Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1989, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1989, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1989. Fréttir Umferðarslysum fækkaði verulega á Akureyri í fyrra: Fleiri kynferðisafbrot w og aukið tékkamisferli Gyifi Kristjánssan, DV, Akureyri; „Það er óhætt að segja að árið 1988 hafi komið mjög vel út, heildarfjöldi mála, sem okkur hafa borist til rann- sóknar, hefur minnkað og ekki síst er ástæða til að vera ánægður með að umferðarslysum fækkaði veru- lega á síðasta ári miðað við árið á undan,“ segir Daníel Snorrason, yfir- maður rannsóknarlögreglunnar á Akureyri. Heildarfjöldi mála, sem bárust til rannsóknarlögreglunnar á Akureyri á síðasta ári, var 1457 miðað við 1796 mál árið á undan. Þama munar mestu tilkoma nýrra umferðarlaga sem hafa það í för með sér að minni háttar árekstrar í umferðinni koma ekki lengur til kasta lögreglunnar og nam fækkun í þessum málaflokki 280 málum. Eitt banaslys Eitt banaslys kom til kasta lögregl- unnar á Akureyri og var það um- ferðarslys sem varð seint á árinu í Grýtubakkahreppi. Hins vegar fækkaði umferðarslysum í heild úr 97 í 63. „Ég tel tvímælalaust að lög- leiðing notkunar ökuljósa og örygg- isbelta eigi þarna mikinn hlut að máh. Við höfum oftsinnis séð menn eftir umferðarslys mikið marða eftir öryggisbelti en að öðru leyti ómeidda og í mörgum þessara tilfella er hægt að fullyrða að um stórslys hefði orð- ið að ræða ef beltin hefðu ekki veriö notuð,“ sagði Daníel. Innbrotum á síðasta ári fækkaði um 39, urðu 30 í stað 69 árið áður. Hins vegar fjölgaði þjófnuðum án þess að um innbrot væri að ræða um 39 á árinu. Þá fækkaði tilkynningum um vinnuslys úr 36 áriö 1987 í 19 á síðasta ári. Tékkamisferli eykst Fjölgun varð á málum sem varða tékkamisferh og falsanir. 26 mál komu upp vegna útgáfu innstæðu- lausra ávísana og 31 mál vegna fols- unar ávísana. Þá varð einnig fjölgun á kynferðisafbrotum, alls voru til- kynnt 15 slík mál og þar af voru tvær nauðganir. Þessi málaflokkur var svo til óþekktur á Akureyri fyrir nokkrum árum. Daníel sagði að svokölluöum ungl- ingamálum hefði fækkað talsvert. „Þótt sumir telji þessi mál ekki merkileg þá tel ég að það skipti miklu máh að fækka þeim verulega og það hefur okkur tekist. Okkur hefur gengið vel að upplýsa shk mál og e.t.v. hefur það haft sitt að segja,“ sagði Daníel. Aðeins þrír rannsóknarlögreglu- menn eru í starfi hjá lögreglunni á Akureyri en svæði þeirra nær yflr Eyjafjörð ahan og Grímsey og sinna þeir málum sem upp koma við aust- anverðan fjöröinn þótt það svæði sé í umdæmi lögreglunnar á Húsavík. Bjórsmyglið: Enginn verið hand- tekinn Enginn hefur verið handtekinn vegna rannsóknar á smygh á 1100 kössum af bjór, sem komu í gámi með Laxfossi É Reykjavíkur frá Antwerpen í Belgíu, sautjánda janúar síöasthðinn. Þórir Oddsson vararannsókn- arlögreglustjóri segir að ekki hafi margir verið yfirheyrðir vegna rannsóknarinnar. Rannsóknarlögreglan verst allra frekari frétta af gangi rann- sóknarinnar. í dag er hálfur mánuöur höinn frá því aö Laxfoss kom með bjór- inn til Reykjavíkur. -sme Byrjað er að rifa trébryggjuna fyrir framan hraðfrystihúsið en hún er að hruni komin. DV-mynd Ægir Hraöfrystihúsiö á Fáskrúðsfírði: Aflaverðmæti 212 milljónir í fyrra Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúðsfirði: Hraöfrystihús Fáskrúðsfjarðar tók á móti rúmlega 6500 tonnum af fiski á sl. ári að verðmæti 212 milljónir króna. í frystingu fóru um fjögur þúsund tonn en í salt um 1350 tonn. Aflaverðmæti Ljósafehs SU var um sjötíu milljónir króna en skipið var aöeins við veiðar í funm mánuði fyrri hluta ársins en fór síðan til Póllands í endurbyggingu. Aflaverðmæti Hof- Lögreglan Lögreglubíll skemmdist mikið eftir að honum var ekið á kyrrstæðan áætlunarbíl á Þrengslavegi. Mikiö dimmviðri var og skyggni lítið er áreksturinn varð. Engin slys urðu á fólki. Áætlunarbílhnn stóð samhliða öðrum bíl á veginum er lögreglubOl- fells SU var 118,5 mihjónir króna á sl. ári. Ahs seldu togararnir afla er- lendis fyrir rúmar 48 milljónir. Nú er vinna hafin við aö rífa tré- bryggju framan við hiaðfrystihús kaupfélagsins. Þar verður sett um sjötíu metra langt stálþil og við vesturenda þess veröur tíu metra trébryggja fyrir trihubáta. Áætlað er að kostnaður við þessar fram- kvæmdir verði ahs um