Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1984, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1984, Síða 10
10 DV. FÖSTUDAGUR18. MAl 1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Gunnlaugur A. Jónsson B—■M»rÍl<tÍftÉÉ**4á*ÍÉÉÍéÍltá Þannig skyldi hefnt fyrir Munchen-mordin Tveggja ára hvíldarlaus lelt aö palestínskum hryðjuverkamönnum. — Morð á f jölfarinni götu og í kirkju, sprengjur undlr rúmum eða bílum. — Meira en tveggja milljóna dollara kostnaður við eltt morð. — Tengsl við Baader Meinhof-hóp.. Þetta eru nokkur efnisatriðanna í bók sem aö undanförnu hefur vakiö mikla athygli erlendis. Bókin heitir Auga fyrir auga og er skrifuð af kanadískum blaðamanni að nafni George Jonas. Bókin er byggö á frásögn foringja ísraelskrar morðsveitar er sagt hefur skiliö við félaga sína og þjóð. I bók þessari er í fyrsta sinn afhjúpað hvemig svokallaðar ísra- elskar „öryggissveitir” starfa í út- landinu. Aftökulistinn Avner, sem er söguhetja bókar- innar, fær það hlutverk hjá Mossad (ísraelsku leyniþjónustunni), eftir morðin á ólympíuleikunum í Miinch- en, aö stjórna morðsveit sem starfa á í Evrópu. Hér er um fimm manna sveit að ræða og í veganesti fær hún nöfn á ellefu Palestínumönnum sem Israelsmenn telja að séu tengdir pal- estínskum hryðjuverkum. Talan ellefu er ekki tilviljun því ísraelsku íþróttamenniurnir sem drepnir voru á ólympíuleikunum í Miinchen voru eilefu og þeirra skal nú hefnt, hvers og eins. I augum Goldu Meir, þáverandi forsætisráðherra Israels, er höfuðmarkmiðið með morðsveitinni að stöðva hin arabísku hryðjuverk, bæöi í Israel og annars staðar. Sveit Avners fær því gífurlegar peninga- upphæðir í sinn hlut til að auövelda henni að ná markmiði sínu. Peningarnir eru lagðir inn á banka í Sviss. Þeir kunnu sitt fag Israelsmennimir fimm eru allir þrautþjálfaðir menn sem kunna sitt Bókin Auga fyrir auga fjallar um israelska morðsveit sem var send ut i kjol far morðanna á ólympíuleikunum í Munchen 1972. Ali Hassan Salameh var efstur á aftökulista ísraelsmanna en gekk þeim stöðugt úr greipum. fag. Það tekur þá því ekki langan tíma að hefjast handa. Fyrst kaupir Avner sér samband inn í Baader Meinhof-hópinn í gegnum ..Andreas”. Það kostar 50 þúsund dollara en leiðir til þess að Avner kemst í samband við mann í Róm sem veit hvar Wael Zvaiter, fulltrúa PLO í Róm, er að f inna. Með því að greiöa tengiliðnum í Róm 50 þúsund dollara fær morðsveitin það sem hún sækist eftir. Þremur vikum eftir að Avner og félagar lögðu upp frá Israel hafa þeir lagt fyrsta Palestínumanninn að velli. Kostnaður: 350þúsunddollarar. „Le Group" Með aðstoð franskra samtaka, sem einfaldlega kallast „Le Group” (hópurinn), fá Israelsmennirnir upplýsingar um hvem Palestínu- manninn á listanum á fætur öðrum. Auga fyrir auga gefur ótrúlega innsýn í hvemig hryðjuverkamenn í Evrópu starfa og ekki síður hvemig barist er gegn hryðjuverkamönnum. Hér reynast öll meðul leyfileg. I upphafi gengur allt samkvæmt áætlun hjá Avner og mönnum hans en smám saman fara vandamálin að gera vart við sig. Ali Hassan Salameh, maðurinn sem stóð á bak við morðin í Miinchen og er því efstur á aftökulista Israelsmanna, gengur morðsveitinni úr greipum hvað eftir annað. Þrír ungir Arabar, sem ekki em á listanum, fá i staðinn aö gjalda fy rir með lífi sínu í kirk ju í Sviss. Eftir tvö og hálft ár lítur ísraelska sveitin yfir farinn veg. Atta menn af listanum hafa verið teknir af lífi svo og fjórir aðrir Arabar, einn Hol- lendingur og sovéskur KGB-maður. En sálarlíf aftökusveitarinnar hefur