Dagur - 31.08.1999, Síða 11

Dagur - 31.08.1999, Síða 11
ÞRIDJVDAGU R 3 1. ÁGÚST 1999 - 11 Djyftr. ERLENDAR FRÉTTIR Sögulegar kosnmgar lun framtíd A-Timor Gífurlega góð þátt- taka í kosnmgimiun, sem fóru að mestu friðsamlega fram þvert ofan í það sem flestir óttuðust. Starfsmaður Sameinuðu þjóð- anna var myrtur skammt frá Dili, höfuðborg Austur-Tímor í gær eftir að múgur manns hafði ráðist á hann. Þessi atburður skyggði nokkuð á kosningarnar um framtíð Austur-Tímor, sem farið höfðu fram að mestu frið- samlega. Nokkur átök voru þó víða um eyjuna, en mun minni en flestir höfðu búist við. Loka þurfti sex kjörstöðum af alls um 600 vegna óláta sem mynduðust í kringum þá. Kosningaþátttakan var gífur- lega mikil, meira en 95% mættu á kjörstað og það eitt er talinn mikill sigur fyrir þá sem vilja sjálfstæði. Talið er nánast full- víst að mikill meirihluti kjósenda hafi hafnað því að Austur-Tímor tilheyri áfram Indónesíu og nú Iiggi því fyrir að undirbúa stofn- un sjálfstæðs ríkis á Austur- Tímor. Rúmlega 450.000 manns voru á kjörskrá, þar á meðal 13.000 Austur-Tímorar sem búa erlend- is og hafa margir þeirra hrakist í útlegð vegna ástandsins sem ríkt hefur á eyjarhelmingnum. MikiII ótti hefur ríkt undan- farna mánuði um að andstæð- ingar þess að Austur-Tímor verði sjálfstætt ríki myndu efna til óeirða á kosningadaginn. Sjálfir höfðu þeir margir hverjir hótað því hvað eftir annað að grípa til vopna og fólki væri vissara að Iáta ekki sjá sig á kjörstað. Vik- urnar fyrir kosningar átti sér stað mikið ofbeldi, tugir manna voru myrtir og hvað eftir annað var ráðist á starfsmenn sameinuðu \—-—~1-—L Frá kjörstað á Austur-Tímor: kosningaþátttakan varyfir 95%. þjóðanna sem séð hafa um fram- kvæmd kosninganna. Þrátt fyrir þessar hótanir var stór hluti kjósenda mættur á kjörstaðina víða um Austur- Tímor áður en þeir voru opnaðir í gærmorgun og fullyrða starfs- menn Sameinuðu þjóðanna að um helmingur kjósenda hafi ver- ið búinn að greiða atkvæði sitt strax hálfri klukkustund eftir að kjörstaðirnir voru opnaðir. Andstæðingar sjálfstæðis hafa lýst því yfir að þeir muni sætta sig við úrslitin, hver svo sem þau verða. Kosningarnar í gær voru um tillögu að nýrri stjórnskipan á Austur-Tímor þar sem gert er ráð fyrir því að eyjarhelmingur- inn hljóti takmarkaða sjálfstjórn en tilheyri engu að síður áfram Indónesíu. Ef fbúar Austur- Tímor hafa hafnað þessari til- lögu í kosningunum í gær, þá er gert ráð fyrir að þeir hafi fullt frelsi til að segja sig úr lögum við Indónesíu og stofna sjálfstætt ríki. Austur-Tímor var portúgölsk nýlenda um 400 ára skeið þang- að til árið 1975, en þá gáfu Portúgalir flestum nýlendum iMcDonaiti's I » 1 McDonald s auglýsir laus störf í veitingastofum f Kringlunni, Austurstræti og Suðurlandsbraut. McDonald's býður spennandi starf, starfsþjálfun og möguleika á skjótri launahækkun fyrir duglegt fólk. Ekki er krafist sérstakrar menntunar heldur áhuga og vilja til þess að læra og vera hluti af skemmtilegum starfshóp. Umsóknareyðublöð er hægt að fá send eða sækja þau veitingastofurnar. Frekari uppiýsingar veita Magnús, s. 581-1414 (netfang: mangus@lyst.is), Vilhelm, s. 551-7400 (netfang: vilhelm@lyst.is) eða Pétur, s. 551-7444 (netfang: petur@lyst.is). McDonalds Kringlunni (frá 30. sept.) Austurstræti Suðurlandsbraut sínum sjálfstæði í