Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1989, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1989, Qupperneq 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1989. FLmmtán ára drengur frá Akranesi: ■ ■ Fimmtán ára garaall Akurnes- ingur lést af völdum voöaskots sem hann varð fyrir á föstudag. Drengurinn var gestkomandi á bæ í Mývatnssveit þar sem slysiö varð. Drengurinn hugðist dvelja þar um helgina ásarat skólafélaga sinura - sem er ættaður af bænura. Drengimir komust yfir byssu og hijóp úr henni skot sem varð öðr- um þeirra aö bana. Ekki er að fullu ljóst með hvaða hætti skot hljóp úr byssunni. Lög- reglurannsókn vegna þessa máls stendur yfir. Lögreglan og sýslumaðurinn á Húsavík vörðust allra frétta af því hvemig atburðinn bar aðhöndum. -sme Gyifi Kristjánssan, DV, Akureyri: Geysilegur vatnselgur var á götum Akureyrar í morguh og áttu öku- menn víða í erfíðleikum með að kom- ast leiðar sinnar. Víða voru göturnar eins og stöðu- vötn yfir að líta og bílar fastir um allt. Einna verst var ástandið á HIiö- arbraut, lögreglan lokaði fyrir um- ferð þar enda náöi vatnselgurinn upp á miðjar hurðir bifreiðanna. í morg- un var 10 stiga hiti á Akureyri og er reiknað meö að vatnselgurinn aukist enn þegar kemur fram á daginn. Veðriö á morgun: Norðvest- læg átt Á morgun verður norðvestlæg átt um allt land. É1 á Norður- og Vesturlandi en annars þurrt. Frost verður á bihnu 2-8 stig. Tugir snjó- flóða á Vestfjörðum - enn hætta á flóðum „Þetta var nú ekkert rosalegt. Ég hef lent í því verra, en aðstæður þarna vora slæmar. Þaö þurfti að fá vinnuvél frá Bíldudal til að grafa mjólkurbílinn út,“ sagði Guðbjartur Þórðarson, mjólkurbílstjóri á Pat- reksfirði, við DV. Guðbjartur lenti ísnjóflóði á mjólk- urbíl sínum á leið frá BOdudal í gær- kvöldi. Flóðið var ekki mjög öflugt, svokallað flekaflóð, en náði að ýta bílnum út í vegkantinn. Snjóflóð á sunnan- og norðanverð- um Vestfjörðum skipta tugum frá því í gærkvöldi og hefur ástandið verið sýnu verra á norðanverðum Vest- fjörðum. Flest flóð hafa fallið í Ós- hlíð, Eyrarhlíð og Súðavíkurhlíð. Þótt mikið af snjó hafi komið niður með flóðunum mun enn vera snjó- flóðahætta á þessum stöðum og á Hnifsdalsvegi. -hlh Loðnukvóttnn: ■ Viðbótin nemur 800 miiyónum Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að loðnukvótinn verði aukinn um 150 þúsund tonn á yfirstandandi vertíð. Tillagan byggist á nýafstöðnum leið- angri hafrannsóknaskipsins Bjama Sæmundssonar. Norðmenn eiga rétt á um 15 prósentum af þessum kvóta sem þýðir að um 127 þúsund tonn falla í hlut íslendinga. I útflutnings- verðmætum er það um 800 milljónir. Loðnuskipin em nú 50 talsins. ' ** „Þetta er góð viðbót og kemur sér vel fyrir loðnuskipin," sagði Sveinn Hjartarson, hagfræðingur Landsam- bands íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, í morgun. Verð á tonninu af loðnumjöli er nú í kringum 660 dollarar. Og verð á loðnulýsi er um 300 dollarar tonnið. Verð á loðnunni upp úr sjó er að jafn- aði um og yfir 3.500 krónur. -JGH NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN . 68-5000 GÓÐIR BÍLAR ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR LOKI Allt á floti - og bjórinn ekki kominn! Borgarstarfsmenn vaða elginn við hreinsun niðurfalla í nótt. DV-mynd S Allt á floti í hlákunni Gífurlegur vatnsagi myndaðist á götum Reykjavíkur í kjölfar hlák- unnar í gærkvöldi. Starfsmenn á bakvakt á vegum borgarinnar unnu í alla nótt við hreinsun niðurfalla þar sem vatn safnaðist fyrir. Síðan vom hreinsunarmenn ræstir út kl. sex í morgun. Sigurður Skarphéðinsson hjá emb- ætti gatnamálastjóra Reykjavíkur sagði í samtali við DV að þegar hefði mikið starf verið unnið við hreinsun gatna og ættu allar aðalleiðir að vera orðnar greiðfærar en áfram yrði unnið 1 dag viö hreinsun fáfarnari gatna. Við þessar aðstæður safnast vatn í tjarnir undir ELliðaárbrúnum, við Hótel Esju, í Borgartúni, á Kringlu-. mýrarbraut og víðar þar sem erfitt er um frárennsli. Samkvæmt veðurspá á vindur að snúast til noröurs í kvöld og nótt og frysta. -Pá Fékk á sig brotsjó: Mátti ekki tæpara standa að okkur ræki í land Togarinn Sveinn Jónsson KE-9 fékk á sig kröftugan brotsjó um 6 til 7 sjómílur suður af Reykjanesi um klukkan hálfátta í morgun. Togarinn var á útleið. Vonskuveður var á þess- um slóðum, um 10 til 11 vindstig. Tveir gluggar í stýrihúsi brotnuðu og sjór flæddi um borð. Flest tæki í brúnni em ónýt. Engan mann sak- aði. Við brotsjóinn drapst á stýrisvél- um skipsins og rak það stjómlaust að landi og átti aðeins um 3 sjómílur í land þegar vélstjóranum tókst að koma stýrisvélunum í lag. „Okkur rak nokkuð hratt að landi og það mátti ekki tæpara standa aö það tækist að koma stýrisvélunum í lag. Ég efa að togarinn Sigurey, sem var næsta skip, hefði náð að koma okkur til aðstoðar í tæka tíð,“ sagði Öm Berg Guðmundsson, skipstjóri á Sveini Jónssyni KE, við DV í morg- un. Að sögn Amar brotnuðu tveir gluggar í brúnni við brotsjóinn. Flest siglinga- og fiskileitartæki virðast vera ónýt. Nokkur sjór komst inn í stýrishúsið. Tveir menn voru í brúnni þegar brotið reið yfir, stýrimaður og vél- stjóri. „Þá sakaði ekki og sem betur fer meiddist enginn maður um borð við óhappið," segir Öm Berg skipstjóri. -JGH Akureyri: Göturnar eins og stöðuvötn t i t i i i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.