Dagur - 31.08.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 31.08.1999, Blaðsíða 9
 ÞltlDJUDAGUll 3 1. ÁGÚST 1 9 9 9 - 9 toga síns og hóf hefðbundið áróð- ursstríð ijármálaafla Sjálfstæðis- flokksins gegn Jóni Ólafssyni á síð- um Morgunblaðsins, á Vísi.is, í fréttum Ríkisútvarpsins og nú síð- ast í DV, laugardaginn 28. ágúst. Þar segir doktor Hannes aðspurður um sannanir fyrir rógburði sínum: „Auðvita spretta upp alls konar sögur, samanber fjöðrina sem varð að fimm hænum, og þá telur fólk sér stundum frjálst að segja ósatt. Vafalaust eru einhverjar af sögun- um ósannar en ekki allar. Einhveij- ar eru sannar... Já ég hef nóg af sönnunum. Ég veit ýmislegt sem hann hefur gert, einfaldlega vegna þess að mennirnir sem tekið hafa þátt í því með honum hafa sagt mér það... Ég hef, sem upplýstur borg- ari, bara tekið að mér þann kross að skrifa um þetta enda er ég í þeirri aðstöðu að geta skrifað það sem mér sýnist. Það er enginn búinn að kaupa mig. Ég er alveg óhræddur við Jón Ólafsson." Það kann að vera rétt hjá doktor Hannesi að enginn hafi keypt hann. Hitt vita líka allir, að doktor Hannes tekur bara að sér fyrir fjár- málaöfl Sjálfstæðisflokksins að bera út sögusagnir um þá sem öfl- unum eru ekki þóknanleg. Allir stríðsherrar hafa not fyrir menn eins og doktor Hannes. Doktor Hannes er orðhákur og öfgamaður. Hann hefur heyrt af öllum kenningum frjálshyggjunnar og getur endursagt þær í ræðu og riti, en hvorki getur né kann að lifa í samræmi við þær. Doktorinn er duglítill. Því er nú svo komið að fáir sem engir hér á landi leggja við hlustir þegar doktor Hannes hefur upp raust sína. Björn Bjarnason menntamálaráðherra virðist hafa skynjað máttleysi áróðurs doktors Hannesar í garð Jóns Ólafssonar. Menntamálaráðherrann gerði því rógburð doktorsins að sínum á heimasíðu sinni á internetinu. Lagðist þar lítið fyrir kappann Björn, kann einhver að segja. Mér kemur þetta háttalag menntamála- ráðherrans ekki á óvart. Hann hef- ur áður gert sitt til að eyðileggja viðskipti, sem Jón Ólafsson var að vinna að. Væntanlega hafa símtöl- in, sem menntaráðherra átti þá við viðsemjendur Jóns ekki geymt sér- staka lofgjörðarrullu um Jón. Það er illt til þess að vita, að þessi rógberi skuli vera handhafi ríkisvalds. Vinnulagi og áróðri Björns Bjarnasonar menntamála- ráðherra svipar um margt til hand- bragðs og vinnulags Jónasar frá Hriflu, sem sjálfstæðismenn hafa ekki talið meðal stórmenna ís- lenskra stjórnmála, ef marka má skrif doktors Hannesar í riti hans Fjölmiðlar nútímans, sem Stofnun Jóns Þorlákssonar gaf út 1989. En þar segir á bls. 54-55: „Hann var eldheitur hugsjóna- maður, en óvæginn og skömmóttur í skrifum. Hann sá allt mannlífið undir sjónarhorni stjórnmálabar- áttu, en hafði takmarkaðan skiln- ing á þeirri framvindu, sem orðið getur allt að því sjálfkrafa, en ekki fyrir atbeina stjórnvalda." Mér finnst eins og þessi mann- Iýsing doktors Hannesar eigi við um menntamálaráðherrann. Boðskapur Davíðs Oddssonar í Hólaræðunni, þar sem hann varaði við glæpalýð og eiturlyfjabarónum, var sama marki brenndur og áróður doktorsins