Dagur - 31.08.1999, Side 8

Dagur - 31.08.1999, Side 8
8 - l’IUDJUDAG Utt 31. ÁGÚST 199 9 ÞJÓÐMÁL Er nema von að Steingrunur joð finni bananalvkt! SIGURÐUR G. GUÐJÖNS- SON HÆSTARÉTTAR- LÖGMAÐUR SKRIFAR Öðru hvoru koma upp mál, sem fá nánast óendanlega umíj'öllun fjöl- miðla, án þess þó að verðskulda slíkt. Nýjasta dærni þessa er svo- kallað FBA-mál. Þar hagaði svo til, að Eyjólfur Sveinsson, Jón Ásgeir Jóhannesson, Jón Ólafsson og Þor- steinn Már Baldvinsson keyptu lið- lega fjórðungshlut í FBA af fyrir- tæki í Lúxemborg í eigu íslensku sparisjóðanna og Kaupþings hf. All- ir hafa þeir hver á sínu sviði náð góðum árangri í íslensku athafna- lífi. Um þessa hlutafjáreign stofn- uðu félagarnir fjórir hlutafélagið Orca í Lúxemborg, sem þeir síðan buðu fjölmörgum öðrum Islending- um aðild að. Fór svo að lokum að færri fengu hluti en vildu. Þessi viðskipti eru fullkomlega lögleg og einnig siðleg í því efnahags- og við- skiptaumhverfi, sem ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar hafa skapað hér á landi að evrópskri fyrirmynd og kröfu. A sama tíma og FBA-kaupin voru gerð jók Burðarás hf. eignarhalds- félag Eimskipafélags Islands hf., hluti sína í íslenskum sjávarútvegi m.a. með kaupum á hlutum í Skag- strendingi hf. Fjölmiðlar gáfu þess- um viðskiptum Burðaráss hf. svo að segja engan gaum. Kannski eng- in ástæða til, Burðarás hf. var jú bara að kaupa hlutafé í enn einu sjávarútvegsíyrirtækinu og ná tang- arhaldi á því eins og Síldarvinnsl- unni hf. á Norðfirði og Útgerðarfé- lagi Akureyringa hf. Hlutabréf í þessum útgerðarfyrirtækjum eru, eins og 49% hlutaljár í FBA, aðeins verslunarvara, sem eigendum þeirra er frjálst að höndla með, án þess að ráðamenn þjóðarinnar fái nokkuð að gert. Þeir settu leikregl- ur um einkavæðingu FBA, fisk- veiðistjórnun og eignarhald útgerð- arfyrirtækja. Innan ramma þessara leikreglna áttu viðskiptin með hlutabréf í FBA og Skagstrendingi hf. sér stað. Bankinn og útgerðar- fyrirtækin hafa bæði náð að blómstra og skapað undirstöðu góðæris á Islandi. Það sem skilur þessi tvö mál að eru hin ofsafengnu viðbrögð, sem Davíð Oddsson forsætisráðherra sýndi þegar hann frétti af viðskipt- unum með FBA-hlutina og aðild Jóns Ólafssonar að þeim. Viðbrögð- in eru þó skiljanleg, þar sem aðilar úr fjármálaráði Sjálfstæðisflokksins höfðu enn einu sinni mátt játa sig sigraða af Jóni Ólafssyni í sam- keppni um kaup á vöru á fijálsum markaði. Óskabam Aukin áhrif Eimskipa í sjávarútvegi vöktu engan ótta í brjósti Davíðs Oddssonar, enda hefur hann lengi verið óskabarn þess og félagið var óskabarn þjóðarinnar fram til árs- ins 1918, ef marka má rit Eyjólfs Konráðs Jónssonar heitins, Alþýða og athafnalíf bls. 22 og áfram. Framhaldsins vegna er tilhlýðilegt að vitna orðrétt í bls. 22-23 hér. En þar segir: „Þegar Eimskipafélag íslands var stofnað árið 1915, fór alda þjóð- rækni um landið. AUir, sem vett- lingi gátu valdið, unnu að fram- gangi þessa máls og lögðu fram fé, hver eftir sinni getu, og voru stofn- endur félagsins um 13.000 talsins. Þetta er ánægjulegasta dæmi hér á landi fyrr og síðar um það, hvetju orka má á sviði atvinnumála, ef samstillt átak er gert. Eimskipafé- lagið var félag íslenskrar alþýðu, þjóðarinnar allrar, og það hefði vissulega um aldur og ævi átt að nefnast almenningshlutafélag. Þó verður því ekki gefið það heiti hér, þegar reynt er að skýra þetta hug- tak.