líkalátiðásjá. Þóldi ekki meira Fyrir Avner, söguhetjuna, verður verkefniö smám saman að hreinustu martröð og þar kemur að hann vill ekki meira. Hann og félagar hans eru teknir að líkjast mjög þeim hryðjuverkamönnum sem þeir eru að leita að. Auk þess reynist starf sveitarinnar ekki draga neitt úr hryðjuverkum Palestínumanna. öðru nær. Dæmi um það er þegar morðsveit drap Mohammed nokkum Boudia í París en hann var talinn samstarfs- maður palestínskra hryðjuverka- manna. Eftirmaður hans varð Ilich Ramirez Sanchez, síðar heimsþekkt- ur undir nafninu Sjakalinn. Þar kom að Avner fékk sig fullsaddan og því fær umheimurinn nú að vita hvemig ísraelskar „öryggissveitir” starfa. Mestu réttarhöld sem nokkra sinni hafa verið haldin á Norður-Irlandi eru hafin. Jafnframt em þau ein um- deildustu réttarhöld sem haldin hafa veriö þar í landi. Það er nefnilega fyrst og fremst vitnisburður Raymonds Gilmours, 24 ára gamals „uppljóstrara”, sem liggur aö baki ákæranum. 36 karlar og þrjár konur hafa verið ákærð fyrir samanlagt 186 brot. Gilmour á það sameiginlegt meö hinum ákæröu aö hann hefur starfað innan ólöglegra samtaka meðal hinna kaþólsku íbúa. En þar sem hann hefur lýst sig „samvinnufús- an” gagnvart lögreglunni sleppur hann við ákæra vegna þeirra brota sem hann er grunaður um að hafa framiö. Hann fær einnig fjárhags- lega aðstoð til að geta byrjað nýtt líf. Gilmour er geymdur á leynilegum stað á meöan réttarhöldin fara fram en reiknað er meö aö hann þurfi að eyöa mörgum vikum í vitnastúkunni. Bæði IRA (Irski lýðveldisherinn) og INLA (Irski þjóðfrelsisherinn) hafa gert það lýðum ljóst að þeir muni einskis láta ófreistað til að ráða Gilmour af dögum. IRA rændi fööur hans árið 1982 og hélt honum föngnum í tíu mánuði í misheppnaðri tilraun til aö fá soninn til að taka til baka það sem hann hafði skýrt lög- reglunni frá. Ákærurnar snúast meðal annars um morð, morötilraunir, íkveikjur, sem valdið hafa dauða, mannrán og þátttöku í ólöglegum félagsskap. Hinir ákærðu neita flestum ákæra- efnum og halda því fram að Gilmour hafi gerst sekur um meinsæri til að bjarga eigin skinni. Réttarhöldunum hefur nú verið frestað um nokkra daga vegna þess að einn af verjendunum heldur því staðfastlega fram að hann hafi sannanir fyrir því að Gilmour hafi á árunum 1978 tU 1982 verið launaður lögreglunjósnari sem hafi haft þaö verkefni með höndum að komast inn í raðir IRA og INLA. Þessa full- yrðingu verjandans á að kanna nánar. Réttarhöldin hafa valdið mikilli ólgu meöal hinna kaþólsku íbúa Noröur-Irlands og mikil mótmæli hafa átt sér stað fyrir utan réttar- salinn. Kerfið, með „uppljóstrara” sem fá uppgjöf saka að launum fýrir að bera vitni, hefur valdið miklum deilum bæði á Norður-Irlandi og annars staðar á Bretlandseyjum. Fjölmargir virtir lögfræðingar halda því fram að þetta kerfi sé mjög vafa- samt sé það skoöað með tilliti til rétt- aröryggis. En það hfeur veriö varið meö því að benda á hinar óvenjulegu aðstæður sem eru á Norður-Irlandi þar sem óttinn viö hefndaraögerðir er slíkur að það getur verið mjög miklum erfiðleikum bundiö að fá fólk til aö bera vitni. Þessi ótti hefur og leitt til þess að kviðdómendur hafa verið lagðir niður í málum sem þessum. Þar er það dómarinn einn sem dæmir. Reiknað er með að réttarhöld þessi muni standa a.m.k. fram í janúar á næsta ári. Mestu réttarhöld í sögu Noröur-írlands: Uppljóstrarínn er þar í sviðsljósinu Götumynd frá Belfast. Slíkur er bakgrunnur mestu réttarhalda í sögu Norður-írlands sem hófust nýverið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.