Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1989, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989. Spumingin Finnst þér rétt að taka gjald fyrir plastpoka í verslunum? Dóra Hlíðberg ritari: Nei, mér flnnst það ekki rétt. Það væri í lagi ef verð- ið lækkaði sem því nemur. Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir nemi: Já, mér fmnst það rétt. Þetta er mik- ill kostnaður fyrir kaupmenn. Valgerður Kristjánsdóttir kennari: Mér finnst þaö rétt og sjálfsagt. Þetta dregur úr umhverfismengun. Halldór Kjartansson rafeindavirki: Alveg sjálfsagt. Það munar engan um þessa upphæð og þetta dregur úr mengun. Ástríður Hauksdóttir skrifstofumað- ur: Já, mér fmnst alveg sjálfsagt aö styðja Landvernd í góðu starfi. Guðný Kolsöe verslunarmaður: Mér finnst það rétt. Peningarnir fara til styrktar góðu málefni. Lesendur Erföaprinsar A-flokkanna: Kanna jarðveginn á rauðu Ijósi Sigurjón Jónsson hringdi: Er ég vaknaði í morgun fékk ég staðfest með morgunfréttum út- varpsins að nú væri það ákveðið að formenn A-flokkanna, Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags, þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Ólaf- ur Ragnar Grímsson, sem ég vil nú kalla erfðaprinsa flokkanna, hefðu ákveðið að heíja hringferð um landið og halda fundi á hverjum viðkomustað til að kanna jarðveg- inn fyrir sameiningu flokka sinna. í Alþýðublaðinu í gær (4. jan.) er svo fyrirsögn á forsíðu þar sem þessi áætlun er útlistuð nákvæm- lega undir fyrirsögninni ,,„Á rauðu ljósi" - Upphaf sameiningar A- flokkanna?". í Þjóðviljanum í dag er hins vegar ekki minnst á þetta mál en í staðinn er þar að finna frétt um „Naflaskoðun Sjálfstæðis- flokksins til áramóta"! Alþýðublaöið er þó svo hreinskil- ið að segja í frétt sinni um þessa fyrirhugðu jarðvegskönnun erföa- Formenn A-flokkanna, Jón Baldvin Hannibalsson og Ólafur Ragnar Grímsson, ætla aó kanna jaröveginn. prinsanna að viðbrögð forystu- Ég vil nú umorða ummæli for- sveita flokkanna sé neikvæð. Og manns Alþýðuflokksins, sem segir hvern skyldi nú undra? um málið aö þetta sé „endirinn á fortíðinni", og segja að þetta sé endirinn á lífstíð flokkanna, fortíð, nútíð og framtíð. Og af svörum þeim, sem formaður Alþýðuflokks- ins gefur í biaði sínu um að spurn- ingarnar séu margar (t.d. hvort Ólafur Ragnar sé krati, var Jón Baldvin marxisti?, hvort Stalín sé ennþá hér, hvort Gorbatsjov sé orð- inn krati og hvort framtíðin sé súp- er-krataflokkur), finnst mér þessi uppákoma vera meira í ætt við skemmtiferð en að nokkur alvara búi þarna að baki. Það má svo alltaf spyrja sjálfan sig hvort þessir flokksformenn hafi ekki öðrum þarfari skyldum að gegna en efna til fundaferðar um fyrirfram dauðadæmt mál. Eru mennirnir ekki mikilvægari í sín- um ráðuneytum og ráðherrastöð- um en svo að þeir geti leyft sér hálfsmánaðar tilgangslausa reisu á „rauðu ljósi" til að kanna „endann á fortíðinni"? Ánægður hagfraeðingur VÍ J.P. hringdi: Hagfræðingur þeirra verslunar- ráösmanna, Vilhjálmur Egilsson, er kampakátur þessa dagana. í sjón- varpsfréttum í gærkvöldi var rætt við hann um nýtt fyrirkomulag á innfluttum vörum til landsins og greiöslufrest þegar ekki kemur til bankaábyrgð. Allt taldi hagfræðing- urinn þetta til bóta og sagði eitthvað á þá leiö aö þetta væri nú eitthvað annað og betra en það sem verið hefði. Ég er að tjá mig um þetta vegna þess að mér flnnst nú Bleik vera nokkuð brugðið miöað við það sem áður hefur heyrst í horni Verslunar- ráðs íslands þegar ekki mátti minn- ast á neinar ráðstafanir frá þessari stjórn nema þær væru til trafala og spor aftur á bak. Sama virðist uppi á teningnum hjá þessum sama hagfræðingi í sam- bandi við bann á innflutningi á vör- um hingað til lands frá Suöur-Afríku. Þar er ekki verið að hafa uppi stór orð eða mótmæli. Hagfræðingur Verslunarráðs íslands segir einfald- lega að bannið hafi sáralítil áhrif og menn verði bara að skipta við ein- hver önnur lönd sem bjóði ekki upp á eins hagstætt verð. - Gæti þýtt ein- hverja verðhækkun á tilteknum vöruflokkum, bætti hann viö svona eins og af rælni! Já, það er nú meira hvað Verslun- arráð íslends er allt í einu orðið vin- samlegt ríkisstjórninni og því sem frá henni kemur nú um stundir. Skyldu ráðamenn hjá Verslunarráð- inu vera farnir að halda að stjórnin sitji út kjörtímabilið eða hvað? Ráðabrugg í ferðaþjónustu Einar Óskarsson hringdi: Ég er ekki mjög hissa á nýjustu fréttunum úr feröaþjónustugeir- anum þótt