Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1986, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1986, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1986. 35 * Tíðarandinn ar i kjölinn en ekki saumaðar. Þetta allt gerði kiljumar mun ódýrari en áður og verð á kilju væri allt að 3/4 ódýrari en á öðrum bókum. Hagkvæmnin er líka að þakka nýrri prenttækni, tölvutækni, þar sem flest forlögin setja bækumar sjálf og ljúka undirbúningsvinnu. Nú hefði prent- smiðjan Oddi sett upp feikiafkastam- ikla og góða prentvél sem væri einstök. Hjá prentsmiðjunni Odda fengust þær upplýsingar að prentvélin væri svokölluð rúlluprentvél sem er svipuð þeim prentvélum sem prenta dagblöð- in. Hún hefði verið keypt fyrir síma- skrána en b.yði upp á ýmsa möguleika og geri íramleiðslu á kiljum ódýrari en áður svo framarlega sem það sé eitthvert magn. Þeir í prentsmiðjunni sögðust hafa íúndið fyrir heilmikilli aukningu í kiljuprentun og nú væm þeir komnir í samkeppni við dönsk fyrirtæki en til þeirra hefðu íslenskir framleiðendur sent kiljur til prentun- ar. Töldu Oddamenn sig færa i flestan sjó og geta hæglega keppt við erlenda verðið. Laxness út á kilju Margir hafa stimplað kiljumar sem markað fyrir afþreyingarbókmenntir en „vandaðar" bækur komi ekki út á kiljum. Um þetta em menn í bóka- heiminum ekki alveg á eitt sáttir en þá greinir þó ekki vemlega á. Margir vilja meina að „ákveðnar" bækur vilji fólk eiga í vönduðum umbúðum en aðrir telja að upplagt sé að gefa út „vandaðar" bækur á kiljum. Á meðan þær séu ódýrar muni fólk kaupa þær og menn vilji frekar eiga slíkar bækur á kilju en eiga þær alls ekki. Fátt bendir til þess að fólk setji kilju- formið fyrir sig í bókakaupum og til marks um vinsældir kilja má nefna velgengni bókaklúbbs Máls og menn- ingar. Sá klúbbur ne&iist Uglan og er kiljuklúbbur þar sem fólk gerist áskrifendur af ákveðnum bókapakka. Með þvi móti er vitað um upplag bó- kanna og slíkt er hagkvæmnisatriði við slíka fjöldaframleiðslu og lækkar verðið mikið. Kiljuklúbburinn hefúr meðal annars gefið út „góðar“ bók- menntir eins og Stríð og frið eftir Leo Tolstoj, Trúðana eftir Graham Greene og íslensk úrvalsævintýri. „Þetta er vönduð og ódýr útgáfa, eins konar alþýðuútgáfa, og hún er geysivinsæl. Við fáum 1000 nýja áskrifendur á mánuði," sagði Ámi Siguijónsson hjá Máli og menningu. Miklar þreifingar eiga sér þó stað á markaðnum og menn eru að feta sig áfram. Ýmislegt er í deiglunni segja forleggjarar og hjá bókaforlaginu Vöku fengust þær upplýsingar að áform væru uppi um að gefa út bækur eftir Halldór K. Laxness á kilju. Hvað svo „Kiljumar em komnar og em ekk- ert á förum,“ sagði Ámi Sigurjónsson og aðrir tóku í sama streng. En hvað mun breytast með komu þeirra og hvemig bækur verða gefnar út? Kiljan er að ryðja sér til rúms og í framtiðinni verða sjálfsagt bæði „vandaðar" bækur og afþreyingarbókmenntir á boðstólum í kiljuformi. DV-myndir Óskar Öm Ein helsta breytingin sem mun verða sú að bóksala mun dreifast jafriar yfir árið en áður. í því sambandi nefndi Ólafúr Ragnarsson hjá Vöku að forlög þyrftu að taka sig saman og gefa út nokkra titla út í einu snemma vors þannig að úr yrði „vorbókaflóð". Fólk mundi kaupa ódýrar íslenskar bækur til að hafa með sér í sumarfríið í stað þeirra ensku og bóklestur mun aukast eftir því sem fólk getur keypt fleiri bækur svo framarlega sem það hefur tíma til að lesa þær. Með þetta að augnamiði hefur Bóksamband íslands verið stofiiað af 8 félögum sem nátengd eru bókum. Það samband bindur mikl- ar vonir við kiljuformið og telur það geta „styrkt stöðu bóka í íslenskri menningu og þjóðlífi". Mun samband- ið gangast fyrir bókþingi 23. september þar sem þessi mál verða rædd ásamt fleirum. Að öllum líkindum mun því framboð á kiljum aukast mikið á næstunni en hvemig bækur verða gefnar út er erf- iðara að spá í og mun fara nokkuð eftir forlögum. Líklegast má telja að afþreyingarbókmenntir og bamabæk- ur verði fyrirferðamestar í kiljuútgáf- urrni. Bækur sem mikið em keyptar en fólki er ekki sérlega sárt um. Inn- bundnar bækur endast betur og em vandaðri í framleiðslu og því munu þær halda velli sem gjafabækur og „betri" bókmenntir sem fólki er annt um að eiga. Ýmsir forleggjarar töldu þó að slíkar „betri“ bókmenntir mundu einnig koma út í kiljuformi þannig að menn gætu haft þær með sér í sumarfríið jafnvel þó þeir ættu sömu bækur heima innbundnar, allt vegna hins lága verðs. Einnig vildi fólk frekar eiga slíkar bækur á kiljum en eiga þær ekki. Sögur, ritlist, prentverk var allt skref fram á við í bókmenntasögu þjóðar- innar og nú er stigið en eitt skrefið til almennari og aukins bóklesturs. Fólk mun brátt eiga kost á formi bóka sem verður mun ódýrara en tíðkast og við það mun bóklestur eflast. Slíkt er styrkur fyrir framtíðina, íslenska tungu og menningu. -JFJ Þéttskipaður veggur af erlendum kiljubókum. Nú munu þær erlendu ekki verða lengur svo til einar um hituna og lestur á íslenskum bókum mun aukast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.