og menntamálaráð- herra. Þessum mönnum er ekkert heilagt, ef koma þarf höggi á ein- staklinga, sem að þeirra mati eru óæskilegir í samkeppni við fjárafla- menn Sjálfstæðisflokksins. Ætli ég hafi ekki heyrt allar svindl-, svika- og eiturlyljasögurnar, sem áróðursherrar Ijáraflaliðsins í Sjálfstæðisfiokknum hafa komið á kreik í íslensku samfélagi um Jón Ólafsson allt frá því í janúar 1990. En það var þá, sem Jón Ólafsson lét fyrst verulega finna fyrir sér f ís- lensku viðskiptalífi með því að kaupa ásamt Haraldi Haraldssyni, Jóhanni J. Ólafssyni, Guðjóni Oddssyni og fleirum meirihluta hlutaljár í Islenska sjónvarpsfélag- inu hf. Þessi kaup voru í óþökk fjármálaafla Sjálfstæðisflokksins, Ingimundar Sigfússonar, Sigurðar Gísla Pálmasonar og fleiri. Þeir töldu sig vegna flokkstengsla eiga að fá hlutina í Islenska sjónvarpsfé- laginu hf. við lægra verði, en Jóni Óttari og félögum hans var nauð- syn á að fá vegna skuldanna í Versl- unarbankanum sáluga. Þeir sem vilja geta fræðst um það í bók Jóns Óttars Ragnarssonar Á bak við æv- intýrið sem út kom í Reykjavík 1990, í kaflanum „Ingimundur safnar liði“. Níð uin Kaupþing Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var kallaður saman til fundar 23. ágúst, enda komið á daginn, að for- sætisráðherra fékk ekki stöðvað viðskiptin með FBA-hlutina með viðtölum við sjálf- stæðismennina í stjórnum spari- sjóðanna vítt og breitt um landið. Hjá sparisjóðun- um var enn horft til viðskiptahags- muna þeirra en ekki þess hvað væri best fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Þingflokks- fundinn notaði Davíð Oddsson því til að þagga niður í þing- mönnum Sjálf- stæðisflokksins, sem tjáð höfðu sig opinberlega um FBA-málið. Eftir fundinn voru þingmennirnir sagðir einhuga um að fylgja stefnu Davíðs í FBA-málinu. Hvaða stefnu hef- ur Davíð í FBA- málinu núna? Ef marka má um- mæli forsætisráð- herrans sjálfs í fjölmiðlum, því þar koma stefnu- mál hans helst fram, er stefna Davíðs í FBA- málinu sú, að hætta áróðri gegn Jóni Ólafssyni og beina spjótunum nú að Kaupþingi hf.; níða félagið niður fyrir það eitt að hafa keypt og selt hlutabréf, sem ríkið átti einu sinni í FBA. Forsætisráðherra hef- ur í áróðri sínum gegn Kaupþingi hf. látið hafa það ítrekað eftir sér, að félagið hafi komist yfir hlutina í FBA með sið- og löglausu athæfi; hann eigi gögn um það á kontór sínum í stjórnarráðinu. Með við- skiptum með hluti í FBA sé Kaup- þing hf. búið að eyðileggja einka- væðingarstefnu ríkisstjórnar hans. Samhliða yfirlýsingum forsætisráð- herra um lög- og siðlaus viðskipti Kaupþings hf. fylgdu yfirlýsingar um að best væri að selja 51% hlut ríkisins í FBA í einu lagi til að tryggja hagsmuni ríkissjóðs. Eitt- hvað hugsaði Davíð lítið um hags- muni ríkissjóðs þegar hann heimil- aði að selja 49% í FBA á undirverði í frumútboðinu. Allt þetta upphlaup Davíðs og yf- irlýsingar hans um vafasama við- skiptahætti Kaupþings hf. eru æru- meiðandi fyrir félagið og geta verið refsiverðar samkvæmt ákvæðum al- mennra hegningarlaga. En forsæt- isráðherra þefur með yfirlýsingum sínum og ásökunum