Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1986, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1986, Blaðsíða 19
18 íþróttir • Hér sést Amór Guðjohnsen leggja knöttinn fyrir sig og skömmu siðar hafnaði hann í sovéska markinu við gífurieg- an fögnuð áhorfenda. DV-mynd Brynjar Gauti. ísland átti 11 skot að marki Sovétmanna - ísland fékk 5 homspymur, Sovétmenn 3 í leik Islendinga og Sovétmanna í gærkvöldi átti íslenska liðið 11 skot að sovéska markinu en leikmenn Sov- étríkjanna skutu 9 skotum að okkar marki. •Ásgeir Sigurvinsson, sem átti stór- leik, átti 5 skot, 3 voru varin, eitt fór framhjá og eitt yfir markið. •Amór Guðjohnsen, sem skoraði mark Islands, átti 2 skot að sovéska „Mjog glaður" - sagði Lárus Loftsson „Ég er mjög glaður. Þetta var í einu orði sagt stórkostlegt," sagði Lárus Loftsson en hann var aðstoð- armaður Sigi Held í gærkvöldi í fjarveru Guðna Kjartanssonar sem dvelur á Akureyri með U-21 árs landsliði okkar sem mætir Tékkum nyrðra á morgun. „Það var miklu meiri barátta í strákunum í þessum leik en gegn Frökkum og leikskipulagið var mun betra. Með smáheppni heíðum við átt að geta sigrað, 2-1. Ég held að landslið okkar, sem lék í kvöld, sé alsterkasta lið sem við höfum átt í langan tíma. Við verðum að hlúa vel að þessu liði. Við stefhum á efri hluta riðilsins og getum hæglega lent þar. Við höfum sannað það í síðustu leikjum okkar að við getum unnið hvaða landslið sem er í heim- inum,“ sagði Lárus Loftsson. -SK •Lárus Loftsson. markinu, eitt mark og hitt skotið var varið. •Atli fyrirliði Eðvaldsson skaut einu sinni og fór skotið framhjá. •Pétur Pétursson átti einn skalla yfir markið. • Ómar Torfason skaut einu skoti yfir sovéska markið. •Islenska liðið fékk tvær hom- spymur í fyrri hálfleik en það sovéska •Gytfi Þórðarson. „Frábært“ - sagði Gyffi Þórðarson „Því verður ekki á móti mælt að það er hreinlega frábær árangur að ná jafiitefli við Frakkland og Sovét- ríkin. Sovétmenn voru hér með svo til sama lið og þeir tefldu fram í heimsmeistarakeppninni í Mexíkó,“ sagði Gylfi Þórðarson, formaður landsliðsnefndar. „Bæði landslið Frakka og Sovét- manna eru með allra bestu landslið- um í heiminum i dag. íslenska liðið lék allt skínandi vel en ég verð þó að segja að ég hef ekki séð Ásgeir Sigurvinsson leika betur hér á Laug- ardalsvelli en hann gerði í kvöld. Okkar möguleikar í riðlinum felast að sjálfsögðu í góðum árangri á heimavelli. Ég er mjög bjartsýnn fyrir leikinn gegn Austur-Þjóðveij- um sem fram fer 29. október,“ sagði Gylfi Þórðarson. SK eina. I síðari hálfleik fékk íslenska lið- ið þrjár homspymur, sovéska liðið tvær. Samtals fekk íslenska liðið því fimm homspymur og sovéska liðið þrjár. • Nokkra athygli vekur að aðeins einu sinni lyftu línuverðir flöggum sínum til merkis um rangstöðu. Þar áttu þeir sovésku hlut að máli. -SK „Virkilega gaman - sagði AUi Eðvaldsson , „I síðari hálfleik komust leikmenn sovéska liðsins hvorki afturábak né áfram. Þeir vissu langtímum saman ekki hvað þeir áttu að gera við bolt- atnn. Auðvitað er maður hæstánægð- ur með þessi úrslit. Þetta var virkilega garnan," sagði Atli Eð- valdsson, fyrirliði íslenska liðsins. „Nú er takmarkið hjá okkur að vinna Norðmenn og Austur-Þjóð- veija. Möguleikar okkar í riðlinum felast í því að standa hraustlega í mótheijum okkar á heimavelli og kroppa af þeim stig á útivöllunum. Ég er mjög ánægður með okkar leik að þessu sinni. Það gerðu allir sitt besta. Ég er viss um að ef Ungveijar hefðu spilað eins og við í kvöld þá hefðu þeir sigrað Sovétmenn í leik liðanna í síðustu heimsmeistaru- keppni en ekki tapað 0-6,“ sagði Atli Eðvaldsson hress í bragði. -SK •AUi Eövakfsson. FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1986. FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1986. •Amór Guðjohnsen hefur hér skorað mark íslands gegn Sovétríkjunum í gær °9 hleypur fagnandi frá markinu. Dassaev, markvörður Sovétmanna, liggur sigraður á vellinum. DV-mynd Bjarnleifur Glæsiieikur í Laugardalnum: „Útlending£ihersveitin“ undir stjóm Sigi Held skaut íslandi heldur betur