Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1986, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1986. Varmi Bílasprautun Lettar handhægar steypu hrærivélar A MJÖG GÓÐU VERÐI Skeljungsbúðin SíÖumúla33 Símar 681722 og 38125. Fréttir Grundaskóli á Akranesi: „Úrkula vonar um að fá kennara“ Ólína Jónsdóttir, yfirkennari í Grundaskóla. Sigir Einaisgan, DV, Akranesi; Skólastarfið gengur ágætlega með tilliti til þess að við vorum orðin úr- kula vonar um að fá kennara í allar stöður. Úr því hefúr mikið ræst, en þó vantar okkur raungreinakennara og kennsla er skert í nokkrum öðrum greinum. það er auðvitað bagalegt." Þetta sagði Ólína Jónsdóttir, yfir- kennari í Grundaskóla, nýjasta grunnskóla Skagamanna, er fréttarit- ari DV ræddi við hana. í skólanum eru nemendur forskóla til 8. bekkjar við nám. Á næsta ári er fyiirhugað að starfrækja 9. bekk og þá verður skólinn í fyrsta skipti fullskipaður. Ólína sagði að úrvalskennarar væru nú við skólann, bæði þeir sem nú hefðu komið inn nýir og hinir sem fyrir hefðu verið. „Hluti af þeim vanda sem skap- ast hefur við það að ekki fengust nógu margir kennarar er leystur þannig að kennaramir hér taka á sig aukavinnu og ég býst við að það séu 3-4 kennara- stöður fylltar þannig." - Hvað um nýjungar? „Nú, að frátöldu því sem gerir e.t.v. Grundaskóla svolítið sérstakan, þá á ég við opnar kennslustofur og sérstakt valkerfi, þá er varla von á frekari nýjungum svona rétt í upphafi. Ég veit aftur á móti að héma em kennar- ar með margar snjallar hugmyndir, sem eiga eftir að líta dagsins ljós í vetur, en tíminn verður að leiða það í ljós.“ Alla, Hrönn, Anna, Kristin og Marta. Periingamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn- stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74 ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 15% og ársávöxtun 15%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 10% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mán- uði án úttektar upp í 16%. Árs'ávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 13,64% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 14% nafnvöxtum og 14,5% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,75% í svonefnda vaxtaleið- réttingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 14,5% nafnvöxtum og 15% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 10,5% nafnvöxtum og 10,8% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5% vöxttun. Hærri ávöxtunin gildir hvem mán- uð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygg- ing auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir em færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 14% nafnvöxtum og 14,49% ársávöxtun eða ávöxtun 6ja mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 100 ára afmælisreikningur er verðryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25% og breytast ekki á meðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 8%, eftir 2 mánuði 8,25%, 3 mánuði 8, 50%, 4 mánuði 9%, 5 mánuði 9,5% og eftir 6 mánuði 12%, eftir 12 mánuði 12,5% og eftir 18 mánuði 13%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún um hávaxtareikninginn. 18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 12,4%, eða ávöxtun 3ja mán- aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt- um sé hún betri. Samanburður er gerður mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé tek- ið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 8%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur. Meginreglan er að innistæða, sem er óhreyfð í heilan árs^órðung, nýtur kjara 6 mánaða bundins óverðtryggs reiknings eða 6 mánaða verðtryggðs reiknings, eftir því hvor gefur hærri ávöxtun fyrir þann ársfjórðung. Vextir og verðbætur færast á höfuðstól í lok hvers ársfjórðungs, hfai reikningur notið þessara „kaskókjara". Reikningur ber kaskó- kjör, þótt teknir séu út vextir og verðbætur, sem færðar hafa verið á undangengnu og yfir- standandi ári. Úttektir umfram það breyta kjörunum sem hér segir: Við eina úttekt í Qórðungi reiknast almenn- ir sp^risjóðsvextir af úttekinni fjárhæð, en kaskókjör af eftirstöðvum. Við fleiri úttektir fær öll innistæða reikningsins sparisjóðs- bókarvexti. Sé reikningur stofnaður fyrsta eða annan virkan dag ársfjórðungs, fær innistæðan hlut- fallslegar verðbætur m.v. dagafjölda í innlegs- mánuði, en ber síðan kaskókjör úr Qórðung- inn. Reikningur, sem stofnaður er síðar fær til bráðabirgða almenna sparisjóðsbókavexti en getur áunnið sér kaskókjör frá stofnadegi að uppfylltum skilyrðum. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 12,5%, með 13% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn- an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 8%. Vextir færast misserislega. 12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél- stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði, óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Þeir eru færðir einu sinni á ári og ársávöxtun er því einnig 15,5%. 