Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1987, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987. Utiönd Páll Vnhjátaiæan, DV, OdÓ: George Shultz, utanríkisráöherra Bandaríkjanna, vill að Norðmenn dragi til baka tilnefningu Káre Willochs, fyrrum forsætisráðherra Noregs, til embættis framkvæmdastjóra Nató. Fréttamaöur norska ríkisútvarpsins í Bandaríkjunum 9egir að Shultz hafi í tveimur samtölum við Stoltenberg, utanríkisráðherra Noregs, gefið í skyn aö Bandaríkin ætlist til þess að Nonðmemi dragi framboð Káre Willochs til baka. Á þaö að vera til þess að Wömer, vamannálaráðherra V-Þýskalands, fái embættiö. Sendiherra Bandaríkjanna i Osló segir fréttina ósanna. Deilumar um hver eigi aö taka við af Carrington lávaröi haröna. í norsk- um fjölmiðlum em Þjóöverjar sakaðir um aö beita aöiidarríki Nató þrýstíngj, jafiivel þvingunum, tíl aö þau styöji Manfred Wömer. Kohl kanslari er sagö- ur beita bolabrögðum til aö koma sínum manni að. Þegar frétdr bárust af þrýstingi Bandaríkjamanna á norsku ríkisstjómina til að hún drægi tilnefningu Willochs tíl baka þótti Norömönnum sér mis- boöiö og þeir meöhöndlaöir sem annars flokks ríki í Nató. Leiöarar margra stærstu blaða i Noregi undanfama daga em helgaðir ágreiningnum um fram- kvæmdastjórastólinn í Nató. Norska ríldssijómin er hvött til að halda framboði Willochs til streitu og láta ekki undan þrýstíngi. Kohl og Gorbatsjov hittast Háttsettur embættismaöur í Moskvu heíur skýrt frá því að stjómvöld í Vestur-Þýskalandi og Sovétrtíkjunum hafi komiö sér sam- an um aö leiötogar ríkjanna tveggja, þeir Helmut Kohl, kanslari V-Þýska- lands, og Mikhail Gorbatsjov, aöal- ritari sovéska kommúnistaflokks- ins, eigi að hittast innan skamms. Anatoly Dobrynin, einn af helstu ráðgjöfum Gorbatsjovs í utanröds- málum, hefur undanfariö veriö á ferð um V-þýskaland og í lok feröar- innar lýsti hann mikilli bjartsýni um samskiptí ríkjanna á fundi með fréttamönnum í Bonn. Dregur úr mótinæium Svo virðist sem nokkuö sé aö draga úr mótmælum gegn ísraelsmönnum á vesturbakka Jórdan og á Gasa- svæðinu eftir að órói hefUr ríkt þar í nær eina viku. Óttast er þó að ólætin kunni aö breiöast út aö nýju hvenær sera er. Talsmenn israelska hersins segja aö búast megi viö áframhaldandi of- beldisaögerðum á næstunni en hins vegar vonast þeir til að ástandið sé nú aö verða viðráðanlegt aö nýju. Mikil mótraæli brutust út vegna þess að ísraelskir hermenn skutu til bana fjóra palestinska skæruliða í síðustu viku og í kjölfar átakanna komu enn meiri mótmæli þegar her- menn felldu palestínska konu, fimm bama móður. Voru hermennimir sakaðir um að grípa til skotvopna aö ástæðulausu. Sprengja sprakk á hóteli í Manila í morgun og særðust að minnsta kosti þrír menn, auk þess aö almenningsvagn eyðilagðist Lögreglan í borginni sagði að sprengjutílræði þetta hefði verið vel undirbúið. Hótel þetta er tengt flugfélaginu Japan Air og er vinsælt meöal japaipkra ferðaraanna á Filippseyjum. Lögreglan sagði í morgun að enginn hefði enn viöurkennt aö hafa staðiö aö tilræðinu en grunur léki á að skæruliöar komm- únista bæm ábyrgö á því. Corazon Aquino, forsetí Fiiippseyja, er nú sögð reiðubúin til þess aö lýsa yfir herlögum í landinu vegna óróans meðal almennings. Forsetanum hefur gengiö illa aö hafa hemil á þegnum sínum imdanfarið og er talin veruleg hætta á að til frekari uppreisna gegn ríkisstjóm hennar komi fijótlega í gær efndu um fimm þúsund manns til mótmælaaðgeröa viö höil forset- ans í Manila. Gekk fólkið með kertaljós fyrir framan höllina og kraföist úrbóta. Stjómmálaskýrendur telja margir að Aquino sé nú að raissa tökin á stjóm eyjanna og búast megi við hverju sem er þar á næstunni. Beítír ShuHz Norðmenn þrýstíngi? •• ■ '■ * C'f'* -< >* v ^3-%SÍ*:'**v*t**' > - ' , • <<•:' ;V. ... •■>!