“ Aðeins þremur árum eftir stofn- un Eimskipafélags Islands hf. árið 1918 ræðir dr. Valtýr Guðmunds- son um hag félagsins í bréfi til stjúpa síns. ... Þar segir hann m.a.: „Svo þegar þetta var ögn lagað, þá reynir stjórnin að ná í gróðann Hannes Hólmsteinn Gissurarson. „...tekur bara að sér fyrir fjármálaöfl Sjálfstæðisflokksins að bera út sögusagnir um þá sem öflunum eru ekki þóknanleg.“ með því að kaupa sjálf hlutabréf fé- lagsins, t.d. í Ameríku. Því ekkert hlutabréf má selja nema með sam- þykki stjórnarinnar. Þetta asnaá- kvæði stendur í lögunum, og var varið með því, að það ætti að vera til að hindra, að útlendingar gætu keypt upp hlutabréfin og náð tök- um á félaginu. En þess þurfti alls ekki með. Engin hætta á ferðum, ef lögákveðið var, að öll stjórnin skyldi vera íslenzk ... En afleiðingin af asnaákvæðinu um sölu hlutabréf- anna er sú, að þau geta aldrei stig- ið eða fallið í kauphöllum eins og önnur hlutabréf. Annars hefðu hlutahbréf Eimskipafélagsins getað margfaldazt í verði, 5-6-7 eða máske 8 sinnum, svo hluthafarnir hefðu grætt hlutfé sitt 5-8 sinn- um... En þetta er allt fyrirbyggt með asnaákvæðinu um samþykld stjórnarinnar á kaupum og sölu á hlutabréfunum. Mér hefur oft dottið í hug, hvílík blessuð börn í fjármálum þeir hafa verið, sem sömdu þessi lög. En nú þegar heyrzt hefur, að stjórnin sjálf er far- in að spekúlera í bréfunum, og svo um hnútana búið, að enginn annar getur spekúlerað í þeim, nema með samþykki stjórnarinnar, sem auð- vitað ekki fæst (hún vill engan keppinaut hafa í spekúlasjóninni), þá finnst manni að það sé öðru nær en að þeir hafi verið börn, sem lög- in sömdu, - þeir hafa einmitt veriö refir, meinslægir refir.“ Gömlu meinslægu refirnir í stjórn Eimskipa vissu hvernig átti að halda völdum innan fyrirtækis, sem allur almenningur hafði Iagt fé til, enda við stjórnvölinn þar áður en kratar, sumir framsóknarmenn og sjálfstæðismenn, einstaka kvennalistakona og stöku alþýðu- bandalagsmaður fóru að tala fyrir viðskiptafrelsi hér á landi í anda þess, sem þróast hafði í ríkjum Vestur-Evrópu. Fáar og óljósar reglur Davíð Oddsson og ráðgjafar hans um einkavæðingu ríkisfyrirtækja, hafa kosið að hafa reglur einkavæð- ingar fáar og óljósar. Lengi vel voru þær eklci einu sinni birtar almenn- ingi, eins og berlega kom í ljós þeg- ar Síldarverksmiðjur ríkisins voru boðnar til kaups og síðan látnar í hendurnar á núverandi stjórnarfor- manni Eimskipa, sem ekki hafði einu sinni haft fyrir því að bjóða í þær fyrir lok auglýsts tilboðsfrests. Væntanlega var sú afhending gerð í nafni dreifðrar eignaraðildar, svo stjórnarformaðurinn yrði ekki fyrir of miklum fjárútlátum til að tryggja sér öll völd í félaginu. Davíð Odds- son og ráðgjafar hans í einkavæð- ingarmálum eru að þessu leyti meiri refir en gamla Eimskipa- stjórnin. Davíð setur engin asnaá- kvæði í upphafi leiks. Gömlu reglurnar um hlutabréfa- viðskipti í Eimskipum voru settar til að koma í veg fyrir að útlending- ar næðu tökum á félaginu. Davíð Oddsson vill heldur ekkert út- lenskt. í ræðu á Hólahátíð 15. ágúst sagði hann: „A allra síðustu árum aldarinnar höfum við fært okkar Iitla þjóðfélag í alveg nýtt horf. Rétt er að viður- kenna að það gerðum við sumpart því við áttum ekki annars kost.