Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1989, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1989, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1989. Fréttir Fögur ný veröld blasir við sjónvarpsáhorfendum: Við getum séð 30 sjónvarpsrásir Frá og með 5. febrúar munu á 5. þúsund íslendingar, sem geta náö gervihnattasjónvarpi, náð allt að 30 erlendum sjónvarpsrásum inn í stofu til sín. íslendingar hafa til þessa séð töluvert margar erlendar sjón- varpsrásir en nýlega urðu breytingar úti í himinhvolfinu sem auka úrvalið til muna. Munar þar mest um hinn nýja sjónvarps- og fjarskipta gervi- hnött ASTRA sem sendur var á loft í desember. Hefur ASTRA-hnöttur- inn alls 16 rásir. Sendingar um ASTRA hnöttinn hefjast 5. febrúar en um hann munu fara nýjar stoðvar á vegum SKY-Channel og annarra stöðva sem áður sendu efni sitt með- al annars um Eutelsat-1 gervihnött- inn. Þeir sem hafa til þess tækjabúnað geta þannig náð sjónvarpssending- um um 4 gervihnetti. Auk ASTRA, náum við sjónvarpsefni í gegnum Eutelsat-4 sem hefur 8 rásir, Eutel- sat-5 sem hefur 4 rásir og franskan gervihnött með 4 rásum. í haust verður síðan sendur upp breskur gervihnöttur, BSB, sem ekki er vitað hve margar rásir mun hafa en við munum ná sendingum hans þegar þar að kemur. Lítum á hvaö hnett- imir hafa í boði. ASTRA-hnötturinn ASTRA hnötturinn mun senda efhi sjónvarpsstöðvarinnar SKY Channel sem er í eigu fjölmiðlakóngsins Ru- pert Murdoch. ASTRA mun senda eftirtaldar stöðvar: SKY Channel sem er afþreyinga- og skemmtistöð, SKY News sem sendir fréttaefni allan sólarhringinn, SKY Movies sem sendir kvikmyndir í ruglaðri dag- skrá, Disney Channel sem er rugluð teiknimyndastöð og Eurosport sem er alhliða íþróttarás. Auk þess verð- ur send út Sky Arts Channel í allt að 12 tíma á sólarhring og European Þessum stöðvum ná íslend- ingar með 1,8 m diski: 1. EUTELSAT4(8)3r/ir - Super Channel (enska) - 3 Sat(þýska) - RTL Plus (þýska) - SAT1 (þýska) - Teleclub (þýska) - Galavision (spænska) - TV5 (franska) - Wortd Net (enska) 2. EUTELSAT 5(4) 33712° - RAIUN01 (italska) - RAIUNO 2 (italska) - Norska sjónvarpið (norska) - Spænskstöð(spænska) 3. ASTRA(16)42°/12° - Sky Channei (enska) - Screensport(ens/þýs/fra) - Sky News (enska) - MTVEurope - Sky Movies (enska) - Eurosport (enska) - The Disney Channel (enska) - TV 3 (skandinaviska) - Filmnet - Lifestyle 4. FRANSKUR HNÖTTUR - 4franskarstöðvar Aftan vlð nafn gervihnattanna er fjöldi rása i sviga. Þá koma gráðu- tölur fyrir stillingu diskanna. Fyrri talan þýðir gráðufjölda í austur og seinni talan gráðutölu fyrir halla disksins, upp/niður. I sviga aftan við nöfn einstakra stöðva er ráðandi tungumál á viðkomandi stöð. Eutelsat 4 Eutelsat 5 DVJRJ Á kortinu sést stað- setning þeirra gervi- hnatta sem ísiending- ar ná með 1,8 m diski. Business Channel, auk tvegggja skandinavískra stöðva. Alls er pláss fyrir 16 rásir í ASTRA-hnettinum. Aðgang að kvikmyndarásinni SKY movies og teiknimyndarásinni Disney Channel má fá með afruglara og greiðslu áskriftargjalds. Er þá keyptur aðgangur að báðum stöðv- um í einum pakka fyrir 12 pund, um eitt þúsund krónur, á mánuði. Eutelsat 4 í gegnum Eutelsat-4 gervihnöttinn ná menn 8 stöðvum: Super Channel sem sendir afþreyingu og tónlist, þar á meðal tónlistarstöðina Music Box, 3-Sat sem sendir efni á þýsku, RTL- Plus sem er afþreyingarstöð sem. sendir á þýsku, Sat-1 sem sendir blandaða afþreyingu á