• 'x > >. * " • -AWVV ... Hollenskur tundurduflaslæðari á siglingu gegnum Súezskurðinn. Afangastaður er Persaflói. Símamynd Reuter Búa sig undir hefnd íraka Mikill viöbúnaður er nú á Persaflóa- svasðinu þar sem menn vænta nú hefnda íraka eftir eldflaugaárás á bamaskóla í Bagdad. Þúsundir íraka þyrptust út á götur borgarinnar í gær til þess að mótmæla árásinni sem grandaði tuttugu og níu bömum. Flest þeirra vom innan við tíu ái a aldur. Þrír fullorðnir biðu einn- ig bana í árásinni. í gær kom skipalest undir flotavemd Bandaríkjamanna til Kuwait Vom það samtals fiögur olíuflutningaskip. Breskir tundurduflaslæðarar fundu í gær tvö tundurdufl undan ströndum Sameinuöu arabísku furstadæmanna. Fundust tundurduflin níutíu metra undir yfirborði sjávar. Hollensk og belgísk skip em á leiö til Persaflóa til tundurdufíaleitar. íranir hafa látíð þær fréttir berast aö þeir hafi gert árásir á hafnarborg- ina Basra í Irak og önnur írösk skotmörk. írakar gerðu aftur á móti árásir á tvær borgir í íran. Nokkrir em sagðir hafa særst í þessum árás- um. Viðamikil öiyggisgæsla Gisli Go&tumdason, DV, Ontario: Öryggisráöstafanir í sambandi við þing bresku samveldislandanna í Vancouver em þær mestu sem um getur í kanadískri sögu. Það er áætlað aö skattborgarar þurfi að greiða níu milljónir kanadískra dollara til að tryggja öryggi þjóðarleiðtoga hinna 46 landa er sækja þingið. Er þessi gífur- legi viðbúnaður viðhafður vegna hræðslu viö hryðjuverk. Vegatálmum hefur veriö komið upp í nágrenni við ráðstefnuhúsið til að hindra alla óviðkomandi umferð og þurfa allir sem erindi eiga í húsið að fara í gegnum stranga öryggisleit. Ökuleiðum, sem leiðtogamar fara til ráðstefnuhússins, er haldið svo leynd- um að bílstjórar fá ekki að vita hvaða leið skal fara fyrr en leiðtogamir em sestir upp í. Sérstök öryggisvarsla verður um þjóðarleiðtoga sem líklegast þykir að geti oröið fyrir árás hryðjuverka- manna. Elísabet Bretadrottning og Phihp prins em ofarlega á þeim lista. Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, fær sérstaka vörslu vegna hræðslu um tilræði af hendi írska lýð- veldishersins. Einnig verður sérstök varsla um forsætisráðherra Indlands, Rajiv Gandhi, son Indirn Gandhi sem myrt var af síkhum. í Vancouver búa margir síkhar sem flúið hafa frá Indl- andi. Daginn fyrir setningarathöfiúna efiidu kanadískir Indveijar til mót- mæla fyrir utan öryggislögsögu ráð- stefiiuhússins og bára mótmælaspjöld sem á vom letrað níðorð um Gandhi og hrópu þeir slagorð gegn honum og stjóm hans. Aðskilnaðarstefhan aðaKundarefhið Gisli Guðmimdssan, DV, Onlario: Þing bresku samveldisríkjanna var sett í Vancouver í Kanada í gær. í setn- ingarræðu sinni sagði Brian Mulro- ney, forsætisráðherra Kanada, meðal annars: „Ríkisstjóm, sem aöskilur hvíta fra svörtum og mismunar þegn- um sínum eftír litarhætti er vissulega stjóm sem á ekki að ríkja.“ Átti Mulroney þar við aðskilnaðar- stefnu Suður-Afríku en einmitt hún er talin verða aðalmálið á þessu þingi. Hvaöa eða hvort eigi að grípa til að- geröa gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku er vandamál sem þjóð- arleiðtogar hmna 46 landa sem sækja þingið munu velta fyrir sér á næstu dögum. Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, er á móti því að beitt sé viðskiptabanni í hvaða formi sem er gegn Suður-Afríku þrátt fyrir þrýst- ing sem Kanada og önnur samveldis- lönd beittu gegn henni á þrjátíu mínútna löngum ftíndi sem haldinn var í boði Mulroneys. Þó að sett hafi verið viðskiptabann á Suður-Afríku þá hefur sliku banni ekki verið framfylgt fram að þessu. Suður-Afríka er stærsti viðskiptaaðili Bretlands og á síðustu þremur árum hefur Kanada aukið viðskipti sín við Suður-Afríku um tuttugu og fimm pró- sent. Hvað önnur mál varðar þá er ekki búist við því að rætt verði um stríðið á Sri Lanka þar sem indverskar friðar- sveitir hafa dregist inn í bardagana. Báðar þessar þjóðir eiga sæti í breska samveldinu. Nýlegt valdarán og stjómarkreppa á Fjji mun að öllum lfltindum veröa rætt en ekki er búist viö því að sendar verði friðarsveitir inn í landið eins og Baba, ráðherra stjómarinnar, sem steypt var af stóli, mun að líkindum óska eftir. Brian Mulroney, forsætisráðherra Kanada, býður Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, vel- komna i þing bresku samveldisríkj- anna. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.