Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1986, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1986, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1986. 31*- Sandkom Veiðivon Gunnar Bender Helena Albertsdóttir. Hulduherinn á stúfana Þeir sem ætla sér í slaginn fyrir komandi alþingiskosn- ingar eru nú sem óðast að hervæðast. Eins og fyrri dag- inn eru margir til kallaðir en miklum mun færri útvaldir. Meðal þeirra sem nú grípa til vopna er Hulduherinn, sem stendur á bak við Albert Guð- mundsson, svo sem alkunna er. Það verður Helena Al- bertsdóttir sem stýrir her- deildinni þeirri. Hún er nú búsett úti í Bandaríkjunum en lætur sig ekki muna um að koma heim til að styðja föður sinn í kosningabaráttunni. Og það er einmitt í dag sem He- lena kemur að utan frá USA... í vega- vinnunni Á nýafstöðnu bókaþingi bar margt á góma eins og vænta mátti. Erlendur Jónsson bók- menntagagnrýnandi flutti þar framsöguerindi sem bar yfír- skriftina: „Hefur þjóðin áhuga á samtímabókmenntum?" Sagði hann meðal annars að áhugi almennings á bók- menntum virtist vera mun minni nú en þegar hann hefði verið í vegavinnu fyrir einum 40 árum. Þar hefðu menn Gunnlaugur Astgeirsson. spekúlerað og spáð í bækur og höfunda og hefði mikið verið skeggrætt um þetta mál- efni. Sá ágæti Gunnlaugur Ást- geirsson menntaskólakennari og listgagnrýnandi tók næstur til máls. Kvað hann þetta sæluríki Erlends í vegavinn- unni alls ekki geta staðist. Fóik hefði í gegnum tíðina verið önniun kafnara en svo að það gæti legið í bók- menntalegum pælingum í vinnutímanum, hvort sem væri í fiski eða vegavinnu. Sigurður Þorsteinsson tók næstur til máls og átti góðan leik í stöðunni. Hann sagði að fyrri fullyrðingar væru á reg- inmisskilningi byggðar. Fyrir 40 árum hefðu nefnilega flestir rithöfundar verið í vegavinnu. Skref aftur ábak? Margir eru heldur smeykir við að kaupa sér afruglarann svonefnda, sem nota þarf til að ná útsendingum fr á Stöð 2. Finnst mönnum það mikil fjárfesting að fara að kaupa tæki upp á 12000 krónur vegna stöðvar sem hefur ekki trygg- an rekstrargrundvöll. Óttast þeir að einn góðan veðurdag kunni þeir að sitja uppi með tækið góða en enga stöð til að nota það við. En við skul- um nú vona að svo illa fari ekki. Svo hrukkótt Og svo var það konan sem var svo hrukkótt að hún varð að skrúfa á sig hattinn... Sigurður fertilAB Það er skammt svipting- anna á milli í fjölmiðlaheimin- um um þessar mundir. Bylgjan og Stöð 2 hafa sem kunnugt er gert sitt til að skurka svolít- ið í mannskapnum á blöðum og útvarpi. Nú hefur heyrst að Sigurður Valgeirsson, ritstjóri á Heims- mynd, tímariti Herdísar Þorgeirsdóttur, muni vera á förum þaðan. Sigurður flytur sig yfirtil Almenna bókafé- lagsins þar sem hann verður útgáfustjóri. Sigurður Valgeirsson. Jón Baldvin Hannibalsson. Jón Baldvin öiuggur Það hefur flogið rækilega fyrir að Jón Baldvin Hanni- balsson hafi áhuga á að bjóða sig fram fyrir krata í Austur- landskjördæmi í næstu kosn- ingum. Blaðið Þingmúli segir frá því að nýlega hafi tveir Aust- firðingar, Þráinn Jónsson og Sigfús Ámason, verið staddir á Hótel Sögu í gleðskap. Þar voru einnig Jón Baldvin og Bryndís kona hans. Þegar Jón fékk veður af héraðsmönnum fór hann strax að kanna hverja möguleika hann ætti á að ná kjöri í Austurlandskjör- dæmi. „Þú nærð örugglega kjöri,“ sagði Þráinn, „þú getur bókað það að þú flýgur inn ef þú þorir í framboð." „Þú skalt alla vega reyna," bætti þá Sigfús við, „þeir hafa aldrei verið vandir að með frambjóðendur, Austfirðing- Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir Fáskrúð í Dölum 450 laxar - lokatölur víða að „Síðasti klukkutíminn var skemmtilegur og þó kom 20 punda lax á land og það var Jón Péturs- son sem veiddi hann í Máskeldu- fljóti á fransis rauða,“ sagði Dagur Garðarsson er við leituðum frétta af Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum. „Það tók hálftíma að landa laxin- um og hann var leginn, blessaður. Við fengum 15 laxa hollið og það skeði líka hjá næsta á undan, svo lokatalan var 322 laxar, sem er frá- bært. Við sáum slangur af fiski víða og svo veiddum við 35 bleikjur og þær voru allar teknar á flugu nema ein, flestir laxamir voru veiddir á flugu. Það var fínt veiði- veður og þetta er gott, það veiddust um 300 silungar og þá mest bleikj- ur, nokkrir sjóbirtingar, stærstu bleikjumar vom 3,5 pund.“ Fáskrúð gaf 450 laxa og síðasta hollið fékk 20 laxa og þar af fen- gust 13 á flugu, mikið er af laxi í Fáskrúð þessa dagana. Flekku- dalsá gaf 244 laxa. Lokatölur em komnar úr Soginu og veiddust í allt 486 laxar og veiddust á Alvirðu 198, Bílsfelli 132, Ásgarði 126 og Syðri-Brú 30, þetta er því nokkuð gott í sumar í Soginu og er það vel. G. Bender. Pétur Brynjólfsson heldur á fallegum flugufiski úr Laxá á Refasveit, en lokatölur voru 143 laxar. DV-mynd Siguröur Kr. Annað er það sem rætt er um og það er einkaleyfi Heim- ilistækja á afruglurunum, eða lyklunum, eins og Jón Óttar Stöðvarstjóri vill kalla þá. Þykir skrýtið að þeir skuli ekki fást í öllum raftækja- verslunum, eins og t.d. sjón- vörp og myndsegulbönd. Líkja margir þessu við gömlu góðu árin þegar ekki var hægt að kaupa útvarp nema hjá Við- tækjaverslun ríkisins. Éh SÖLUFÓLK- I MERKJASALA - 1 SÖLUFÓLK Blaða- og merkjasala Sjálfsbjargar verður sunnudag- inn 28. september nk. Okkur vantar sölufólk til að sjá um ákveðin hverfi. Góð sölulaun. Hafið samband við skrifstofu félagsins í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, sími 17868. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykjavík og nágrenni. Hefur pú áhuga? Viö erum aö leita eftir söngmönnum Hafðu samband við Bjarna í síma: 26102 milli kl. 9.00—16.00 eða Böðvar í síma 32584 eftir kl. 19.00. Mikið úrval af CASIO hljómborðum, synthesizerum og fylgihlutum (RZ-1 trommuheili, SZ-1 sequencer) í okkar rúmgóðu nýju verslun að Laugavegi 26. J Laugavegi 26. Sími 91-21615. -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.