Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1986, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1986. Utlönd Ættingi Ortega fiær hæli í Banda- rikjunum Karlmaður, er kveðst vera fjar- skyldur ættingi Ortega, leiðtoga Nicaragua, og kúbönsk fjöl- skylda báðust hælis sem pólitísk- ir flóttamenn í Miami í Bandaríkjunum í gær eftir að flugvél Iberia flugfélagsins hafði orðið að nauðlenda á Miamiflug- velli sökum vélarbilunar skömmu eftir flugtak frá Havana á Kúbu. í flugtaki frá Havana sprungu að minnsta kosti þrír hjólbarðar á Boeing 727 þotu spænska flug- félagsins auk þess sem flug- mennimir áttu í vandræðum með önnur stjómtæki vélarinnar er ekki störfuðu eðlilega. Talsmaður bandaríska inn- flytjendaeftirlitsins sagði í morgun að flóttamennimir fengiu líklegast landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Sænskl miðflokkurinn: Engin kjam- orkuver C5unnJaugur Jónssan, DV, Lundi' „Við göngum út frá því að kjamorkan sé raunverulegt vandamál,“ sagði Lennart Da- hleus, talsmaður sænska mið- flokksins, þegar hann í gær kynnti stefnu flokksins í kjam- orkumálum. Miðflokkurinn vill nú að þegar fyrir næsta sumar verði hafist handa um að leggja niður sænsk kjamorkuver. Strax á næsta vori verði kjamorkuverið í Barsebáck lagt niður svo og helmingur kjamorkuvereins í Ringhals. Eftir það leggur flokk- urinn til að hægar verði f'arið í sakimar en eftir 1992 verði að jafhaði lagður niður einn kjama- ofn á ári þar til ekkert kjam- orkuver verði eftir. „Það verður auðvelt að velja hvar ætti að byija. Allir vita að sífelld vandamál hafa tengst Ringhals kjamorkuverinu og Barsebáck fellur á staðsetningu sinni,“ sögðu talsmenn mið-' flokksins á blaðamannafiindin- um. Miðflokkurinn hefúr um langt árabil verið helsti andstæðingur kjamorkunnar í sænskum stjómmálum. Mikiö úrval af CASIO hljómborðum, synthesizerum og fylglhlutum (RZ-1 trommuheili, SZ-1 sequencer) í okkar rúmgóöu nýju verslun aö Laugavegi 26. Togo ásakar Ghana um aðild að byltingartilraun Stjómvöld í Afríkuríkinu Ghana segjast í morgun vera að kanna full- yrðingar ganískra landamæravarða um skothríð hermanna frá nágranna- ríkinu Togo yfir landamærin í gærkvöldi og nótt þar sem ótalinn fjöldi ghamskra ríkisborgara á að hafa særst. Á skothríðin að hafa komið í kjölfar fregna frá Togo í gær þar sem skýrt er frá árás vopnaðra manna á forseta- bústað Togoforseta og hugsanlegri byltingartilraun í landinu. Sendifulltrúum Togo í Accra, höfuð- borg Ghana, var í gær aflient mótmælaorðsending þar sem sagt er að stjómvöld í Ghana líði ekki áfram- hald falskra ásakana Togomanna um aðild Ghana að byltingartilraun í Togo. Togomenn höfðu fyrr skýrt frá vopn- aðri árás byltingarmanna, er smyglað höfðu sér inn í landið frá nágrannarík- inu Ghana, á vistarverur Gnassingbe Eyedema Togoforseta þar sem að minnsta kosti þrettán manns eiga að hafa látið lífið. Talsmaður utanríkisráðuneytis Ghana hefúr harðlega vísað ásökun- um Togo á bug og fúllyrti að byltingar- mennimir í Togo hefðu ekki komið um ghaníst land á leið sinni til Togo né notið fúlltingis ghanískra yfirvalda Jose Napoleon Duarte, forseti El Salvador. Duarte svartsýnn Yitzhak Rabin, vamarmálaráðherra ísrael, fullyrðir í gærkvöldi að ísraels- menn hafi engin áform uppi um að gera innrás í Líbanon, en áskilji sér rétt til að gera skyndiárásir á bæki- stöðvar skæruliða í landinu. „Ófremdarástandinu í Líbanon linnti ekki þrátt fyrir þriggja ára stríðsrekstur í landinu," sagði Rabin á blaðamannafundi í gær og átti þá við ástandið í landinu á meðan hluti þess var hemuminn af ísraelsher. ísra- elsmenn gerðu sem kimnugt er innrás í Líbanon árið 1982 og drógu herlið sitt ekki til baka fyrr en þrem árum síðar. Rabin sagði að innrás leysti engan vanda og að ísraelsher hefði aðrar og árangursríkari