fjölmiðlar qúki upp til handa og fóta og teþi þetta Útsýn- arupphlaup frétt dagsins eins og fram kom t.d. hjá báðum sjón- varpsstöðvunum í gærkvöldi (2. jan.). Ég get ekki séð neitt fréttnæmt við það þótt fyrrum ferðaskrif- stofukóngi í Útsýn sé meinað að taka sæti þar eftir að hann hefur selt allan hluta sinn í fyrirtækinu og ekki haíði verið endumýjaður við hann samningur um áfram- haldandi setu í stjórn fyrirtækis- ins. Auðvitað er fyrrverandi for- stjóri, eigandi og stofnandi ferða- skrifstofunnar Utsýnar alls góðs maklegur og hann hefur verið duglegur og farsæll brautryðj- andi í ferðaþjónustu. Hins vegar kemur þaö ekkert á óvart að hann skuli settur út af sakramentinu þegar hann hefur ekki lengur „bréf upp á vasann" eins og stundum er tekið til orða. Þetta hafa aörir forgöngumenn orðið að þola áður, bæði í þessari grein viðskipta og öðmm, og hef- ur ekki mikið veður verið gert út af því í fjölmiölum. Málið viröist bara verá þaö að í ferðaþjónustunni er stundað mikið og harðvítugt ráðabrugg og þar verður sá eða þeir ofan á sem best hafa komið ár sinni fyr- ir borð. Svona einfalt er þetta. Um mánaðamót 1 Qármálaliíinu: Bankatölvur frjósa Launamaður hringdi: Það má segja með fullri sanngirni aö mánaðamót í íslensku flármálalífi séu til hinna mestu vandræða. Um þetta efni skrifaði reyndar fyrrver- andi blaðamaður, sem nú starfar hjá Verslunarráðinu, ágæta grein fyrir nokkru ef ég man rétt. Ég fór í morgun í einn bankann til að ná í launin mín fyrir síðasta mán- uð þar sem ég var oröinn nokkuð aðkrepptur vegna skorts á skotsilfri sem aftur stafar af þeim reginmistök- um að greiða mér og þúsundum ann- arra laun aðeins einu sinni í mán- uði. - Aðrar þúsundir manna á ís- landi fá launin sín flórum sinnum i mánuði, t.d. verkamenn, og allir iðn- aðarmenn svo dæmi sé líka tekiö af helstu hálaunamönnum landsins. Raunar ættu aðeins þeir sem hafa laun um og yfir 200 þúsund krónur á mánuði að fá útborgað um mánaða- mót því aörir hafa ekki efni á að lána laun sín í 30 til 33 daga eins og nú er raunin. - Eða hvers vegna skyldu verslunarmenn t.d. hafa meiri efni á að lána sín laun svo langan tíma en iðnaðarmenn? En þaö var nú ekki þetta eitt sem ég vildi sagt hafa þvi er ég kom í bankann minn til að ná í hungurlús- ina, sem eftir er af laununum þegar búiö er að taka af þeim í þarfir ríkis- kassans og þar með allra þeirra sem ég stend undir í þjóðfélaginu, svo sem listamanna, nemenda, drykkju- manna, núverandi og fyrrverandi, og annarra sem hafa það gott á minn Mánaðarlegt frost i bönkum? kostnað þá var bara engin laun að hafa - því allar tölvurnar í mínum banka voru frosnar! Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tölvur bankanna frjósa um mánaða- mót, þær gera það yfirleitt um öll mánaðamót. Ég er svo aldeilis yflr mig hissa á þessu kerfi að ég á ekki fleiri orð til að bæta við um það þótt ég vildi svo gjarnan. - En þetta leiðir hugann að því sem margoft hefur verið drepið á: Hvers vegna þarf flár- málakerfi landsins að snúast um sér- hver mánaðamót og umturnast þá? Nótulaus neyðarþjónusta - án söluskatts? Þjónusta dráttarbíla: Engin nóta, eng- inn söluskattur Bíleigandi hringdi: Ég lentí, í þeirri aðstöðu að þurfa á aöstoð dráttarbíls að halda tíl að draga bifreið mína ákveðna vegalengd. Ég náði í bíl hjá einni dráttarbílaþjónustunni. Ekkert er nema gott um þjón- ustuna sjálfa að segja. Hins vegar kom það flatt upp á mig þegar að greiöslunni kom aö nótuútskrift virðist vera með happa- og glappaaðferðinni. Þannig spuröi bílstjórinn, er ég greiddi fyrir þjónustuna, hvort ég vildi nótu. Ég sagði sem var að ég þyrfti að fá nótu en spurði svo hvort það væri ekki skylda þeirra að skrifa nótu. Þá fékk ég það svar að það væri ýmist og í sannleika sagt þyrftu þeir ekki að skrifa nótu þar sem þeirra þjónusta félli undir þaö sem kall- að er hjálparstarf, líkt og starf- semi sjúkrabifreiða. Mér þykir það nokkuð skrýtið ef dráttarbílaþjónusta er sett undir sama hatt og sjúkraakstur, t.d. slökkviliðsins, eða önnur neyðarþjónusta. Ég vil ekki trúa þvi að kerfið hjá okkur sé svo gatslitið að hinir ýmsu aðilar, sem eru bjóða þjónustu sína, geti komist hjá að greiða söluskatt af henni. - En ef svo er er ekki furða þótt slæmar heimtur séu á flár- magni í ríkiskassann og reynt sé aö koma sem mestum byrðum á launamenn í fóstu starfi þar sem innheimta er trygg um hver mán- aðamót.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.