Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1989, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989. 11 Ný stefna í vopnasölumálinu Lawrence Walsh, sérstakur SEik- sóknari í íran-kontra vopnasölumál- inu í Bandaríkjunum, fór fram á í gær að tvö helstu ákæruatriðin í máhnu á hendur Ohver North, sam- særi gegn Bandaríkjastjóm og þjófn- aður á eigum ríkisins, yrðu felld nið- ur. ÁkvörðuniWalsh veikir mjög mál- sókn stjómvalda á hendur North, íyrrum starfsmanni þjóðaröryggis- ráðs Bandaríkjaforseta, og þremur öðrum sakbomingum. Þeir hafa ver- ið ákærðir fyrir aðhd að leynhegri sölu vopna til írans í skiptum fyrir lausn vestrænna gísla í Líbanon. Hluti ágóðans af sölunni var veittur á laun tU kontraskæruliðanna í Nic- aragua. Ástæða ákvörðunar Walshs er tregða bandarískra yíirvalda tU sam- starfs. Reaganstjómin hefur neitað kröfu lögfræðinga Norths um að gera opinber leynUeg skjöl sem þeir segja nauðsynleg viö vöm Norths. Yfir- völd segja að skjölin innihaldi upp- lýsingar sem gætu, ef þær yrðu gerð- ar opinberar, stofnað öryggi þjóðar- innar í hættu. Að auki hefur sfjómin neitað að heimUa Walsh að nota hluta þeirra skjala sem hann hefur farið fram á að leggja fram í tUvon- andi réttarhöldum yfir North. Þar með er saksóknaranum ókleift að sanna að um samsæri hafi verið að ræða. Ákvörðun Walshs er ekki síður sig- ur fyrir Reaganstjórnina en North. Forsetinn fékk sínu framgengt í þessu máli og að auki er nú ólíklegt að hafin feuni°þurfa að'mæta fyrir rétti þegar réttarhöldin yfir North hefjast þann 31.janúar næstkomandi. Lögfræðingar Norths stefndu í síð- asta mánuði Reagan forseta og Bush varaforseta tU að svara tU um þeirra vitneskju í vopnasölumálinu. Þó að helstu ákæmatriðin á hend- ur North verði feUd niður þarf hann Ákvörðun ríkissaksóknara er ekki síður sigur fyrir Reagan Bandaríkjafor- seta en Oliver North. Símamynd Reuter enn að svara tíl saka fyrir tólf ákæm- atriði. Hann er meðal annars ákærð- ur fyrir að hindra framgang réttigs- innar og að Ijúga^að JoggjafárþingÍBU. Verði hann fundinn sekur getur hann átt yfir höfði sér sextíu ára fangelsisdóm og þriggja mUljóna doUara sekt. En hvort til réttarhalda kemur er óvíst. Yfirvöld gætu haldið sínu striki og neitað kröfum lögfræðing- anna um leyfi til að nota leynUeg skjöl í vöm Norths og einnig gæti Reagan forseti veitt honum sakar- uppgjöf. Gagnrýnendur stjórnarinn- ar segja að með tregðu fdrsetan^ til samstarfs sé hann í raun að koma í veg fyrir að máhð fari fyrir rétt. Re- agan hefur neitað því og sagði í gær að máhð yrði að hafa siim gang. En ljóst er að aUar hhðar í íran-kontra vopnasöluhneykslinu koma nú aldr- ei fram í sviðsljósið, alla vega ekki í réttarsal. Segja Schliiter huglausan Giinnar Guömimdsson, DV, Kaupmhöfru Sjöunda nýársræða Pouls Schlúter átti án efa að vera hörð viðvömn fyrir dönsku þjóðina. Efni hennar var í stuttu máh sagt kreppa, niður- skurður og spamaður. Þungamiðja ræðunnar vom tvö eftirfarandi atriði: í raun myndi það vera miklu árangursríkara ef aðilar vinnumEU'kaðarins semdu um lægri laun í vissu um það að ríkisstjórnin lækkaði tekjuskattinn sem því næmi. Það er hægt að gera á ábyrgan máta og gæti gefið sömu raunlaun og leitt til verðlækkunar. Á sama hátt myndi það vera mjög jákvætt ef aðilar vinnumarkaðarins gætu samið um seinkun á þeirri styttingu vinnutím- ans sem væntanleg er. Þessi tvö atriði hafa hlotið. mikla gagnrýni frá stjómarandstöðunni, launþegasamtökunum og vinnuveit- endasambandinu. Stjórnarandstað- an segir Schlúter vera huglausan og sé með þessu að þvo hendur sínar í því tilfelh að efnahagsástandið fari enn versnandi. Launþegasamtökin segjast ekki taka mark á svona ræðu- höldum sem byggist á ef, myndi og gæti. Þau segja einnig að ríkisstjórn- in megi reyna að hafa áhrif á vænt- anlega launasamninga en því verði svarað af fullum krafti. Vinnuveitendasambandinu finnst hugmyndin um launalækkun góð en dregur stórlega í efa að ríkisstjórnin hafi bolmagn til að fara að skipta sér af komandi launaviðræðum. Sprengju smyglað