Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1989, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1989. Spumingin Hvað er uppáhalds- maturinn þinn? Júlíana Pálsdóttir flugafgreiðslu- maður: Þessa stundina eru þaö kútt- magar sem ég er að útbúa í tilefni þorrans. Ragnhildur Elíasdóttir nemi: Það er kjúklingur steiktur í ofni og svo auð- vitað ís á eftir. Kristján Kristjánsson vélaviðgerða- maður: Það er íslenskur lamba- hryggur - helst beint af útigrillinu. Yngvi Ágústsson vélfræðingur: Það er svo margt t.d. nautakjöt, svína- kjöt, kjúklingar, lambakjöt, þetta er allt jafngott. Bjarni Guðnason, starfsmaður Hag- kaups: Svínahamborgarhryggur eins og mamma býr hann til. Bryndís Baldursdóttir húsmóðir: Svínakjöt soðiö og brúnað í ofni með góðri SÓSU. : , nif H •II- • í ?• * li ' : > ‘ ; Lesendur „Það hefur verið til siðs hér að boða til ráðstefnu um málin," segir í bréfinu. Spástefnur og ráðstefnur: Hver er útkoman? Jóhann Guðmundsson skrifar: Það hefur lengi verið til siðs hér að boða til ráðstefnu um málin. Hvers konar vandamál, sem upp koma, fá umíjöllun á ráðstefnu og alltaf eru þetta meira og minna sömu mennirnir sem eru á ráðstefnum, fátt um konur, en þær fáu sem mæta eru þær sömu á þeim öllum - allt frá fundi um ársskýrslu Seðlabanka til minni spástefna sem nú skal vikið lítið eitt að. Þessar „spástefnur" komu síöar til sögunnar og sennilega ekki fyrr en bara á þessum áratug. Nú er einni slíkri nýlokiö. Á þessum spástefnum er yfirleitt spáð um annaö tveggja, bjartsýni eða svartsýni. Á þessari síðustu var útkoman bjartsýni, alla- Sigurjón Jónsson skrifar Mjög hafa orðið fleyg þau orö Guð- rúnar Helgadóttur, forseta Samein- aðs Alþingis, að við (þ.e. alþingis- menn og ráðherrar) „erum engir venjulegir kontóristar". Því bæri þeim að fá hærri dagpeninga en öðr- um auk greiðslu hótelkostnaðar hverju sinni. - Flestir munu nefni- lega hafa haldið aö slíkur þanka- gangur væri úr sögunni. Þessi viðbrögð Guörúnar minna á það sem oft hefur sannast að ef svo- nefndir vinstri menn komast til mannvirðinga, fer af þeim allur „al- Egill vill geta borið fram bjór í flösk- um. - „Bjór er ekki samur eftir að hann er settur í dósir", segir hér m.a. vega meiri bjartsýni en hjá Þjóð- hagsstofnun, segir í spástefnufrétt sem gefin hefur verið út. En til hvers eru þessar ráðstefnur og spástefnur? Þarna eru að vísu rædd efnahagsmál og boðiö til um- ræðnanna, ýmist ráðherrum eöa yfirmönnum einhverrar spástofnun- ar úti í bæ en niðurstöður umræðn- anna leggja sig nú ekki á mikið þegar upp er staöið því maður verður að byrja á því að bera saman allar spár sem í gangi eru í það og það skiptið og bara veðja svo á einhverja sem manni þykir líkleg. Nýjustu spárnar tvær, sem eru í gangi nú, segja t.d. sitt hvað. Þjóð- hagsstofnun spáir nú 114% sam- drætti landsframleiöslu en spástefna þýðu“-gljái. Ekki eru þeir heldur minna frekir til fjárins en aðrir, nema síður sé. Þessi ummæli Guðrúnar Helga- dóttur minna og á frásögn Laxness í Gerplu af orðræðu Núíta og Þormóðs Kolbrúnarskálds, er hann dvaldist á Grænlandi. En ástkona Þormóðs færði honum meira lostæti en öðrum mönnum var ætlaö. Núitar tóku þessu ekki vel en