Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1985, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1985, Síða 3
DV. FÖSTUDAGUR14. JONI1985. Sá danski seldist upp á einni viku nú tókst okkur að fá dýrarí genðina, Skoda 120L sérútbúna fyrir Danmörku meö eftirtöldum búnaði: Stærri vél (1200cc 52 Din hö.) Tveggja hraöa rúðuþurrkur Tannstangarstýri Halogen framljós Aflhemlar Teppi á gólfum Fullkomnara mælaborö Radial hjólbarðar (165 SR 13) Hliðarlistar Bakkljós Þokuljós að aftan Rafmagnsrúðusprautur Læst bensínlok Barnalæsingar á afturhurðum Hallanleg framsætisbök o.fl. Og allt þetta fæiðu á dönsku afsláttarvenði aðeins kr. 188.888.- Ath. Opið í dag. HALLDOR HEILSAR UPP Á LANGAIÓN SILFURS Öskar Magnússon, DV, Washlngton: „Forsvarsmenn Long John Silvers telja að fylgja eigi stefnu Alþjððahval- veiðiráðsins um veiðar í atvinnuskyni. Þeirri stefnu höfum við fylgt,” sagði Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráö- herra í samtali við blaðamann DV. Halldór var i fyrradag á fundi í höfuðstöövum veitingahúsakeðjunnar Long John Silver hér í Bandarikjun- um. Long John Silver hefur lengi verið einn stærsti kaupandi íslenskra sjávarafurða í Bandarikjunum. Með Halldóri á fundinum voru for- stjórar íslensku sjávarafurðafyrir- tækjanna hér ytra, Magnús Gústafsson og Guðjón B. Olafsson. Halldór Asgrímsson sagði að ekki Einn af veitingastöðum Long John Silver I Bandarfkjunum. hefði komiö fram nein skoðun for- svarsmanna Long John Silvers á hval- veiðum í vísindaskyni. „Það er ekki tímabært að leggja mat á það,” sagði Halldór. Almennt sagði sjávarútvegs- ráðherra að rætt hefði verið um mark- aðsstööuna í Bandaríkjunum. „Við getum verið bjartsýnir. Sala hefur verið að aukast og ég tel líkur á áfram- haldandi aukningu,” sagði ráðherra. Hann sagði þetta hafa verið í fyrsta skipti sem forstjórar íslensku fyrir- tækjanna heimsæktu Long John Silver saman. „Það var mjög ánægjulegt,” sagði Halldór Asgrímsson,” og fyrir mig að koma til þessa stærsta við- skiptavinar Islendinga í Bandaríkjun- Sendiráðum veittaðhald Alþingi samþykkti í gær þings- ályktunartillögu sem felur í sér að auknu aðhaldi verði beitt í sam- bandi við umsvif erlendra sendi- ráða hér á landi. Utanríkisnefnd stendur samhuga á bak við þessa tillögu. Formaður utanríkisnefndar, Eyjólfur Konráð Jónsson, mælti fyrir tillögunni. APH Byggðastofnun ekki norður Ljóst er að byggðastofnunin verður ekki staðsett á Akureyri. Frumvarp um byggðastofnun var afgreitt frá neðri deild í fyrradag. Tillaga þess efnis að stofnunin yrði staðsett á Akureyri var f elld. APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.