leiðir til að kveða hermdarverkamenn í kútinn. Rabin sagði að nýlegar sprengjuár- ásir arabískra hermdarverkamanna er fellt hafa saklausa borgara í Líbanon, Karachi, París, og Istanbul, auk nok- kurra friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna í Líbanon, væm allar liður Jose Napoleon Duarte, forseti E1 Salvador, segir í blaðaviðtali er birtist í dag í bandaríska blaðinu New York Times að hann sé svartsýnn á að stríðsaðilum í landinu takist að finna friðsamlega lausn á ágreiningsefnum sínum og að friði verði komið á í landinu. Borgarastríðið í E1 Salvador hefúr nú staðið í sjö ár og orðið þús- undum að fiörtjóni. „Ég efast stórlega um að þeir vilji nokkrar samningaviðræður," sagði Duarte um foiystumenn vinstri skæruliða í landinu. Á síðustu tveim árum hefúr ríkisstjóm Duartes, fyrir tilstilli þriðju ríkisstjómar, árangurs- laust reynt að koma á varanlegum viðræðum við skæraliða vinstri manna um frið í landinu. í viðtalinu viðurkenndi Duarte að hann ætti við sívaxandi erfiðleika að etja heima fyrir sökum stríðsátak- anna, efriahagsöngþveitis, óróa í verkalýðsfélögum og gagnrýni yfir- manna hersins á ríkisstjómina. „Mér var fenginn í hendur deyjandi sjúklingur," sagði forsetinn er komst til valda fyrir þrem árum eftir almenn- ar forsetakosningar. „Meðul þau er ég beiti eru beisk og sjúklingurinn kemur til með að kvarta meira.“ israelskar bardagasveitir að æfingu skömmu fyrir innrás Israel í Líbanon árið 1982. Rabin, varnarmálaráðherra lands- ins, segir innrás ekki leysa neinn vanda, ísraelsher beiti nú öðrum aðferðum til að berjast gegn skæruliðasamtökum múslima í Líbanon. í herferð arabískra öfgasamtaka til að koma í veg fyrir áframhald friðarvið- ræðna í Miðausturlöndum. Sagði ráðherrann að leiðtogafundir Egypta og ísraelsmanna í þessum mánuði auk viðræðna ísraelskra stjómvalda við Jórdaníu og bættari samskipti ríkjanna að undanfömu heföi aukið ofetopa arabískra öfga- manna. „Viðbrögð öfgafullra arabaríkja og andstæðinga ísraels, svo sem Sýrlands og Líbýu, auk ýmissa samtaka hermd- arverkamanna vora skjót. Þau mega ekki sjá neina slökun í samskiptum okkar við nágranna vora. Hermdar- verk era þeirra eina lausnarorðsagði ísraelski vamarmálaráðherrann. Afmæli fundar Ameríku loks tekið af dagskrá Ólafior Axnaraon, DV, New Yorfc Gamalt umræðueini á allsheij- arþingi Sameinuðu þjóðanna hefur loksins' verið tekið af dagskrá. Umræðuefnið var það hvemig Sameinuðu þjóðimar skyldu halda upp á fimm alda afinæli fúndar Ámeríku 1492. Þetta umræðuefhi hefúr vakið miklar deilur og hefúr verið mikið tilfmningamál síðan það var fyrst borið ffarn á allsherjarþinginu fyr- ir fiórum árum. Það var 6endinefhd Spánar sem lagði fram tillöguna um að Sameinuðu þjóðimar héldu upp á fimm alda afinæli Ameríku. Áðalfúlltrúi íslands hjá Samein- uðu þjóðunum á þeim tíma, Hörður Helgason, mótmælti þess- ari tillögu Spánveija vegna þess að í henni væri ekki minnst neitt á heimsókn Leife Eiríkssonar til Norður-Ameríku. Afríkulönd sögðu að tillagan væri til dýrðar nýlendustefnu og fulltrúar írlands héldu því fram að írskir munkar heföu einnig heim- sótt nýja heiminn. Spánski fulltrúinn, Jaime de Piniés, sagði eitt sinn í umræðunni að Spánverjar heföu ekki komið til þess að stofha nýlendu heldur til þess að blandast innfæddum á þessu nýja meginlandi. Þessu lauk öllu á fimmtudaginn þegar hinn nýi forseti allsheijar- þingsins, Humayum Rashiid Choudhury frá Bangla Desh, fyrir- skipaði að þetta umræðuefhi skyldi tekið út af dagskrá. Sló hann síðan hamrinum í borðið og neitaði að hlusta á mótmæli. Hann sagði að Ameríka væri þegar fúnd- in og því væra frekari umræður ónauðsynlegar. Rabin útilokar nýja innrás í Líbanon JjjjJ ICJ - umboðið, Laugavegi 26. Sími 91-21615.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.