Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1988, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1988, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988. Meiming Gleðigeislar í rókkri - um sýningu Rögnu Hermannsdóttur A Kjarvalsstöðum eru settar upp langtum fleiri sýningar en í nokkru öðru íslensku galleríi. Myndlistar- sýningar eru þar yfirleitt íjórar samtímis og standa aðeins rúmar tvær vikur í senn. Því er borin von að unnt verði hér að sinna hverri sýningu sem þar kemur upp á veggi, enda margt að gerast annars staðar. Ábyrgö Kjarvalsstaða sem opinberrar sýningastofnunar er hins vegar í fullu samræmi við sýn- ingafjöldann. í síðasta pisfli var getið um píslargöngu erlends sýn- anda og var þar ranglega hermt að hann hefði komið hér og sýnt í boði Kjarvalsstaða. Hið rétta mun vera að sýnandinn, Claes Hake, kom hingað á skerið sjálfviljugur. íslendingar bera gjarnan ómælda virðingu fyrir útlendingum, sem eru velflestir heimsfrægir eins og ailir vita. Því herma áreiðanlegar heimildir að nefndur sýnandi hafi verið dekraður meira á Kjarvals- stöðum en allir íslensku eigin- vegasýnendurnir til samans. Kveð- ur þar við talsvert ólíkan tón en á Listahátíðarsýningu í Lindarbæ í sumar þar sem erlendur listamað- ur þurfti að gera hlé á sýningu sinni þrisvar sinnum á þijátíu mín- útum til að ganga út af sviðinu í kolniðamyrkri og setja rafmagnið á. Ef að er gáð geta Kjarvalsstaða- bændur dregið lærdóm af þessu. Sé tekið mið af lýsingunni í nýju miðbæjargalleríunum þá er birtan á Kjarvalsstöðum eins og af grútar- lampa. Það er allt í lagi að dekra útlendinga, en íslendingar þurfa líka að sjá út úr augunum, jafnvel þótt þeir sýni á eigin vegum. Hér var einmitt meiningin að taka til umíjöllunar eina slíka ís- lenska eiginvegasýningu. Ragna Hermannsdóttir sýnir um þessar mundir málverk í Austursal. Hún er greinilega ein allt of fárra lista- Ragna Hermannsdóttir. Myndlist Ólafur Engilbertsson manna sem þora að vaða eld end- urnýjunar. Sýning hennar beinlín- is geislar af gleði svo lýsistýrur hússins verða næstum óþarfar. Vonandi taka ljósameistararnir þetta þó ekki of bókstaflega. Krafta- verkasýningar á borð við þá sem hér um ræðir eru einfaldlega ekki nógu margar til þess. Ragna átti að baki margra ára reynslu sem ijósmyndari þegar hún kúventi yfir í myndlistina og hóf nám við ný- listadeild MHÍ: Síðan hefur hún sankað að sér nýtilegum hlutum í listaborgunum Amsterdam og New York. Þegar myndir eins og nr. 14-16 eru skoðaðar, gæti einhver skyndilega munað eftir ameríska aksjónmálaranum Mark Rothko. Hann umturnaöist í stóískan kyrralífsmann á miðjum vilh- mannsferlinum og fór að mála næfurþunna og knappa fleti. En Rögnu væri þröngur stakkur búinn ef hún ætti að velta sér lengi upp úr slíkum letilausnum. Það er nær lagi að nefna þúsundþjalasmið á borð við David Hockney, sem leit- ast miklu fremur eftir að ná sam- bandi við áhorfandann heldur en að skapa einhlíta fegurð. Fjöl- breytnin er mikil á sýningu Rögnu, en þö er augljós þráður sem bindur verkin í eitt. Mynd nr. 8 er t.d. kynngimagnað sjónarhom í ætt við nýsúrrealisma, en