Dagur - 31.08.1999, Blaðsíða 12

Dagur - 31.08.1999, Blaðsíða 12
ÍÞRÓTTIR Benny þjálfar Vikiiig k v e ' . \ s » •. ,u i v tv. •: 12 - ÞRIDJUDAGUR 31. AGUST 1999 Notting Hiil Notting Hill - næstvinsælasta mynd í kvikmyndahúsum í dag. Sýnd kl. iq, 21 og 23:30 W RÁÐHÚSTORGI □qS SÍMI461 4666 TÍHX STAR WARS - Vinsælasta mynd í kvikmyndahúsum í dag. Sýnd kl. 17,21 og 23.30 ROBERTS Simi 462 3500 • Holabraut 12 • www.nett.is/borgarbio ÞPldjUd. Ifl. 23 • B.i.iG »jy| fin fpö»-BY"j S JL S'notBY: DIGITAL Svíinn Benny Lennartsson var í gær ráðinn þjálfari norska liðs- ins Viking í Stavanger. Lenn- artsson gerði Viking að bikar- meisturum árið 1989 og deild- armeisturum árið 1991. Nú vonast forráðamenn félagsins til að hann endurtaki afrek sín. Að- stoðarmaður Svíans verður Svein Fjælberg, fyrrum leik- maður liðsins. Lennartsson og Fjælberg gerðu tveggja ára samning við félagið. A blaða- mannafundi í gær sagði Lenn- artsson að hann ætlaði sér að koma Viking aftur í hóp bestu liða Noregs. Benny tekur þó ekki við liðinu fyrr en um ára- mót þar sem hann segist þurfa að hvíla sig eftir veruna í Bristol, þaðan sem hann var rekinn. Benny er dýr þjálfari Geir Petter Solstad, formaður Viking, sagði að Benny væri dýr þjálfari en það væri líka dýrt að vera með toppleikmenn og ná ekki árangri. Þess vegna hefðu þeir viljað fá Benny Lennarts- son til að rífa liðið upp og gera það meira aðlaðandi fyrir stuðn- ingsmennina. Það er ljóst að töluverðar leik- mannabreytingar verða hjá norsku víkingunum fyrir næstu leiktíð. Þeir verða að selja leik- menn til þess að forðast alvarleg fjárhagsvandræði. Ríkharður Daðason, markahæsti Ieikmað- ur liðsins, verð- ur sennilega sá fyrsti sem fær sölu. Guðjón Þórð- arson var sterk- lega inni í myndinni hjá Stavangerliðinu fram á síðustu stundu. Flestir leikmannanna vildu Guðjón en áhugi hans var ekki jafn mikill. - GÞÖ r?Sss Guðjón Þórð- arson. KR-ingar eru með hressari mönnum þessa dagana, enda íslandsbikarinn loksins í sjónmáli eftir langa bið. Drauinur KR- inga að rætast Þegar þrjár umferðir eru eftir af Lands- símadeild karla eru KR-ingar með fimm stiga forskot á ÍBV og fátt sem getur komið í veg fyrir sigur þeirra í deildinui. Það er nokkuð ljóst eftir leiki helgarinnar að KR-ingar eru nú komnir með aðra höndina á ís- Iandsbikarinn langþráða og fátt sem getur komið í veg fyrir sigur þeirra í Landssímadeildinni, nema þá óhagstæð úrslit úr næstu leikjum. Þeir eru lausir úr Evrópustressinu og ekkert nema beinn og breiður vegur að af- mælistakmarkinu, sem er „Is- landsbikarinn í Frostaskjólið“, áður en þeir snúa sér að þar næsta verkefni sem er úrslitaleik- ur bikarsins gegn Skagamönnum þann 26. september nk. Erfiðasti þröskuldurinn að settu marki var eflaust leikurinn gegn Islandsmeisturum Eyja- manna í Frostaskjólinu á sunnu- daginn, þar sem KR-ingar unnu 3-0 sigur á gestunum. KR var betra liðið allan leikinn og lék eins og meisturum sæmir. Dagsliðið 