Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1989, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 6: JANýAR 1989. Fréttir________________________________ Frystihúsið á Stöðvarfirði skuldar um 540 milljónir: Skuldirnar ein og hálf milljón á hvern A hluthafafundi hjá Hraöfrysti- húsi Stöðvarfjarðar í gærkvöldi kom fram að við uppgjör fyrstu 9 mánaða ársins 1988 hafi skuldir fyrirtækisins reynst vera orðnar 514 milljónir. Síð- an hefur bæst við og er talið að skuld- irnar séu nú um 540 milijónir króna. Á fyrstu 9 mánuðum síðasta árs juk- ust skuldir fyrirtækisins um 123 milljónir króna. íbúar Stöðvarfjarð- ar eru 350 þannig að skuldirnar nema 1.5 milljónum á hvert mannsbarn á staðnum. Auk frystihúss rak fyrirtækið salt- fiskvinnslu en hús hennar brann í haust er leið og hefur ekki verið end- urbyggt. Þá gerir hraðfrystihúsiö út togarana Álftafell og Kambaröst. Verið er að reyna að selja Álftafelliö. Eskfirðingar ætluðu að kaupa en hættu við og að sögn Guðjóns Smára Antonssonar framkvæmdastjóra eru hafnar viðræður við aðra aðila um sölu á skipinu. Hann vildi ekki segja um hverja væri að ræða. Nú er staðan þannig að hraðfrysti- húsiö er lokað, saltfiskvinnslan brunnin, annar togarinn í sölu en Kambaröstin selur afla sinn erlendis. Atvinna í þorpinu er því lítil sem engin. Að sögn Þorleifs Dagbjartssonar, sem á hlut í fyrirtækinu eins og flest- íbúa ir ibúar Stöðvarfjarðar, blasir fátt við annað en fólksflótti af staðnum. íbú- ar þorpsins skiptast í fylkingar með og á móti stjórn og framkvæmda- stjóra. Önnur fylkingin vill afsögn þeirra en hin styður þá. Á fundinum í gær var samþykkt tillaga til hreppsnefndar um að leita eftir aðstoð þingmanna kjördæmis- ins til lausnar þessu mikla vanda- máli. -S.dór Hafskips- og Útvegsbankamáliö: Ekkert samkomulag við saksóknarann - segir dómsformaöurinn Forseti íslands, Vigdis Finnbogadóttir, spjallar hér viö tvö börn sem mættu i jólaboö hennar að Bessastöðum i gær. Þetta boð fyrir börn starfsmanna erlendra sendiráða á íslandi er árlegur viðburður. DV-mynd GVA Eldsvoðinn aö Réttarhálsi: 0 > Suðuvinna á hestakerru kom eldinum af stað Ekkert samkomulag hefur veriö gen við Jónatan Þórmundsson, sér- stakan ríkissaksóknara í Hafskips- og Útvegsbankamáhnu, eins og haft var eftir honum í DV í gær. Þar sagði Jónatan að hann hefði gert sam- komulag um að skila gögnum í mál- unum síðar en ákærunum. Ákærur voru gefnar út 11. og 23. nóvember síðastliðinn. Gögnin hafa enn ekki borist sakadómi. Pétur Guögeirsson, sem er dóms- formaöur í Hafskips- og Útvegs- bankamálinu, hefur skrifaö DV bréf vegna ummæla Jónatans. Bréfið er svohljóðandi: „í DV, miðvikudaginn 4. þ.m., birt- ist frétt um aö Sakadómur Reykja- víkur hefði enn ekki fengið í hendur sakargögn frá sérstökum ríkissak- sóknara í svonefndu Hafskips- og Útvegsbankamáli. Var í fréttinni haft eftir saksóknaranum, Jónatan Þór- mundssyni prófessor, að hann hefði samið við sakadóminn „um þessa vinnutilhögun“. Jafnframt er í ffétt- inni haft eftir honum að ef þessi hátt- ur hefði ekki verið hafður á „væri enn ekki búið að ákæra“. Þar sem mér hefur, ásamt saka- Stefán Valgeirsson alþingismaður hefur verið lagður inn á sjúkrahús á Akureyri. Stefán fékk flensu og síðan eftirköst og þótti því rétt að leggja hann inn til rannsóknar á sjúkrahús- iö á Akureyri. dómurunum Ingibjörgu Benedikts- dóttur og Arngrími ísberg, verið falin meðferð máls þessa tel ég mér vera skylt að leiðrétta þessa frétt blaðsins. Hvorki yfirsakadómari né neitt okk- ar, sem hann hefur falið mál þetta, könnumst við aö það samkomulag hafi verið gert við saksóknarann, sem fréttin hermir, né nokkuð