myndir 30 og 31 „fauvískar" og grimmar. Röðin „Vetrarnætur“ er þess utan, að mati undirritaðs, einkar vel heppn- aður expressjónismi. Shkar stíl- veislur fá í seinni tíð oftast af- greiðslustimpil tískukreðsunnar: „póstmódernismi". Síðmóðurinn er hins vegar sjaldnast jafn per- sónulegur og myndir Rögnu Her- mannsdóttur. Þeirra móður er víð- an. Ólafur Engilbertsson Fréttir Félagsmálaráðherra stöðvar byggingu á lóð Fjalakattarins: Tugir milljóna fastir í framkvæmdunum - segir framkvæmdastjóri Byggðaverks Jarðarfarir Klara Matthíasdóttir lést 27. ágúst „ sl. Hún var fædd í Jaðri í Vestmanna- eyjum þann 29. nóyember árið 1909. Hún var dóttir Mattliíasar Finn- bogasonar og konu hans, Sigríðar Þorsteinsdóttur. Klara vann lengst af í sælgætisgerðinni Nóa-Sírusi eða í rösk 20 ár. Útfor hennar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Guðbjörn Þórarinsson lést 3. sept- ember. Hann fæddist í Kóngsgerði í Leiru 11. maí 1894, sonur hjónanna Þórarins Eyjólfssonar og Sigríðar Ámadóttur. Guöbjörn stundaði sjó- mennsku alla tíð. Hann giftist Önnu Eiríksdóttur en hún lést árið 1986. Þau hjónin eignuðust saman 4 böm, einnig ól hann upp dóttur sem Anna eignaðist áður. Útför Guðbjörns verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag kl. 13.30. Bjarni G. Kristjánsson, Brekkustíg 12, er lést 4. þ.m., verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 9. september kl. 13.30. Ingibjörg Georgsdóttir, Austurbergi 30, verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju, Breiðholti, föstudaginn 9. september kl. 13.30. Sigurður Sigursteinsson, bifreiða- stjóri frá Akureyri, til heimilis á Vallarbraut 5, Seltjarnarnesi, er lést 31. ágúst, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 9. sept- ember kl. 15. Arnbjörg Eiríksdóttir, fyrrv. ljós- móðir frá Stóru-Reykjum í Fljótum, verður jarðsungin frá Sauðárkróks- kirkju laugardaginn 10. september kl. 14. Alda Rafnsdóttir verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn 9. september kl. 15. Guðbjörg Pétursdóttir Olsen lést á Dvalarheimihnu Hlíð þann 31. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Akureyrar- kirkju föstudaginn 9. september kl. 13.30. Sigurður Þórarinsson bóndi, Tanna- stöðum, verður jarðsunginn frá Kot- strandarkirkju laugardaginn 10. september kl. 14. Útför Eiriks Guðjónssonar í Ási verð- * ur gerð frá Selfosskirkjú laugardag- inn 10. september kl. 13.30. Jarðsett verður í Áskirkjugarði sama dag kl. 17. Andlát Ómar örn Ólafsson, Álfheimum 13, andaðist í Borgarspítalanum 2. sept- ember. Guðmundur Kristjánsson frá Skoru vík, nú Hraunbúöum, Vestmanna- eyjum, lést í Sjúkrahúsi Vestmanna- eyja 5. september. Jóhannes Guðmundsson lést í Landakotsspítala 6. september. Ásgerður Haraldsdóttir Berry .lést í Winnipeg þann 4. september. Hanna Sofie Halldórsson andaðist í hjúkrunarheimihnu SkjóU 6. sept- ember. Gunnar Eyþór Ársælsson mat- reiöslumaður, Miðvangi 41, lést í - Landspítalanum 7. september. TiJkyimingar Hallgrímskirkja - starf aldraðra Nk. sunnudag, 11. september, er fyrir- huguð messuferð í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. Lagt verður af stað kl. 10.30 frá Hallgrímskirkju. Eftir messu verður hressing í safnaðarsal Víðistaðakirkju, litið verður inn í HeUisgerði. Ferðin end- ar í Listasáfni íslands við Fríkirkjuveg. Nánari upplýsingar gefur Dómhildur Jónsdóttir í síma 39965. Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag, fimmtudag. Kl. 14 fijáls spilamennska, kl. 19.30 félagsvist, hálft kort, kl. 21 dans. Sintóníuhljómsveit íslands í tónleikaferðalag um austur- land Fyrstu tónleikar Sinfóniuhljómsveitar íslands á tónleikaferðalagi um Austur- land verða í kvöld á Egilsstöðum, á fóstu- dagskvöld á Seyðisfirði, á laugardag á Vopnaflrði, sunnudag á Eskifirði og Nes- kaupstað og að lokum á mánudagskvöld á Fáskrúðsfirði. Stjórnandi í ferðinni verður breski hljómsveitarstjórinn Ant- hony Hose, einleikari Guðmundur Magn- ússon og einsöngvari verður Diddú, Sig- rún Hjálmtýsdóttir, sem kemur nú fram sem óperusöngvari. Efnisskráin verður fjölbreytt og við allra hæfi. Ferðafélag íslands Helgarferðir 9.-11. sept. 1. Landmannalaugar - Jökulgil. Jökul- gil er fremur grunnur dalur sem liggur upp undir Torfajökul til suðausturs frá Landmannalaugum. Jökulgil er rómað fyrir Utfegurð íjalla sem að því liggja, eru þau úr Uparíti og soðin sundur af brenni- steinsgufum. JökulgiUð er einungis öku- fært á haustin, þegar vatn hefur minnkað í JökulgUskvíslinni. Ekið meðfram og eftir árfarvegi. Gist í sæluhúsi F.í. i Land- mannalaugum. 2. Þórsmörk - Langidalur. Sérhver árs- tíð hefur sín áhrif á svipmót landsins, og er Þórsmörk þar engin undantekning og því kjörið að leggja leið sína þangað á þessiun árstíma. Notaleg gistiaðstaða í Skagfjörðsskála/Langadal. Gönguferðir við allra hæfi um Mörkina. Uppl. og farm. á skrifstofu F.í. Öldugötu 3. Brottfór í ferðimar er kl. 20 á fóstudag. Dagsferðir sunnudag 11. sept. 1. kl. 8 Þórsmörk/dagsferð. DvaUð verð- ur um 4 klst. í Þórsmörk. Verð kr. 1.200. 2. Kl. 10 Ólafsskarð - Geitafell - Þrengslavegur. Gengið inn Jósepsdal, yfir Olafsskarð, á GeitafeU að Þrengsla- vegi. Verð kr. 600. 3. kl. 13 Nýja brúin yfir ölfusárósa/ ökuferð. Ekið um Þrengslaveg, Hafnar- skeið og Hraunskeið og yfir nýju brúna við Óseyrartanga. Ekið verður um Eyrar- bakka og komið við í verksmiðjunni Al- pan, síðan Stokkseyri, Selfoss, Hvera- gerði og til Reykjavikur um HelUsheiði. Kynnist nýrri ökuleið með Ferðafélag- inu. Verö kr. 1000. Brottfór frá Umferðar- miðstöðinni austanmegin. Farmiðar við bU. Frítt fyrir börn í fylgd fuUorðinna. Dregið í happdrætti Færeyska sjómannaheimilisins Dregið hefur verið í happdrætti Fær- eyska sjómannaheimiUsins, þann 5. sept- ember 1988. Komu-vinningar á miða nr. 8302, 5239,11188,1729 og 3213. Upplýsing- ar um vinningana eru veittar í símsvara, sími: 12707. Tapað fundið Blaðburðarbarn tapaði peningum í Hafnarfirði Konan sem hringdi í umboöið í Hafnar- firði út af peningum sem blaðburðarbam tapaði, sennUega á Laufvangi, er beðin að hringja aftur í umboðið s. 51031 Ásta. Fundir Félagsfundur JC Hafnarfjarðár Tyrsti félagsfundur JC Hafnarfjarðar starfsárið 1988-’89 verður haldinn í dag, 8. september, að