Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1986, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1986. 1.8 Neytendur Það ætti ekki að líðast að þeir sem vinna með vinnuvélum fari heim til sín á þeim eftir vinnu á kvöldin. Erlendis er viða bönnuö umferð vinnuvéla um mestu umferðargöturnar á annatímum, jafnvel vörubifreiða einnig. í umferðinni: Leynast skjaldbökur í umferðinni hér á landi? Fækkum hægfara vinnuvélum í umferðinni Flestir ökumenn, sem aka um götur Reykjavíkur, eru sammála því að umferðin hefur aukist gífurlega á und- anfömum árum. Það hefur lika komið í ljós að bifreiðaeign landsmanna hef- ur aukist til muna. Mörg vandamál fylgja aukinni umferð og ætlum við nú að nefha eitt þeirra. Á undanfömum ámm hefur það tíðkast að stjómendur ýmissa vinnu- véla, svo sem dráttarvéla, grafa og fl., hafi notað þessi farartæki til þess að fara í og úr vinnu, jafhvel til að skjót- ast heim í hádeginu. Áður fyrr var þetta máske í lagi þar sem umferð var hvort eð er ekki svo mikil. Nú horfa hlutimir öðmvisi við. Nú em þessi tæki, sem em svo hægfara, virkilega til trafala í umferðinni. Þeg- ar þau em notuð í þeim tilgangi, að fara í og úr vinnu, em þau ú ferð í umferðinni þegar hún er mest og þyngst. Þau tefja vemlega fyrir umferð í umsjón Bindindisfélags ökumanna og skapa því mjög oft mikla og óþarfa hættu fyrir aðra vegfarendur. Það þarf oft ekki nema eina slíka vinnu- vél, sem er á ferð eftir götu, til að tefja vemlega alla umferð. Þeir em eins og skjaldbökur á ferð, svo hægt fara þeir miðað við aðra umferð. Aðrir öku- menn reyna ef til vill ótímabæran framúrakstur og valda einnig hættu. Slík notkun hægfara vinnuvéla væri ekki leyfileg, þar sem umferð er svo mikil, annars staðar en hér á landi. Það getur varla liðið á löngu áður en yfirvöld eða lögregla fari að gera eitthvað í þessum málum. En áður en það gerist, langar okkur til að hvetja þig, góði ökumaður, sem vinnur á slíkri hægfara vinnuvél, að reyna að velja þann tíma þegar um- ferð er minni til að færa vélina á milli staða og ekki nota hana til að fara í og úr vinnu. Með því fækkar þú reiðum bílstjór- um í umferðinni, sem annars hefðu bölvað þér í sand og ösku og jafnvel þeytt bílflautuna á eftir þér. Slíkir reiðir bílstjórar geta orðið sér og öðr- um vegfarendum hættulegir með ýmsum skyndiákvörðunum, sem þeir geta gert, til að svala reiði sinni. Með þvi að fækka hægfara ökutækjum, þegar umferðarþunginn er mikill, stuðlar þú að greiðari umferð, örugg- ari umferð og leggur þitt af mörkum til að bæta umferðarmenningu okkar íslendinga. EG Burt með blettina Það er auðvelt að falla fynr magn- þrungnum auglýsingum um undra- hreinsiefni, við höfum öll gert það oft og mörgum sinnum. En nú höfum við fundið blettahreinsiefrii sem uppfyllir gefin loforð í sh'kum auglýsingar. Það er norskt að heitir Syklon. Fleiri hreinlætisefrii eru í þessu sama merki, en áður hafa verið flutt til landsins hreinsiefni fyrir bíla frá sama fyrir- tæki. Dugði á skyrtukraga Blettahreinsiefnið má nota á nánast hvaða hlut eða flöt sem er sérlega óhreinn eða blettóttur. Nota mú efhið sem hreingemingarlög, í blettóttan þvott og til þess að hreinsa gólfteppi sem er nú ekki hvað síst það sem fólk þarf á að halda. Við höfúm reynt efnið á mjög áber- andi bletti á ullargólfteppi og hurfu blettimir nánast, það mótaði aðeins fyrir þeim á eftir en það var samt mesti munur. Hins vegar líktist það einna helst kraftaverki hvemig óhreinindi runnu úr skyrtukraga sem var mjög óhreinn. Við prófúðum að láta tússpennablek í hvítt léreft og sömuleiðis bírópenna- blek. Blettahreinsirinn réð ekki við tússpennablekið en deyföi blettinn þó Otrúleggt en satt, það er sannarlega hægt að ná burtu blettum með þessu efni og það inniheldur ekki stórhættuleg eiturefni að því er best verður vitað. mjög mikið, en bírópennablekið lét vel undan, þó mátti aðeins sjá móta fyrir blettinum á eftir. Ekki er síður ánægjulegt að ekki virðast vera nein hættuleg efni í Sykl- on að sögn innflytjandans Jóhanns Halldórssonar hjá Styrmi hf. Innan tveggja mánaða koma ís- DV-mynd BG lenskar leiðbeiningar á allar tegundir af Syklon vömnum. Vömr þessar em seldar á kynningarverði i það minnsta til áramóta. Blettahreinsirinn kostar 130 kr., móðueyðir 170 kr., loflhreinsir á 125 kr., húsgagnaáburður 145 kr. og rúðuhreinsir kostar 125 kr. -A.BJ. PANTANIR SÍMI13010 KREDIDKOR TAÞJONUS TA HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG 29. Við bjóðum upp á létta hjólapalla úr áli, níðsterka og meðfærilega. Þú rennir þeim í lægstu stöðu um öll dyraop og hækkar þá síðan með einu handtaki, þrep af þrepi, í þá hæð sem hentar hverju sinni. Itilefni hjaðnandi verðbólgu höfum við lækkað verðið á Brimrásar-álstigum um 5%. .1.11 I l.V.J JU Diskótek eftir kl. 10.00. Opið öll kvöld og alla daga. Alltaf eitthvað að ske hjá okkur. Marilyn Monroe verður á barnum uppi i kvöld og næstu kvöld. Hin frábæra hljómsveit XPLENDID syng- ur og leikur uppi. Jafnvægismaðurinn Hassan sýnir listir sinar i kvöld og næstu kvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.