Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1987, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987. 3 Fréttir Mótun fiskveiðistefhunnan Bullandi ágreiningur í nefnd hagsmunaaðila, sem viim- ur að mótun nýrrar fiskveiðistefhu, er kominn upp bullandi ágreiningur milli sjómanna og útgerðarmanna annars vegar og þeirra sem eru uppi með tillögur um skiptingu aflakvót- ans milli útgerðar og fiskvinnslu. Þröstur Ólafsson, hagfræðingur Dagsbrúnar og fulltrúi Verka- mannasambandsins í nefndinni, hefúr sett þessa tillögu fram og munu fulltrúar fiskviimslunnar vera skotnir í tillögunni án þess að hafa lýst opinberlega yfir stuðningi við hana. Aftur á móti eru sjómenn og út- gerðarmenn tillögunni mótfallnir. Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambandsins, segir að ef þessi tillaga nái fram að ganga muni sjó- menn fara í stríð. Þeir muni aldrei ljá máls að að afhenda fiskvinnsl- unni kvótann. „Auk þess er hér um sýndar- mennsku að ræða þegar málið er skoðað betur. Talið er að 80% til 85% af fiskiskipaflotanum séu í eigu fisk- vinnslunnar og fyrst svo er hefur fiskvinnslan nú þegar yfirráðarétt yfir stærstum hluta kvótans. Við ætlum hins vegar að standa vörð um rétt þeirra sjómanna sem eru á fiski- skipum óháðum fiskvinnslunm og munum því aldrei ljá máls á þessari hugmynd," sagði Óskar Vigfússon. A næstu vikum verða haldin nokk- ur þing sem mikið hafa aö segja viö mótun fiskveiðistefnunnar. Það er þing Landssambands íslenskra út- vegsmanna, Farmanna- og fiski- mannasambandsins og Fiskifélags islands. Samþykktir þessara sam- koma eru þungar á metunum við mótun fiskveiðistefnunnar. -S.dór Þau fáu sjókorn sem féllu I Reykjavik í fyrrinótt eru smámunir einir í samanburði við skaflana sem krakkar á Akureyri hafa til að leika sér í. Myndin var tekin þar. Á svip drengjanna leynir sér ekki að fögnuður þeirra er mikill. DV-mynd gk Heildaraflinn fyrstu 9 mánuðina: Jafnmikill og á sama tíma í fytra - þorskaflinn er þó heldur meiri Svo einkennilega vill til að heildar- fiskafli landsmanna fyrstu 9 mánuði þessa árs er næstum upp á tonn sá sami og hann var fyrstu 9 mánuði ársins í fyrra, eða 1.086.864 í ár á móti 1.086.232 lestum á sama tíma í fyrra. Þama munar aðeins 6 hundruð tonn- um. Þorskaflinn í ár er þó heldur meiri en í fyrra. Nú er heildarþorskaflinn kominn í 321.767 lestir en var á sama tíma í fyrra 293.698 lestir. Annar botn- fiskafli er líka heidur meiri í ár, eða 226.854 lestir á mótí 219.698 lestum á sama tíma 1 fyrra. Loðnuaflinn í ár er nokkru minni, eða 499.738 lestir á móti 535.730 lestum í fyrra. Allur annar afli ermjög svipað- ur og var í fyrra. Nokkur þorskkvóti mun enn vera til í landinu. Vestmannaeyj abátar og allmargir Suðumesjabátar eiga eftir þorskkvóta þannig að gera má ráð fýrir aö þorskaflinn verði kominn hátt í 400 þúsund lestir um áramótin, sem er allmiklu meira en fiskifræðingar lögðu til í fyrra. -S.dór Næg atvinna á Olafsfirði Gyifi Kristjánsscm, DV, Akureyii „Þessi tími ársins hefur oft verið okkur erfiður en nú er nóg að gera héma fyrir alla,“ sagði Valtýr Sigur- bjamarson, bæjarstjóri á Ólafsfirði, er DV spurði hann um atvinnuástand í bænum. Á haustmánuðum hefur oft veriö geysilegt atvinnuleysi á Ólafsfiröi. Á þessu ári hefur hins vegar veriö næg atvinna og í sumar vantaði fólk til vinnu en reyndar einnig húsnæði ef það fólk hefði fengist. Frábær sumarauki 8 daga ferð til Mallorka .,-x: *. * Gist verður á „klassa"íbúðarhótelunum okkar, Royal Magaluf og Royal Playa de Palma. Verðið slær allt út - aðeins frá kr. 15.900,- á mann (fjór- ir saman í íbúð). Einnig 16 daga ferð 26. október - 10. nóvember á kr. 26.850,- á mann. Takmarkað sætaframboð. HTCOvtir , , Umboö a Islandi fyrir HALLVEIGARSTIG 1, SIMAR 28388 - 28580 DINERS CLUB INTERNATIONAL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.