Dalshraimi 5 í Hafnar- firði, og hefst hann kl. 20.15. Gestur fund- arins verður HUdur Magnúsdóttir hjúkr- imarfræðmgur. Fundurinn er öUum op- inn. Stærsta verkefni þessa starfsárs verður Skandek-þing, sem haldið verður í maí 1989, en það er þing sem á koma félagar frá einu JC félagi á hveiju Norð- urlandanna. Búast má við að þama verði á bilinu 70-100 manns frá eftirtöldum JC félögum: JC Skive í Danmörku, JC Halm- stad í Svíðþjóð, JC Rauma í Finnlandi, JC Tönsberg í Noregi og JC Hafnarfirði. „Við eram voöalega svekktir og sárir að hafa lent á milli í deilu milli borgarstjóra og félagsmálaráðherra. Við höfum verið að vinna eftir teikn- ingum samþykktum af borginni og það Uggja tugir milljóna fastir í þessu. Það ræðst á næstu dögum hvert framhaldið verður en ef ekkert gerist verðum við að taka niður byggingarkranann og fara með hann í annað verk,“ sagði Óskar Valdi- marsson, framkvæmdastjóri Byggðaverks, sem á lóðina við Aðal- stræti 8 og sá um byggingarfram- kvæmdir á henni. ' Á lóð gamla Fjalakattarins átti að rísa skrifstofuhýsi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og Trygginga- Ríkisendurskoðun hefur að und- anfömu verið með bókhald mötu- neytis Reykjanesskóla við ísafjarðar- djúp til rannsóknar. Hafa niðurstöö- ur rannsóknarinnar nú verið sendar menntamálaráðuneytinu. Lögfræð- ingur ráðuneytisins mun fara yfir þær og ákvaröa hvort eitthvað frekar miðstöðvarinnar. Níu íbúar í Gijóta- þorpi kærðu veitingu byggingarleyf- is frá Byggingarnefnd Reykjavíkur- borgar og töldu ósamræmi á milli byggingarleyfis og staðfests deili- skipulags, landnotkun væri ekki í samræmi við deiliskipulag, nýting- arhlutfall of hátt og misræmi í fjar- lægð milli húsa. „Það gætir mikils misskilnings í úrskurði ráðherra, til dæmis varð- andi nýtingarhlutfall en þar eru reiknuð bílastæði sem ekki á að gera. Ráðherra krefst íbúða í bakhúsi en teikningum hefur nú verið breytt og gert ráð fyrir íbúðum. Ég vona að hún leiðrétti þennan misskilning.“ Skipulagsstjórn ríkisins taldi í verður gert í máhnu. „Ég hef lesið yfir skýrslu ríkisénd- urskoðunar. Þar koma fram ýmsar aðfinnslur varðandi bókhaldið en þær virðast ekki stórvægilegar við fyrstu sýn,“ sagði Sigurður Helga- son, dehdarstjóri í menntamálaráðu- neytinu. „Mér sýnist ekki vera um umsögn sinni ekki ástæðu til að hrófla við byggingarleyfinu en niður- staða félagsmálaráðuneytisins er sú að teikningar hússins sýni frávik frá deiliskipulagi varðandi landnotkun, nýtingarhlutfall sé of hátt og tvö hús gerð að einu með 5 hæða tengibygg- ingu. Hafa framkvæmdir við lóðina því verið stöðvaðar og mannskapur Byggðaverks er farinn í burtu. „Ef við neyðumst til að hætta fram- kvæmdum verðum viö að fara í skaðabótamál á hendur borginni og það ræöst eftir helgi,“ sagði Óskar Valdimarsson. JFJ neitt saknæmt að ræða en það er lög- fræðingur ráðuneytisins sem kveður upp endanlegan úrskurð um það. Ekki náðist í Þórunni Hafstein lög- fræöing í morgun, þar sem hún er nú í sumarleyfi. -JSS Reykjanesskóli við ísaflarðardjúp: Bókhald mötuneytisins í rannsókn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.