Þormóður kvað slíkt sanngjarnt þar sem hann væri maður Ólafs konungs í Noregi. Ekki höfðu Núítar heyrt kóngs þessa getið, enda spurðu þeir: „Hvort Egill skrifar: Nú er ákveðið hvaða erlendar bjór- tegundir verða seldar í vínbúðum ÁTVR. Þetta eru Budweiser hinn ameríski, Tuborg hinn danski og svo einhver „Kaiser“-bjór, sem á að vera heimsþekktur í Austurríki. Má vel vera að hann sé mjög góður, en nafn- ið er a.m.k. ekki mjög þekkt hér hjá okkur og erum við þó orðin nokkuö bjórfróð þjóð eftir að hafa gegnum tíðina keypt flestar tegundir öls af farmönnum sem hingað til hafa get- að selt okkur heimamönnum bjór úr ýmsum heimshomum. Það var látið að því liggja að þetta væri meiriháttar vandi að velja hinar erlendu bjórtegundir, og allt áttu það að vera heimsþekktar tegundir. Ég hefði nú frekar viljað sjá einhverja aöra tegund sem eina þriggja aðalteg- unda erlenda en einhvern „Kaiser" frá Austúrríki, t.d. þýska eða franska. Mín skoðun er hins vegar sú, aö Stjórnunarfélagsins spáir 14% sam- drætti. - Þjóðhagsstofnun spáir um 4% verðhækkun á útflutningsvörum okkar en spástefnan spáir 2% verð- hækkun. - Spástefnan lítur aðeins á verðbólguna og er meðaltal úr henn- ar spám 20% hækkun framfærslu- vísistölu til ársloka en Þjóðhags- stofnun spáir um 11% hækkún. Ég með mín umsvif og allir aðrir sem reka sitt heimili og kannski eitt- hvað til viðbótar eru bara alveg jafn- nær eftir að hafa heyrt og lesið um niðurstöður þessara spekinga sem hafa það að atvinnu margir hveijir að sitja ráðstefnur og taka þátt í umræðum um nánast ekki neitt. ekur Ólafur þessi hundum betur en aðrir menn?“ Hjá okkur er að vísu ekki um aö ræða akstur á ísum eða leikni í þeirri list, en metnað sinn sýna menn á ýmsa vegu hér ekki síður en á Græn- landi forðum. Um meintar mannvirðingar orti hinn snjalli hagyrðingur Jón S. Berg- mann annars ágæta vísu sem hér er við hæfi að tilfæra í lokin: Auður, dramb og falleg föt fyrst af öllu þérist. Og menn sem hafa mör og kjöt, meira en almennt gerist. hinn bandaríski Budweiser verði langvinsælastur hér á landi, einmitt vegna þess að hann er léttastur að áfengismagni og því einfaldlega mjög góður við þorsta. Ég er einnig mjög ósáttur við ef allur hinn erlendi bjór verður á dósum en ekki flöskum. Trúi varla öðru en eitthvert magn verði selt á flöskum. Bjór er ekki samur eftir að hann er settur í dósir, og eins er leiðinlegt að geta ekki bor- iö fram bjór með mat t.d. í heimahús- um, nema í dósum. Mér finnst að íslenski bjórinn eigi engan forgang framyfir þann er- lenda, ef hann verður svona dýr í innkaupum fyrir ÁTVR eins og sagt er, allt að helmingi dýrari. - Hvers vegna skyldi það nú vera? En ég býð bjórinn velkominn í landiö og vona að fólkið verði honum ekki tjand- samlegt því þá er eins víst að hann gjaldi líku líkt og verði íjandsamleg- ur þjóðinni. v í i i1-.' \ % vY ’ /x ~ ’S-íVv í f ■ : ^ t vi' srE C1 í »f r> n .?v i r Fyrir ógifta karlmenn: Drög að reglugerð Sveitakona skrifar: Þegar ég las DV þriðjudaginn 17. jan. sl. rakst ég á bréf á lesendasíðu frá tveimur skattpíndum piparsvein- um. Mig undrar svo sannarlega ekki að þeir séu piparsveinar, eins fulhr af fordómum og þeir erú í garð kvenna