annað varðandi málið. Saksóknarinn fer með ákæruvald í máli þessu og ber einn alla ábyrgð á meöferö þess valds. Það getur því aldrei orðið neitt samkomulag milli hans og dómsins um það hvemig hann hagar saksókn í málinu. Þá er það auðvitað alger- lega óviðkomandi dómstólnum hvenær saksóknarinn höfðar málið, hvort hann gerir það 11. nóvember og 23. nóvember sama mánaðar, eins og gert var, eða einhvern annan dag. Það er algerlega á hans valdi að ákveöa það. Hins vegar hlýtur það að segja sig sjálft að svo lengi sem dómurinn hefur ekki sakargögn málsins í nægilegum íjölda eintaka getur ekki orðið um neina dómsmeö- ferð þess að ræða, a.m.k. ekki að efni Varamaður Stefáns á Alþingi er séra Pétur Þórarinsson, sóknarprest- ur á Möðruvöllum, og hefur hann þegar tekið sæti Stefáns á þingi. -S.dór Eftir rannsókn og yfirheyrslur rannsóknarlögreglunnar virðist nokkuð ljóst að kviknað hafi í út frá svokallaðri argonsuðu sem fór fram á afmörkuðu svæði í sólningarsal Gúmmívinnustofunnar að Réttar- hálsi 2. Var maður að vinna við suðu á hestakerru þegar skyndilega kom upp mikill eldur sem síöan brenndi þetta stóra hús til kaldra kola. Ekki er vitað enn í hverju kviknaði, hvort það vora bensíngufur eöa eldfimur vökvi. Mun suöumaðurinn hafa ætl- aö að styrkja beisli hestakerrunnar með ferkari suðu og þegar hann bar suðuteininn aö járninu hafi eldurinn skyndilega gosiö upp með fyrr- greindum afleiðingum. Ásbjöm Ólafsson var inni í sóln- ingarsalnum þegar þetta gerðist: „Það var verið að vinna viö suðu þarna. Þama inni var mikið af eld- fimum efnum, hreinsibensíni, lími og töluvert af þynni en viö höfðum verið að mála húsnæöið. Þaö var nóg af eldfimum efnum. ‘ ‘ -hlh til.“ -sme Stefán Valgeirsson á sjúkrahús Steingrímur ræðir við fulHrúa KLM „Þetta er nú tilkomið vegna þess að forráðamenn Arnarfiugs hafa farið þess á leit við mig að forráöamenn hollenska flugfé- lagsins KLM megi koma á minn fund og ræða við mig. Það var auðsótt enda ræði ég við alla,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra en hann fer til Hollands um helgina tdl að opna íslandskynningu. Þá mun hann funda með forsætisráöherra Hollands á mánudaginn. Auk þess mun hann hitta forráöa- menn hollenska fiugfélagsins KLM en þeir hafa sem kunnugt er verið nefndir sem hugsanlegir samningsaðilar í tengslum við uppstokkun hjá Amarflugi. „Þeir vilja eflaust kynna sér viðhorf stjómvalda til vandræöa Amarflugs og hvemig stjórnvöld líta á það mál. Ég hef áður sagt að ég hafi áhuga á aö Arnarflug geti gengið en ég hef engin tök á að stuöla að því hvað sem yfir gengur. En það má vera aö þama finnist einhver lausn,“ sagði Steingrímur. -SMJ Áfengi og tóbak hækk- ar í verði Sérstök lög til heimildar um hækkun á áfengi og tóbaki verða samþykkt á Alþingi í dag og því má búast við því að áfengi hækki strax eftirhelgi. Áfengisverslanir verða þó opnar í dag. Sökum þess að bráðabirgöalög- in verða ekki samþykkt fyrr en næst þegar þing kemm- saman verður að setja sérstök lög um þessa hækkun. í fjárlagafrum- varpinu iyrir 1989 er gert ráö fyr- ir þvi aö tekjur ríkissjóðs af áfengis og tóbakssölu aukist um 450 milljónir á árinu. Til þess að það takist verður hækkunin að koma áður en þing kemur næst saman. Asinn við aö fá þetta ftumvarp í gegnum efri deúd var mikill í gær. Var umræöu um fjárlög frestað og kallað á fúnd í efri deild til þess. Þaðan var málið afgreitt á klukkutíma og í gegnum fjár- hags- og viöskiptanefnd. Gekk máliö svo hratt fyrir sig að ekki náðist að boða formann nefndar- innar, Halldór Blöndal, á fund- inn. -SMJ Hvaö segir stjómarandstaðan um nýjustu hugmyndir stjómarflokkanna? Þorsteinn