kjölfar stjórn- arbyltingarinnar í Portúgal árið áður. Indónesísld herinn réðst svo inn í Austur-Tímor skömmu eftir að Portúgalir slepptu af Austur-Tímor hendinni, og snemma árs 1976 innlimaði Indónesía Austur-Tímor. Sam- einuðu þjóðirnar hafa aldrei við- urkennt þá innlimun. Ibúar á Austur-Tímor hafa all- ar götur síðan barist fyrir sjálf- stæði sínu og hafa allt að 200 þúsund manns farist í blóðugum bardögum á eyjunni. — GB HEIMURINN Tsjernómyrdín eiirnig imdir grun RUSSLAND - Bandaríska fréttatímaritið Newsweek skýrði frá því að Viktor Tsjernómyrdín, fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands, og Anatolí Tsjúbaís, fyrrverandi fjármálaráðherra, séu hugsanlega flækt- ir í mútuhneykslið sem valdið hefur usla í æðstu röðum rússneskra ráðamanna síðustu daga. Bæði Tsjernómyrdín og Tsjúbaís hafa neit- að þessum ásökunum, en fullyrt hefur verið að þeir hafi verið í tengslum við valdamikla menn í rússnesku mafíunni. Aftur barist í Dagestan RÚSSLAND - Þótt íslömsku skæruliðarnir í Dagestan hafi hörfað til Téténíu í sfðustu viku og Vladimir Pútín forsætisráðherra Rússlands lýst yfir áfangasigri í stríðinu fyrir helgina hófust í gær harðir bardag- ar að nýju milli skæruliðanna og rússneskra hermanna. Ótti við eftirskjálfta enn mikilí TYRKLAND - I dag eru Iiðnar tvær vikur frá því jarðskjálftinn mikli varð í Tyrklandi. Mikill ótti ríldr enn á jarðskjálftasvæðunum vegna eftirskjálfta, sem enn eiga sér stað nánast á hverjum degi. I gærmorg- un riðu fjórir jarðskjálftar yfir, og var sá stærsti þeirra 4,2 stig á Richterkvarða. Um 14.000 Íík höfðu fundist í rústunum og stendur leit enn yfir enda talið að tugir þúsunda Iíka kunni enn að vera und- ir rústunum. Tvísýnt uin samkomulag ISRAEL - Ehud Barak hótaði því í gær að túlka Wye-samkomulagið við Palestínumenn eftir sínu höfði þegar til framkvæmdar kemur ef Palestínumenn gefi ekki eftir í tveimur stóru deilumálunum innan lítils frests, og sögðu talsmenn Palestínumanna að tvísýnt væri um að samkomulag myndi nást fyrir fimmtudag, en þá er vonast til að und- irritun þess geti farið fram að viðstaddri Madeleine Albright, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna. Barak féll síðan frá því skömmu sfðar að setja Palestínumönnum ákveðinn frest, en engu að síður er alls óvíst að samkomulag takist. REYKJAVIK - AKUREYRI TIL FR* BROTTFÖR KOMA BROTTFÖR KOMA virka daga mán-fös 07:40 - 08:25 08:45 - 09:30 mán-fös 11 40 - 12:25 12:45 - 13:30 mán-fös 15:40 - 16:25 16:45 - 17:30 mán-fös 18:40 19:25 19:45 - 20:30 Laugardaga la.gard. 08:40 - 09:25 09:45 - 10:30 laugard. 11 40 - 12:25 12:45 - 13:30 laugard. 17:40 - 18:25 18:45 - 19:30 Sunnudaga lau/sun 11:40 - 12:25 12:45 - 13:30 sunnud. 15:40 - 16:25 16:45 - 17:30 sunnud. 18:40 - 19:25 19:45 - 20:30 Enn eykur íslandsflug þjónustu sína. Nú höfum við bætt við fjórðu ferðinni í síðdegisflugi milli Reykjavíkur og Akureyrar og nýrri feró á laugardagsmorgnum. Þjónustan um borð er einnig til fyrirmyndar. Þú getur látið fara vel um þig í sætinu og blaðað í Degi eða Viðskiptablaðinu með nýtt og ilmandi kaffi í bollanum. Taktu flugið með íslandsflugi! www.islandsflug.is sími 570 8090 igs á Akureyrarfiugvelli, s/mi 461 4050 • fax 461 4051 • aey@isiandsf1ug.is ISLANDSFLUG gerir fleirutn faart eð fijúga

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.