé best. — GG FBA-málíð emi í salti „Stjórnarflokkarnir hafa enga ákvörðun tekið enn um með hvaða hætti salan fer fram. Mál- ið er til skoðunar í ríkisstjórn- inni og það hefur svo sem ekkert sérstakt gerst í því ennþá," sagði Finnur Ingólfsson viðskiptaráð- herra f samtali við Dag í gær. Þessi orð ráðherra þýða hara eitt - samkomulag hefur ekki tekist og málið hefur verið sett í salt. Viðskiptaráðherra var spurður hvort einhver hreyfing væri varð- andi söluna á viðskiptabönkun- um, Landsbanka og Búnaðar- banka, og sagði hann enga hreyf- ingu á því máli. Sem kunnugt er var hætt við að selja hlutabréf í Landsbankanum í fyrra þegar sænskur banki sýndi áhuga á að kaupa þar hlut. Dagur hefur heimildir fyrir því að í raun sé salan á FBA ennþá algerlega óleyst mál milli stjórn- arflokkanna. Sömu heimildir herma að þeir Finnur Ingólfsson og Davíð Oddsson eigi að ráða fram úr því máli en viðræður þeirra eru ekki hafnar enn. - S.DÓR Þingmeim á ferð Þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra heimsóttu í gær fyrirtækið Sæunni Axels í Olafsfirði, en þar hefur sem kunnuugt er öllum starfsmönnum verið sagt upp störf- um, í kjölfar þess að fyrirtækið fékk engan hlut í úthlutun byggðakvótans. Uppsagnir fólksins taka gildi um mánaðamótin. Þing- menn færðu stjórnendum engar lausnir og forráðamenn fyrirtækisins skýrðu afstöðu sína fyrir þingmönnum. Halldór Blöndal, forseti Alþingis og fyrsti þingmaður kjör- dæmisins, lýsti því yfir eftir fundinn að hann væri ekki bjartsýnn á að lausn fyndist fyrir mánaðamót. Þingmenn fóru sfðan til Hríseyjar í gærkvöld, en þar eru Iíka blikur á lofti í atvinnumálum. Nánast kraftaverk Það er talið ganga kraftaverki næst að kona sem lenti í bílslysi á Egils- stöðum f gær, skuli hafa sloppið lifandi. Ekið var inn í hlið fólksbíls- ins sem konan var í og skemmdist hann svo mikið að klippa varð alla hliðina úr honum til að ná konunni út. Hún var fiutt með sjúkrabif- reið á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og heilsaðist vel eftir atvikum. Hægir á útlámim Nýjustu útlánatölur banka og sparisjóða þykja benda til að útlán kunni framvegis að vaxa hægar en verið hefur. En vöxtur útlána gefur vís- bendingu um styrk innlendr- ar eftirspurnar. Síðustu 3 mánuði hafa útlán „aðeins" aukist um 1-1,5% á mánuði borið saman við ríflega 3% mánaðarlega aukningu á tímabilinu febrúar-apríl. Svipaða þróun merkir Þjóðhagsstofnun í vexti peningamagns í víðum skilningi. „Vöxturinn getur þó enn ekki talist hægur nema í saman- burði við gríðarlega aukningu fyrri mánaða og sl. árs og enn er of snemmt að fullyrða að um viðsnúning sé að ræða, enda útlán breyti- leg frá einum mánuði til annars,“ segirí Hagvísum. - HEl Halldór Blöndal.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.