fram hjá öryggiseftirliti ísraelskur sérfræðingur í flugör- yggismálum greindi frá því í gær að starfsmaður fyrirtækis hans hefði smyglað útvarpi, sem útbúið var eins og tímasprengja, fram hjá öryggiseft- irhti á flugvehi í Vestur-Evrópu. Á öðrum flugvehi á meginlandi Evrópu urðu menn varir við útvarpssprengj- una eftir að starfsmaðurinn hafði gefið óljósar vísbendingar. Fyrirtæki sérfræðingsins, sem er í tengslum við ísraelska samgöngu- málaráðuneytið, sagði reyndar að starfsmenn tveggja bandarískra flugfélaga, sem þjálfaðir hefðu veriö tíl að spyrja grunsamlega farþega, hefðu í fimm skipti fundið „sprengj- una“ af þeim sex skiptum sem reynt var að fara með hana gegnum Evr- ópu. Ahar þessar kannanir voru gerðar í nóvember og snemma í desember, áöur en breiðþota Pan American flugfélagsins fórst vegna sprengjutil- ræðis yfir Skotlandi þann 21. desem- ber síðasthðinn. Eftir þann atburð var öryggiseftirht hert á flugvöllum. Sérfræðingurinn tjáði fréttamönn- um í gær að sprengjan hefði verið útbúin í samræmi við gögn frá vest- ur-þýsku lögreglunni um sprengju er fannst í fórum leiðtoga samtaka palestínskra skæruliða. Þau eru meðal þeirra sem vestrænir leyni- þjónustumenn segja vera grunuð um að hafa komið fyrir sprengju um borð í bandarísku farþegaþotunni. Á fundinum, sem haldinn var með fréttamönnum í gær, sýndu öryggis- sérfræðingar ferðatösku hlaðna sprengiefni sem þeir töldu hliðstæða þeirri sem olh sprengingunni um borð í breiðþotunni sem fórst yfir Skotlandi. Reuter Menachem Bacharach, ísraelskur sérfræðingur í flugöryggismálum, með „útvarpssprengjuna" sem fór fram hjá öryggiseftirliti á evrópskum flugvelli. Simamynd Reuter Útlönd Israelar særa tuttugu og einn ísraelskir hermenn skutu og særðu tuttugu og einn Palestínu- mann í átökum á hemumdu svæð- unum í gær. Flestir sem vðru skotnir vom að grýta hermennina. í gær fannst einnig lík af gyðingi, sem hafði verið skotinn gegnum bijóstið, á gatnamótum í námunda við byggð gyðinga á vesturbakkan- um. Lögreglan var ekki viss hvort morðið heföi veriö af pólitískum ástæðum eða hvort eitthvað annað réð. Talsmenn herlögreglunnar á svæðinu sögðu að hermenn hefðu skotiö á fólk, sem grýtti þá, í sjálfs- vöm. Uppreisnin á hemumdu svæöun- um hefur nú staðið í eitt ár og ekki virðist hún vera í rénun. Atökin undaníarna daga benda til þess að ef eitthvaö er þá fari ástandið versnandi frá degi til dags. ísraelskir og egypskir hermenn virða fyrir sér landamæramerki rétt við Taba ströndina. Símamynd Reuter Fá aðeins eina kærustu Svartir námsmenn i Peking eru hér á mótmælafundi þar sem þeir mótmæltu kynþáttahatri i Kína og hétu því að-halda áfram að snið- ganga ákveðna tima i háskólanpm. | Simamynd Reuter Afrískir námsmenn í háskólanum í Peking, sem kvarta mikið undan kynþáttahatri og ofbeldi gegn þeim, segja að yfirvöld leyfi þeim aðeins að eiga eina kínverska kærustu hver og að hún þurfi opinbert samþykki. Kínverskir embættismenn neituðu því í gær að svartir námsmenn hefðu verið pyntaðir eftir kynþáttaóeirðir í Nanking. Svörtu námsmennirnir skýrðu síðan frá því að kennarar við háskólann hefðu sett þeim nýjar reglur. Hér eftir mega svartir námsmenn við háskól- ann einungis eiga eina kínverska kærustu hver. Þessi regla virðist sett vegna þess hve kvenhylh hinna svörtu fer mikið í taugamar á venjulegum gulum kínverskum karlmönnum. Hefur þetta atriði valdið átökum milli gulra og svartra oftar en einu sinni. Armensk kona kveikir á kerti og leggur blóm við minnismerki júgóslav- neskrar ftugáhafnar sem fórst í flugslysi þegar hún var að koma með hjálpargögn á jarðskjálftasvæðin í siðasta mánuði. Simamynd Reuter Það björguðust engir sautján Heilbrigðisráðherra Arraeníu sagði í gær að fregnir um að fólk hefði bjargast úr rústum heilum mánuði eftir jarðskjálftann væru rangar. Á dögunura bárust fregnir af því að sautján manns hefðu bjargast úr rústum kornverksmiðju. Svo mun ekki hafa verið. Enginn hefur bjargast lifandi úr rústunum síöan á aðfangadag. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.