Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1986, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1986, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1986. 3 Fréttir Tannlæknadeilan: Rrfrildi endaði í utanlandsferð „Menn voru ekki ó eitt sáttir um hvemig taxtar tannlæknafélaganna í nágrannalöndum okkar væm byggðir upp og við hvað ætti að miða. Því varð úr að menn voru sendir utan til að kynna sér þettasagði Eggert G. Þorsteinsson, forstjóri Trygginga- stoíhunar ríksins, í samtali við DV. Ósamkomulag á samningafundum tannlækna og samninganefhdar ríkis- ins leiddi til þess að fjórir menn fóru í utanlandsferð og heimsóttu aOar höfuðborgir Norðurlanda. „Við urðum margs íróðari í þessari ferð. Við skoðuðum samninga, gjald- skrór og eyðublöð hjá tannlæknum i Osló, Kaupmannahöfn og Stokk- hólmi,“ sagði Kristján Guðjónsson, deildarstjóri sjúkratryggingadeildar Tryggingastofiiunarinnar, en hann var einn af ferðalöngunum. Auk hans fóru í ferðina annar starfsmaður Tryggingastofnunarinnar, einn róðu- neytismaður og tannlæknir. „Skipan þessara mála er miklu betri á Norðurlöndum en hér heima. Þar geta yfirvöld fylgst með tekjum og kostnaði hvers einstaks tannlæknis frá ári til árs. Þetta er ekki hægt hér á landi þvi fram að þessu hefur ekki verið nokkur leið að ráða úr kvittun- um tannlækna fyrir hvað er greitt." Að sögn Ragnhildar Helgadóttur heilbrigðismálaróðherra hafa óþarfari ferðir verið famar en þessi: „Svona upplýsingaöflun borgar sig, sérstak- lega þegar haft er í huga að ríkið endurgreiðir um 200 milljónir króna vegna tannviðgerða árlega. Við reikn- um með að hafa fastara undir fótum en áður þegar við semjum við tann- lækna í framtíðinni." -EIR Buðu greiðslu í gömlum krónum Þeir urðu heldur betur hissa norsku skólakrakkamir sem bmgðu sér á veitingastaðinn Svörtu pönnuna í gær. Þegar þeir, í góðri trú, ætluðu að greiða fyrir matinn neitaði af- greiðslufólkið að taka við peningum þeirra. Skýringi var einfold, flest vom með fulla vasa af gömlum íslenskum pen- ingum frá því fyrir myntbreytingu. „Þau virtust alveg grandalaus og þótti þetta ókaflega slæmt. Þau sögðust hafa fengið þessa peninga í norskum banka,“ sagði Ástríður Bjamadóttir, starfsstúlka á Svörtu pönnunni. Krakkamir, sem vom á aldrinum frá 14 til 16 ára, vom með gamla 1000,100 og 50 króna seðla. Þeim tókst þó að finna rétta seðla og borga fyrir mat- inn. Einn var þó illa staddur þar sem hann hafði aðeins gamla seðla. Hann var þó ekki sendur í uppvaskið því félagar hans lánuðu honum fyrir matnum. -APH STÓRMARKAÐUR Lóuhólum 2—6, sími 74100 XNNKAGP? Nautahamborgarar m/brauði kr. 19,00 stk. Nýreykt Londonlamb kr. 298,00 kg. Nýreykt Hangikjöt frampartur kr. 198,00 kg. Bakon Bauti m/brauði Taðreykt kindabjúgu Hval Buff Kryddlegin Lambalæri Nýreykt Hangikjöt læri Reyktur/grafinn Lax Lambakjöt af nýslátruðu 19,00 stk. 198.00 kg. 1 58,00 kg. 269,00 kg. 298,00 kg. 798,00 kg. Opið föstudag til kl. 20.00. S Opið laugaraag kl. 10-16.00. Kjarasamningar: Hefjast við- ræður í næsta mánuði? Líkur em á því að viðræður aðila vinnumarkaðarins vegna næstu kjarasamninga hefjist upp úr miðjum næsta mánuðu. Áhugi er á því að við- ræðunum ljúki fyrir áramót eða áður en samningstímabilið rennur út. „Ég tel að rétt sé að hefja viðræður strax og launakönnunin er tilbúin. Við viljum ekki brenna okkur enn einu sinni á því að hefja viðræður of seint. Mér þykir eðlilegt að stefna að því að nýir samningar taki gildi þegar núverandi samningar renna út um áramótin," sagði Þórarinn V. Þórar- insson, framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins. Könnunin, sem hann talar um, er könnun sem Kjararannsóknamefnd hefur unnið að í sumar. í síðustu samningum var ákveðið að hefja und- irbúning að nýju launakerfi og í því sambandi að ráðist yrði í víðtæka launakönnun. Tilgangur hins nýja launakerfis er að færa kauptaxta nær greiddu kaupi og auka hlut fastra launa í heildartekjum. Launakönnun- inni lýkur upp úr næstu mánaðamót- um og samkvæmt því gætu viðræður hafist í kjölfarið. Bjöm Bjömsson, hagfræðingur Al- þýðusambandsins, tekur í sama streng og Þórarinn. „Ég held að það séu allir sammála um að fara af stað eins fljótt og unnt er og ljúka samningum svo fljótt sem kostur er,“ sagði Bjöm og bætti við að innan þeirra herbúða væri ekki farið að ræða þetta atriði enn. -APH Óskum eftir ölium gerðum af bifreiðum á söluskrá og á staðinn. Bjartur og rúmgóður sýningarsalur. (Erum við hliðina á Hagkaupi.) Verið velkomin. F VANDLATU -£=~ MEÐ NÝJA ÖFLUGA SPARNEYTNA Æ&wk 6 CYL. L VELi. — Ný léttbyggð, háþróuð 4,0 L 6 cyl. vél, byggð á áraraða reynslu hinnar frábæru AMC línu vélar. Söluumboð Akureyri Þórshamar hf., s. 22700 EGILL VILHJALMSSON HF Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77396

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.