Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Síða 19
FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987. 19 dv Tíöarandi Égfæ mikla útrás í sóngnum - segír Ólöf Magnúsdóttir Ólöf Magnúsdóttir sópransöngkona hefur sungið í kórum frá barnsaldri og hefur ekki i hyggju að láta af því. DV-mynd KAE „Það gefur mér óskaplega mikið að syngja í kór. Stundum mæti ég þreytt og uppgefm á æfingu, hef jafnvel ekki náð því að komast heim úr vinnunni áður en ég mæti. En þegar æfingunni er lokið er ég orðin afþreytt, afslöppuð og fín,“ sagði Ólöf Magnúsdóttir, félagi og stjómarmaður í Pólýfónkórnum. „Á æfingunum fáum við mikla útrás því að við verðum að gefa okkur öll í sönginn. En við fáum líka mikið í staðinn. Á hverri æf- ingu lærum við eittþvað nýtt. Ingólfur Guðbrandsson er góður stjórnandi og miðlar okkur af þekkingu sinni á hverri æfingu, spilar fyrir okkur plötu eða segir frá söngvurum, kórum, hljómsveit- um eða borgum. Þannig að þó að Ingólfur krefjist þess að við gefum allt okkar í sönginn þá komum við alltaf ánægð heim.“ Pólýfónkórinn er þrjátíu ára um þessar mundir. Ingólfur Guð- brandsson var stofnandi kórsins og hefur stjórnað honum frá upp- hafi. í tilefni afmæhsins flutti kórinn Messías eftir Handel síðast- liðinn laugardag og í apríl eru fyrirhugaðir glæsilegir afmæhs- tónleikar. í Pólýfónkórnum eru um hundrað manns. „Tónleikarnir á laugardaginn tókust stórkostlega. Hallgríms- kirkjan var troðfull og ég held örugglega að alhr hafi farið ánægð- ir heim. En nú er frí hjá okkur þar til 20. janúar en þá förum við að æfa af kappi fyrir afmæUstónleik- ana í apríl. Á þeim tónleikum munum við flyfja valda kafla úr Carmina Burana, Forleikinn að Meistarasöngvurunum, Magnific- -ant eftir Bach, Fangakór Verdis og Stapat Mater eftir Rossini. Við ætl- um að fá fimmtíu aukasöngvara til Uðs við okkur fyrir þessa tónleika og Sinfóníuhljómsveitin mun leika undir. Það er geysilegur áhugi á þessúm tónleikum hjá okkur og mikiU hug- ur í kórfélögum." - Fer ekki mikill tími í æfingar hjá ykkur? „Við æfum tvisvar í viku. Radd- æfingarnar eru á mánudögum og þriðjudögum en á miðvikudögum er samæfmg. Æfingamar standa yfirleitt yfir frá klukkan 20-22:30 en þegar nær dregur hljómleikum æfum við Uka á laugardags- og sunnudagseftirmiðdögum. Og síð- ustu vikurnar fyrir hljómleika er svo nánast æft á hveiju kvöldi." - Kemur þetta þá ekki niður á fjölskyldulífi? „Auðvitað gerir þetta það að vissu leyti en ég held að fjölskyldur allra kórfélaganna sýni kórnum mikinn skilning og hjálpi til að láta þetta allt ganga. Maðurinn minn til dæmis sér um öll húsverkin og heimiUsstörfm þau kvöld og þá daga sem ég er á æfingum. Það bíð- ur ekkert uppvask eftir mér eða neitt þannig þegar ég kem heim. Enda skilur hann hvað körstarfið er mér mikUs virði og það saiya held ég sé að segja um fjölskyldur annarra kórfélaga." - Hefurðu aUtaf haft mikinn áhuga á kórsöng? „Já, ég held ég hafi drukkið í mig áhugann með móðurmjólkinni. Bæði pabbi og mamma voru söng- fólk og pabbi söng mikið í kórum. Sjálf fór ég að syngja í skólakór strax í barnaskóla. Síðar fór ég að syngja með Dómkómum og svo kom Pólýfón. Ég get alls ekki sleppt því að vera í kór og. mun áreiðan- lega halda því áfram á meðan röddin leyfir. Ég held að þetta eigi við um flesta kórfélagana því að mæting á æfing- ar er einstaklega góð. Menn mæta jafnvel þó þeir séu með hita og hálsbólgu bara til að fylgjast með. Enda er fólk í kórnum til að ná árangri. Pólýfónkórinn hefur feng- ið þannig stimpil á sig að það er viss upphefð að vera í honum en til að halda standardinum verða menn líka að leggja á sig,“ sagði Ólöf Magnúsdóttir. -ATA VEIÐIMANNSINS Við eigum alit sem veiðimanninn vantar Veiðivesti.... Veiðipeysur, Veiðijakkar.. Veiðihjól... Veiðistangir Vöðlur....... Veiðitöskur. .frákr. 1.790,- .frá kr. 1.990,- .frá kr. 5.250,- ...frá kr. 970,- frá kr. 790,- .frákr. 2.930,- ,frá kr. 790,- Flugubox..............frá kr. 150,- Sjónaukar.............frá kr. 2.990,- og margt margt fleira. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Verslunin Allur eiÖivi Veiðibúnaður fyrir kröfuharða veiðimenn. Langholtsvegi 111 S. 687090. úrvaii: Flugvélar, bílar, mótorhjól, bátar, geimför, lestirog hús í öllum mögulegum gerðum og stærðum. Póstsendum um land allt 'LZPJJMDfíHÚi vegi 164 simi 21901, ^REELANCE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.