Dagur - 31.08.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 31.08.1999, Blaðsíða 4
4 -I’RIÐJUD AG UR 31. ÁGÚST 1999 -Ð%ývr RAFVEITA AKUREYRAR Sá hluti tæknideildar Rafveitu Akureyrar, sem sér um rekstur og framkvæmdir orkukerfisins, auk birgðahalds er fluttur að Rangárvöllum. Rafveita Akureyrar. FRÉTTIR Ökumaður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum lyfja, ók tvisvaryfir á rauðu á gatnamótum Lönguhiíðar og Miklu- brautar um heigina og endaði ævintýrið með árekstri. mynd: hilmar þór. EXPRESS HAGLASKODN Mávahlíð 41, Rvík, sími 562 8383 OG SÖLUAÐILAR UM ALLT LAND —HÆFftBETUR 9 Sjörnubrotin plasthylki 9 Plastbolla forhlöð 9 16-24mm sökkull 9 VECTAN-hágæða púður • 36, 42 og 46 gr. hleðsla • 3% ANTIMONY-högl • Stærðir 1, 3, 4, 5 9 Hraði: 1375fet/sek. 9 ClP-gæðastaðall _______ SPORTVÖRU GERÐIN HF. $ SUZUKI -4«« ' — Kotndu i reyttslu- akstur! SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is Hefur þú séð svona verð á 4x4 bil? • Mest seldi bíllinn í Japan(!), annað árið í röð. • öruggur Suzuki fjölskyldu- og fjölnotabíll. • Skemmtilegur bíll meðmiklum staðalbúnaði: ABS hemlaiæsivörn rafdrifnu aflstýri, samlæsingu, o.m.fl Ódýrasti 4x4 bíllinn á Islandi imiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiHiiiiiiiiitiiiiii GL 1.099.000 KR. GL 4x4 1.299.000 KR. mmmimmmmimmmmmmmmiii Fór tvisvar yfir á rauðu á lyfjiim I dagbók lögreglunnar í Reykjavík fyrir dag- ana 27. til 30. ágúst eru umferðaróhöpp og ólæti á almannafæri hýsna áberandi. Fámennt og rólegt var í miðbæn- um á föstudagskvöld, að mati lög- reglu. Fólk hélt sig að mestu á veitingahúsunum og gekk heim- flutningur síðan ágætlega. Öllu meiri ölvun var að kvöldi laugar- dags og fjölmennt á veitingahús- um fram til sunnudagsmorguns. Lögreglan vekur sérstaka at- hygli ökumanna á því að á næstu dögum hefst skólastarf grunn- skóla á nýjan leik. Ökumenn eru beðnir að sýna aðgæslu í ná- grenni skólanna og verður hún með nokkurn viðbúnað af þessu tilefni eins og undanfarin ár. Sjö ökumenn eru grunaðir um ölvun við akstur eftir helgina og 22 vegna hraðaksturs. Arekstur tveggja bifreiða varð að Flétturima síðdegis á föstudag. Ökumenn bifreiðanna og farþegi úr annarri fluttir á slysadeild. Skemmdir urðu á grindverki og flytja varð bæði ökutækin af vett- vangi með aðstoð kranabifreiðar. Flúðu af vettvangi Ökumaður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum lyfja, ók um miðnætti á föstudag norður Lönguhlíð á mót rauðu Ijósi við Miklubraut. Þegar ökumaður gerði sér grein fyrir umferðarbroti sínu sneri hann við og ók suður sömu götu á öfugum vegarhelm- ingi aftur á móti rauðu ljósi og hafnaði á bifreið sem kom úr gangstæðri átt. Flytja varð öku- mann þeirrar bifreiðar á slysa- deild. Báðar bifreiðar voru flutt- ar af vettvangi með kranabifreið. Tilkynnt var um árekstur á Bú- staðabrú að morgni laugardags. Þegar ökumaður og farþegi bif- reiðarinnar gerðu sér grein fyrir því að lögregla var á leiðinni hlupu þeir af vettvangi. Ökumað- ur náðist mjög fljótlega í ná- grenninu en farþegi, sem var að sögn blóðugur í andliti, komst undan en náðist síðar um morg- uninn. Ölvaður á reiðhjóli Sfðdegis á laugardag hjólaði ölv- aður maður á reiðhjóli utan í tvær bifreiðar og braut spegil á báðum bifreiðunum auk annarra minni- háttar skemmda. Reiðhjólamað- urinn var fluttur á lögreglustöð. Rúmlega þrjú aðfaranótt sunnudags varð árekstur tveggja bifreiða á Kringlumýrarbraut við Miklubraut. Ökumenn og farþeg- ar voru flutt á slysadeild, alls sex talsins, en áverkar þeirra ekki taldir mjög alvarlegir. Þá slösuðust farþegar sem ekki notuðu öryggisbelti er