Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1987, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987. 7 Viðtalið dv Fréttir Ingi Björn Albertsson. Nýfliði á þingi: Aðal- atriðið að standa sig vel - segir ingi BJöm Albertsson „Mér líst ljómandi vel á þennan vinnustað. Hér er allt nýtt fyrir mér en ég verð að takast á við nýja tíma, aölagast breyttum aðstæðum, standa mig vel og vinna eins vel og ég get fyrir kjördæmið mitt,“ sagði Ingi Bjöm Albertsson sem tók sæti í fyrsta sinn á Alþingi á laugardaginn fyrir Borgaraflokkinn. Faðir Inga Bjamar, Albert Guðmundsson, er formaður flokksins og era þeir fyrstu feðgamir sem sitja samtímis á Alþingi Islend- inga. „Ég hef notað tímann í sumar til að undirbúa mig fyrir þingstörfin og kynnast kjördæminu. Bara í sumar hef ég ekið um ellefu þúsund kiló- metra í kjördæminu og þess á milli kynnt mér málefhi þess og önnur mál sem ég hef hug á að vinna að.“ Ingi Bjöm var spurður hvort hann væri þá hvergi banginn við að takast á við þessi nýju viðfangsefni: „Nei. Það er ekkert að hræðast nema sjálfan sig - að maður standi ekki í stykkinu. Ég ætla að standa mig vel og gera sem mest og best gagn.“ Áður en Ingi Bjöm var kosinn á þing var hann best þekktur fyrir störf sín að knattspymumálum, bæði þjálfun og leik. Áuk þess var hann fram- kvæmdastjóri fyrirtækis fóður síns. „Ég titlaði sjálfan mig framkvæmda- sljóra en í fyrirtæki af þessari stærð- argráöu var ég jafnframt sendill og forstjóri." Knattspyman hefúr verið stór hluti af lífi Inga Bjamar. Átján ára gamall var hann valinn í landshð íslendinga og á hann 15 landsleiki að baki. Hann hefúr leikið lengi með meistaraflokki Vals og einnig FH. Alls hefur hann skorað um 130 mörk í fyrstudeildar- leikjum til þessa og á hann markamet fyrstu deildar. „Ég lagði knattspymuskóna að mestu á hilluna í ár en ég byijaði að æfa með Val fimm ára gamall. Ferill- inn er því orðinn þrjátíu ár og það er því spuming hvort ég á ekki rétt á eftirlaunum einhvers staðar frá,“ sagði Ingi Bjöm og hló. Auk þess að leika knattspymu hefur Ingi Bjöm starfaö sem þjálfari í um tíu ár. Hann hefur þjálfaö yngri flokk- ana í Val og kvennaflokkana, auk þess sem hann hefur þjálfaö meistaraflokk FH. Ingi Bjöm er 34 ára gamall. Hann er kvæntur Magdalenu Kristinsdóttur og eiga þau sex böm á aldrinum hálfs árs til tólf ára. „Ég er búinn að koma mér upp heilu innanhússknattspymu- liöi," sagði Ingi Bjöm. Um áhugamálin sagði hann að fyrir utan starfið tengdust þau öll íþróttum og að nýjasta dellan væri skyttirí. -ATA Vinnuaflsskorturinn Á milli 13 og 14 þúsund íslendinga búa erlendis - en aðeins um 700 útlendingar með atvinnuleyfi á íslandi í þeirri miklu umræðu, sem átt hefúr sér stað að undanfömu um vinnuaflsskortinn, hefur það komið fram að það vanti fólk í 4 til 5 þús- und störf á íslandi. Það hefur hins vegar ekki komið fram að á milli 13 og 14 þúsund ís- lendingar, það er að segja fólk með íslenskan ríkisborgararétt, dvelur erlendis, samkvæmt upplýsingum Hagstofúnnar. Af þessum hópi era námsmenn með rétt til lána frá Lánasjóði ís- lenskra námsmanna um 2 