Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1988, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988. Meiming 19 DV Enn eitt karlavígið fellur: Kona stýrir leiðangri um hjambreiður suðurskautsins / - ferðasaga hennar komin ut á íslensku Það hlýtur að vera arfur frá upp- eldi fyrri kynslóða hvað sumar kon- ur hika við marga einfalda hluti og óttast að taka sjálfstæðar ákvarðan- ir, t.d. í fjármálum, jafnvel að fara á mannamót nema undir vernd og stjórn. Að hitta konu sem ekki lætur sér í augum vaxa að ferðast um auðn- ir og áttleysur Suðurheimskautsins, var því meiri háttar viðburður. Monica Kristensen var aðeins 31 árs þegar hún fór að undirbúa leið- angur á Suðurpólinn í fótspor Roalds Amundsen, sem þangað fór 1911. Bók Monicu um ferðalag sitt langleiðina á Suðurpólinn: Um hjarnbreiöur á hjara heims, kom út hjá bókaklúbbn- um Veröld í gær í þýðingu Gissurar Ó. Erlingssonar. í tilefni þess kom hún í snögga heimsókn til íslands. DV átti við hana stutt viðtal. Monica er há, ljósleit, róleg, líkari fræðikonu en ferðakonu. Hún er dóttir stöðvarstjóra í norskum smábæ og sænskrar konu hans. Fimm ára var hún komin á skíði, eins og flestir Norðmenn, átta ára sagðist hún ætla á Suðurpólinn, en sextán ára var heimspeki orðin að- aláhugamálið. Eftir stúdentspróf las hún raunvísindi (efnafræði, stærð- lendis á þeim tíma sem ritverkið tek- ur til og margt fleira mætti nefna. Kort fylgja, bæði mikil og greinargóð og eru sérlega nytsamleg þegar menn vilja kynna sér í einstökum atriðum gang mála, sem greint er frá. Einna mestur fengur er þó að inn- ganginum. Þar er furðu mikinn fróð- leik að finna, sem ég veit ekki til að annars staöar sé tiltækur í heild, og hefur þó margt verið ritað um Sturl- ungusafnið. Til upplýsingar má benda á nokkur kaflaheiti inngangs- ins: Sagnaritun á miðöldum, Bygging Sturlunga sögu og stíll, Samfélags- fræði) og 26 ára gömul fór hún til rannsókna norður á Svalbarða. „Um leið og ég kom þangað vissi ég að heimskautasvæðin voru stað- urinn fyrir mig,“ segir Monica. „Snæbreiðumar voru eins og spegill þar sem ég sá mína eigin sál.“ Eftir tvö ár á hrjóstmm Svalbaröa, þar sem hún var eina konan með sjö körlum, sneri hún aftur í siömenn- inguna, að þessu sinni til náms í jöklafræði - og heimspeki - í Cam- bridge. í tengslum við námiö tók hún þátt í mörgum leiðöngrum til heim- skautasvæðanna. Hinn 17. des. 1986 rættist langþráður draumur, fyrst kvenna stjórnaði hún sjálf slíkum leiðangri. Með þrjá karlmenn og hundasleða Með þrjá karlmenn sér til trausts og halds og nökkra hundasleða ferð- aðist hún um ísbreiðurnar i 73 daga. Þau urðu að gefast upp og voru sótt af þyrlu, þegar innan við fimm hundruð kílómetrar voru ófarnir á endapunktinn. Rannsóknir þeirra beindust m.a. annars að því að .auð- velda túlkanir á gervihnattamynd- mynd Sturlungasögu, Trúarlíf, Mannlýsingar, Um handrit Sturl- ungasögu og útgáfur, svo að dæmi séu nefnd. Allur er inngangurinn mjög læsilegur, laus við fræðilegan rembistíl og studdur athyglisverðum dæmum, svo að eitthvað sé nefnt. Sögustaðir með gaddavírsgirðingum í útgáfunni 1946 var mikið af mynd- um frá sögustöðum Sturlungu og er vissulega fengur að þeim en hæpið þykir mér þó, að það sé til mikils fróðleiks um liöinn tíma þegar á En hvers vegna alla leið á Suður- póhnn? Monica segir að ferðin hafi ekki