ekki aðeins skaðað þagsmuni Kaupþings hf. heldur hefur hann fellt gengi hluta í FBA. Ætli forsætisráðherra, sem með yfirlýsingum sínum og dylgj- um verðfellir eignir fjölda einstak- linga og lögaðila, beri fébótaábyrgð á þvf tjóni sem hann hefur valdið? Fróðlegt væri að fá álit Jóns Stein- ars Gunnlaugssonar hæstaréttar- lögmanns á því máli í ljósi ummæla hans í blöðum og á Stöð 2 urn mál- efni Kaupþings hf. Hann hefur að eigin sögn áhuga á hlutlægri þjóð- málaumræðu, þó svo að skeyti hans til Sigurðar Einarssonar, forstjóra Kaupþings hf., í Morgunblaðinu 25. ágúst undir fyrirsögninni „Vafn- ingalaus svör óskast" gefi frekar vís- bendingu um, að Jón Steinar sé að ganga erinda vinar síns Davíðs Oddssonar. Ég trú því varla að Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttar- lögmaður sé búinn að gleyma því að rannsókn opinberra mála fer fram hjá lögregluyfirvöldum, en hvorki í Morgunblaðinu eða á skrif- stofu forsætisráðherra. Hreins þáttur Loftssonar Davíð Oddsson á fleiri hauka í horni í lögmannastétt, en Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttar- lögmann. Einn þeirra er Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður og fyrrum aðstoðarmaður Davíðs. Hreinn hefur lengi setið í forsæti framkvæmdanefndar um einka- væðingu. Þegar einkavæðing 49% hlutar ríkissjóðs í FBA var um garð gengin ritaði Hreinn grein í Morg- unblaðið 10. desember 1998, sem bar yfirskriftina „Árangursrík sala hlutabréfa FBA“. Undir greinina var ritað „Höfundur er hæstaréttar- lögmaður og formaður fram- kvæmdanefndar um einkavæð- ingu“. Þeir sem lesa þessa grein verða þess strax áskynja að höfund- urinn er yfir sig ánægður með hvernig til tókst um einkavæðingu FBA. Hann hefur heldur ekkert við svokallaða kennitölusöfnun að at- huga. Til fróðleiks er rétt að birta hluta hennar hér, því það er eins og Hreinn hafi verið búinn að gleyma efni hennar, ef marka má orð hans og skrif í fjölmiðlum, eftir að Davíð boðaði setningu asnalaganna: „Auk þeirra almennu markmiða, sem að er stefnt með einkavæð- ingu, þ.e.a.s. að draga úr ríkis- rekstri, örva samkeppni og mark- aðsbúskap, svo og að ná tekjum í ríkissjóð, er staðreyndin sú, að rík- isvaldið nær fram margvíslegum öðrum markmiðum, með því að selja hlutabréf á þann hátt, sem gert var með sölu hlutabréfanna í FBA. I þessu sambandi má nefna: I fyrsta lagi stóð öllum Islending- um til boða að vera með og njóta hugsanlegs arðs af viðskiptum með bréfin á eftirmarkaði. Jafnræði var þannig ttyggt. Ekki var samið um sölu alls banltans á samningafund- urn eða nteð tilboðssölu þar sem aðeins örfáir fjársterkir aðilar áttu möguleika á þátttöku. I öðru lagi lagi mun rétt mark- aðsverð myndast með hlutabréfin á eftirmarkaði þar sem kemur inn huglægt mat fjárfesta á bankanum, sem erfitt er að spá fyrir um við ákvörðun gengis í frumútboðinu. Ríkissjóður mun njóta góðs af þessu þegar seinni hluti einkavæð- ingar bankans fer fram á fyrri helmingi næsta árs, en þá verður stofnanafjárfestum væntanlega gef- ið færi á, að bjóða í 5-8% hlut í bankanum að hámarki hverjum. Líklegt má telja, að nokkuð hærra verð fáist í slíku útboði, en sem nemur skráðu gengi, enda eru menn þá að kaupa áhrifameiri hluti en hver einstaklingur getur keypt.