Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1986, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1986. Úflönd__________________________________________dv Sérfræðingar um flugmál: „Lýðræðislegar“ stjómunaraðferðir fall People Express flugfélagsins Starfsmenn People Express þurftu að treysta á gróðarekstur fyrirtækisins til þess að hækka laun sín. Ólaíur Amarson, DV, New York Frá fyrsta degi var People Express flugfélagið ákaflega óvenjulegt flug- félag. Allir nýir starfsmenn urðu að kaupa hlut í félaginu. Hver einasti starfsmaður fékk stjómunarstöðu og allir þurftu að inna af hendi ýmis störf. Jafnvel háttsettir stjómendur urðu að þjóna sem flugþjónar og árangurinn, að minnsta kosti i upp- hafí, var sá að mikill áhugi ríkti meðal starfsfólks flugfélagsins og gróði var af starfseminni. Það var meira að segja svo að People Ex- press flugfélagið virtist frekar vera goðsaga en félag. Andlegur leiðtogi Donald C. Burr, stjómarformaður og einn af stofriendum félagsins, var andlegur leiðtogi. Þúsundir ferða- manna, sem fylltu vélar þess fyrir ótrúlega lágt verð, vom hins vegar fylgisveinar. En mina hafa fjár- hagsvandræði People Express neytt Burr til að samþykkja sölu á félag- inu til gamals keppinautar, Texas Air. Er nú áríðandi spumingu ósvarað. Var fall People Express vegna hinna óvenjulegu stjórnunaraðferða eða þrátt fyrir þær? Það er nokkuð ljóst að Burr gerði ýmis mistök. Útþensla félagsins varð of hröð og kaup þess á flugfélaginu Frontier Airlines á síðasta ári vom greinilega mistök. Lýðræðislegar aðferðir Margir starfsmanna People Ex- press, fyrrverandi framkvæmda- stjórar og aðrir sérfræðingar segja að hinar óvenjulegu „lýðræðislegu" stjómunaraðferðir, sem á sínum tíma vöktu áhuga prófessora við Harvardhóskóla og ýmissa stjómun- arsérfræðinga í Bandaríkjunum og vom grannurinn að uppgangi Pe- ople Express í upphafi, hafi einnig orðið félaginu að falli. Starfsmenn segja að þetta kerfi hafi einu sinni virkað og hugsanlegt sé að það virki aftur en ekki óbreytt. Þeir segja að félagið hafi nauðsyn- lega þurft að breyta starfsháttum sínum til að mæta þeim kröfúm sem gerðar em til félags af þessari stærð. Burr stjómarformaður hóf slíkar breytingar alltof seint. Algengt annars staðar Raunar segja sérfræðingar að flug- félög eins og Texas Air, Presidential Airways og America West noti sams konar aðferðir og People Express, meðal annars þær að starfsmenn njóta ágóða og eignast hlutafé í fyr- irtækinu. Einnig sé það orðið nokkuð algengt að starfsmenn flug- félaga séu látnir takast á hendur ýmis störf sem kannski þættu óvenjuleg hjá Flugleiðum eins og til dæmis að framkvæmdastjórar gerast hlaðfreyjur eðajlugþjónar. Það em allir sammála um að þetta kerfi hafi þjónað People Express ákjósanlega fyrstu árin sem það' starfaði. En seinna, þegar People Express óx og varð að stærsta flug- félagi Bandaríkjanna, var ekki nóg að starfsmenn væm tryggir fyrir- tækinu og að rekstrarkostnaðurinn væri sá lægsti. Tvíeggjuð áhrif Að því er kunnugir segja mistókst People Express að þróa stjómunar- kerfið og agakerfið sem nauðsynlegt var til þess að hægt væri að reka stórt flugfélag. Að auki hafði launa- kerfið, sem notað var hjá flugfélag- inu, um að eftir því sem hlutabréfin hækkuðu þá fengju starfsmenn meiri laun, tvíeggjuð áhrif þegar hlutabréf í fyrirtækinu fóm að falla. Gróf það mjög undan starfsanda hjá fyrirtæk- inu. Þessi atriði urðu þess valdandi að þjónusta fyrirtækisins versnaði, mistök vom gerð í áætlanagerð og sívaxandi taprekstur varð síðan Pe- ople Express fjötur um fót. Þegar flugfélagið hóf starfsemi sína vorið 1981 með 250 starfsmönn- um, sem flugu á þremur notuðum Boeing 737 þotum til lítilla staða sem vom vanræktir af stærri flugfélög- um, vakti það mikla athygli og ekki aðeins vegna ótrúlegra lágra far- gjalda. í sviðsljósinu Flugfélagið, sem hefur aðalstöðvar sínar á New York flugvellinum í New Jersey, var í sviðsljósinu vegna þess að það virtist vera einhver rót- tækasta tilraun sem nokkum tíma hafði verið gerð í stjómun. Áður hafði ekki verið reynt að veita starfs- mönnum hlut í ákvarðanatöku í fyrirtækinu og leyfa þeim að njóta árangurs og gróða . Þess var krafist af öllum starfs- mönnum að þeir keyptu að minnsta kosti hundrað hluti í félaginu og fengju þeir hlutabréfin með miklum afelætti. Starfemönnum vom borguð lítil latm miðað við önnur flugfélög og þurftu þeir að treysta á gróða- rekstur fyrirtækisins til að hækka laun sín. Lítil yfirbygging En það sem kannski var óvenju- legast við fyrirtækið var hin litla yfirbygging. Jafrivel þótt fleiri hefði síðan verið bætt við þá vom hátt- settir stjómunarmenn í fyrirtækinu aðeins sautján að Burr stjómarfor- manni meðtöldum. Enginn, ekki einu sinni Burr, hafði einkaritara. Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir Allir starfemenn og þar á meðal menn í háum stjómunarstöðum þurftu að ganga inn í ýmiss konar störf eða eins og það er kallað þurftu að sanna hæfiii sína á fleiri en einu sviði. Flugmenn, eða flugframkvæmda- stjórar eins og þeir hétu hjá fyrir- tækinu, eða flugþjónar, sem líka gengu undir nafiiinu þjónustustjór- ar, gátu átt von á því að eyða svo mikið sem helmingi starfetíma síns við störf eins og reikningshald, starfsmannahald og flugáætlanir. Betri heimur markmiðið Burr sagði gjama að hans mark- mið væri að skapa betri heim og það þyrfti að gefa starfemönnum tæki- færi til að hagnast persónulega á starfi sínu. Því væri ekki þannig varið hjá öðrum flugfélögum. Sagði Burr að hámarksgróði væri í síðasta sæti meðal sex aðalmarkmiða fyrir- tækisins. Fremsta sæti skipaði þjónusta, vöxtur og einstaklingur- inn. Samt var það nú raunar svo að People Express var aldrei þessi útóp- ía fyrir atvinnulýðræði eins og margir héldu. Ýmsir velta því nú fyrir sér hvort þetta kerfi hafi ein- ungis verið leið til að ná sem mestu út úr starfemönnum fyrir sem minnst laun. Ef svo er þá hefur það sannar- lega tekist. Sviptir strípum Flugmenn People Express virtust einnig vera mjög ánægðir með lýð- ræðið meðan þeir vora fremstir meðal jafriingja. Fyrir nokkrum árum tókst þeim að mótmæla á ár- angursríkan hátt þegar félagið í nafni jafnréttis tók af einkennis- búningum flugmanna vængina og strípumar sem hafa árum saman aðskilið flugmenn frá öðm starfe- fólki í áhöfhum flugvéla. Þrátt fyrir að flugmenn hefðu i upphafi sætt sig við mun lægri laun heldur en örrnur flugfélög borga þá var það svo að eftir þvi sem leið á þurfti félagið að hækka laun flugmanna vemlega. Stéttarfélagi flugmanna hér vestra tókst ekki að mynda neinn samtaka- mátt flugmanna hjá People Express en það er samt ljóst að verkalýðs- félögin náðu að skjóta einhverjum rótum innan félagsins. Einræðistilhneigingar Það var nú raunar líka svo að þeir vom ekki margir starfemennim- ir sem höfðu mikið að segja varðandi áætlanagerð eða stefhu félagsins. Fyrrverandi framkvæmdastjórar og aðrir, sem þekkja vel til í félaginu, segja að Burr hafi tekið sér æ meira vald á kostnað annarra í stjómunar- stöðum. Af þeim sjö framkvæmda- stjórum, sem í upphafi störfuðu hjá fyrirtækinu, hættu fjórir eða vom reknir. Einn af þeim var Harold J. Pareti, fyrrverandi forstjóri People Express, ákaflega hæfur maður i áætlana- gerð. Hann var óánægður með einræðistilhneigingar Burr og hætti hjá fyrirtækinu í janúar 1985 til að stofria Presidential Airways. Annar sem hætti, Gerald L. Gitler, einn af stofhendum félagsins og fyrsti for- stjóri þess, sagði að eitt af því sem hefði valdið falli People Express væri það að Burr hefði ekki ráðið hæft fólk í stjómunarstöður. „Hann skilur ekki smátriði, hann gerir sér ekki grein fyrir hvaða leiðir félagsins skila gróða og hvaða ekki,“ sagði Gitler sem eftir að hann hætti störf- um hjá People Express varð vara- stjómarformaður Pan Am og síðan forstjóri Texas Air þar til í maí síð- astliðnum. „En hann lét engan inn í fyrirtækið sem gæti orðið honum skæður “ Þrjóska Ein af helstu ástæðunum fyrir hnignun People Express sem sjálf- stæðs flugfélags segja margir að hafi verið þrjóska þess við að láta starfe- menn flakka milli starfa allt fram undir það síðasta. Þetta þýddi að flugfélagið hafði ekki tíma til að gera áætlanir varðandi fjármál, markaðsmál og annað sem nauðsyn- legt er til að keppa við önnur stór flugfélög sem sífellt urðu skæðari keppinautar. Það var ekki fyrr en síðustu mánuðina sem félagið breytti þessu flakki starfemanna. Þetta virðist ekki munu hafa verið nóg. Framkvæmdastjórum á öllum sviðum var fjölgað en þrátt fyrir það kvarta starfemenn þess undan því að stjómun hjá fyrirtækinu sé mjög ómarkviss og þetta hafi í rauninni skapað fleiri vandamál en það leysti. Það orð var farið að fara af fyrirtæk- inu að það væri sífellt að seinka eða aflýsa flugferðum, farangur týndist og það væri yfirbókað á vélar. Að sögn Gitler, fyrrum forstjóra flugfélagsins, vom það stærstu mis- tök félagsins að lokum að kerfið, sem starfað var eftir, var í rauninnni markmið en ekki leið til að fram- kvæma áætlanir og græða peninga. Fylla vélina með bensini - gefa fólkinu að éta - fljúga bölvaðri vélinni - ég er nú bara með tvær hendur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.