Dagur - 31.08.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 31.08.1999, Blaðsíða 7
° 'PR líij UI) A t; U ft ' 3 2 1' 'A G'jj'H'T' Y’9’9 9-7 ÞJÓÐMÁL Þolinmæðm þrotin • - ■ m » *L:.sí íH ■ JÓN KRISTJÁNS- SON formaður fjárlaga- nefndar Alþingis skrifar Síðasta laugardag var haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum stofn- fundur samtaka áhugamanna um virkjunarmál á Austurlandi. Um 700 manns sóttu fundinn og helmingi fleiri höfðu skrifað sig í samtökin. Þetta eru háar tölur miðað við íbúafjölda í landshlut- anum. Daginn áður var samþykkt tillaga um stuðning við Fljóts- dalsvirkjun og þau áform sem þar eru uppi, á Qölmennu þingi Sam- bands sveitarfélaga í Austur- landskjördæmi. Tillagan var sam- þykkt með öllum greiddum at- kvæðum gegn tveimur og tveir sátu hjá. Þessi afstaða Austfirðinga er þverpólitísk bæði í sveitarstjórn- um á svæðinu og hjá almenningi. Þessi viðbrögð ofan í þá umræðu sem hefur verið um virkjunar- málin sýnir að þolinmæðina er að þrjóta eystra og almenningur sit- ur ekki lengur hjá. Það er fróð- Iegt að velta fyrir sér hvers vegna? Langvinn umræða inn auð- lindanýtingu Atvinna, byggð og lífskjör byggist á nýtingu auðlinda. Auðlindir okkar eru fiskimiðin, landið og náttúra þess, orkan og hugvit og mannauður landsmanna. Á skyn- samlegri nýtinu á þessu byggist öll framþróun. Langvinn um- ræða hefur verið um nýtingu orkunnar á Austurlandi. Stór áform um virkjanir norðan Vatnajökuls komust fyrst á teikniborðið og inn í áætlanir fyr- ir þremur áratugum. Áform hafa einnig verið uppi um iðnað byggðan á orkunýtingu, en þau hafa ekki gengið upp til þessa. Fyrir um það bil fimm árum byijuðu fjárfestingar í orkufrek- um iðnaði fyrst hér á landi eftir Iangt hlé. Alverið í Straumsvík var stækkað og byggt nýtt álver á Grundartanga. Andstaða við þessi áform var veik, þótt ekki sé meira sagt, en þó bar á henni á Grundartanga, og þá vegna út- blásturs frá verksmiðjunni, en ekki vegna virkjunarmála. Ekkert var rætt um hvort sú aukning orku sem þessar framkvæmdir þörfnuðust væri æskileg. Hluti af orkunni var fyrir hendi í Blöndu, en verulegar framkvæmdir fóru „Álverið í Straumsvík var stækkað og byggt nýtt álver á Grundartanga. Andstaða við þessi áform var veik, þótt ekki sé meira sagt, en þó bar á henni á Grundartanga, og þá vegna útbiásturs frá verksmiðjunni, en ekki vegna virkjunarmála," segir Jón m.a. í grein sinni. strax á stað á Þjórsársvæðinu og orkan var bundin í stóriðju. Ekk- ert var rætt um þessa hlið máls- ins og engin umræða var um að stóriðja væri úrelt og þverpólitísk samstaða var í Alþjngi um málið. Enn er rætt um að stækka Col- umbía álverið og stækka Járn- blendiverksmiðjuna og stórvirkj- un er í smíðum á Þjórsársvæð- inu. Enn ein virkjunin á virkasta eldvirka beltinu í landinu. Graf- arþögn ríkir um þessar fram- kvæmdir. Vendipuiiktiir Ahugi á orkufrekum iðnaði hér á landi hefur farið vaxandi síðustu árin, og sá vendipunktur varð í málinu fyrir tveimur árum að at- hyglin beindist að Austurlandi í frekari uppbyggingu á þessu sviði. Sú athygli var byggð á nýt- ingu orku í stærri stíl frá virkjun- um norðan Vatnajökuls, þar sem orkan væri nýtt í fjórðungnum. Með því spöruðust aðflutnings- Iínur yfir þvert landið sem hafa í för með sér mikinn kostnað og eru óæsklegar frá umhverfissjón- armiðum. Eftirleikinn þekkja flestir. Nú er full atvinna í landinu í stað nær 7% atvinnuleysis á höfuð- borgarsvæðinu áður. Sú skoðun virðist vera uppi að svo verði áfram og óþarfi sé að hugsa um uppbyggingu iðnaðar, þar sem af- urðirnar mælast f „rúmmetrum" svo notað sé orðalag sem sést hefur í blaðagreinum um stór- iðjumál. Heiftarlegar umræður og fádæma áróðursherferð hefur farið af stað um málið undir þeirri yfirskrift að krefjast „Iög- formlegs umhverfismats" á Fljótsdalsvirkjun. Ekki fer neitt á milli mála að tilgangurinn er að koma í veg fyrir virkjun