þýsku, Tele- club sem sendir kvikmyndir talsettar á þýsku, Galavision sem er spænsk afþreyingarstöð. Loks eru franska stöðin TV-5 sem sendir afþreyingu á frönsku og fréttastöðin World Net, en þessar tvær stöðvar skipta með sér sömu rásinni. Aðrir hnettir Eutelsat-5 gervihnötturinn hefur vanalega sent um 8 rásir en vegna bilunar sendir hann aðeins um 4 í dag. Um tvær rásanna fara ítölsku stöðvamar RAI uno 1 og RAI Uno 2, Norska sjónvarpið og ein spænsk stöð. Síðan er einn franskur gervi- hnöttur sem sendir franskt efni um 4 rásir. Loks má geta þess að breska sjónvarpið BBC hugar að því að senda blandað efni af BBC 1 og BBC 2 á einni rás í gegnum gervihnöttinn Eutelsat-1 sem margar af stöðvunum sem þegar hafa verið taldar upp sendu efni sitt um. Endanlega er síð- an BSB, British Satellite Broadcast- ing, hnötturinn sem áætlað ér að senda á loft í september. Hann mim senda blandað afþreyingarefni, íþróttir og fréttir og kvikmyndir hvert á sinni rás. BSB er í eigu nokk- urra stórra fyrirtækja, Bond Co., Granada, Peerson og Reed Int., og mun senda svipað efni og SKY - en með því að nota allt annað kerfi þeg- ar fram líða stundir. Nýtt kerfi - ný sjónvarpstæki Það er sjálfsagt ruglandi fyrir ein- hvem að fara í gegnum þessa súpu af sjónvarpsstöðvum og ekki batnar það þegar farið er að tala um fleiri en eitt sendikerfi. í dag fara nær all- ar sjónvarpssendingar fram með svo kölluðu PAL-kerfi til dæmis hér á landi. Að velja það kerfi þýðir minni fjárútlát fyrir stöðvamar og þátttöku í samkeppninni nú. Nýtt kerfi, D- Mac, mun vera mun þróaðra tækni- lega. Það notar sama „tungumáT og tölvur, það er „digital“ eða stafrænt. Þar með aukast notkunarmöguleikar neytandans til muna, stereóhljóð verður mun fullkomnara og myndin á skjánum mun skarpari. Þetta kerfi notar norska sjónvarpið í dag og áætlað er að BSB stöðvarnar sendi á þessu kerfi. Það mun vera til tækja- kostur hjá ríkissjónvarpinu til að taka á móti sendingum norska sjón- varpsins en hann er dýr, kostar allt að milljón krónur. Kunnugir segja DV að ýmislegt sé á reiki varðandi þetta nýja kerfi þar sem aðilar mark- aðarins hafa ekki komið sér saman um einn staðal og því sé ástandið lík- ast því sem ríkti á myndbandamark- aöinum í upphafi. Muni tíminn leiða í ljós hvort þetta kerfi verður ráð- andi, en þá þarf að fá sérstaka mót- tökudiska, flata, sérstök móttöku- tæki og síðast en ekki síst sérstök sjónvarpstæki. Hágæða útvarpshljómur Það er ekki aðeins sjónvarp sem næst í gegnum gervihnetti. Útvarps- sendingar nást einnig og það vel að hfjómgæðin eru jafngóð og betri en hjá hérlendum stöðvum. I gegnum Eutelsat-4 hnöttinn nást meðal ann- ars radio Luxemborg, Voice of Amer- ica, BBC World Service og BBC Ex- temal Service. Þurfa menn ekki að hggja lengur með eyrun límd við hátalara viðtækja sinna. Hljómurinn er skýr, truflanalaus og í stereó. -hlh ísland er í jaðri sendigeislanna: Litlir móttökudiskar duga ekki „Þess misskilnings virðist gæta hjá mörgum að við getum eins og aðrar Evrópuþjóðir látið okkur nægja mót- tökudiska fyrir gervihnattasjónvarp sem eru í kringum metri eða minni í þvermál. Það stenst ekki. Til að fá mynd á sjónvarpstækin, sem stenst þær kröfur sem gerðar eru til mynd- gæða innlendu stöðvanna, þarf mót- tökudisk sem er að minnsta kosti 1,8 metrar í þvermál," sagði Örlygur Jónatansson hjá Kapaltækni hf. í samtali við DV. Örlygur sagði aö það virtist vera útbreidd skoðun meðal almennings