Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1986, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1986, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1986. 17 Vörtu- kláði á kart- öflum Pétur Pétursson hringdi: Mig langar til að vita hvort nokkur kann gott ráð til að koma í veg fyrir vörtukláða á kartöflum. Talsvert hefur borið á þessum leiða kvilla hjá mér og ég hef reynt að skipta um garð og útsæði en án teljandi ár- angurs. Góð þjónusta 1028-9920 skrifar: Tilefni þessa bréfe er að mig langar til að þakka fyrir frábæra þjónustu sem ég varð aðnjótandi í versluninni Plaza við Laugaveg. Þannig var að ég keypti mér galla- buxur þar í júli síðastliðnum og tók ekki eftir því fyrr en ég var komin út á land að buxumar voru gallaðar, þannig að það leið mánuður áður en ég komst í verslunina til að sýna gall- amn. Eigandinn var viðstaddur og bauð hann mér strax að velja á milli: endurgreiðslu, fá aðrar buxur í staðinn eða hann tæki buxumar með sér til framleiðandans, þar sem aðrar voru ekki'til í versluninni, því hann væri hvort sem er á leiðinni þangað. Ég valdi þá leið að hann tæki buxumar með sér þar sem mér líkuðu þær mjög vel. Þegar eigandinn kom aftur og ég hafði samband við hann kom í ljós að þessi gerð af buxum var ekki lengur til hjá framleiðandanum og bauð hann mér þá þijá valkosti: aðrar buxur úr versluninni, endurgreiðslu eða halda gölluðu buxunum og fá þá helmings afslátt. Ég ákvað þegar í stað að taka síðasta tilboðinu og endurgreiddi hann mér þegar í stað rúmlega helm- ing andvirðisins og ekki nóg með það heldur sendi hann buxumar sérstak- lega til mín um kvöldið þar sem hann var ekki með þær hjá sér í verslun- inni. Nú kunna sumir að segja að þetta sé sjálfeögð þjónusta og er það ef til vill rétt, en því miður hef ég orðið fyr- ir annarri og verri reynslu í öðrum verslunum þar sem manni hefur í mesta lagi verið boðin innleggsnóta og jafhvel ekki það heldur í mesta lagið 10% afeláttur. Það sem mér fannst líka mikilsvert í þessu máli var að eigandi verslunarinnar bauð þetta allt fram með svo glöðu geði að þegar upp var staðið þá urðu þetta ánægju- leg viðskipti en hefðu sannarlega getað orðið öðmvísi og það finnst mér að beri að þakka. HRINGIÐ ÍSÍIVIA 27022 MILLIKL. 13 OG15 EÐASKRIFIÐ Lesendur Þessa dagana eru margir að taka upp kartöflur. Þá er skemmtilegra að þær komi heilar og ósýktar upp úr jörðinni. BILALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVÍK:.91-31815/686915 AKUREYRI:.. 96-21715/23515 BORGARNES:.........93-7618 BLÖNDUÓS:.....95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR:.95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:.....96-71489 HÚSAVÍK:....96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ......97-1550 VOPNAFJÖRÐUR:.97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐl: ..97-8303 irrterRent VIKAN ER BLAÐIÐ NY VIKA VIKULEGA „SELDIALDREIÞJÓÐINNIEINKALÍF MIH" - segir Pétur Einarsson flugmálastjóri í Vikuviðtalinu (stór mynd bls. 24). „Opinberir embættismenn verða að vera flatir eins og auð síða í bók" - segir flugmála- stjóri ennfremur. Bræður á sömu braut - VIKAN spjallar við þrenna bræður, alla þekkta á sínu sviði, sem fetað hafa sömu þjóðfélagsbrautina. Nafn VIKUNNAR: Brynja Benedikts- dóttir leikstjóri. Skipst á skoðunum um innflutning á ferskum matvælum til varnarliðsins. Steingrímur J. Sigfússon alþingis- maður: „Mín vegna getur herinn étið dósa- mat." Boris Becker, þýska tennisstjarnan, í Vikunni. Stjörnur Hollywood 1986.. ./Fiski- súpa Jóhanns Pálssonar í Vikueld- húsinu. VIKAN Á BLAÐSÖLUSTÖÐUM UM ALLT LAND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.