18 mánaða reikningar 5 sparisjóða eru með innstæðu bundna óverðtryggða í 18 mán- uði en á 14,5% nafnvöxtum og 15,2% árs- ávöxtun. Sparisjóðimir í Keflavík, Hafnar- fírði, Kópavogi, Borgamesi og Sparisjóður Reykjavíkur bjóða þessa reikninga. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs fslands em seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin em að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem em 50 þúsund að nafnverði. Þau em: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með þriggja ára binditíma em ársvextir 7%, Qög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini em til fimm ára. Þau em bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og frönskum franka). Vextir em 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf em til sölu hjá verðbréfasölum. Þau em almennt tryggð með veði undir 60% af bmnabótamati fasteign- anna. Bréfin em ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau em seld með afíollum og ársávöxtun er almennt 12-16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 3. ársfjórðungi 1986: Til einstaklinga 846 þúsundum króna, 2-4 manna fjöJskyldna 1.057 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.258 þúsundum. Lánin em til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 3. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 423 þúsund krónur til einstakl- ings, annars mest 211 þúsund. 2-4 manna fjölskylda fær mest 537 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 268 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 629 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 314 þúsund. Láns- tími er 21 ár. Húsnæðislánin em verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir em í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán em á bilinu 150-1000 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin em verð- tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 15 42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir em vextir í heilt ár og reiknað- ir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnVextimir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma- bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafnvel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónumar inni í 6 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft- ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upohæð leggjast 5% vextir seinni 6 mánuðina. A endanum verður innstæðan því 1.102,50 og áraávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir em frá 01.04.1986 2,25% á mánuði eða 27% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala í september 1986 er 1486 stig en vRr 1472 stig í ágúst. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 3. ársfjórðungi 1986 er 274,53 stig á grunninum 100 írá 1983 en 4068 stig á grunni 100 frá 1975. Húsaleiguvísitala hækkaði um 5% 1. júlí en þar áður um 5% 1. apríl og 10% 1. jan- úar. Þessi vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðað sérstak- lega í samningum leigusala og leigjenda. Hækkun vísitölunnar miðast við meðaitals- hækkun launa næstu þrjá mánuði á undan. VEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur óbundnar 8-9 Ui Sparireikningur 3ja mán. uppsögn 8.5-10 Ab.Lb.Vb 6 mán. uppsögn 9.5-12.5 Ab.Vb 12 mán. uppsögn 11-14 Ab Sparnaður - Lánsréttur Sparað í 3-5 mán. 8-13 Ab Sp. i6mán. ogm. 8-13 Ab Ávisanareikningar 3-7 Ab Hiaupareikningar 3-4 Lb.Sb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1 Allir 6mán. uppsögn 2.5-35 Lb Innlán með sérkjörum 8-16 Innlán gengistryggð Bandarikjadalur 6-7 Ab Sterlingspund 8-10.5 Ab.Vb Vestur-þýsk mörk 3.5-4 Ab Danskar krónur 6-7.5 Ab.Lb, Bb.Sb Útlán óverðtryggð Almennir vixlarfforv.) 15.25 Allir Viðskiptavixlar(forv.)(1) kge og19.5 Almenn skuldabréf(2) 15.5 Allir Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 7-9 Útlán verðtryggð Skuldabréf Að 2.5 árum 4 Allir Til lengri tíma 5 Allir Útlán til framleiðslu Isl. krónur 15 SDR 7.75 Bandarikjadaiur 7.75 Sterlingspund 11.25 Vestur-þýsk mörk 6 Spariskirteini 3ja ára 7 4ra ára 8.5 6ára 9 Með vaxtmiðum(4 ár) 8.16 Gengistryggð(5 ár) 8.5 Almenn verðbréf 12-16 Húsnæðislán 3.5 Lifeyrissjóðslán 5 Dráttarvextir 27 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala 1486 stig Byggingavisitala 274.53 stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 5% 1. júli HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnverðs: Eimskip 200 kr. Flugleiðir 140 kr. Iðnaðarbankinn 98 kr. Verslunarbankinn 97 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá flestum bönkum og stærri sparisjóðum. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðar- bankinn, Ib = Iðnaðarbankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunar- bankinn, Sp=Sparisjóðimir. Nánari upplýsingar um peninga- markaðinn birtast í DV á fimmtudög- um. Einhell vandaöar vörur Súluborvélar TværstærÖr, hagstætt verö Skeljungsbúðin SíÖumúla33 Símar681722 og 38125| f^HTTSTl vandaðaðar vörur Hleðslutæki 6,12 og 24 volta. Margar gerðir. BENSÍNSTÖÐVAR SKELJUNGS Skeljungsbúðin Síðumúla33 símar 681722 og 38125

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.