“ Hreinn Loftsson hæstaréttarlög- maður, er formanni sínum og vinnuveitanda trúr. Þegar yfirlýs- ingar forsætisráð- herrans um setn- ingu asnalaga, sölu 51% hlutar- ins í FBA í einu lagi, þó svo að ákvörðun um það sé ekki á hans valdi, og loks ásakanir um lög- og siðlausa við- skiptahætti Kaup- þings hf. voru orðnar að aðhlát- ursefni um þjóð- félagið allt, reynir formaðurinn nú í gervi áróðurs- meistarans að beina kastljósinu af forsætisráð- herra og hefur að yfirheyra Sigurð Einarsson, for- stjóra Kaupþings hf., og Guðmund Hauksson, spari- sjóðsstjóra SPRON, í grein í Morgunblaðinu 26. ágúst, um efni kaupsamn- ings um hluti í FBA. Líkt og Jón Steinar í Morgun- blaðinu 25. ágúst reynir Hreinn að sá fræjum tor- tryggni í garð við- skiptanna í þjóð- arsálinni. Alþekkt bragð þeirra sem hafa vondan mál- stað að vetja. Fyrir hvern eða hveija er Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður að spyija? Hvað kemur honum við efni kaupsamninga um hlutabréf milli aðila hér á landi eða erlendis? Svarið er einfalt. Hvorki Hreini Loftssyni, Davíð Oddssyni, Hann- esi Hólmsteini Gissurarsyni, Birni Bjarnasyni né Jóni Steinari Gunn- laugssyni koma viðskiptin með hlutina í FBA við. Allt sem þessir ágætu herramenn hafa sagt og skrifað í kjölfar yfirlýsingar forsæt- isráðherra um asnalögin í byijun þessa mánaðar hefur verið til að reyna að fela raunverulegan vilja forsætisráðherra í FBA-málinu, sem er að aðilar honum og Flokkn- um þénardegir fái ráðandi hlut í FBA, án þess að til stórra fjárútláta komi hjá þeim. Ráðandi hlutur í FBA gat verið 5-8%, ef tryggt var að eignaraðildin væri nógu dreifð, eins og einkavædd Lyljaverslun ríkisins sýnir og lesa má um í grein Hreins Loftssonar hæstaréttarlögmanns í Morgunblaðinu 10. desember 1998. Ætli Davíð þurfi ekki að fara að sporna við samþjöppun eignar- halds í Lyfjaverslunni. Ekki var honum svo sérstaklega hlýtt til Jó- hanns Óla Guðmundssonar í Securitas hf. eftir formannsslaginn í Flokknum í upphafi þessa áratug- ar. En Jóhann Öli er nú jafnt og þétt að auka hlut sinn í Lyljaversl- uninni. Allir eru fimmmenningar flokksbundnir sjálfstæðismenn og fijálshyggjumenn að sögn, sem því miður virðast gleyma kjarna frjáls- hyggjunnar þegar refskákir þeirra á taflborði mannlífsins eru tapaðar. Davíð Oddsson. „Er hinn íslenski Boris þá í Sjálfstæðisflokknu'm eða er Sjálfstæðisflokkurinn systurflokkur Kommúnistaflokksins sovéska?“ - mynd: hilli Stefnan og verkin Það er þvi við hæfi að rifja kjarna frjálshyggjunnar upp fyrir þá með tilvísun í erindi doktors Hannesar, sem hann flutti á fundi í Rótarý- klúbbi Reykjavíkur þann 5. febrúar 1986. Þá lýsti doktor Hannes frjálshyggjunni með þessum orð- um, ef marka má bls. 14 til 15 í bók hans Frjúlshyggjan er manriúðar- stefna, sem út kom í Reykjavík á vegum Stofnunar Jón Þorlákssonar í Reykjavík 1992. „Stefna frjálshyggjumanna er í fæstum orðum, að ríkisvald beri að takmarka eins og auðið sé, svo að