Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1986, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1986, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1986. Andlát Ragnhildur K. Þorvarðardóttir lést 16. september sl. Hún fæddist að Stað í Súgandafirði 24. febrúar 1905. Foreldrar hennar voru Þorvarður Brynjólfsson og Anna Stefánsdóttir. Ragnhildur lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands 1925. Ragn- hildur giftist Ömólfi Valdimarssyni en hann lést árið 1970. Þau hjónin eignuðust tíu börn. Útför Ragnhildar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Stefanía Ástrós Sigurðardóttir lést 22. september. Hún fæddist 8. september 1909 í Vestmannaeyjum. Foreldrar hennar voru hjónin Sig- urður Bjömsson trésmiður og Sigríð- ur Ámadóttir kona hans. Stefanía var gift Jóni Rögnvaldssyni blikk- smið en hann lést 29. apríl 1980. Útför hennar verður gerð 1. október kl. 13.30 frá Fossvogskapellu. Eyjólfur Einar Guðmundsson frá Flatey á Breiðafirði andaðist 23. september 1986. Kristín Elínborg Björnsdóttir, Akralandi 1, Reykjavík, andaðist í Hafnarbúðum 22.þ.m. Bergþóra Einarsdóttir, Hofteigi 6, andaðist þann 23. sept. í Borgarspít- alanum. Þráinn Arngrímsson, Prestbakka 1, sem lést af slysförum 20. septemb- er, verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju föstudaginn 26. september kl. 13.30. Júlíus Jónasson verður jarðsung- inn frá Áskirkju föstudaginn 26. september kl. 13.30. Sigmar Jónsson, Hólabraut 15, Blönduósi, er lést þann 18. þ.m., verð- ur jarðsunginn frá Blönduóskirkju laugardaginn 27. september kl. 14. Hólmfríður Guðjónsdóttir, áður til heimilis í Breiðagerði 8, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 26. september kl. 15. Þórir Baldursson, Rauðalæk 18, verður jarðsunginn föstudaginn 26. september frá Fossvogskirkju kl. 10.30. Ari Runólfsson frá Hálsum, sem lést á dvalarheimili aldraðra í Bor- garnesi 22. september, verður jarðs- unginn frá Hvanneyrarkirkju laugardaginn 27. september kl. 14. Jón Jónsson frá Drangsnesi lést 15. september sl. Hann fæddist 16. ágúst 1922, sonur hjónanna Jóns Péturs Jónssonar og Magndísar Aradóttur. Eftirlifandi eiginkona hans er Lovísa Andrea Jónsdóttir. Þau hjónin eign- uðust þrjá syni. Jón ók um fjölda ára hjá Nýju sendibílastöðinni. Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Tilkyimingar Freeportktúbburinn Joseph Pirro, meðferðarstjóri Freeport Hospital í New York, verður gestur Free- portsklúbbsins á rabbfundi sem haldinn verður í safnaðarheimili Bústaðakirkju í kvöld, fimmtudag. Pirro hefur dvalist í Danmörku að undanfömu stofnendum Von Veritas meðferðarstofnunarinnar til ráðuneytis en hún hefur það markmið að koma sams konar vakningu í áfengismál- um af stað meðal Dana og Freeport spítalinn gerði hjá okkur á árum áður. Velunnarar Joe Pirro eru hvattir til að ínæta á fundinn sem hefst kl. 20.30. Miðasala á leik Vals-Juvent- us Miðasala á leikinn Valur - Juventus, sem verður 1. okt., hefst á Lækjartorgi í dag, 25. september, kl. 12 á hádegi. Fólk er hvatt til að kaupa miða í tíma og koma að sjá einhveija mestu knattspymusnill- inga heimsins spila með