Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1988, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988. Fréttir______________ Heimsókn Olafs Noregskonungs: Sjóferðin út í Viðey átti vel við konunginn Síöasti dagur heimsóknar Ólafs fimmta Noregskonungs hófst klukk- an tíu árdegis með því aö fariö var í heimsókn í Árnasafn. Doktor Ólafur Halldórsson tók á móti konungi og sýndi honum gersemar íslenskra bókmennta. Þegar Noregskonungur hafði skoöaö Árnasafn lá leiðin yfir götuna og í Norræna húsiö þar sem Knut Odegaard, forstöðumaöur hússins, sagöi frá starfsemi þess. Eft- ir um hálftímadvöl í Norræna húsinu var farið í Listasafn íslands en þar tók Hrafnhildur Schram á móti Ólafi og sýndi honum safnið. Ólafur konungur hélt því næst út í Viðey á spegilsléttum sjó í glamp- andi sólskini. Sjóferðin virtist eiga vel við hann því að hann var glaö- beittur að sjá er hann tók land og vildi ekki þiggja aðstoð viö að stíga niður úr tollbátnum Val, sem ferjaði hann yfir Viðeyjarsund, en skipstjóri var Gunnbjöm Guðmundsson. Klifr- aði Ólafur niður úr bátnum en not- aði ekki landganginn enda má minn- ast þess að hann keppti fyrir hönd Norðmanna í siglingum á ólympíu- leikunum í Amsterdam og krækti í gullverðlaun. Davíð Oddssqn borgarstjóri og eig- inkona hans, Ástríður Thorarensen, og forseti borgarstjórnar, Magnús L. Sveinsson, tóku á móti konungi og buðu hann velkominn í Viðey. Því næst settist konungur ásamt forseta íslands inn í Nissan Prairie bifreið sem flutti þau að Viðeyjarstofu sem mun vera elsta hús á íslandi, varð- veitt í upprunalegri mynd. í Viðeyjarstofu var snæddur há- degisverður þar sem aðalrétturinn var léttsteiktur lambavöðvi, krydd- aður með vallhumli, með ijómasósu og frönsku kryddsmjöri. Að hádegis- verði loknum var Viðeyjarkirkja skoðuð og dvaldist Ólafur þar inni dágóða stund. Frá Viðey var haldið í Höfða þar sem drukkið var kaffi um nónbilið en síðdegismóttaka var í ráðherrabú- staðnum í boði utanríkisráðherra. Um kvöldiö hélt Ólafur fimmti Nor- egskonungur Vigdísi Finnbogadótt- ur, forseta íslands, veislu í Þingholti á Hótel Holti. Konungur hélt heim í morgun en flugvél hans hélt af stað frá Reykja- víkurflugvelli klukkan tíu. -JFJ Hveijir sitja konungsveislur? Konungur hélt veislu til heiðurs Vigdísi Dagskrá vegna heimsóknar Ólafs fimmta Noregskonungs lauk í gær- kvöldi með veislu í Þingholti. Veisluhaldari var Ólafur konungur en veislan var haldin forseta ís- lands, Vigdísi Finnbogadóttur, til heiðurs. Tæplega 60 manns sátu veisluna sem stóð frá klukkan hál- fátta til hálfellefu. Var samkvæ- misklæðnaður áskilinn. í veislunni fengu gestir konungs að gæða sér á laxi í forrétt, reyktum, gröfnum og sitrónumarineruöum. Með þessu voru svo tilheyrandi sósur. í aöalrétt var boðið upp á hreindýra- kjöt á norskan máta með villibráö- arsósu. í eftirrétt gæddu gestírnir sér síðan á ávaxtaís með heitri apríkósusósu. Þeir sem mættu í „konungsgarö,‘ í gær voru auk konungs og Vigdísar Finnbogadótt- ur: Þorsteinn Pálsson forsætisráö- herra og eiginkona hans, Ingibjörg Rafnar. Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra og eiginkona hans, Edda Guðmundsdóttir. Birg- ir ísleifur Gunnarsson mennta- málaráðherra og eiginkona hans, Sonja Bachmann. Matthías Á. Mat- hiesen, samstarfsráöherráNorður- landa, og eiginkona hans, Sigrún Þ. Mathiesen. Þorvaldur Garðar Kristiánsson, forseti Sameinaös þings, og eiginkona hans, Elísabet Kvaran. Davið Oddsson borgar- stjóri og eiginkona hans, Ástriður Thorarensen. Níels Þ. Sigurösson, sendiherra i Noregi, og eiginkona hans, Ólafia R. Sigurðardóttir. Per Aasen, sendiherra Noregs á ís- landi, og eiginkona hans, Liv Aas- en. Komelíus Sigmundsson for- setaritari og eiginkona hans, Inga Hafsteinsdóttir. Böðvar Bragason lögreglustjóri og