tvær bif- reiðar skullu saman á Breiðholts- braut snemma á sunnudags- morgun. Fíkniefnaviðskipti í ,,beinni“ A eftirlitsmyndavélum Iögreglu sást að morgni Iaugardags til tveggja manna í Pósthússtræti taka upp plastpoka með hvitu duftkenndu efni afhenda það þriðja aðila, sem skoðaði efnið, skilaði því aftur og gekk á brott. Lögreglumenn voru sendir á vett- vang og handtóku þeir tvo menn á Lækjartorgi skömmu síðar. Á þeim fundust ætluð fíkniefni og voru þeir fluttir á lögreglustöð og síðan í fangahús. Lögreglumenn höfðu afskipti af borgara aðfaranótt mánudags og fannst við Ieit í bifreið hans ætluð fíkniefni. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Kastað í gegnum rúðu Lögreglu barst tilkynning um að fimm aðilar hefðu ráðist á mann á Smiðjustíg við Hverfisgötu árla morguns á Iaugardag. Árásar- mennirnir fimm létu sig ekki muna um að kasta fórnarlambi sínu í gegnum rúðu á verslun á staðnum og varð að flytja hann á slysadeild. Lögreglan er að vinna úr upplýsingum um hvetjir árás- armennirnir eru. Að morgni sunnudags urðu átök milli manna í Austurstræti. Einn einstaklingur notaði brotna flösku í átökunum og varð að flytja karlmann á slysadeild með áverka á höfði eftir átökin. Karlmaður gekk berserksgang utan við veitingahús í Þingholts- stræti að morgni sunnudags. Dyraverðir hugðust róa manninn en kom þá til átaka þeirra á milli. I átökunum brotnuðu tvær rúður auk minniháttar áverka. Árás- armaðurinn var handtekinn og vistaður í fangahúsi lögreglu. Þá kom til átaka milli dyravarða og gests veitingastaðar við Lækj- argötu aðfaranótt sunnudags. Gesturinn var handtekinn af lög- reglu og fluttur á Iögreglustöð. Einnig voru höfð afskipti af öðr- um karlmanni sem ekki gat sætt sig við störf Iögreglu á staðnum. Reynt að stela handjámum Lögreglu var tilkynnt um að IítiII drengur hefði íallið rúma tvo metra ofan af lofti f húsi í Grafar- vogi síðdegis á föstudag. Hann var fluttur á slysadeild en meiðsl eru ekki talin alvarleg. Karlmaður var handtekinn í Lækjargötu eftir að hann hafði gert tilraun til að stela handjárn- um af lögreglumanni sem þar var við skyldustörf. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð og má vænta ijársektar fyrir athæfi sitt. Kona á þrítugsaldri var hand- tekin að morgni sunnudags eftir að hafa valdið skemmdum á bif- reið í Þingholtunum. Hún var vistuð í fangageymslum Iögregl- unnar. - bjb Kolmiumaveiðar ganga illa Kolmunnaveiði Islendinga á Hvalbaksgrunni gengur frámunalega illa og eru þau skip sem þar eru að fá um 500 tonn á sólarhring, f það mesta. Þær væntingar sem útgerðamenn gerðu til góðrar veiði á þessu sumri ganga alls ekki eftir, en all- mörg skip hafa farið í vélaskipti, þar sem þau höfðu ekki nógu stóra vél og spilbúnað til þess að draga flotvörpuna nógu hratt á eins miklu dýpi og kolmunninn almennt heldur sig. Kostnaður útgerðarinnar skiptir hundruð- um milljóna króna. Utgerðirnar, flestar, halda þó skipum áfram á veiðum til að ’skapa sem mesta veiðireynslu áður en veiðar á kol- munna verða kvótasettar. Veiðin er orðin um 83 þúsund tonn, en af því hafa erlend skip Iandað um 9.500 tonnum. Lang- mestum kolmunnaafla hefur ver- ið landað á Seyðisfirði, eða 23 þúsund tonnum, en þar lönduðu í fyrradag Sveinn Benediktsson SU, Hákon ÞH og Björg Jóns- dóttir ÞH alls 2.300 tonnum. Næstu löndunarhafnir þar á eftir að magni til eru Fáskrúðsfjörður, Neskaupstaður og Eskifjörður með um 15 þúsund tonn. - gg .muar/gáH i ligaz ' !d ióunfem munio inl gol í fióG.<? 6s is cgudá ibnýa iáriftd iiiáz.nai?. iziá'.t ivláa 'ud rrl grilumoáiriftz

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.