Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1987, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987. Utlönd Hersveitir Indveija á Sri Lanka herða nú umsátur sitt um skæruliða ta- mila viö Jaffna á norðurhluta eyjarinnar en mæta þar harðri mótspymu þrátt fyrir mikiö mannfall meðal skæruliöanna. Talsmaöur indverska sendiráðsins í Colombo, höfttðborg Sri Lanka, sagöi í gær aö tuttugu og sjö indverskir hermenn hetðu nu íallið í sókninni gegn tamílum og nær hundrað og flmmtíu heföu særst. Hún sagði að um tvö hundruð skæruliðar hefðu falhð undaniama daga og allt aö þrjú hundruð hefðu særst. Indverjar sælqa nú jaftit og þétt fram gegn skæruliðunum og beita meðal annars skriðdrekum og þungu stórskotahði í bardögunum við þá. Talsraaður Indveijanna sagði i gær að þrátt fyrir hvatningar hersveitanna hefðu tamílar meinað almennum borgurum í Jaffna að hverfa til öruggra svæða. Átján særðust af bflsprengju Átján manns særðust, þar af tveir alvarlega, þegar sprengja sprakk í bifreið á bílastæði við verslunarmið- stöð í Haare í Afríkuríkinu Zimbab- we í gær. Sprengingin varö snemma morg- uns, rétt um hálf níu, og aö sögn sjónarvotta vora mjög fáir á ferli við miðstöðina á þeim tíma, ella hefðu mun fleiri oröið fyrir sprengingunni. Ekkert var vitaö um það hveijir stóöu að sprenginunni sem var hin mesta sem oröið hefúr í borginni frá því landið fékk sjálfstæöi árið 1980. í heimsókn tH Sovét Ronald Prescott Reagan, sonur Ronald Reagan Bandaríkjaforseta, er nú f heimsókn í Sovétríkjunum og skoðaði þar geimferðamiðstöð í nágrenni Moskvu í gær að sögn sov- ésku fréttastofúnnar Tass. í firétthani sagðí aö Reagan hygöist heimsækja ballettskóla í Leningrad og kirkjur f Pskov en hann er aö vinna að gerö sjónvarpsmyndar fjr- ir bandarísku sjónvarpsstööina ABC. Átökvið útfor Til nokkurra átaka kom milli lög- reglu og syrgjenda við jarðarför Jaime Pardo Leal, leiötoga vinstri manna í Kólumbíu í gær, en tug- þúsundir fylgdu hinum myrta leiö- toga til grafar í Bogota. Ungmenni bratu rúður í verslun- um í miðborg Bogota, rændu versl- anirnar og lentu í slagsmálum við lögreglu þegar syrgjendur gengu fylktu hði um miöborgina en þar vora flest fyrirtæki og verslanir lok- uð að hvatningu helstu verkalýðs- samtaka Kolumbíu. Níu manns hafa látiö líflö í átökum sem orðið hafa í kjölfariö á morðinu á Leal um síðustu helgi. Tíu eftirsóttustu nasistamir Nasistaveiöarar í Simon Wiesent- hal miöstöðinni í Jerúsalem birtu í gær hsta yfir þá tiu fyrrverandi nas- ista sem ákafast er nú leitað og hvöttu þeir alla til þess að leggja sitt af mörkum til þess að unnt reyndist aö koma þessum tiu fyrir rétt Efstur á blaði nasistaveiðaranna er Alois Brunner, sjötíu og fimm ára, sem búsettur er í Damascus, en hann er sakaður um að hafa verið helsti aöstoðarmaður Adolf Eich- mann. Aörir á listanum eru Anton Bur- ger, Friedrich Warzok, Henrich Otto Drechsler, Josef Schwaemburger, Erich Gruene, Hans Wilhelm Koenig, Horst Schumann, Heinrich Mueller og Rolf Gunther. Yfirleitt er ekki vitaö hvar þessir menn era niðurkomnir þótt sumir séu taldir búsettir í S-Ameríku og einn í Sovétríkjunum FöHnum Qölgar á Sri Lanka DV Hvatning til varanlegs friðar KH Wlgálmssœi, DV, Osló: Forseta Costa Rica, Oscar Arias, vora veitt friðarverðlaun Nóbels í gær til að auka líkumar á fiiösamlegri lausn á vanda Mið-Ameríkuríkja. Formaður norsku nóbelsneftidar- innar, Egil Aavik, sagði í viðtali aö nefhdin vildi að verðlaunin yrðu hvatning til að varanlegur friður kæmist á í Mið-Ameríku. í nefndaráht- inu segir aö Arias fái friðarverðlaun