upp á stjömuhimin evrópskrar knatt- spymu á Laugardalsvellinum, eftir að myrkt hefur verið í hugum íslendinga - eftir 0-19 skell íslensku félagsliðanna í Evrópukeppninni. íslensku lands- liðsmennimir sýndu í gærkvöldi besta leik sem íslenskt landslið hefur leikið. Rússneski bjöminn var heppinn að ná jafritefli, 1-1, gegn ákveðnum leik- mönnum Islands sem vom í veiðihug. Það munaði ekki miklu að bjöminn félli ofan í giyfjuna sem Sigi Held og veiðimenn hans höfðu komið fyrir á Laugardalsvellinum. Rússneski bjöm- inn reikaði ráðvilltur um eftir að Amór Guðjohnsen hafði veitt honum þungt högg á 29.58 mínútu. Heppnin var svo með honum því hann fann útgönguleið rétt fyrir leikhlé og lyfti upp hramminum, 1-1. Það var stórgóð knattspyma sem leikmenn íslenska liðsins sýndu gegn Rússum. Þeir léku yfirvegað og vom baráttuglaðir. Vamarleikurinn var traustur og miðvallarspilið undir stjóm Ásgeirs Sigurvinssonar mjög gott. Þá vom þeir Amór Guðjohnsen og Pétur Pétursson með á nótunum og keyrðu á fullu allan leikinn. Ásgeir átti sjömuleik og sýndi hvað eftir ann- að stórgóða spretti sem gerðu mikinn usla í vöm Rússa. íslensku leikmenn- en rússneski bjöminn reikar raðvilltur um á sléttunni imir gáfu Rússum aldrei f'rið til að skipuleggja snögg áhlaup sem þeir em frægir fyrir. íslensku leikmennimir sögðu við þá: „Lok, lok og læs og allt í stáli." Það var strax ljóst í leiknum að Rússar óttuðust íslendinga. Þeir reyndu að gera út um leikinn með langskotum. Það vopn dugði ekki. Is- lendingar vörðust vel og beittu hættulegum skyndisóknum. I einni slíkri var Amór Guðjohnsen á réttum stað og sendi knöttinn í netið hjá Rússum, 1-0. Greinilegt var að þetta mótlæti fór í skapið á Rússum. Tveir þeirra fengu að sjá gula spjaldið rétt eftir markið. Þeir tóku gleði sína á ný á 44.37 mín- útu þegar Sulakvelidze skoraði heppnismark. Knötturinn lenti á vamarmönnum íslands og rúllaði fram hjá Bjama Sigurðssyni mark- verði sem var búinn að kasta sér til að góma knöttinn. Knötturinn breytti um stefhu og Bjami kom engum vöm- um við. Björninn slapp á ótrúlegan hátt Islendingar vom ekki langt frá því að gera út um leikinn í seinni hálf- leik. Bjami Sigurðsson varð aðeins einu sinni að taka á honum stóra sín- um þegar hann varði skot frá Blokhin með snöggu úthlaupi. Hinum megin á vellinum mátti Dassajev, markvörður Rússa, hrósa happi að þurfa ekki að hirða knöttinn úr netinu hjá sér. Hann varði tvö föst skot frá Ásgeiri og Ás- geir átti þrumuskot eftir aukaspymu sem skall á vamarmanni Rússa og aftur fyrir endamörk. Þá átti Ásgeir þrumuskot sem fór rétt fram hjá marki og Ómar Torfason skaut yfir mark Rússa. Já, það var stórskotahríð en rússneski bjöminn slapp á ótrúlegan hátt. Ásgeir meö snilldarleik Allir leikmenn íslenska liðsins léku mjög vel. Það hallar þó á engan að segja að Ásgeir Sigurvinsson hafi ver- ið bestur þeirra. Hann átti snilldarleik. íslenska liðið lék mjög skipulagða knattspymu. Leikmenn drógu sig aft- ur og lokuðu svæðunum sem Held var búinn að fyrirskipa. Þeir geystust sið- an fram í skyndisóknir, knötturinn gekk manna á milli. Snöggar sending- ar kantanna á milli sáust, stungusend- ingar og krosssendingar gerðu Rússum lífið leitt. Ef þeir voguðu sér of framarlega og inn á vallarhelming Islendinga þá var þeim refeað með snöggum áhlaujium. Barátta miðvall- arleikmanna Islands var geysileg. Ásgeir, Ómar Torfason, Sigurður Jónsson og Ragnar Margeirsson gáfu ekki tommu eftir. Ágúst Már Jónsson, Gunnar Gíslason og Sævar Jónsson voru alltaf á ferðinni. Þá lagði Atli Eðvaldsson allt sitt í leikinn og mátti sjá hann geysast fram á gamlar slóðir, er hann brá sér í sóknina. Pétur Pét- ursson og Amór Guðjohnsen voru á fullri ferð allan tímann, ógnuðu stöð- ugt með hraða sínum og snerpu. Bjami Sigurðsson var öryggið uppmálað í markinu. Sem sagt, enginn veikur hlekkur í sterkri liðsheild Sigi Helds. 6.370 áhorfendur fóm ánægðir heim. Það var bjart yfir í myrkrinu í Laug- ardalnum. íslendingar vom aftur komnir upp á stjömuhimininn. sos

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.