heimsmeisturum félagsliða Juventus gegn Val og styðja um leið hressilega við bakið á okkar mönnum. Við minnum einnig á að hver miði gildir sem happdrættismiði og aðeins verður dregið úr seldum miðum. Námskeið í glímu Bytjendanámskeið í glímu er að hefjast hjá glímudeild KR og verða æfingar á eft- irtöldum dögum: þriðjudögum kl. 19-20.40 og föstudögum kl. 19-20.40. Þjálfarar verða Sigtryggur Sigurðsson, Helgi Bjarnason og Hjörleifur Pálsson. Æfingar fara fram í fímleikasal Melaskólans. Oll- um er heimil þátttaka. Nánari upplýsingar hjá Asgeiri Víglundssyni formanni í síma 15287. Badminton unglinga hjá KR Badmintondeild KR hefur hafið unglinga- starf sitt. Unglingatímar eru á laugardög- um kl. 13.30 í KR-heimilinu. Þjálfari er Garðar Alfonsson. Allar upplýsingar gefur Óskar Guðmundsson í síma 15661. Félag áhugamanna um bók- menntir Laugardaginn 27. september nk. verður fyrsti fundur Félags áhugamanna um bók- menntir á þessum vetri. Fundarefnið er Islenskir dægurlagatextar, þróun þeirra og staða. Þrjú framsöguerindi verða flutt: Andrea Jónsdóttir og Mörður Ámason lýsa þróun síðustu ára og meta stöðuna núna. Indriði G. Þorsteinsson talar sem gagnrýnandi og Valgeir Guðjónsson sem textahöfundur. Fundarstjóri verður Vil- borg Dagbjartsson. Fundurinn verður haldinn í ODDA, næsta húsi við Norræna húsið og hefst kl. 14. Allir eru velkomnir. Sædýrasafnið Opið alla daga kl. 10-17. Rainbowsamkomtilagið: Lagt fyrir öldunga- deildina á næsta ári Ólafar Amaraan, DV, New Yoric „Ég geri ráð fyrir að öldungadeild Bandaríkjaþings fjalli ekki um sam- komulagið fyrr en á næsta ári þar sem deildin er nú að hætta störfum vegna komandi kosninga," sagði Georg Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, í viðtali við blaðamann DV er hann og Matthías Á. Mathiesen und- irrituðu samninginn um sjóflutninga fyrir vamarhðið í New York í gær. Shultz sagðist nú vona að þetta deilumál væri úr sögunni. Hann minntist á árangursríkt samstarf Bandaríkjanna og íslands í vamar- málum og ítrekaði mikilvægi íslands í vömum á Norður-Atlantshafi. Matthías Á. Mathiesen lýsti yfír ánægju sinni með að samkomulag hefði náðst í þessari deilu. Mikil óvissa hefði ríkt um þetta mál sem hefði ógn- að samstarfi þjóðanna. Hann sagðist vera þakklátur fyrir afstöðu Banda- ríkjamanna og þakkaði Shultz fyrir áhuga hans á að leysa þessa deilu. -APH Útvarp - sjónvarp Guðrún S. Jónsdóttir húsmóðir: Veðurfréttimar þykja mér skemmtilegastar Rás 1 finnst mér ljúfari að hlusta á en liinar rásimar, nema auglýsing- amar, þær em þreytandi. Þátturinn I dagsins önn er’ góður og ég reyni alltaf að hlusta á hann. Viðtölin þar em svo einlæg og þau höfða til manns. Þar kemur fram ýmislegt í mannlegum samskiptum sem ekki er annars haft orð á í fjölmiðlum. Um daglegt amstur og tilfinningar hinnar venjulegu manneskju. Þætt- imir eru að vísu misgóðir en þeir verða manni oft minnisstæðir. Á rás 2 og Bylgjunni hafa líka oft verið góðir viðtalsþættir á kvöldin. Þegar maður hefur gefist upp á sjón- varpinu er gott að hátta í rúmið sitt og hlusta á þessa þætti í ró og næði. Þá var það knattspyman í gær- kvöldi. Áumingja mennimir í kuldanum og