Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1987, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987. Fréttir Tvær grafir á 30 o þúsund í sumar ,Æg veit ekki hvað verktakinn hefur tekið margar grafir en það hafa tveir gefið sig fram viö okkur sem fengu reikninga í sumar þar sem hvor gröf kostaði um 30 þúsund krónur," sagði Aðalsteinn Steind- órsson, umsjónarmaöur kirlyu- garða, í samtali við DV1 gær þegar hann var spurður að því hvort um Qeiri dýrar grafir væri að ræða í Kotstrandarkirkjugarði. Aðalsteinn var spurður að því hvemig þessum málum væri háttað á landinu og sagði hann að það væri allur gangur á þvi Sums staðar ættu sveitarfélögin vinnuvélar sem not- aðar væru við þessi verk, sérstakir menn hefðu þennan starfa eða þá að líkmenn tækju grafimar sjálfir en þaö hefði lengrt af þótt sérstakur virðingarvottur. „Þetta er jafiian gert á mannsæmandi verði en verðið er auðvitað misjafht en skiptir aldrei þúsundum. Það hefur aldrei verið kvartað yfir kostnaði við aö taka grafir fyrr en nú,“ sagði Aðalsteinn. Aðalsteinn sagði að verktakanum hefði verið gefinn frestur til 16. okt- óber til að svara orðsendingu frá forsvarsmönnum kirkjugarösms vegna þessa máls og sagði Aðal- steinn að þá kæmi í Ijós hvort hann myndi halda þessari fiárkröfú til streitu. Aðalsteinn sagði að nú væri ætlunin að ráða mann til að taka grafir í Kotstrandarkirkjugaröi eftir- leiðis. ,J5n þessi verictaki verður ekki notaður aftur,“ sagði hann. -ój Samninganefnd Landhelgisgæslunnar: frá vinstri Asmundur Vihjálmsson frá launanefnd ríkisins, Hrafn Sigurhansson, fjármálastjóri Landhelgis- gæslunnar, og Þröstur Sigtryggsson skipherra. DV-mynd BG Þyriuflugmenn Gæslunnar: Nýjar kröfur Ekki hægt að mæla þessu nokkra bót - seglr Sigurður Guðmundsson, settur biskup ,J>aö er hins vegar gott að kirkju- garðurinn tekur að sér aö greiða flugmenn með 140 til 240 þúsund á mánuði ,JVIér ftnnst þetta verð óheyri- legt," sagði Siguiður Guðmundsson vígslubiskup, settur biskup yfir ís- landi, í samtali við DV þegar álits hans var leitaö á frétt DV frá í gær þar sem segir frá verktaka sem krefst 40 þúsund króna fyrir að taka eina gröf í Kotstrandarkirkj ugaröi í ÖBijsL „Ég get ekki séð hvernig þetta er hasgt. Það er ekki hægt að mæla þessu nokkra bót,“ sagði Sigurður. verktakanum fyrir vinnu hans og losa þannig ættogja hins látna und- an þessum fiárkröfum," sagði Siguröur Guömundsson. -ój I gær slitnaði upp úr samningavið- ræðum fuiltrúa ríkisins og samninga- nefndar Félags íslenskra atvinnuflug- manna fyrir hönd þyrluflugmanna Landhelgisgæslunnar. Ástæðan var sú aö flugmenn komu með nýjar kröf- ur um málefni alls óskyld deilunni um bakvaktir sem allt hefur snúist um til þessa. Á næsta samningafúndi á undan hafði tekist samkomuiag um bak- vaktadeiluna og í gær var lögö fram heinskrift af þeim samkomulagsdrög- um en þá komu fram nýjar kröfúr og upp úr slitnaði. Nýr fundur hefur ekki veriö boðaður. Búist er við að yfir- menn Landhelgisgæslunnar reyni beinar samningaviðræður við þyrlu- flugmennina á næstunni. Vegna þessarar kjaradeilu hafa margir spurt hver séu laun þyrluflug- mannanna. Þeir vinna eftir töxtum Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna. Sá flug- maður Landhelgisgæslunnar, sem hefúr lengstan starfsaldur, hefúr allt í ailt 240 þúsund krónur í laun á mán- uði. Annar með 3ja ára starfsaldur hefúr 170 þúsund krónur á mánuði og nýliði með 3ja mánaða starfsreynslu og takmörkuð flugréttindi hefur 140 þúsund króna mánaðarlaun. -S.dór Þessir tveir voru ásamt fleirum á námskeiði i brunavörnum i gær. Hluti námsins fór fram i Vökuportinu. Á meðan á námskeiðinu stóð kviknaði eldur i bilhræjum í portinu. Nemendurnir (engu þar með óvænta reynslu. Þeim gekk vel að ráða niðurlögum eldsins. DV-mynd S Heimsmeistaramótið í bridge: Hörð barátta á toppnum Þaö munar ekki nema þremur og háifu stigi á efsta og fimmta liðinu í undankeppni heimsmeistaramóts- ins í bridge sem haldið er á Jamaíka. Eftir fimm umferðir eru Kanada- menn og Taiwanbúar efstir og jafnir meö 87 stig, í þriöja sæti er lið