einstaklingar geti gert út um sem flest mál sín í frjálsum viðskiptum og samningum. Hvernig í ósköpun- um getur sú stefna verið ómannúð- leg? Þeir, sem halda slíku fram, hljóta að hafa gleymt því, að mestu grimmdarverk mannkynssögunnar hafa verið unnin af valdsmönnum og þjónum þeirra. Hefur valdið ekki verið notað miklu ómannúð- legar en frelsið? Franskir æsku- menn féllu á vígvöllum Norðurálfu, til þess að Napóleon Bónaparte fengi metnaði sínum fullnægt. Gyðingar voru reknir inn í gasklef- ana samkvæmt skipun Adolfs Hitlers, helsta ráðamanns Þriðja ríkisins. Líklega hefur lífið verið murkað úr á að giska tuttugu millj- ónum manna, vegna þess að Stalín þurfti að neyða samyrkjubúskap upp á rússneska bændur. Ef frelsi frjálshyggjumanna er ekkert annað en skeytingarleysi um náungann, eins og sumir segja, þá munu marg- ir fremur biðja um slíkt skeytingar- leysi en allt það, sem ríkið hefur gert fólki. Má þó eldd eins nota vald til góðs og ills? Og getum við borið vestræn lýðræðisríki saman við alræðisríki Hitlers og Stalíns? Ég held, að valdsmönnum í vestrænum lýðræð- isríkjum gangi mörgum gott eitt til, þegar þeir beita valdi til eflingar mannúð. Hitt er óvíst, að þeir skilji alltaf þann mikla mun á lifandi fólki og dauðum hlutum, að lifandi fólk bregst við kostnaði af verkum sínum. Ef kostnaður hækkar af ein- hverju verki, þá minnkar tilhneig- ing fólks til að vinna það. Ef kostn- aður lækkar hins vegar, þá eykst til- hneiging fólks til að vinna verkið. Borgararnir eru ekki alltaf eins meðfærilegir og stjórnarherrar halda. Ráðagerðir valdsmanna snú- ast þess vegna stundum í höndum þeirra og hafa þveröfugar afleiðing- ar við það, sem þeim var ætlað. Adam gamli Smith orðaði þetta svo fyrir tvöhundruð árum, að stjórn- lyndir menn reyndu að hreyfa fólk til eins og peð í tafli. Hann benti á það, að hönd skákmannsins gæti að vísu stjórnað hreyfingum tafl- manna á skákborði, en bætti því við, að hver einstakur maður á hinu mikla skákborði mannlífsins hreyfði sig sjálfur og síður en svo alltaf eins og valdsmenn ætluðu honum." Það væri gaman að standa fyrir atvinnurekstri á Islandi, ef þessar frjálslyndu kenningar nytu fylgis á Alþingi og óskorað í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Því miður er svo ekki og verður ekki meðan Sjálf- stæðisflokkurinn er við völd á Is- landi. Meðan svo er verður við- skiptafrelsið ekki fyrir andkomm- únista, gyðinga eða útlendinga ís- lenska viðskiptasamfélagsins. Til að fá þegnrétt í því þarf að greiða skatta í flokkssjóði Sjálfstæðis- flokksins. Skattgreiðslur til Flokks- ins og íjármál hans eiga lýðræðisins vegna að vera trúnaðarmál Flokks- ins og gjaldenda. Þess vegna er for- sætisráðherra á móti sérstökum reglum um fjármál stjórnmála- flokka. Efnahagskefi þeirra þarf, að áliti Davíðs Oddssonar, ekki að vera opið og einfalt en jafnframt gagnsætt, svo notuð séu orð, sem hann tók sér í munn í Hólaræðunni í öðru samhengi þó. Steingrímur joð, nú veistu vænt- anlega hvaðan bananalyktina legg- ur. (Millifyrirsagnir eru blaðsins).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.