eiginkona hans, Gígja Haraldsdóttir. Guömundur Benediktsson, ráöuneytisstjóri i forsætisráöuneytinu, og eiginkona hans, Kristín Claessen. Hannes Hafstein, ráöuneytisstjóri í utan- ríkisráðuneytinu, og eiginkona hans, Ragnheiður Hafstein. Sveinn Björnsson siðameistari og eigin- kona hans, Sigrún Bjömsson. Frú Erna Hjaltalin. Vigdís Bjarnadóttir deildarstjóri og eiginmaður henn- ar, Guölaugur Tr. Karlsson. VO- borg G. Kristjánsdóttir deildar- stjóri og eiginmaöur hennar, Hrafn Pálsson. Aðalsteinn Maack for- stöðumaður og eiginkona hans, Jarþrúöur Maack. Hans Andreas Djtu-huus, sendiherra Danmerkur, og eiginkona hans, Lise Djurhuus. Andres Huldén sendiherra og eig- inkona hans, Rita Elmgren-Huld- én. Per Olof Forshefi sendiherra og eiginkona hans Helene Forshell. Othar Ellingsen aöalræðismaður og eiginkona hans, Sigríöur Ell- ingsen. Inge Utstumo. Knut Ödega- ard, forstööumaöur Norræna húss- ins, og eiginkona hans, Þorgerður Ingólfsdóttir. Per Roald Landrö, formaður Nordmansamlaget, og eiginkona hans, Anna María Páls- dóttir. Eystein H. Isaksen sendi- ráðsritari og eiginkona hans, Aud Isaksen. Gunnerius Flakstad hirðmarskálkur. Willum Steen sendiráðunautur. E. Amundsen hermálafulltrúi. JFJ Davíð Oddsson kveður hér Noregskonung með virktum við Höfða en þar drakk konungur kaffi um nónbilið eftir að hafa snætt hádegisverö í Viðey. DV-mynd BG Heimsókn Ólafs fimmta: Slys í Almannagjá Heimsókn Ólafs fimmta Noregs- konungs hefur ekki alveg gengið sly- salaust þó að ekki hafi verið um stóróhöpp að ræða. Eitt óhapp varð í fyrradag á Þingvöllum en þar skoð- aði konungur þjóögarðinn í boði Þor- steins Pálssonar forsætisráðherra undir leiðsögn séra Heimis Steins- sonar þjóðgarðsvarðar. Einn norsku blaðamannanna, sem fylgdu konungi, steig ofan í gjótu á barmi Almannagjáar viö hringsjána og datt og braut tvö rifbein. Blaða- maðurinn, sem mun vera ljósmynd- ari frá Scanfoto, lét þetta þó ekki aftra sér og var mættur meö mynda- vélina úti í Viðey daginn eftir. -JFJ Vel hefur farið ó með Vigdisi Finnbogadóttur og Ólafi Noregskonungi meö- an á heimsókninni hefur staðið. Hér biða þau eftir bilum sínum eftir kaffi- drykkju í Höföa. DV-mynd BG Vigdís Finnbogadóttir forseti fékk þátttökumerki i Heimshlaupiö '88 að gjöf þegar hún kom að stjórnarráðinu i gær. Þau Sólveg Þórarinsdóttir og Karl Guðmundsson, sem verða fulltrúar íslands þegar Heimshlaup '88 verður ræst i New York á sunnudag, afhentu Vigdísi merkið. DV-mynd KAE Heimshlaupiö ’88: Markmiðið að íslendingar hlaupi umhverfis hnöttinn Undirbúningur heimshlaupsins, sem fer fram á sunnudag, er í fullum gangi. Veröur sjónvarpað beint um allan heim frá hlaupinu í yfir 20 borg- um heimsins og er þaö umfangs- mesta sjónvarpssending sem farið hefur um gervihnött. Til saman- burðar má geta þess aö á ólympíu- leikunum er sjónvarpað beint frá 5-7 stöðum í einu. Verða sýndir þrír myndbútar frá íslandi daginn sem hlaupið er auk tveggja mínútna landkynningar- myndar. Verður sjónvarpið með fjór- ar tökuvélar við Lækjartorg en fyrir utan sjálft hlaupið verður ýmislegt á seyði. Utitaflið verður í gangi, ýmsir skemmtikraftar munu koma fram og lúðrasveitir munu blása viös vegar á leið þátttakénda. Meðal þeirra atriða sem mesta athygh munu vekja er að lándsliöið í handbolta mun mæta á svæðið og kveðja landann áður en haldið verður af staö á ólympíuleik- ana seinna um daginn. Þátttökunúmer í hlaupið eru fáan- leg víðs vegar í bænum, í fyrirtækj- um, verslunum, skólum og i tjaldi á Lækjartorgi og síðast en ekki síst á yfir tuttugu stöðum umhverfis landið. „Markmiðið er að hlaupa umhverf- is hnöttinn. Þaö gerum við ef 12.200 þátttakendur fara einn hring í bæn- um,“ sögöu aðstandendur hlaupsins hjá Rauða krossinum viö DV í gær. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.