aðeins verið vísindaleg land- könnun heldur einnig skoðunarferð um eigin hugardjúp: „Ég vissi aö svona ferð mundi breyta mér, ég mundi uppgötva nýjar hliðar á sjálfri mér. Á heimskautasvæðunum ríkir eilífur vetur. Þau eru hræðileg og ógnvekjandi. Þú stendur í sömu sporum og frummaðurinn fyrir ár- þú'sundum síðan, þegar þú kemur þangað úr „siðmenningunni“, hefur engan síma, né sjónvarp, né neitt annað af því sem hversdagslega hhf- ir þér við að horfast í augu við sjálf- an þig. Þrátt fyrir allt tal um áhrif uppeld- is og umhverfis er ég sannfærð um aö undirmeðvitundin, stærsti hlut- inn af sálarlífi okkar, hefur lítið breyst frá örófi alda.“ Karlmannslundin: einföld, rökvís og ... Hvergi kynnist fólk betur en í ferðavolki. Þá koma kostir og gallar skapgerðarinnar skýrt í ljós. Eftir ferðir sínar með karlmönnum á jök- ulbreiðunum, þar sem konur eru sjaldnast á ferli, hlýtur Monica að myndum blasa við steinsteypuhús, símastaurar, aö ógleymdum blessuð- um gaddavirsgirðingunum, en form- lega má rekja upphaf þeirra hér á landi til „gaddavírslaganna“ svo- nefndu frá 1903. En þaö er sjálfsagt erfitt aö komast hjá slíku. Ekki trúi ég þó öðru en fara megi einhverja millileið, enda hefur verið að því fundið, að myndir séu ekki í ritinu. Ekki ætla ég hins vegar, sem ekki ræð viö myndavél af einfóldustu gerð, og teljast mundi, „idiotsikker", að gerast ráðgjafi í þessum efnum. Auk hins eiginlega Sturlungasafns er í hinni nýju útgáfu aukið við nokkrum ritum og fróðleiksmolum. Margt af því þykir mér í senn skemmtileg og fróðleg viðbót eins og t.d. Leiðarvísir Nikulásar ábóta á Munkaþverá, ætlaður þeim, sem hyggja á pílagrímsferðir th Rómar og Jerúsalem, og Veraldarsaga, sem ofi er eignuð Gissuri Hallssyni. Hins vegar fæ ég ekki séð, að íslendinga- bók eigi sérstaklega heima þarna eða Saga Árna biskups Þorlákssonar, sem gerist að langmestu leyti eftir að hinni eiginlegu Sturlungaöld er lokið. En þetta skaöar svo semekki. Frágangur er allur hinn prýðileg- asti. Eg fann eina prentvillu í bók- inni og þóttist góður, en árvökul augu hlutaöeiganda höfðu á undan fundið hana, og er hún leiðrétt í bó- karlok. Þar er lífið sjálft ólgandi Það hggur í augum uppi, að svo miklu ritverki, sem hér er til um- ræðu, verða ekki gerð nein skil í stuttri blaðagrein. Um efni Sturl- ungu kemst dr. Einar Ól. Sveinsson svo að orði á einum staö: „Sagan þótt harmsaga sé, er að ytra auðug og glæsileg, fiölbreytt og stórfengleg. Það er eins og forlögunum hafi þóknazt að ausa yfir mannfólkið gjöf- um sínum, illum og góðum, án hófs og aðgæzlu, andstæðurnar eru settar í sambýli, kostum blandað saman við annmarka. Hér fara saman gervileiki vera fróðari en við sem heima sátum um torráðnar gátur er tengjast lund- arfari þessara leyndardómsfullu fyr- irbrigða. Hún ætti að hafa vit á karl- mönnum. Hvað finnst henni eigin- lega? Monica hugsar sig um, en segir svo (og það kom okkur auðvitað ekki á óvart), að karlar séu ekki jafnflóknir í sálinni og konur. Þeir séu oft ein- lægari, hreinskiptari, réttlátari, og þó sé stærsti kosturinn að þeir hugsa skýrar, hafa betra heildaryfirht, geta skilgreint óg flokkað margþætt mál. „Þeir eiginleikar, sem ég met mest í fari karlmanna,“ segir hún, „eru: rólyndi, kímnigáfa og hæfileiki til vináttu. Ömurlegastir veröa karl- menn sem slitna úr tengslum við eðhlegt líf, til dæmis við að komast í toppstöður, missa alla dómgreind og bera sjálfa sig sífellt saman við hina sem eru á toppnum og eyða síð- an allri sinni orku í hanaslag við keppinautana. Það eru menn af slíku tagi sem eru að teyma mannkynið út í botnlausar ófærur,“ segir Monica. Hún gifti sig reyndar fyrir hálfu ári síðan, sjómanni sem hún var trúlofuð áöur en hún hélt á Suð- urskautið. -ihh og ógæfa. Aht í kringum hryðjuverk hhfðarlausrar valdabaráttu, lifa manndyggðir fomar og nýjar.