Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1987, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1987, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987. 29 Bibba og Halldór fengu sér lika snuning. Og siðan var stiginn dans af miklum móð. Sigurður Jónsson, fréttaritari Moggans, hefur þó meiri áhuga á myndavélinni en Ester er lögð af stað i sveifluna. Laddi og Brávallagötu- liðiö á balli á Selfossi Kiistján Einarsson, DV, Selfossi: Fyrir stuttu var mikiö húllumhæ í Ársölum, skemmtistaö Hótel Selfoss. Nýir rekstraraðilar hótelsins opnuöu þá staðinn eftir nokkrar breytingar á húsakynnum. Góma heitir fyrirtækiö sem nú rek- ur hótelið en Samvinnuferðir-Land- sýn sáu um reksturinn áður. Þeir hjá Góma hafa það sem framtíðarverk- efni að góma alla þá sem skemmtun hafa í huga hér austanfjalls og þó víðar væri leitað. Til þess beita þeir ýmsum ráðum, hljómsveit húsins heitir Karma, skipuö sex bráðhress- um austanmönnum, og Gríniðjan mætti á staðinn. Laddi, Júlíus og Edda léku hstir sínar við mikinn fógnuð, þar voru á ferð miklir lista- menn. Gleiðir fóstbræður. Spýtukarlarnir Elli Haralds og Gísli Jóns fylgjast með störíum Saxa læknis. Kristjana Stefánsdóttir, söngkona hljómsveitar- innar, f tilfinningasveiflu. DV-myndir Kristján Einarsson Gísli (Gílli), kenndur við Sólbakka á Selfossi, brá sér á ball austur fyrir fjall og líkar vel eins og sjá má. Einn leit þetta alvarlegum augum. Magnús kenn- ari, Ijósameistari á „showinu". Lísa með eigin þátt Lísa Bonet, sem allir þekKja úr þáttum Bill Cosby, er nú farin aö feta eigin spor á framabrautinni og virðist ætla að verða fremst þeirra Cos- bybarna. Hún hefur nú fengið eigin sjónvarpsþátt og er talið velta á honum hvort hún verður annað og meira en stelpan hans Huxtable. „Ég er ekki Denise Huxtable þó að margir telji að ég eigi að haga mér eins og hún í einu og öllu. Ég hef átt margt sameiginlegt með Denise en ég tel að ég sé að vaxa frá henni.“ Lísa í háskóla í hinni nýju sjónvarpsseríu sinni leikur hin 19 ára gamla Lísa unga stúlku sem er nýkomin í háskóla í Virginíu. Er talið að þátturinn muni auka enn á vinsældir Lísu en þáttaserían á að heita „ A Different World“. Lísa hefur oft sagt að hún eigi dálítið erfltt með að sætta sig við allt það sem fylgir frægðinni eins og að þegar hún kyssir kærasta sinn á götu úti streyma yflrleitt að þósmyndarar. Framkoma hennar þykir held- ur ekki alltaf í samræmi við þá ímynd sem Denise Huxtable hefur. Hún hneykslaði til dæmis marga með því að leika í „Angel Hearf ‘ en þar birt- ist hún fremur fáklædd. Talið er að framtíð Lísu velti á vinsældum þessa nýja þáttar en hæfileikana skortir hana ekki. Sviðsljós Ólyginn sagði... Boy George hefur nú ráðið sér líkams- ræktarþjálfara sem á að gera hann að vöðvatrölli á sex vikum. Þjálfarinn, Dan Isaacson, er sérþjálfari Johns Travolta en Boy George ætlar að borga Dan 1,2 milljónir króna ef honum tekst vel upp og ætlar síðan að sýna vöðv- ana á væntanlegri tón- leikaför um Evrópu. Mick Jagger lét nýlega taka upp mynd- band með nýjasta lagi sínu, Let's Work. Er hann barði augum myndbandið eftir vinnslu, trylltist kapp- inn. Mick, sem nú er 44 ára, leit svo ellilega út að hann neitaði alfarið að láta myndbandið fara þannig á markað. Mick Jagger eyddi síðan fjórum millj- ónum króna til þess að láta taka upp atriði með ^ þreyttri lýsingu á andlit sitt, þannig að hann leit unglegar út. Það má því segja að skrautlegt líferni sé nú farið að setja mark sitt á Jagger. Madonna bauð nýlega fjölda manns í veislu í París. Þegar gest- irnir komu urðu þeir aldeil- is fyrir vonbrigðum. Á borðum var ekkert nema megrunarfæði. Madonna tilkynnti hátíðlega að hún væri á megrunarkúr og þyldi sko ekki að sjá aðra kýla út á sér vömbina á meðan hún tyggði gulræt- ur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.