Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1989, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989. 41 Lifsstm Nokkrir smáréttir á indverskan máta t Dhall Alls konar linsubaunaréttir eru mikið notaðir með indverskum karríréttum. Þennan linsubauna- rétt má líka nota með pítubrauði. 250 g rauðar linsubaunir 1 tsk. salt 2 msk. olía 1 laukur, smátt saxaður 3 hvílauksrif, marin eða smátt söx- uð 14 tsk. turmerik 'A tsk. kúmen, steytt 1 tsk. rifin engiferrót 2 stk. rauður chilipipar, kjarninn tekinn úr og smátt saxaður Þvoiö baunirnar og hendið öllum þeim sem fljóta á yfirborðinu. Setj- ið í pott með tæpum A lítra af vatni. Látið suðuna koma upp og sjóðið við vægan hita í 10 mínútur. Steikið hvítlauk og lauk í olíunni þar til hann verður gullinn. Stráið turmerik, kúmeni, engifer og chili á pönnuna og hitið í 2 mínútur. Blandið lauk og kryddi saman við hnsubaunirnar og sjóðið áfram í 15-20 mínútur eða þar til hnsurnar meyrna. Baunirnar má frysta og geyma í þrjá mánuði. Setjið þær í heppilegt ílát en hafið það ekki mjög fullt því baunirnar þenjast út í frystingu. Kjúklingasúpa í þessa súpu má nota afganga af soðnum, köldum kjúklingi. 1 kjúklingur, hlutaður í tvennt salt nýmalaður svartur pipar 1 stór laukur, smátt saxaður 1 hvítlauksrif, marið 2 msk. olía 1 chhipipar, kjarninn tekinn úr og smátt saxaður 1 msk. rifin engiferrót 25 g hnetuspænir 'A tsk. kúmen, steytt 'A tsk. koriander, steytt 50 g soðin hrísgrjón 2 msk. sítrónusafi sítrónusneiðar til skrauts Setjið kjúklingahelmingana (unghænu má nota en sjóða lengur) í pott. Nægilegt magn af vatni til að fljóti yfir fuglinn er sett í pott- inn. Suðan er látin koma upp og kjötið síðan soðið við vægan hita í 30 mínútur. Takið fuglinn úr soðinu og hreinsið allt kjöt af beinunum. Soð- ið á að vera um 7 desílítrar, ef eitt- hvað vantar upp á bætið þá við vatni. Steikið hvítlauk og lauk í olíunni í 5 mínútur. Hrærið saman við chili, engifer, kúmeni og koriander og hitið áfram í 2 mínútur. Hrærið kjúklingakjötinu og soðinu saman við kryddið. Látið suðuna koma upp og sjóðið við vægan hita í 10 mínútur. Setjið í blandara eða stappið vel þar til kjötið er vel tætt. Súpan er aftur sett í pott og hrís- grjón og sítrónusafi sett saman við. Látið súpuna sjóða aftur og kryddið ef þarf. Skiptið í fjórar skálar og setjið eina sítrónusneið i hverja skál. Súpuna má frysta og geyma í tvo mánuði. Bombay kartöflur Þessi smáréttur, sem oft er notað- ur sem hliöarréttur, er einn vin- sælasti hefðbundni indverski rétt- urinn. Notaöar eru fremur smáar kartöflur og ef þær eru nýupptekn- ar þarf ekki að afhýða þær. Skammturinn er áætlaður fyrir flóra. Kjúklingasúpan er borin fram með sítrónusneið í hverri skál. .. r 5 Indverskir réttir eru bornir fram i þar til gerðum skálum, kallaðar thalis á indversku. Oftast eru þær úr kopar og hjá þeim auðugri úr silfri. Réttunum safnar svo hver fyrir sig á smærri disk sem kallast katoris. Efst á myndinni er grænmetisrétturinn en neðst Bombay-kartöflurnar. 450 g smáar kartöflur 'A spánskur laukur, smátt saxaðúr (mildur matarlaukur) 214 cm biti af engifer, smátt saxað- ur 1 tsk. ljós kúmenfræ 1 tsk. sinnepsfræ 1 tsk. turmerik 1 tsk. mangoduft 1 tsk. chiliduft 1 tsk. garam masala Þrífið kartöflurnar vel, sjóðið og afhýðið en nýjar kartöflur þarf ekki að afhýða. Hitið olíuna og steikið kúmen- og sinnepsfræin í 1 mínútu þar til þau byrja að smella. Engiferið er steikt í eina mínútu og laukurinn í tvær mínútur. Bætið turmerik, mango-duftinu og chili- duftinu á pönnuna og hitið í 2 mín- útur. Soðnar kartöflurnar eru sett- ar á pönnuna saman við kryddið og bætt við vatni ef með þarf. Hrær- ið vel. Þegar blandan er vel heit Matur stráiö þá garam masala yfir. Soðið við vægan hita í nokkrar mínútur og berið fram sem meðlæti. Bengali grænmeti Þetta er góður og einfaldur græn- metisréttur sem nægir sem aðal- réttur fyrir Qóra. Borinn fram meö hrísgrjónum. 700 g fersk grænmetisblanda (blómkál, gulrætur, sellerí, baunir og maís) 4 msk. olía 'A mildur laukur, smátt saxaður 14 rauð paprika, smátt söxuð 14 tsk. laukfræ 14 tsk. ljós kúmenfræ 14 tsk. fenugreekfræ 14 tsk. fennelfræ • 14 tsk. sinnepsfræ Hreinsið grænmetið og skerið í bita. Setjið í sjóðandi vatn og snögg- sjóðið. Hitið olíuna á pönnunni og hitið kryddið í 1 eina mínútu og síðan laukinn í 4 mínútur. Paprik- an og grænmetið sett á pönnuna og hrært í þar til grænmetið er vel heitt í gegn. Setjiö vatn á pönnuna ef með þarf. Saltið ef vill. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.