“ Davíð Oddsson óttast fleira en útlendinga, eins og Hólaræðan ber með sér. Hann óttast núna, að stefna frjálshyggju í þjóðfélags- og efnahagsmálum leiði til þess, að ís- lenskt stjórnkerfi og efnahagslíf verði leiksoppur glæpalýðs og eitur- lyfjabaróna, eins og hann segir að hafi gerst í Rússlandi, eftir að oki kommúnismans var létt af þjóðinni og einkavæðing ríkiseigna hófst. Er hinn íslenski Boris þá í Sjálfstæðis- flokknum eða er Sjálfstæðisflokk- urinn systurflokkur Kommúnista- fiokksins sovéska? Davíð Oddsson hefur ekki viljað ræða þessi orð sín og sagt þau skýra sig sjálf, sem þau gera ekki. Merk- ingu þeirra rná kannski ráða af orð- um og gerðum forsætisráðherra sjálfs, menntamálaráðherra og helstu hjálparkokka þeirra fyrir og eftir Hólahátíðina. Fyrstu opinberu viðbrögð Davíðs Oddssonar við FBA-málinu voru að tilkynna í fjölmiðlum að setja þyrfti lög til að tryggja svokallaða dreifða eignaraðild að FBA vegna þess að hann hefði sagt það í Morgunblað- inu 8. ágúst 1998, auk þess sem lýðræðið kallaði á slík lög. Ráðherr- anum hafði hins vegar láðst að gera þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og Hreini Loftssyni hæstaréttarlög- manni og formanni framkvæmda- nefndar um einkavæðingu grein fyrir þessari skoðun sinni, hvað þá Alþingi. Vilhjálmur Egilsson sagði í tilefni þessara orða Davíðs, í Degi 5. ágúst að engin leið væri að tryggja dreifða eignaraðild að fyrir- tækjum, sem komin væru á mark- að. Pétur Blöndal þingmaður var sama sinnis og Vilhjálmur og sagði í Degi 6. ágúst að ekki væri hægt að hindra að eignir söfnuðust á fáar hendur og sagði svo: „Bankar eru í eðli sínu ekkert öðruvísi en önnur fyrirtæki í land- inu. Þeir voru sérstakir á árum áður, þegar þeir voru undir valdi ríkisins og að mörgu leyti misnot- aðir sem slíkir til að veita ódýr lán. Nú eru bankar bara þjónustufyrir- tæki eins og hver önnur. Eðlismun- ur er enginn á banka, matvöru- verslun eða spítala. Einn verslar með peninga, annar með mjólk og sá þriðji með heilbrigði." Allt er þetta satt og rétt hjá Pétri Blöndal, ef allir bankar og fjármála- stofnanir Iúta sömu leikreglum og eru komnir undan valdi ríkisins. Þá velur neytandinn hvar hann vill eiga viðskipti óháð eignarhaldi. Kjartan Gunnarsson. Lagðist „gegn því að Landsbanki íslands ætti viðskipti við félag, sem Jón Úlafsson ætti aðild að.‘‘ Misnotkun á aðstððu Stjórnmálamenn og dyggir stuðn- ingsmenn þeirra hafa líka oft mis- notað aðstöðu sína innan banka- kerfisins. Þau tíu ár sem ég hef átt aðild að rekstri íslenska útvarpsfé- lagsins hf. hafa öfl innan Sjálfstæð- isflolcksins itrekað lagt stein í götu félagsins innan bankakerfisins. Vegna þess að þessi öfl töldu félag- ið eklci í réttum höndum. Gleggstu dæmin eru frá árinu 1994 og slculu þau rakin hér. Þegar Ingimundur Sigfússon, sem nú er sendiherra íslands í Þýskalandi, var stjórnarformaður Islenslca útvarpsfélagsins hf. og í fjármálaráði Sjálfstæðisflokksins var ákveðið að kaupa nýja mynd- Iykla fyrir félagið. Viðskiptabanki þess var þá Islandsbanki hf. Um stjórnvölinn þar hélt og heldur enn Valur Valsson, mágur Ingimundar. Islandsbanki hf. veitti félaginu lof- orð fyrir tæplega 300 milljóna króna Iáni vegna myndlykla- kaupanna. Átti að greiða það til framleiðanda