þúsund. Samkvæmt upplýsingum Óskars Hallgrímssonar í félagsmálaráðu- neytinu hafa núum 700 útlendingar atvinnuleyfi á íslandi. Hann sagði að í ágúst hefðu tæplega 700 atvinnu- leyfi verið í gildi en síðan hefðu bæst viö um 150 en á móti kæmi að atvinnuleyfi hefðu líka runnið út. Þvi mætti gera ráö fyrir aö leyfin væra nú um 700. Það þyrfti því ekki hátt hlutfall af íslendingum búsettum erlendis að flytja heim til aö leysa vandann sem vinnuaflsskorturinn skapar um þessar mundir. -S.dór Breiðdalsvík: Fengu 100 lestir af sðd - án þess að bleyta nótina Siguisteinn Melsted, DV, Breiödalsvik; Fyrsta síldin á haustinu kom í nótt. Sif SH frá Stykkishólmi fór á sunnu- daginn á veiðar héðan austur í Seyöis- fjörð þar sem var mikil síld. Ekki kom þó til þess að þeir köstuðu nótinni því að þar var bátur með yfirfulla nót og var sjálfur í henni. Sif SH kom til hjálpar og dældu síðan báðir bátamir upp síldinni. Víðir Friðgeirsson, skipstjóri á Sif SH, sagðist ekki fyrr hafa haft svo lítiö fyrir veiði. Verið er að salta sildina úr Sif SH og verður hiuti af aflanum sendur til Djúpavogs vegna þess að ekki má salta nema 300 tunnur á dag á hverri stöð. Það var ekki miklð haft fyrir sildinni, sem Sif SH landaöi á Breiðdalsvik. Sérréttindi fyrir fiskiskip, smíðuð hér á landi - sem felast í stæni skipum og meiri aflakvóta Félag dráttarbrauta og skipa- smiöja hefur farið fram á það við iðnaðarráðherra að athugaö veröi hvort ekki sé hægt að örva íslenskan skipasmíðaiðnað með því að úthluta skipum, sem smíöuö eru á íslandi, meiri aflakvóta en þeim sem smíðuð era úfi og eins hvort skip, smíðuö hér á landi, megi ekki vera stærri miðað við úreldingu skips í staðinn en þau sem smíöuð era útL Friðrik Sophusson iönaðarráð- herra hefúr tekið þessari málaleitan vel en þar sem málið heyrir undir Sjávarútvegsráðherra hefúr hann farið fram á það viö Halldór Ás- grímsson aö nefnd sú, sem falin verður endurskoðun fiskveiðistefii- unnar, hafi samráð viö hagsmuna- aðiia skipaiðnaðarins og fialli sérstaklega um þetta máL Hér er um aö ræða mál sem aldrei hefúr veriö hreyft opinberlega áöur. íslensku skipasmíðastöövamar eru óhressar meö hve lítinn hluta af nýsmíöi fiskislQpa þær fá. Ef þessi hugmynd nær fram að ganga gæti orðið breyting á. -S.dór Alþjóðaskákmótið: Sveit Flugleiða hefur forystuna Eftir þijár umferðir á alþjóðlegu skákmóti flugfélaga, sem Flugleiðir hf. standa nú fyrir, hefur A-sveit Flug- leiða forystuna með 12 vinninga. í 2. sæti kemur A-sveit Lufthansa með 9,5 vinninga. í 3.-5. sæti era síðan A-sveit KLM, B-sveit Singapore og B-sveit Flugleiða með 8 vinninga. Teflt er í Kristalsal Hótel Loftleiöa. í dag verða tefldar 2 umferðir og hefst sú fyrri klukkan 9. Þetta er í 10. sinn sem alþjóðlegt skákmót flugfélaga er haldið. Flugleiöir hf. hafa harðsnúnum skákmönnum á aö skipa og hefúr sveit félagsins um árabil verið í hópi betri vinnustaðaskáksveita á landinu og ætti að geta unnið þetta mót ef ekkert óhapp kemur fyrir. -S.dór Framundan eru þrír merkisdagar í sögu íslenskra sjóslysavarna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.