Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1989, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1989, Blaðsíða 32
 FR ÉTT AS KOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá i síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989. Thor fékk ekki heiðurslaun Óvænt uppákoma varö viö lok umræðunnar um fjárlögin í nótt þeg- ,«**ar fram kom tillaga um aö bæta tveim listamönnum, þeim Atla Heimi Sveinssyni og Thor Vilhjálmssyni, ' inn á heiðurslaunalista listamanna. Kom tillagan frá ráðherrum Al- þýöubandalagsins en átti þó ekki að flytjast í nafni ríkisstjórnarinnar. Mun þó forsætisráðherra hafa veitt samþykki sitt. Var leitað til fulltrúa annarra flokka um að flutningsmenn tillög- unnar kæmu úr öllum flokkum en það hefði þurft að leita afbrigða ef tillagan hefði átt að vera samþykkt. Fannst þeim seint komið fram með tillöguna og neituðu að vera með nema þeir fengju að bæta við fleiri mönnum. Hafði einhver á orði að list- ^-jjnn hefði fljótlega verið kominn upp í 20 manns. Ekkert varð því af flutn- ingi tillögunnar. Fjórir listamenn komust í heiður- launaflokka í fyrsta sinn í nótt: Jó- runn Viðar, Kristján Davíðsson, Þor- steinn Ö. Stephensen og Jakobína Sigurðardóttir. -SMJ Menntamálaráðherra: Þetta er hney ksli „Það er hneyksli að Alþingi skuli ekki fallast á að taka inn listamenn eins og Atla Heimi og Thor Vil- hjálmsson sem hafa fengið sérstaka viðurkenningu allra Norðurland- anna,“ sagði Svavar Gestsson menntamálaráðherra er DV spurði hann álits á því að tillaga þessa efn- is, sem kom frá Alþýðubandalags- ráðherrum í nótt, skyldi ekki fá brautargengi á þingi. „Ég tel að þetta kerfi, að Alþingi úthluti heiðurslaunum til lista- manna, hafi gengið sér til húðar og að því eigi að breyta. Ég mun beita mér fyrir því að allt launakerfi lista- manna verði tekið til endurskoðunar og endurmats. Aðdragandinn aö þessu máli var " ~sá að ekkert samkomulag hafði verið gert um val listamannanna. Það voru atkvæði menntamálanefndanna sem réðu því. Ég og fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, vorum mjög óánægðir með að gengiö væri fram hjá þessum tveim umræddu mönnum," sagði Svavar. -JSS NÝJÁ SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 GOÐIR BILAR ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR LOKI Eru þetta heiðurslaun eða ellilaun? Kona vaknaði með innbrotsþjóf á rúmstokknum: „Fitlaði við hár mitt og VllÁtf ■ im Imlammáíi wtfdllli IIIUb Ulll Td?lUi Ung kona vaknaði við að inn- brotsþjófur sat á rúmstokknum og reyndi að taka af henni sængina. „Ég stífnaði upp þegar ég varð mannsins vör. Hann togaði í sæng- ina og ósjálfrátt settist ég upp og togaði á móti. Maðurinn sagði: „Vertu ekki smeyk, ég ætla ekki að meiða þig.“ Það eina sem ég gat stunið upp var að ég bað hann að fara,“ segir konan sem fékknætur- heimsóknina. Grétar Sæmundsson hjá Rann- sóknarlögreglunni segist kannast við málið sem geröist fyrir mánað- armótin í Reykjavík, en enn hefði það ekki verið upplýst. Rannsókn- arlögreglan hefur fleiri mál af sama toga til rannsóknar. Konan svaf í kjallaraíbúð í húsi foreldra sinna og átti sér einskis ills von þegar hún vaknaði um klukkan fimm að næturlagi. „Maðurinn var rólegur þegar hann vakti mig. í fyrstu hélt ég að einhver í fjölskyldunni væri að vekja mig. Maðurinn fltlaöi við hár mitt og strauk mér um fæturna. . Hann var kurteis og talaöi í sí- fellu um að ég þyrfti ekkert að ótt- ást, hann skyldi ekki meiða mig. Ég sat í rúminu og kom engu öðru út úr mér en að ég bað hann að fara. Eiginlega bjóst ég við að hann mundi stinga mig á hol og mis- þyrmamér, ég var svo hrædd. Blíð- mæli mannsins drógu ekki úr hræðslunni." Eftir að maðurinn hafði setið á rúmstokknum í rúman hálftíma féllst hann á að