þrjátíu millj- ónir króna. í árekstri inn kom að. Lögreglan í Ámessýslu hefur haft flóra stóra bha í sinni þjónustu. Nú er einn þeirra frá vegna árekstursins og kemur það sér hla á þessum tíma þegar ófærð er mikil á vegum. -sme I dag mælir Dagfari Túristarnir í Dagsbrún Nú eru góð ráð dýr hjá Flugleiðum. Verkamannafélagið Dagsbrún, undir forystu Guðmundar J. Guð- mundssonar, hefur látið þau boð út ganga að Dagsbrúnarmenn íhugi thboð frá erlendu flugfélagi sem bjóði margfalt lægra verð heldur en Flugleiðir. Þetta er dulbúin hót- un hjá Dagsbrún vegna þess að Flugleiðir hafa leyft sér að höfða mál á hendur Verslunarmannafé- lagi Suðumesja fyrir meintar ólög- mætar aðgeröir í verkfallinu fræga á síðasta vetri. Dagsbrún hkar ekki þegar vinnu- veitendur voga sér í málaferh til að fá úr því skorið hvort landslög séu brotin í verkfóllum. Dags- brúnarmenn eru nokkurs konar siðvæðingarmenn í verkalýðs- hreyfmgunni og þeir hða ekki nein- um að hafa aðrar skoðanir á lands- lögum heldur en þeir sjálfir hafa. Dagsbrún hefur ahtaf rétt fyrir sér í verkföhum. Dagsbrún hefur rétt th þess að beija menn og banna þeim að bera hönd fyrir höfuð sér. Það sama ghdir um verslunarmenn á Suðumesjum. Þeir mega líka beija menn og meina þeim aö vinna þótt mennimir, sem em barðir, séu ahs ekki í verkfahi. Atvikin vora þau að yfirmenn Flugleiöa gengu í störf afgreiðslu- fólks á Keflavíkurflugvehi þegar verslunarmannafélagið fór í verk- fall. Farþegar, sem komu á flug- völhnn og vhdu bóka sig inn, fengu ekki aðgang að afgreiðslunni vegna þess að Suðumesjamennirnir stihtu sér upp th vamar og mein- uðu með handafh blessuðu fólkinu að fara ferða sinna. Út af þessu sprattu miklar dehur og raunar slagsmál í nýbyggðri flugstöðinni og Flugleiðir hafa í framhaldi af þessu verkfahi og þessum átökum vhjað fá úr því skorið hver sé rétt- ur yfirmannanna og hver sé réttur verkfallsvarða. Þetta er sem sagt mál sem hefúr þann tilgang að fá úr því skorið hvað lögin segja við því þegar yfirmenn leggjast svo lágt að vinna fyrir undirmenn sína. Þessi málaferh era þó ekki aðal- atriði málsins heldur hitt aö Dags- brún hefur nú gripið th þess ráðs að hóta Flugleiðum aö Dagsbrún- armenn fljúgi ekki með Flugleiðum ef þessum málaferlum verður hald- ið tíl streitu. Það sem vekur athygli er auðvit- að sú staðreynd að Dagsbrún telur sig hafa líf og framtíð Flugleiða í hendi sér eftir því hvort íslenskir verkamenn fljúga með Flugleiðum eða ekki. Dagfari verður að viður- kenna að hann hefur ekki gert sér grein fyrir því áöur hversu mikil- vægir viðskiptavinir Dagsbrúnar- menn era í mhlhandaflugi. Hingað th hefur Dagfari haldið að verka- menn í Dagsbrún heföu ekki slík kjör að þeir stunduðu utanfarir að neinu ráði. Ekki þá meira en geng- ur og gerist hjá öðram stéttum og jafnvel eitthvað minna, miðað viö þau verkamannakjör sem ekki eru ahtaf tahn til skiptanna. En þetta er greinhega mikill mis- skhningur hjá Dagfara. Verka- menn í Dagsbrún hljóta að vera með stærstu viðskiptamannahóp- um Flugleiða úr því að Dagsbrún telur sig geta stiht Flugleiðum upp við vegg ef menn þar haga sér ekki eins og Dagsbrún vill að þeir hagi sér. Annars hefði hótunin um að skipta ekki við Flugleiðir harla htla þýðingu. Svo er eihnig hitt: Ef Dagsbrún hefur fengið svona hagstætt tilboð fyrir umfangsmiklar utanferðir Dagsbrúnarmanna er þá Dags- brúnarforystunni stætt á því að afþakka það boð þótt Flugleiðir láti af þeirri frekju að fara í mál út af lögunum? Stendur ekki þetta tilboð áfram hver sem niðurstaðan verð- ur af einhveijum málaferlum? Hvað segja ferðalangarnir í Dags- brún ef stjórnin í félaginu ætlar að afþakka þetta kostaboð og taka miklu dýrara boði frá Flugleiöum, bara til að losa Verslunarmannafé- lag Suðurnesja undan málarekstri? Flugleiðamenn eru í klípu. Þeir sjá fram á þaö, ef þeir halda lögun- um th streitu og vilja knýja það fram með dómi að yfirmenn megi stunda störf undirmanna, að þeir missa viðskipti við feröalangana úr Dagsbrún. Hvers vegna ættu stjórnendur Flugleiða að kalla þessi ósköp yfir sig? Þeir losna við að taka að sér ómerkheg störf und- irmanna og þeir losna við leiðinleg málaferh og halda í staðinn ábata- sömum viðskiptum við verka- mennina í Dagsbrún? Það hefur enginn efni á því að hafna viðskiptum við verkamenn. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.