Ven- esúela meö 86 stig, Pakistanir eru fióröu með 85 stig og Bretar koma svo í fimmta sæti með 83 'A stig. í kvennaflokki eru ítalir enn efstir eftir fimm umferðir með 107 stig, í öðru sæti eru Bandaríkjamenn með 97 stig og Ástralir eru þriðju með 88 stig. -ATA Kaupfélag Svalbarðseyrar: Uppboði Gylfi KristjánsKm, DV, Akuieyii: Annaö og síðara uppboð á tveimur fasteignum Kaupfélags Svalbarðs- eyrar átti að fara fram nú í vikunni en var frestað þar sem fram kom beiðni um þriðja og síðasta uppboð. Verður það haldið innan fiögurra vikna. Þetta eru fasteignimar Smáratún 5 á Svalbarðseyri og Mælifell í MógUs- frestað landi. Hafsteinn Hafsteinsson, skipta- stjóri þrotabús HSÞ, sagði í samtali viö DV að nú væri unniö að athugun á því hvort hægt væri að selja eitthvað af lausafjármunum þrotabúsins á frjálsum markaði án þess að til upp- boðs kæmi. Annað lausafé, sem er bundið veði, verður selt á nauöungar- uppboði sem enn hefúr ekki veriö ákveðið hvenær verður haldið. Hótel Reykjavík í Kringlunni Hótel, sem Jón Ó. Ragnarsson veit- hefði einhverjar athugasemdir við sýslusviðs borgarinnar, hefur Jón ingamaöur hyggst byggja í Kringlunni þetta fyrirhugaða nafii hótelsins og fengið úthlutað um 12.000 fermetralóð í Reykjavík, mun heita Hótel Reykja- gerði borgarráð engar athugasemdir í Kringlunni og er nú verið að teikna vík. viðnafiúð. hótelið.HóteliðmunrísaáhomiLista- í bréfi, sem fulltrúi Jóns sendi borg- Að sögn Hjörleifs Kvaran, fram- brautar og Kringlumýrarbrautar. arráði, var spurt að því hvort borgin kvæmdastjóra Lögfræði- og stjóm- -ój Lagt til að 18 hús rísi á Valhúsahæð „Það er af og frá að verið sé að eyði- leggja sögufrægar slóðir með byggingu þessara átján einbýlishúsa, sjálf Val- húsin vom ofar í hæðinni. Valhúsa- hæðin er um 12,5 hektarar og ætiunin er að nýta 1,2 hektara undir húsin, afgangurinn verður friðaður og nýttur sem útivistarsvæði," segir Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Selljamar- nesi, en fúndargerð lóða- og skipulags- nefndar Seltjamamess, þar sem gert er ráð fyrir byggingu 18 einbýlishúsa við Skólabraut, hluta af Valhúsahæð, verður lögð fram á bæjarstjómarfúndi klukkan hálfsex í dag. Búist er við hún verði samþykkt. Að sögn Sigurgeirs skerðist útsýnið ekki við byggingr einbýlishúsanna. Valhúsahæð er sögufræg fyrir það að þar vora fálkar konungs geymdir fyrir um 200 árum, þegar Islendingar heyrðu irndir Danakonung. Hæðin er sögð einstakt útivistarsvæði og er hæsta kennileiti á nesinu. „Ég vil friða Vaihúsahæð, hafa hana alveg húsalausa. Þess vegna er ég al- veg á móti byggingu þessara húsa,“ segir Guðrún Þorbergsdóttir, fúlltrúi Alþýðubandalagsins á Seltjamamesi. „Valhúsahæð er ein af perlum höf- uðborgarsvæðisins og kjörin til úti- vistar. Þess vegna vil ég að hún verði snyrt,“ segir Guðrún ennfremur. Sjálfstæðismenn mynda meirihluta á Seltjamamesi, þeir em með 4 full- trúa. Minnihlutinn, andsnúinn bygg- ingu húsanna átján, er tveir fulltrúar Alþýðubandalags og einn framsóknar- maður. -JGH Mikill fjöldi íslendinga leitar sér lækninga í Englandi: „Hef tekið á móti 2 þúsund ísiendingum“ segir Jón A. Baldvinsson, sendiráðsprestur í London „Stærstur hiuti starfs míns felst í þvi að taka á móti sjúklingum og að- standendum þeirra, koma sjúklingun- um á sjúkrahús og túlka fyrir þá og útvega aðstandendunum húsnæði," sagði Jón A. Baldvinsson, sendiráðs- prestur í London, í samtaii við DV í gær. Jón sagði að mun fleiri íslendingar leituöu sér lækninga í Englandi en almennt væri taliö og væri þar ekki eingöngu um hjartasjúkiinga að rsoða. „Á þeim fjórum árum, sem ég hef gegnt þessu starfi, hef ég tekið á móti um það bil tvö þúsund íslendingum, sjúklingum og aðstandendum. Þetta em að meðaltaii fimm hundmð manns á ári. Sjúklingamir fara á ýmis sjúkra- hús hér í London og nágrenni, allt eftir eðli sjúkdómsins en flestir hjartasjúkl- ingamir fara á Brompton sjúkrahúsið. Ég hef kynnst vel mörgum góðum körlum og konum í gegnum þetta og því hefur starf mitt verið ipjög gef- andi,“ sagði Jón. -ATA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.