15. umferð Asmundur Amarson Grétar Hiartarson Fram Grindavík Einar Þór Panielsson Slgfeór Jú.líusson Sigurbiörn Hreiðarsson Alexander da Silva Val Leiftri Stevo Vorkapic Þormóður Egilsson Grindavík KR H.lynuit.Birgisson David Winnie Leiftri KR Gunnar S. Magnússon Víking Dagsliðið Ragnar Hauksson ÍA Einar Þór Daníelsson KR Gunnar Oadsson Keflavík Alexander Högnasnn ÍA David Winnie KR 14. iunferð lón Grétar Ólafsson Víking Ivar Ingimarsson Kári St. Revnisson ÍA ívar Biarklind ÍBV Sigurður Oro íónsson KR Gunnar S. Magnússon Víking KR-ingar létu Eyjamenn sækja á firnasterka vörnina og beittu svo skyndisóknum, eins og þeir gera best allra Iiða. Vörnin var firna- sterk og Eyjamenn komust ekkert áleiðis. Á 15. mínútu bar þessi Ieikaðferð KR-inga árangur, þeg- ar Sigþór Júlíusson skoraði með skoti úr vítateignum eftir fyrirgjöf Bjarka. Stuttu seinna fengu KR- ingar vítaspyrnu sem Birkir Krist- insson, markvörður Eyjamanna, varði auðveldlega ffá Guðmundi Benediktssyni. Á 32. mínútu leiksins var svo komið að Eyjamönnum að reyna sig í vítahittninni, þegar dæmd var vítaspyrna á KR-inga. En það sama gerðist, Kristján Finnboga- son, markvörður KR-inga, varði vel frá Steingrími Jóhannessyni. Fimm mínútum fyrir leikhlé bætti svo Einar Þór Daníelsson við öðru marki fyrir KR-inga og þar við sat í hálfleik. KR-ingar héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik, en tókst þó ekki að skora fyrr en á 82. mín- útu, þegar Guðmundur Bene- diktsson skoraði þriðja mark KR- inga úr þriðju vítaspyrnu leiksins. Með sigrinum náðu KR-ingar fimm stiga forystu í deildinni, sem ætti að fleyta þeim alla leið, en í síðustu þremur umferðunum eiga þeir eftir að Ieika gegn Fröm- urum (U), Víkingum (Ú) og Kefl- víkingum (H). ÍBV, sem er eina liðið sem héð- an af getur ógnað meistara- draumi KR-inga, á aftur á móti eftir að leika gegn Víkingum (H), Keflavík (Ú) og ÍA (H). En eins og oft er sagt, þá getur allt gerst í boltanum og ekkert öruggt fyrir- fram frekar en fyrri daginn. Það er því spurning hvort KR-ingar bíði ekki aðeins með að þurrka úr bikarhillunni, því oft hefur það verið talið óheillamerki að gera klárt áður en draumurinn rætist. Baráttusigur Valsmanua á Skaganum Það fór eins og Ingi Björn Al- bertsson, þjálfari Vals, ætlaði sér, að lið hans vann sigur á Skaga- mönnum á sunnudaginn. Vals- menn mættu ákveðnir til leik upp úr Hvalfjarðargöngunum og unnu 0-1 sigur, sem Iyfti þeim úr botnsæti deildarinnar, upp fyrir Breiðablik og Víking sem verma botnsætin. Sigurinn ætti að verða gott vegarnesti í leikinn gegn Leiftri að Hlíðarenda á morgun, en þann leik þurfa Valsmenn nauðsynlega að vinna til að Iosna úr klóm falldraugsins ógurlega. Úrslit úr öðrum leikjum 15. umferðar urðu þau að Víkingur vann Breiðablik 1-0 í Laugar- dalnum, Leiftur og Fram gerðu 3-3 jafntefli í Olafsfirði og Grindavík vann Keflavíkinga 2*3 í Keflavík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.