Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1989, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1989, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989. 13 Lesendur „Fátt veitir meiri ánægju en aö hæna aö sér þessa litlu vini á stuttum vetr- ardögum,“ segir bréfritari meö mynd er. hann lætur fylgja bréfinu. Smáfuglarnir og skammdegið Ingvar Agnarsson skrifar: Nú er sá tími sem smáfuglarnir fógru flykkjast heim að hýbýlum manna í von um æti. Gefum þeim gaum og gleðjumst af nærveru þeirra. Verum hugulsöm og berum út til þeirra það sem við vitum að þeir sækjast eftir. Ein er sú tegund matar sem þeim finnst hið mesta hnossgæti. Það er kjötsag sem oft er hægt að fá í kjöt- verslunum en einnig í frystihúsum og kjötvinnslustöðvum. Annars þiggja þeir brauð og korn og verður gott af. Fátt er ánægjulegra en að sjá smá- fugla flykkjast í garða umhverfis bústaði manna og vissulega gefur þaö skammdeginu aukið gildi að hæna þá að sér, eyða tortryggni þeirra og gera þá að vinum sínum. Þessar litlu verur geta sannarlega aukið á gleði okkar og barna okkar. En einmitt þau hafa viðkvæmt hjartalag og því er auðvelt að glæða í brjóstum þeirra sanna lotningu og kærleika til alls sem lifir. Færum áramótin Sigurður hringdi: Eg hef verið að velta því fyrir mér hvort þau áramót, sem lengi hefur verið fagnað í lok desember ár hvert, eigi ekki að færa fram lítið eitt. Ég tel að heppilegasti tími til áramóta- fagnaðar sé um vetrarsólhvörf eða hinn 21./22. desember þegar skemmsti sólargangur er og dag tek- ur svo að lengja. Þetta hlýtur að vera með sama hætti alls staðar á hnettinum, þ.e.a.s. að sólargangur breytist, styttist eða léngist, eftir því hvort um norður- eða suðurhvel er að ræða. Þess vegna er ástæða til að mæta þessum tíma- mótum með merkari kaflaskiptum á almanakinu en nú er raunin. Með þessari breytingu, að halda 21. og 22. desember hátíðlega sem ára- mót, yrðu svo sjálf jólin alvöruhvíld- arhátíð eftir glaum og gleði áramót- anna. Með þessu móti næðu þessir tveir viðburðir, áramót og jól, næst- um saman og fólk fengi þar með stærri og lengri hátíð og fleiri frídaga í einu og betri regla kæmist ef til vill á þetta annars sundurlausa og sí- breytilega tímabil leyfa og hátíða. Hringið í síma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið. Fáfræðin um hangikjötið Sigurbjörg Ólöf skrifar: Margrét Jónsdóttir skrifar 27. des. sl. í lesendadálk DV um það hvort taðreykt hangikjöt sé mannamatur. Hún segir m.a. ..veit ekki nákvæmlega hvort um er að ræða sauðatað eða hrossat- að“. Ja, hérna! í minni sveit var stungið út úr fjárhúsunum á vorin, kögglarnir klofnir í flögur sem var raðað upp á vissan máta og látið þorna vel og lengi. Þegar þetta var vel þurrt orð- ið hét þetta skán. Skánin saman- stóð af lambaspörðum og grasi, sem féll úr jötunum á gólfið og var 'næstum helmingur af hvoru. Hálmi man ég ekki eftir, enda ann- að efni: Skánin var svo notuð til að reykja hangikjöt því að viður var ekki til nema kannski á einstaka stöðum. Mór var aldrei notaður svo ég vissi. Mór er allt annað efni og ekki æski- legur til reykinga, hann reykir upp fljótt en heldur hins vegar glóð vel og lengi. Hann þótti bestur til upp- hitunar í ofnum til að spara kol. Hrossatað er allt öðruvísi en skán og hef ég aldrei heyrt að það væri notað til reykingar á hangikjöti, hvað svo sem ungir Reykvíkingar halda. Svo segir Margrét, og þá dámar mér nú fáviskan: ,,En auð- vitað er allt reykt kjöt heitreykt svo að þar er um dálitla blekkingu að ræöa.“ - Ja, hérna! Móðir mín, sem var bóndakona í 50 ár, var rómuð fyrir gott hangi- kjöt og bjúgu sem hún lagaði og reykti sjálf. Hún sagði að kjötið skemmdist ef það hitnaði í því, enda var hangikjötið yfirleitt kal- dreykt. í gömlum matreiðslubók- um er meira að segja varað við aö láta kjötið hitna, hvað svo sem ungir kjötiðnaðarmenn í Reykjavík segja. Það er engin furða þótt sumt af hangikjötinu, sem selt er hér í borg, sé varla ætt. Gamla fóikið, sem lagði sér ti munns svona reykt hangikjöt, liflr allt að hundrað árum. Það er ekki með magakrabba því að það borð- aði allt, gamla íslenska matinn eins og hann var best matreiddur á hverju heimili til sveita. - Þar lærði hver af öðrum. Ungir kjötiðnaðarmenn í dag ættu að glugga dálítið í gömlu mat- reiðslubækurnar sem gefnar voru út eftir aldamót. Þeir myndu margt af þeim læra. Það eru öll aukefnin, sem látin eru í matvælin í dag, sem eru að gera út af við fólkið. Ánægður með dansleikinn Toggi hringdi: inn var í Broadway nú um áramótin. skemmtun sem vel var að staöið. Miglangartilaðlýsaánægjuminni Hann fór mjög vel fram að mínu Ég vona að á þessu verði framhald með unglingadansleikinn sem hald- mati og þetta var í alla staði frábær og þá með sama sniði og nú var. BALLET KLASSÍSKUR BALLET ■ WSmrn^' Kennsla hefst mánudaginn 9. janúar. Nemendur mæti á sömu tímum og áður, — -. A • j Innritun og upplýsingar í síma 72154. Félag íslenskra listdansara. BflLLETSHÓLI 5IGRÍÐRR flRmflfln SKÚLAGÖTU 32-34 <><►<►

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.