að mynd frá gervihnetti væri ekki eins og best verður á kosið. „Það er eins og að standardinn hér heima fyrir myndgæði úr gervihnetti sé mjög lágur. Fólk virðist sætta sig við lélega mynd og sér ekkert athugavert við að kaupa diska sem eru um metri í þvermál. Þeir eru ekki nógu góðir. ísland liggur í útjaðri geislans frá gervihnöttunum Eutelsat 4 og 5, Astra og þess franska. Þess vegna þurfum við öflugri tæki en aðrar Evrópuþjóðir. Geislinn frá ASTRA er sterkari en frá öðrum gervihnött- um en um leið þrengri svo erfiðara er að ná honum. Þróunin virðist í þá átt að þrengja geislana svo minni diska þurfi en þá þurfa íslendingar bara stærri diska." Það kostar milli 130 og 230 þúsund krónur að fjárfesta í móttökutækjum hér á landi, fer eftir því hve fullkom- in þau eiga að vera. Örlygur bendir á að það geti orðið mun ódýrara fyr- ir almenning að fá gervihnattasjón- varp ef reglunni um hámarksfjölda íbúða í hverju kapalkerfi verði breytt. í dag mega mest 36 íbúðir tengjast einu kapalkerfi og setur það útbreiðslu gervihnattasjónvarps stólinn fyrir dymar. Örlygur nefndi sem dæmi að alit Seltjamames gæti tengst móttökudiski Útvarpsfélags Seltjamamess ef reglunum yrði breytt. -hlh Sandkom dv „Þettageng- urekkilengur. Efþessiveör* áttaheldur aðfámérbíl meðfcamhjóla- drifi. Bíllinn iu-ogþaðkem- urekkertaf þessu hclvítis spóliinná gjaldmælinn,“ sagði leígubílsljóri við góðkunningja Sandkoms. Leigubílstjórar sem eiga bil með framhjóladrifi k varta ekki vegna háikunnar. Þegar bOar þeirra spóla - þannig að fcamhjólin snúast sem bfiunum væri ekið á sextíu - en bílarairstandakyrrirtelurgjaM- mælirinn látlaust. Það hagnast sem sagt einhverjir á hálku og ófærð. ■ • Svenirllei- mannssonhef- uriátiðmikið fara fyrirserí januaraiánuði imdanfarinár. Þegar Sverrir varmennta- málaráðherra rakhaiuifrain- kvæmdastjóra Lánasjóðs i~ lenskranáms- manna-íjan- úar. Sturla Kristjánsson var rekinn frá störfum - í janúar. Það var sami menntamálaráðherra, Sverrir Her- raannsson, sem rak hann. í miklu yfirlýsinga- og fjölmiðlaroki var Sverrir síðar ráðinn sem bankastj óri. Það var einnig í janúar. í janúar, sem nú eraðlíöaimdirlok, hefurþessi sami Sverrir verið raikiö í fjölmiðl- um. Lesendum Sandkoms er trey st til að muna þátt hans í f] ölmiðlum síðustu vikur - og því verður ekki meira um það fiailað hér. Rækjur og eiturvopn Aldierhætt aðkaupa ra;hj- urafíslending- um.Deilteruni ástæðujx-ss. Sumir segja þaðvera votma áróðursog þrýstings Grænfriðunga ogaðriraðþað sé v. gna þess Itversuvondog ijótrækjaner. Einnig eru tíl menn sem eru vissir um að ástæðan sé sú að ák vörðun Aldi sé til komin vegna Parísarsam- komulagsins um eyðingu eiturvopna. Sovétmenn munu vera minnugir þess er hálfúr Rauði herinn dvaldi langtímum saman á salemum eftir að hafa fengið íslenska gaffalbita í kvöldverö. Þórersáttur ÞórMagnús- sonþjóðmihja- vöröureralis ekkiósátturvið aðVíkingasýn- inginséíNor- rænahúsinu. Þórhatðsam- bandviöeinn afritstjórum DVogsagðiaö hannværiails ekkiósátturvið KnutÖde- hefðu unnið að henni saman. Þór sagöieinnigaöþegarKnuthætti störfttm ættí hann öruœiega einn vin á fslandi. ÞaðerÞór Magnússon. Kveðjuveisla forstöðumannsins var síðastliöiim laugardag. Þrátt fyrir leit hefur Sandkora ekki fimdiö veislu- gesttílaðfá típplýst hver flutti lof- ræöu um veisluhaldarann. Þótt Sandkmm hafi ekki fimdið neinn UmEjón: Slflurjón Egltoon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.