Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1989, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1989. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð I lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Kaldhæðinn eftirleikur Blekið var ekki þornað af nýjum mannréttindasamn- ingi austurs og vesturs í Vínarborg fyrr í þessum mán- uði, þegar nokkur austantjaldsríki sýndu í verki, að þau hyggjast ekki fara eftir honum. Þau hófu nýjar ofsóknir gegn þeim, sem hafa aðra skoðun á málum en stjórnvöld. Samkomulagið á Öryggis- og samstarfsfundi Evrópu á að fela í sér aukin mannréttindi, svo sem trúfrelsi, upplýsingafrelsi og ferðafrelsi. Samkvæmt því má til dæmis ekki hindra fólk í að ferðast úr eigin landi og til þess aftur. Margir telja það marka tímamót í sögunni. Fundurinn í Vínarborg var einn af mörgum, sem haldnir hafa verið og haldnir verða í framhaldi af undir- ritun svokallaðs Helsinki-samkomulags austurs og vest- urs fyrir hálfum öðrum áratug. Flestir hafa reynzt frem- ur haldlitlir, eins og Helsinki-samkomulagið sjálft. Athyglisvert er, hversu lítilþægir fulltrúar Vestur- landa eru, þegar þeir setjast hvað eftir annað að samn- ingaborði með járntjaldsríkjum, þótt fyrri samningar hafi engir verið haldnir, og skrifa þar undir nýja samn- inga, sem ekki er ætlunin að halda að neinu leyti. Eftir undirritunina hafa stjórnvöld í Tékkóslóvakíu látið varðhunda sína ganga berserksgang á götunum í Prag, þar sem fólk hefur safnazt saman til að fylgja eft- ir ýmsum kröfum sínum. Óeirðir lögreglu á torgi Ven- seslásar eru viljandi ögrun við Vínarsamninginn. Tékknesk stjórnvöld hafa ennfremur lýst fyrirlitn- ingu sinni á eigin undirritun í Vínarborg með því að ítreka hótanir um að hefja málaferli gegn 14 fóngum, þar á meðal hinu fræga leikritaskáldi, Vaclav Havel. Allt gerðist þetta á allra fyrstu dögum samningsins. Svipaða sögu er að segja frá Austur-Þýzkalandi. Þar hafa stjórnvöld einnig sent varðhunda sína til að hleypa upp friðsamlegum fundum ýmissa hópa, svo sem krist- inna manna, umhverfissinna, friðarsinna og svo mann- réttindasinna, sem fara mjög í taugar stjórnvalda. í Búlgaríu var undirrituninni í Vínarborg fagnað með handtöku 15 félaga í mannréttindasamtökum landsins. Þeir voru síðan látnir lausir, af því að von var á Mitter- and Frakklandsforseta til landsins, en síðan verða þeir örugglega ofsóttir áfram eftir hentugleikum. Rúmenía er svo kapítuli út af fyrir sig á þessu sviði sem og öðrum. Þrátt fyrir undirritunina í Vínarborg segir ríkisstjórnarpressan í Búkarest berum orðum, að samkomulagsatriðin um aukið trúfrelsi og ferðafrelsi séu spor aftur á bak, sem ekki beri að fara eftir. Helzt er það í Ungveijalandi og Póllandi, auk Sovét- ríkjanna sjálfra, að stjómvöld reyni varlega að feta mannréttindabrautina, sem lögð var með undirskriftum í Helsinki árið 1975 og nú í Vínarborg 1989. Engin ástæða er samt til að hrópa húrra fyrir afrekum þeirra. Hér í leiðara DV var nýlega bent á, að nokkrar hkur em á, að varfærnislegar tilraunir Gorbatsjovs Sovét- forseta til efnahagslegrar viðreisnar fari út um þúfur. Margt bendir einnig til, að tilraunir hans til opnunar kerfisins mæti harðri andstöðu innan lands og utan. Með því að leggja sig fram um að óvirða eigin undir- skriftir í Vínarborg em