Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1988, Blaðsíða 14
14 Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð i lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Klisjuburðarmenn Skiljanlegt er, aö útflytjendur ferskfisks telji, að ýms- ir fjölmiðlamenn séu á mála hjá frystiiðnaðinum. Svo eindregið hlutdrægt er margvíslegt fréttaefni af þessum málum, einkum í ríkissjónvarpi allra landsmanna. En hlutdrægnin á sér aðrar skýringar en íjárhagslegar. Margir blaða- og fréttamenn eru afar háðir khsjum, sem valdamenn nota til að spara sér rök og til að losna við að þurfa að taka afstöðu til óþægilegra raka. í sam- spih valdamanna og allt of margra blaðamanna koma khsjur í stað efnislegrar meðferðar mála. Eitt dæmi um khsju, sem hefur öðlast sess trúarsetn- ingar í valdakerfinu, er orðalagið „fuhvinnsla“. Það er notað um geymsluaðferð frystingar, sem ver fiskinn skemmdum, svo að hann verði seljanlegur á næstum eins háu verði og hann er ferskur og ófrystur. Með þvi að nota orðið „fullvinnslu" um þessa afar dýru starfsemi, sem gefur htið í aðra hönd, er því kom- ið á framfæri, að hún sé bæði göfug og brýn. Orðið minnir mjög á orðalagið um, að við eigum „að vera sjálf- um okkur nógir“ í framleiðslu landbúnaðarafurða. Jafnvel þótt þjóðin hafi áratugum saman flutt inn meirihlutann af matvælum sínum, er khsja sjálfsþurft- arbúskapar notuð til að verja umfangsmikla starfsemi, er hentar frekar tempruðu loftslagi en hinu napra lofts- lagi, sem er hér norður við jaðar freðmýrabeltisins. Þótt margoft sé bent á, að ótal khsjur af þessu tagi séu til óþurftar og skekki yfirsýn fólks, gæta notendur þeirra þess vandlega að svara slíku aldrei efnislega og taka aldrei þátt í neinum skoðanaskiptum um, hvað fehst í raun og veru í hinum heittelskuðu khsjum. Blaða- og fréttamenn hafa í sumum tilvikum aðeins svipað gripsvit á málefnum og ráðherrar hafa eða ef til vih htið meira. Auðveld leið úr þeim vanda er hin sama og hagfræðinganna, sem vonast til, að valdamenn líti til þeirra með velþóknun, þegar embætti losna. Þær tvær stéttir, sem helzt gætu flett ofan af khsjum stjórnmálamanna, gera það ekki, af því að hlutar þeirra vúja baða sig í endurkasti sólargeisla valdsins. Sumir hagfræðingar vilja verða hagstjórar og sumir frétta- menn ímynda sér sig vera innanbúðarmenn í valdakerf- inu. Á takmarkaðri þekkingu má ná langt með að láta vaða á khsjusúðum. Heilu ræður og tilkynningar ráð- herra eru lítið annað en röð af innihaldsrýrum og jafn- vel merkingarfölsuðum khsjum. Hið sama er að segja um ýmsar fréttir af framtaki þessara sömu ráðherra. Hefðbundið er, að flölmiðlamenn hti á sig sem svo- kallaða fjórðu stétt, utan valdakerfisins. Þess vegna er miður, að of margir úr þeim hópi vilja hta á sig sem hluta valdakerfisins og bera sig jafnvel saman við ráð- herra. Sú glýja er byggð á misskilningi á eðh valds. Vald byggist ekki á að birta khsjur stjómmálanna í fíölmiðlum. Vald á íslandi byggist á skömmtun. Stjórn- málamenn keppa um að komast í aðstöðu til að skammta, verða ráðherrar, það er að segja skömmtunar- stjórar eins og nokkrir helztu embættismenn kerfisins. Þótt blaða- eða fréttamaður klæðist í hálstau og jakka, hafi daglegan samgang við skömmtunarstjórana, ráð- herra og embættismenn, kunni tungumál þeirra og komi khsjum þeirra á framfæri við þjóðina, em þeir ekki orðnir valdastétt, þótt sumir þeirra ímyndi sér það. Blaða- og fréttamönnum ber að hta raunsæjum aug- um framhjá geislabaugum skömmtunarvaldsins og hafna khsjum, sem þeir em látnir magna í fiölmiðlum. Jónas Kristjánsson 889! HgaiíaTsaa ,3 hu.oaoutmmi'í FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988. „Náist ekki samstaða um raunhæfa leið verður ríkisstjórnin að fara frá,“ segir greinarhöfundur. - Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar. Ágreiningur um niðurfærslu íslendingar eru komnir í veru- legan efnahagsvanda þrátt fyrir góðæri undanfarin ár og tiltölulega lítið versnandi ytri skilyrði fyrr en þá núna alveg upp á síðkastið. Rót vandans er þó margþætt. í baráttunni við verðbólguna hef- ur genginu htiö verið breytt á und- anfórnum árum þrátt fyrir veru- lega veröbólgu. Raungengi ís- lensku krónunnar hefur þannig hækkað mjög mikið á tiltölulega stuttum tíma. Gengisbreyting veld- ur verðhækkunum og ríkisstjómin hefur freistast