Pálsson: Frekar aðför en lausn „Þessar tillögur byggja greinilega á því að ekki verði gerðar ráðstafanir til að tryggja fyrirtækjum eðhleg rekstrarskil- yrði,“ sagði Þorsteinn Pálsson, formaöur Sjálfstæðisflokksins, aðspurður um þær efnahagsráðstafanir sem ríkisstjómin hefur boðað. „Það á að byggja upp fjóra nýja sjóði með skattheimtu á sjáv- arútveginn sjálfan fyrir kommisara til að deila og drottna í atvinnulífinu. Á margan hátt má segja að þetta sé fremur aðfór að sjávarútveginum en lausn á hinum almenna rekstrarvanda. Ég verð að segja þaö eins og er að mér finnst þaö yfirgengilegt að jafnmætur maður og sjávarútvegsráðherra sktúi koma með tillögur um að leggja nýtt aðstöðugjald á sjávarútveginn nú á þessum tímum.“ Breytingar á kvótakerfi sagði Þorsteinn að boðuöu grandvall- arstefnubreytingu sem hann teldi mjög varasama og gæti leitt til nýs mismunar í sjávarútvegi. Þar að auki væri ljóst að allar þessar hugmyndir væru byggðar á sandi því kvótakerfið hefði aðeins verið samþykkt til skamms tíma en samt ætti að leggja til löggjöf sem byggir á kvótakerfi til 10 ára. Taldi hann öruggt að stjómarflokkamir hefðu ekki meirihluta á Alþingi til að samþykkjakvótakerfiðtilsvolangstíma. -SMJ Julíus Sólnes: Sjóðamyndun afturför Að sögn Júlíusar Sólnes, formanns Borgaraflokksins, tel- ur hann sjálfsagt að flokkurinn fái að hafa áhrif á þær efna- hagsaögerðir sem standa nú fyrir dyrum hjá ríkisstjórn- inni. Taldi hann að þar eð viðræður hæfúst mjög fljótlega þá hlytu viðhorf Borgaraflokksins að hafa þar áhrif á. „Strax upp úr miðri næstu viku geri ég ráö fyrir aö þess- ar viðræður hefjist og við munum náttúrlega hafa okkar áhrif á þessar efnahagsaðgerðir. Við vfljum alls ekki koma inn í þær aö þeim loknum." Júhus sagðist vel geta sætt sig við þá gengisfellingu sem orðið heföi þótt hann heföi tahö rétt aö hafa hana sem af- gangsstærð í efnahagsaögerðunum en ekki upphaf. Af upp- stokkun sjóöakerfisins var hann ekki eins hrifinn: „Það skelfir mig að viö séum að fara inn í eitthvert allsheijar sjóðakerfi aftur. Viö virtumst vera að losa okkur úr sjóða- kerfinu en viröumst nú sigla hraðbyri inn i það aftur.“ Þá sagöi Júhus aö Borgaraflokkurmn heföi ávaht gert miklar athugasemdir viö kvótakerfið enda hefði það margar neikvæðar afleiðingar í för með sér. Honum þætíi hins veg- ar skynsamlegt að selja hluta af kvótanum á ftjálsum mark- aöl -SMJ Kristín Halldórsdóttir: Ómarkviss gengisfelling „Þessi gengisfehing sem varð um daginn var ákaflega mátt- leysisleg og ómarkviss. Við höfum alltaf lagt áherslu á að geng- isfelling veldur kostnaðarhækkunum og rýrir hag heimila og almennings í landinu og þvi verði aö gera ráðstafanir sem hamli gegn því og taki áfallið af heimilunum," sagði Kristín Halldórsdóttir, þingkona Kvennahstans. Hún sagði að forsætis- ráðherra heföi sagt þeim að í tillögunum um hliöarráðstafanir gengisfelhngarinnar mætti finna ákvæði um að bæta hag þeirra lægst launuðu. Væru þaö hin gamalkunnu ráð: Að hækka barnabætur, hækkun tekjutryggingar og tryggingarbóta svo og auknar niðurgreiöslur. Þær í Kvennahstanum hefðu ekki skihð forsætisráðherra ööravisi en að þessar aðgerðir væru á döfinni. Hugmyndin um Hlutafjársjóðinn er m.a. komin frá Kvenna- hstanum og er nú þegar komin inn í bráöabirgðalögin. Einnig sagöi Kristín aö þeim litist bærilega á að selja kvóta enda hefðu útvegsmenn gert það um sinn. „Það er löngu viðurkennt að fiskiskipastólhnn er of stór og sú leið sem farin hefur verið í stjórnun fiskveiða hefur ekki skilað sínum markmiðum," sagði Knstín aðspurð um Úreldingarsjóð fiskiskipa. -SM J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.