þeirra minnst þijátíu dögum fyrir afhendingu, sem áætl- uð var í lok ágúst 1994. í maí 1994 keypti ég á hlutabréfamarkaði með aðstoð Handsals hf. og Fjárfesting- arfélagsins Skandía hf. öll föl hlutabréf í Islenska útvarpsfélaginu hf. fyrir Siguijón Sighvatsson, Jón Ólafsson, Gunnar Þór Ólafsson, Ilarald Haraldsson, Jóhann J. Ólafsson, Guðjón Oddsson og sjálf- an mig. Við það breyttust valda- hlutföll í félaginu. Beðið var um hluthafafund til að kjósa nýja stjórn í júlí 1994 og missti Ingimundur þá stjórnarsæti sitt. Af einhverjum ástæðum, sem aldrei hafa verið gefnar upp afturkallaði Islands- banki hf. lánsloforð sitt þegar eftir stjórnarskiptin og í raun vísaði fé- laginu úr viðskiptum. Þá var leitað eftir viðskiptum við Landsbanka Islands. I stóli for- manns bankaráðs Landsbanka ís- lands sat þá Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins og formaður útvarpsrétt- arnefndar, sem fer með mál frjálsu útvarpsstöðvanna. 29. júlí 1994 barst Islenska útvarpsfélaginu hf. bréf frá Landsbankanum, þar sem bankinn hafnaði að eiga viðskipti við félagið. Engar skýringar feng- ust, þó var okkur sagt sem stóðum í forsvari fyrir viðræðum við bank- ann að Kjartan Gunnarsson legðist gegn því að Landsbanki Islands ætti viðskipti við félag, sem Jón Ólafsson ætti aðild að. Engar form- legar viðræður fóru fram við hinn ríkisbankann, Búnaðarbanka Is- lands, þar sem okkur var sagt í óformlegum viðræðum, að bankinn gæti ekki tekið Islenska útvarpsfé- lagið hf. í viðskipti, þar sem sumir þeirra, sem orðið höfðu undir í Is- lenska útvarpsfélaginu hf. á hlut- hafafundinum í júlí væru viðskipta- vinir bankans og það gæti styggt þá, ef Islenska útvarpsfélaginu hf. yrði veitt fyrirgreiðsla eða það tekið í viðskipti við Búnaðarbanka íslands. Sem betur fer voru á þessum tíma líka til í landinu sparisjóðir, þar sem litið var á viðskipti við Islenska útvarpsfélagið hf. sem góðan kost og ábatasaman fyrir sparisjóðina. Þar var ákvörðun um viðskipti við Islenska útvarpsfélagið hf. tekin á grundvelli viðskiptalegra hagsmuna sparisjóðanna, en ekki á þeim for- sendum hvað væri Sjálfstæðis- flokknum fyrir bestu og forkólfum íjármálaráðs flokksins þénanlegt. Doktor Hannes Davíð Oddsson virtist einn þeirrar skoðunar að setja þyrfti asnalög til að tryggja dreifða (rétta) eignarað- ild að FBA. Jón Steinar Gunnlaugs- son hæstaréttarlögmaður tjáði sig í það minnsta elclci opinberlega um hugmyndir Davíðs, enda segir Jón Steinar í bók sinni Deilt ú dómar- ana bls. 13 til 14, þegar hann rifjar upp hvað kennt hafi verið í laga- deildinni þegar hann var þar. En Davíð Oddsson var þar um líkt leyti: „Okkur var sagt, að svokallað réttarríki væri m.a. fólgið í því, að hafa grunnreglur af þessu tagi. Reglur, sem elcki væru smíðaðar í tilefni af ákveðnum álita- og deilu- málum, sem upp kæmu, heldur al- mennar reglur sem giltu jafnt fyrir alla. Þetta ætti reyndar líka við um lagareglur almennt, þó þýðinga- mest væri, þegar mannréttindaregl- ur stjórnarskrárinnar ættu í hlut." Eg er alveg sammála þessari skoðun Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar hæstaréttarlögmanns, eins og sjá má í grein minni um FBA- málið í Degi 12. ágúst. Doktor Hannes Hólmsteinn Gissurarson skynjaði vanda leið-

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.