Jökulsár í Fljótsdal, nota allar kæruleiðir sem yrði til þess að þau áform sem uppi eru um samninga við Norsk Hydro yrðu að engu. Talað niður til Austfirðinga I þessari umræðu hefur tíðum verið talað niður til Austfirðinga. Það er talað á þeim nótum að þeim eigi að „fá eitthvað annað að gera“. Það eigi að sökkva Eyja- bökkum fyrir „þrjá atvinnulausa menn á Reyðarfirði11, og þannig mætti lengi telja. Því hefur verið haldið fram að enginn mundi vilja vinna í álveri, og það sé ekk- ert atvinnuleysi á Austfjörðum. Flestir Ijölmiðlar hafa lagst á eitt um að túlka málið einhliða og safna viðmælendum sem túlka það þannig. Þeir sem fylgja virkj- unum á Austurlandi líta þannig á málið að hér sé verið að nýta auðlindir fjórðungsins á hag- kvæmnisgrundvelli. Þeir líta svo á að hér sé aðgerð á ferðinni í at- vinnumálum, sem styrkir byggð á Austurlandi en er jafnframt hag- kvæm fyrir alla þjóðina, eykur þjóðartekjur og framleiðslu. Þeir álíta einnig að þessar fram- kvæmdir styrki aðrar atvinnu- greinar en veiki þær ekki og auki ijölbreytni atvinnulffsins. Það er rétt að skráð atvinnuleysi á Aust- urlandi er lágt um þessar mundir eins og annars staðar á landinu. Hitt er staðreynd að fjórðungur- inn hefur misst þijú til Ijögur hundruð manns burt á ári síð- ustu árin. Það brennur á fólki að stöðva þessa þróun. Austfirðing- ar geta illa sætt sig við það að þurrkuð séu út í einu vetfangi áformin um orkunýtingu í stærri stíl í ijórðungnum. Þeir vita það ósköp vel að það er tilgangurinn með hinni miklu áróðursherferð sem rekin er. Yfirlýsmgar ráðamanna Undanfarið hefur verið gest- kvæmt á Eyjabökkum. Uppákom- ur eins og lokanir brúa og hótan- ir um vaídbeitingu ýta við fólki. Yfirlýsingar ráðamanna í samfé- laginu eins biskupsins yfir Is- landi og borgarstjórans í Reykja- vík, sem hafa blandað sér á afger- andi og áhrifamikinn hátt í málið síðustu dagana, hafa ýtt við Aust- firðingum að nú væri kominn tími til þess fyrir þá sem eru fylgjandi orkunýtingu í stærri stíl að láta til sín heyra. m Mannúðarstefaa á vjUigötiun EINAR INGVI MAGNÚSSON skrifar Ég var staddur í strætisvagni um daginn sem átti leið um Hlemm- torg seint á föstudagskvöldi. Tveir lögreglubílar og tveir sjúkrabílar voru nýkomnir á vett- vang, þar sem drykkjumaður lá hreyfingarlaus á gangstétt að öll- um líkindum í brennh'ínsdauða eða eiturlyfjasvefni. Stumruðu læknir, sjúkraflutningamenn og lögregla yfir manninum, auk þess sem almennir borgarar gáðu hverju þetta umstang sætti. Þarna var afrísk stúlka. Hún kom inn í strætisvagninn furðu lostin. Hún sagðist ekkert skilja í þessu íslenska þjóðfélagi. Ef ein- hver liggur ofurölvi á götunni í Afríku skiptir sér enginn af hon- um, sagði hún. Þar er fólk látið bera ábyrgð á sínu eigin lífi. Þar er óðs manns æði að vera ábyrgð- arlaus, því það stofnar lífi og ör- yggi í hættu. Á Islandi fannst henni að allir kæmust upp með allt. Hér er séð jafnvel fyTÍr þeim sem nenna hreinlega ekki að vinna. Það er mannskemmandi. Þessi afríska stúlka hafði lög að mæla. Mannúðarstefna má aldrei verða svo rausnarleg að fólk hætti að taka ábyrgð á lífi sínu. Það mun aðeins kosta þjóð- félagið ónauðsynleg Ijárútlát og auka á ábyrgðarleysi þegnanna, sem hefðu hollara af því að vinna og takast á við lífið, í stað þess að láta skattborgarana sjá fyrir sér. Það eykur sjálfstraust og virðingu að framfleyta sér og veitir aukið þrek og ánægju. Það er hryggðar- mynd að sjá fyllibyttur sóla sig á biðstöðvum strætisvagnanna. Þeim er engin hjálp í því að skattgreiðendur gefi þeim í staupinu dag eftir dag og ár eftir ár. Fyrir utan óheilbrigðið sem það veldur. Of rausnarleg mannúðarstefna gerir fólk að vesalingum og sogar úr því máttinn til að bjarga sér. Hún var í engum vafa um það, afríska stúlkan, sem átti leið um Hlemm þetta stærsta fyllerís- kvöld vikunnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.