Nóbels fyrir starf sitt í þágu ftiðar í löndum sem lengi hafa þolað ófrið og borgarastyijaldir. Arias er frumkvöð- uh að friðaráætlun sem samþykkt var af helstu ríkjum Mið-Ameríku 7. ágúst síðasthðinn. Arias sagði í viðtah við norska ríkis- útvarpiö í gær að hann teldi friðar- verðlaunin styrkja viðleitni Mið-Ameríkuríkja til að ná samkomu- lagi. Ennfremur sagðist hann hta á verðlaunin sem viðurkenningu fyrir þjóð sína. Arias sagðist ætla að láta verðlaunaféð renna til sjóðs sem styrkti framfaramál í Cosa Rica. Costa Rica er það land í Mið-Amer- íku sem á að baki lengstu og traust- ustu lýðræðishefðina. Landið hefúr áður verið tilneftit til friðarverðlauna Nóbels, meðal annars fyrir að leggja niður sinn eigin her. Það var sænskur þingmaður sem í þetta sinn lagði til að forseti Costa Rica fengi friðarverð- laun Nóbels fyrir árið 1987. Samstarfsmenn Oscars Arias, forseta Costa Rica, óska honum til hamingju með friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í gær. Símamynd Reuter Verðlaunin gerð virk PáH Vilhjátaissan, DV, Osló: Með ákvörðun sinni um að veita forseta Costa Rica, Oscar Arias, friðar- verðlaun Nóbels er norska nóbels- nefndin að gera friðarverðlaunin áhrifameiri en áður. Til skamms tima vora friðarverðlaun Nóbels veitt sam- tökum sem áttu að baki langt og gifturíkt starf í þágu friðar. Verölaun- in vora þá ekki annað en viðurkenn- ing fyrir unnið starf og breyttu htlu til eða frá. Þó era til undantekningar frá þess- ari reglu, eins og þegar Begin, forsæt- isráðherra ísraels, og Sadat, forseta Egyptaiands, vora veitt verðlaunin. Formaður nóbelsverðlaunanefndar- innar, Egil Aavik, sagði í gær aö forseti Costa Rica hefði fengið friðarverð- launin í ár til að styrkja og hvetja hann í viðleitni til að fá þjóðir í Mið- Ameríku til að búa saman í friöi og sátt. Arias er aðalhöfúndur að friðará- ætlun Mið-Amerikjuríkjanna. En erfiðasta hindrunin á vegi til friö- ar í Mið-Ameríku er að bandarísk yfirvöld vflja ófús styðja friðaráætlun- ina. Reagan Bandaríkj aforseti segir áætlunina ekki taka nægjanlegt tUlit til contraskæruliða í Nicaragua sem Bandaríkjamenn styðja í baráttunni gegn stjóm sandinista. Akvörðunin um að veita friðarverð- launin eykur þrýstinginn á bandarísk stjómvöld um að styöja tilraunir Mið- Aameríkuríkja til að koma sér saman um fnösamlega lausn á þenn vanda sem hijáir heimshlutann. Ákvörðun nóbelsnefndarinnar er hvarvetna studd innanlands í Noregi og viðbrögð erlendis frá era jákvæð. Fyrstu við- brögð frá bandarískum yfirvöldum einkennast af varkámi. Segja ákvörðuninni stefnt gegn Bandaríkjastjóm Ólafur Amaiaan, DV, New Yodc í ræðu, sem Reagan Bandaríkjafor- seti hélt í New Jersey í gær, óskaði hann Oscar Arias, forseta Costa Rica, til hamingju með að hafa hlotið friðar- verðlaun Nóbels. Þrátt fyrir þessar hamingjuóskir er ljóst að Reagan er htt hrifinn af friðar- samkomulagi Mið-Ameríkmikja sem byggt er á hugmyndum Arias. í sam- komulaginu er meðal annars kveðið á um að Bandaríkjastjóm hætti hemað- araðstoð við kontraskæruhðana í Nicaragua. Mörgum íhaldsmönnum hér vestra kemur það spánskt fyrir sjónir að Arias skuh hafa hlotið friðarverðlaun- in í ár. Benda þeir á að óvíst sé með öhu hvort fnðarsamkomulagið, sem hann hafði forgöngu um, muni nokk- um tíma komast í framkvæmd. En á þessari stundu virðist allt á huldu um árangur af því samkomulagi. Þær raddir hafa einnig heyrst sem telja að ákvörðuninni um vahð á Arias sé stefnt gegn Reaganstjóminni og stefnu hennar í Mið-Ameríku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.