fara. „Hann rétti mér meira að segja höndina þegar hann kvaddi og baöst afsökunar á ónæðinu,“ segir konan. Ég gat ekki fundið neina áfengis- lykt af manninum en lögreglan sagði mér aö mestar líkur væru á að hann hefði verið undir áhrifum fíkinefna," segir konan sem vill ekki láta nafns síns getiö. Eftir innbrotið er konan hrædd viö að vera á ferli eftir að skyggja tekur en það var hún ekki áður. Það kom á daginn að innbrotsþjóf- urinn hafði stolið ýmsu smálegu í íbúðinni. Að sögn Grétars Sæ- mundssonar er töluvert um að . fíkniefnaneytendur fremji ýmiss konar auðgunarafbrot til að fjár- magná neysluna. Hann taldi þó ekki tímabært að kveða upp úr hvort það hefði verið eiturlyfja- neytandi sem settist á rúmstokk ungukonunnar. -pv Hægt er að keyra pokana út á bílastæði í innkaupakerrunum, eins og þarna sést. Viðskiptavinurinn er þarna með stærri innkaupapokann, sem er ansi myndariegur um sig, eins og sjá má. DV-mynd BG Hagkaup flytur inn sérstaka innkaupapoka: Passa í innkaupa- kerrur verslana „Þessum innkaupapokum er eng- an veginn stefnt gegn Landverndar- pokunum. Þetta er einungis valkost- ur sem við bjóðum viðskiptavinun- um. Með þessu erum við líka að stemma stigu við að fólk beri inn alls konar töskur og ráptuðrur," sagði Jón Ásbjörnsson, verslunar- stjóri í Hagkaupi, í samtali við DV. Á næstu dögum mun verslunin bjóða viðskiptavinum sínum upp á nýja og óvenjulega gerð innkaupa- poka. Þeir eru sagðir mjög sterkir, enda úr seglaplasti. Pokarnir verða til í tveim stærðum og munu passa í innkaupakerrur verslunarinnar. Hinir stærri rúma talsvert af vörum, eða a.m.k. tvöfalt það magn sem venjulegur plastpoki tekur. Þeir verða seldir í versluninni og munu kosta um 250 krónur en hinir minni 150 krónur. Einnig veröa seldir plast- pokar sem merktir verða Landvernd. „Pokarnir eru sterkir og það er ætlast til að þeir séu notaðir aftur og aftur,“ sagði Jón. „Þeir verða ekki merktir Hagkaupi né seldar á þá auglýsingar. Við munum selja þá á kostnaðarverði. Með þessu reynum við að koma til móts við þá viðskipta- vini okkar sem ekki vilja kaupa ein- nota plastpoka né vera á ferðinni með fyrirferðarmiklar innkaupa- töskur, því tómum pokunum má rúlla saman og þá fer lítið sem ekk- ertfyrirþeim.“ -JSS Ráðningu Vals frestað? Búist er við því að ráðningu Vals Arnþórsson í stöðu bankastjóra Landsbankans verði frestað á fundi bankaráðs Landsbankans í dag. í ráðningarsamningi Vals við bank- ann stendur skýrt og skorinort að hann sé ráðinn frá 1. janúar enda uppfylli hann þá ákvæði bankalag- anna um að vera laus úr öðrum störf- um. Það er Valur ekki. Hann hefur beðið um frí í bankanum til að ljúka störfum sínum hjá samvinnuhreyf- ingunni. Pétur Sigurðsson, formaður bank- aráðs Landsbankans, sagði í morgun aö það væri túlkunaratriði hvort Valur væri orðinn bankastjóri þar sem hann hefði ekki tekið að sér nein trúnaðarstörf ennþá og að það hefði orðið að samkomulagj á milli hans og bankans að hann fengi að ljúka við störf sín hjá samvinnu- hreyfingunni. -JGH Veðriö á morgun: Rigning og slydda Á morgun verður norðaustan- átt og slydda á Vestfjörðum en annars suðvestlæg eöa breytileg átt og rigning um mestallt landið. Hitinn verður 1-3 stig. „Fjármaður- inn“ játar tvö brot Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Akureyringur á miðjum aldri hef- ur við yfírheyrslur hjá rannsóknar- lögreglunni á Akureyri játað að hafa misþyrmt kindum í fjárhúsum þar í bænum í tvígang. Aðfaranótt Þorláksmessu braust maðurinn inn í íjárhús og misþyrmdi kynferðislega tveim gimbrum og kind með þeim afleiðingum m.a. að aflífa varð gimbrarnar. Maðurinn hefur einnig játað sams konar athæfi fyrir um ári í öðru fjárhúsi þar skammt frá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.