bleytunni. Ég þorði varla að hlusta á seinni hálfleik en lét mig samt hafa það og sá ekki eftir því því frammistaða okkar manna var frábær. Þá gat ég farið að horfa á bama- tímann. Fréttimar em fastur liður og í gærkvöldi var maður blessunar- lega laus við að þurfa að horfa inn í sláturhús og fylgjast með aflífun gripa. Veðurfréttimar þykja mér skemmtilegastar og oftast. nær í sumar hefur veðrið jafnvel orðið betra en spáð var. Ég hljóp snarlega yfir Smelli-þáttinn og hlustaði held- ur á fallegan söng í ríkisútvarpinu. Þá var komið að Sjúkrahúsinu í Svartaskógi. Það minnir óhugnan- lega mikið á amerísku Hótelþættina en var annars sæmilegt í gærkvöldi. Svo sofhaði ég út frá knattspymunni því ég vissi um hin farsælu endalok. Afmæli 80 ára er í dag, fimmtudaginn 25. september, Sigurbjörg Hoffritz, Ártúni 14, Selfossi. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu eftir kl. 16 í dag. 60 ára er í dag, fimmtudaginn 25. september, Albert Jóhannsson kennari, Héraðsskólanum í Skógum undir Eyjafjöllum. Að Skógaskóla kom hann árið 1949. Hann hefur gef- ið sig að félagsstörfum hestamanna, var m.a.lengi formaður Landssam- bands hestamannafélaga. Kona hans er Erla Þorbergsdóttir frá Hraunbæ í Álftaveri. 50 ára er í dag, fimmtudaginn 25. september, Dýrley Sigurðardóttir, Hjaltabakka 6, Reykjavík, verkstjóri hjá Granda hf. Ýmislegt Ananda Marga Hugleiðsla undir Snæfellsjökli I kraftbylgjum haustsins er Snæfellsnes kjörinn staður til andlegrar íhugunar og lifandi samveru. Þangað stefnum við um næstu helgi (26.-28. september) og höldum okkar árlega haustmót að Lýsuhóli. Þeir sem áhuga hafa á að læra hugleiðslu, jóga- æfingar og andlega heimspeki eru sérstak- lega velkomnir. Kennd verða öll grundvallaratkvæði hugleiðslu og jóga. Með í för verða sérþjálfaðir jógakennarar. Jafnframt kennslu í undirstöðuatriðum jóga, verður farið í skoðunarferðir um Snæfellsnes. Mótsgjald verður aðeins kr. 1500 (ferðir, matur og allt innifalið - for- eldrar með börn undir 12 ára aldri þurfa ekki að greiða fyrir þau). Lagt verður af stað frá Aðalstræti 16 kl. 18 á föstudag 26. september og komið til baka á sunnudags- kvöld. Innritun og upplýsingar í síma 23588, 27050 eða 16590. Til frekari glöggv- unar á fyrirhugaðri ferð ásamt öðru sem við kemur jóga verður haldinn kynningar- fyrirlestur í Aðalstræti 16,2. hæð, fimmtu- daginn 25. september kl. 20.30. Eggleikhúsið rúllar áfram Egg-leikhúsið er nú að leggja upp í leik- ferð til írlands á leiklistarhátíðina í Dublin sem haldin verður dagana 29. sept. - 12. október nk. Egg-leikhúsið mun hafa þar 82 sýningar. 40 leikhús víðs vegar að munu taka þátt í hátíðinni sem er ein sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Egg- leikhúsið sýnir leikritið Ekki ég...heldur... sem það sýndi áður í Nýlistasafninu (1981) og á leiklistarhátíðinni í Edinborg (1983) og vakti þar mikla athygli. Viðar Eggerts- son fer með eina hlutverk leiksins. Einnig mun leikhúsið sýna nýja leikgerð á verki Áma Ibsens Skjaldbakan kemst þangað líka sem leikhúsið sýndi í Nýlistasafninu leikárið 1984-85. Leikritið fjallar um vin- áttu og samskipti ljóðmæringana Williams Skákþing