til aö koma í veg fyrir þær verðhækkanir með „fast- gengi“. Afleiðingar þessarar stefnu eru óðum að koma skýrar í ljós. Viðskiptahallinn er mikill. Inn- flutningur verður auðvitað hag- stæðari þegar raungengi íslensku krónunnar hækkar. Svo er komið að þrátt fyrir mikla útflutnings- framleiðslu er viöskiptahalli ár- anna 1987 og ’88 líklega 20 milljarð- ar króna. Þannig er að sjálfsögðu ekki unnt að halda áfram. Útflutningsgreinar eru í miklum vanda og margar reknar með tapi. Augljós afleiðing gengisstefnunnar þegar tek’ur eru fastar en kostnað- ur hækkar með innlendri verð- bólgu. Samkeppnisatvinnugreinar eiga og 1 erfiðleikum í samkeppni við innflutning. Augljós afleiðing gengisstefnunnar. Annað atriöi, sem þungt vegur, er frelsi á fjármagnsmarkaði. Ég er persónulega fylgjandi sem mestu frelsi í viðskiptum. En lána- markaðurinn á íslandi er óeðlileg- ur. Markaðurinn hefur ekki náð aö aölagast jafnvægi. Jafnvægi framboðs og eftirspumar er jafnvel enn fjarlægara en þegar frelsinu var komið á. Ástæður eru margvíslegar. Ein er staða ríkissjóðs. Mikil lánsíjár- þörf ríkissjóðs á þessum Utla inn- lenda markaði eykur efitirspum gífurlega. Hins vegar veldur geng- isstefnan hallarekstri útflutnings- og samkeppnisgreina þannig að þörf þeirra fyrir lánsfé eykst stöð- ugt. Vaxtakerfiö ræöur ekki við þessar stöðugt breyttu aðstæður og vextir hækka. Lánskjaravísitalan veldur sjálf- gengi og grunnur hennar er mjög umdeilanlegur, svo ekki sé meira sagt. Hún er eingöngu kostnaöartengd. KjáHarinn Guðmundur G. Þórarinsson þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn Launakerfið í landinu er óskapn- aður og mætti rita langt mál um það. Sfjómmálaumræöan snýst ein- lægt og alltaf um úrbætur í efna- hagsmálum. Nær allt annað fellur í skuggann. Niðurfærslan - millifærsla Almennt era menn sammála um að engin auðveld leið sé til. Þjóðin eyðir um efni fram. Kaupmáttur- inn inni í landinu er mun meiri en landsins út á við, þess vegna við- skiptahalli. Rikisstjórnin hefur notað tals- verðan tíma til að fjalla um niður- færsluleiöina. Sú leið hefur marga galla og byggist á valdboði og laga- setningu. í stöðunni getur hún þó verið réttlætanleg til þess að ná jafnvægi og þá aðeins í takmarkað- an tíma. Framsóknarmenn hafa sett það skýrt fram aö þeir geti því aðeins falhst á þessa leið að niður- færsla komi á aha þætti. verðlag, vexti, laun, þjónustugjöld ríkisins o.s.frv. Forsætisráðherra lýsti þvi hins vegar yfir að þessi leið kæmi aðeins til greina ef verkalýðshreyfingin félhst á hana. Hann kynnti hana síðan fyrir förystumönnum ASÍ þannig að laun yrðu lækkuð um 9% og það gæti leitt til lækkunar verðlags og launa á ákveðnum tíma. Eðlilega gátu ASÍ-menn ekki fall- ist á þetta og þá lýsir forsætisráð- herra þvi yfir að niðurfærslan sé úr sögunni. Fljótafgreitt það. Þessa leið hefði þó átt að kanna nánar og þá með alhliða niðurfærslu. Á sama tíma sér skjóta upp hug- myndum um millifærsluleiðina. Kratar varpa fram hugmyndinni að frysta verðlag og laun, t.d. til áramóta, og leysa vanda frysting- arinnar með núllifærslum. Þessi leið er augljóslega erfið. í fyrsta lagi höfum við ekki fé til nið- urfærslu. Hér er um svo stórarfjár- hæðir aö ræða. Ekki er gæfulegt að taka erlend lán til að fjármagna taprekstur útflutningsatvinnuveg- anna. í öðru lagi er nær ógjörlegt að ráöa fram úr því til hvaða fyrir- tækja á að millifæra fé. Illa hst mér á þá úthlutun. I þriðja lagi er millifærsla ekki annaö en leiö til aö skekkja gengið. Þessi leið bítur því mjög illa á sam- keppnis- og útflutningsgreinum sem ekki njóta millifærslu. Þannig mætti lengi telja. Sjálfsagt er þaö eðlilegt aö þijá stærstu stjóramálaflokkana greini á um leiðir. Þeir hafa í áratugi bar- ist og stefnumið eru að ýmsu leyti ólík. Alþjóð hefur horft upp á erfið- leika þessara flokka við að ná sam- komulagi allt frá því að stjórnin var mynduð. Það samkomulag, sem náðist, hefur hverju sinni borið vitni málamiðlunum og lausnin ekki dugað nema skammt. Þess vegna vex vandinn. Nú verð- ur aö reyna til þrautar. Náist ekki samstaða um raunhæfa leið verður ríkisstjómin að fara frá. Guðmundur G. Þórarinsson „Þjóöin eyðir um efni fram. Kaup- matturinn inni í landinu er mun meiri en landsins út á við, þess vegna við- skiptahalli.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.