“ Af þeim sögum, sem Sturlungusaf- nið byggir á, ber hæst íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar. Þar er ekki að- eins að verki maöur, sem staðið hef- ur í hringiðu eða í nálægð stórvið- burða 13. aldar, heldur hefur hann tekiö virkan þátt í því, sem þar er greint frá, þar sem oft hafa átzt viö í baráttu upp á líf og dauða nánir frændur hans og vinir beggja vegna víglínunnar, ef svo má segja. Og þar er lýst með nákvæmni mikils sagna- ritara og listfengi rithöfundar hrika- legum atburöum jafnhliða merkileg- um frásögnum af atvikum, sem eng- an veginn teljast til stórmerkja. Og þær eru fleiri sögurnar, sem minna mætti á, t.d. finnst mér.Þorgils saga skarða miklu merkilegri eftir síðasta lestur en áður var. Það er ekki tækifæri nú til að vekja athygli manna á hnyttilegum frásög- um, snjallyrðum eða ööru slíku, en svo hefur samizt við ráðamenn DV að í næstu helgarblöðum fái ég tæki- færi til að gera lítillega skil nokkrum stuttum frásögum, sem mér þykja annaðhvort skemmtilegar eöa svo athyghsverðar, að ástæða sé til að benda á þær. Bókaforlagið Svart á hvítu hefur með þessari útgáfu aukiö enn við hróður sinn og eiga allir þeir fjöl- mörgu, sem hér eiga hluta að verki miklar þakkir skildar. Hér er enginn nefndur og heldur ekki neinn gleymdur. Nú hggur Sturlunga saga fyrir ásamt fylgiritum í aðgengilegra formi fyrir almenning en nokkru sinni fyrr. Ég vil ljúka þessu spjalli með orð- um mikils Sturlungumanns, dr. Magnúsar Jónssonar, prófessors og alþingismanns: „Um enga bók íslenzka á það frekar við en Sturlungu, að þar er lífið sjálft ólgandi með allri sinni auðlegð og fjölbreytni." Laugalæk 2, simi 686511, 656400 HAKK Á ÚTSÚLU ^ Nautahakk á 399 kr. kg ef keypt eru 5 kíló eða meira Kindahakk á 199 kr. kg ef keypt eru 5 kíló eða meira TIL HAGSÝNNA Naut í heilu og hálfu 395,- kr. kg - frágengið Svín í hálfu og heilu 383,- kr. kg - frágengið simi 686511, 656400 Úrval NÝTT HEFTI Meðal efnis: Skop................ 2 Ertu tilbúin aó eignast barn?............... 3 Aðferðir til betri samskipta.............8 Lokum morðingjana inni.................14 Vildirðu að besti vinur þinn væri eins og þú? .'.23 Ólympíuleikarnir: Þrautaleið á tindinn..............28 Hugsun í orðum.......34 Ég læknaði sjálfan mig af stami.............36 Veróa menn háðir megrun?.............41 Hermannaveiki........44 Eru böm svelt vegna fávísi foreldra?.....48 Morð í 37 þúsund feta hæð..................52 Vísindi fyrir almeruiing: Er maðurinn kominn af vatnaöpum?...........58 Mata Hari og dóttir hennar...............63 „Farið að eymast á hnján- um og olnbogunum“.......77 Kveðjustund á hausti... .82 Flóð í Guadalupánni ....87 Þjálfun stúlkna í vúsjú.. .93 um. Björn Jónasson, framkvæmdastjóri Svarts á hvítu, með Sturlunguútgáfuna. DV-mynd KAE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.