Biðskákir á íslandsþingi Þegar tveim umferðum er ólokið á Skákþingi íslands i Grundarfirði er Karl Þorsteins efstur með 6 vinninga en líklegt er að Margeir Pétursson skjótist upp fyrir hann eftir að úrslit biðskáka liggja fyrir. Margeir hefur 5,5 vinninga og tvær biðskákir. Aðra jafhteflislega gegn Jóni L. Ámasyni en hina vænlega gegn Guðmundi Sig- urjónssyni. I 9. umferð, sem tefld var í gær, vann Karl Þorsteins Davíð Ólafsson, Jó- hann Hjartarson vann Þröst Þórhalls- son og Jón L. Ámason vann Dan Hansson. Skákir Sævars Bjamasonar við Björgvin Jónsson, Þrastar Áma- sonar við Hannes Hlífar og Margeirs og Guðmundar fóm í bið. Guðmundur hefur 5,5 vinninga og biðskák og kemur næstur á eftir Karli og Margeiri. Jóhann og Þröstur Þór- hallson bafa 5 v. og Jón L. hefur 4,5 v. og biðskák. I kvöld verður 10. um- ferð tefld en 11. og síðasta umferð verður tefld á laugardag. -JLÁ Carlosar Williams og Ezra Pounds. í nýju leikgerðinni verður Viðar einn á sviðinu í hlutverki Williams en leikritið gerist í hugarheimi hans. Hitt hlutverkið fer Gunnar Eyjólfsson með, þ.e.a.s. rödd Po- unds. Tónlist er eftir Lárus H. Grímsson, höfundur er leikstjóri. Gerla gerir leik- mynd, Ámi Baldvinsson hannar lýsingu og Margrét Guttormsdóttir er t'æknimað- ur. Fjögur þau síðastnefndu verða í förinni ásamt Viðari. EGG-leikhúsinu hefur verið boðið á fiölda leiklistarhátíða víða um heim sem fulltrúi íslands en ekki hefur endanlega verið ákveðið hvort þau boð verði þegin. Menntamálaráðuneytið, Reykjavíkurborg og Flugleiðir gerðu leik- húsinu kleift að taka þátt í leiklistarhátíð- inni í Dublin. Tapað-Fundid Minkahattur tapaðist Minkahattur með börðum, sérsaumaður, tapaðist úr húsi við Ingólfsstræti þriðju- daginn 16. september sl. milli kl. 9 og 10 um morguninn. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 14657 eða 78007 eftir kl. 19 eða þá hafi samband við lögregluna. Fund- arlaun. Skotárás í Breiðholti Axel Kristjánsson, íbúi í Breiðholti, varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu sl. þriðjudag að skotið var á bíl hans á Breiðholtsbrautinni, við Norðurfell. Fór skotið inn um hlið bílsins og hafii- aði í baki sætisins, sem Axel sat í, en hann var einn í bílnum. Töluverður hvellur og neistaflug fylgdi skotinu. Axel taldi í fyrstu að gosdrykkjaflöskur aftur í bílnum hefðu skollið harkalega saman og það var ekki fyrr en hann kom heim til sín og fór að athuga málið að hið sanna kom í ljós. Kúlan, sem er úr 22 cal. riffli, fór í gegnum sætið og stað- næmdist innanvert við ytra byrði þess þannig að litlu munaði að Áxel yrði fyrir henni. Rannsóknarlögreglan vinnur að rannsókn þessa máls og eru hugsanleg vitni beðin að hafa samband við hana. -FRI Naustinu lokað Rekstri Naustsins hefur verið hætt og líklegt að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta á næstunni. í fyrra- dag var húsið innsiglað af tollstjóra vegna vandgoldins söluskatts. Fyrirtækið hefur átt við rekstrar- vanda að etja undanfarið. Nýlega var því synjað um framlengingu greiðslu- stöðvunar eftir að hafa áður fengið þriggja mánaða greiðslustöðvun. -APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.