sem eru einar með börn sín. Ég tel víst að einstæðir feður fái sömu barnabætur og mæöurnar. Eftir skrifum þessara forpokuðu piparsveina að dæma er svo að sjá að karlmenn hafi hvergi komið ná- lægt. Ef þessir furðufuglar vita það ekki þá þarf tvo til þess aö úr verði barn, þ.e.a.s. bæði karl og konu, og hlýtur ábyrgðin að vera beggja, föð- urins og móðurinnar. Allavega stend ég í þeirri trú að börnin mín þijú hafi ekki orðiö til af sjálfu sér og tel föður þeirra eiga sinn þátt í tilurð þeirra. Ég telst ekki til einstæðra mæðra, þar sem ég er gift, en ef við hjónin skildum væri ég einstæð og hvem ætti ég þá að draga til ábyrgðar? Annars er ég hérna með drög að reglugerð til að „stemma stigu við“ einstæðum mæðmm. 1. Bönnuð verði lausaganga ógiftra karlmanna (sbr. bann við lausa- göngu graðhesta, þarfanauta og hrúta). Viö verðum víst að treysta þeim giftu til að halda sig á mott- unni! 2. Þeim ógiftu verði hleypt til á dans- húsum landsins daginn eftir út- borgun barnabóta. Veröi þeim skaffaðar verjur sem duga meðan þeir ganga lausir. 3. Verði ógiftum manni það á að gera konu vanfæra dæmist hann í 16 ára fangelsi. 4. Geri ógiftur maður konu barn öðru sinni veröi hann vanaður. í von um góðan árangur. Tökum öll ábyrgð Móðir á Akranesi skrifar: Vegna greinar sem ég las í DV fyr- ir stuttu vil ég benda þeim karlmönn- um sem öfunda einstæðar mæður af barnabótum og barnabótaauka á að þeir eru aðeins ósköp saklausir og óupplýstir mömmudrengir. Fyrir ykkur sakleysingjana vil ég taka dæmi sem ekki er fjarri lagi að sé rétt. Einstæð móðir á Akranesi greiðir að meðaltali á mánuði hverj- um: í húsaleigu kr. 15 þús. - hita og rafmagn kr. 4 þús. - síma kr. 2.500 - dagheimili kr. 4.800 - fyrir dag- mömmu 18-20 þús. (75% endurgreitt) - í matarkostnað kr. 22-30 þús. - fata- kostn. á mán. kr. 3 þús. - afþreyingu eða skemmtanir u.þ.b. kr. 3 þús. - eða samtals milli kr. 50 og 55 þúsund. Meðallaun hjá einstæðri móður eru: meðlag og mæðralaun kr. 9.541,- og útborguð laun ca. 35.000.- kr. eða samtals kr. 44.541. Einstæð móðir á mjög erfitt með að vinna aukavinnu vegna þess að vinnutími hennar markast af þeim tíma sem hún hefur barniö í gæslu. - Svo, herrar mínir góðir, ef þið þurfið að kvarta yfir því að einstæðar mæður hafi það gott þá er þaö reginmisskilningur. Þið minntust á að konur ættu að vera ábyrgari gagnvart kynlífinu og nota getnaðarvamir. Það er nú þann- ig með konur að það getur verið vandkvæðum bundið fyrir þær að nota slíkar varnir fyrr en eftir að þær hafa átt sitt fyrsta barn. Hugsið því ekki aðeins um eigið skinn. Það eruð þiö sem otið ykkar tota og eigið því að leggja jafnmikið af mörkum til getnaðar nýrrar mannveru og við konur. Viljið þið hins vegar forðast hann, kaupið ykkur þá veijur sem ykkur hæfa og fást alls staðar og notið þær. Það er ekkert til að skammast sín fyrir og þið verðið bara ánægöari eftir á. Að endingu læt ég fylgja hér með góð slagorö fyrir alla: Oruggara kyn- líf, færri einstæðar mæður eða ein- stæðir feður. Tökum öll ábyrgð á gjörðum okkar. Mannvirðingar og „alþýðu“-gljái Heimsþekktar bjórtegundir á boðstólum: Hvaða „Kaiser“?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.