stjórnendur Tékkóslóvakíu, Austur-Þýzkalands og Búlgaríu að senda skilaboð til skoðanabræðra sinna í Sovétríkjunum um að fara að taka í taumana, ef Gorbatsjov fellst ékki á afturhvarf. Opnun, viðreisn og mannréttindi í Austur-Evrópu er viðkvæmur gróður, sem auðvelt verður að traðka niður í samræmi við kaldhæðni eftirleiks Vínarfundarins. Jónas Kristjánsson Nýjar skoöanakannanir sýna aö ríkisstjórnin hefur tapað verulegu fylgi á örfáum mánuðum. Fram- sóknarflokkurinn og Alþýöuflokk- urinn, sem sl. haust neituöu að fall- ast á miðlunartillögur Sjálfstæðis- flokksins í efnahags- og atvinnu- málum, hafa valdið kjósendum vonbrigðum. Þessir flokkar leiddu Alþýðubandalagið til öndvegis og gerðu formann þess að áhrifamesta ráðherranum. Sú ráðstöfun átti að ýta Sjálfsstæðisflokknum til hliðar til frambúðar en það hefur mistek- ist. Andstæðurnar í íslenskum stjórnmálum hafa skýrst. Ný, óvænt áhrif Alþýðubandalagsins hafa lyft flokknum úr öskustónni og staða Sjálfstæðisflokksins hefur styrkst verulega. Almenningur finnur að Alþýðubandalagið er ráð- andi í ríkisstjórninni. Það er í hróp- legri mótsögn við úrslit síðustu al- þingiskosninga. „Þessi þróun hlýtur að vera forystumönnum Alþýðuflokksins umhugsun- arefni...,“ segir greinarhöfundur m.a. Erfiðleikar Al- þýðuflokksins A rauðu Ijósi Þessi þróun hlýtur að vera for- ystumönnum Alþýðuflokksins um- hugsunarefni, enda eru þeir öðrum stjórnmálamönnum viðkvæmari fyrir skoðanakönnunum. Funda- ferð Jóns Baldvins og Ólafs Ragn- ars á rauðu ljósi hefur mælst mis- jafnlega fyrir í flokkum þeirra. Úr þingflokki Alþýðuflokks heyrðust ekki húrrahróp. Ásmundur Stef- ánsson kallaði ferðina „upphlaup“ og einn af þingmönnum Alþýðu- bandalagsins taldi þetta framhald af áramótaskaupi Sjónvarpsins. Hvað sem mönnum finnst um það virðast orðskrúð, stóryrði og sjálf- umgleði formannanna ekki hafa skilað Alþýðuflokknum árangri. Ekki efast ég um áhuga Jóns Baldvins á því að sameina alla jafn- aðarmenn í einum flokki og ein- angra þannig gömlu kommúnista- klíkuna í Alþýðubandalaginu. Slík viðleitni er skiljanleg og jafnvel eftirsóknarverð fyrir stjórnmálin í landinu. Hins vegar dregur það úr trú manna á því að hann valdi verkefninu, þegar hann sjálfur gef- ur í skyn að aukín áhrif Alþýðu- bandalagsins séu Sjálfstæðis- flokknum að kenna. Jón Baldvin segir í áramótagrein í Alþýðublaðinu: „Ein afleiðing af gjörðum forystuliðs Sjálfstæðis- flokksins var sú, að leiða Alþýðu- bandalagið aftur til ríkisstjórnar- samstarfs og gefa nýjum formanni flokksins tækifæri til að leiða flokkinn út úr vonarsnauðri eyði- merkurgöngu." Maður fær á til- finninguna, eftir lestur slíkra hug- aróra, að forystuliö Sjálfstæðis- flokksins hafi sent Jón Baldvin nauðugan viljugan í ferðalag með Ólafi Ragnari. „Pólitískt umferðarslys" Fyrir síðustu kosningar baröist Jón Baldvin fyrir auknu frjálsræði og beindi vopnum sínum gegn Framsóknarflokknum sem hann taldi eiga sök á efnahagsvanda þjóðarinnar, enda hefur sá flokkur verið nánast óslitið í ríkisstjórn undanfarin 18 ár. Kúvending Al- þýðuflokksins sl. haust hefur eðh- lega fariö fyrir brjóstið á frjálslynd- um krötum. Þeir sitja nú uppi með sams konar ríkisstjórn og 1978-1979 en það stjórnarsamstarf kallaði Jón Baldvin „pólitískt umferðar- slys“ á sínum tíma. Vitandi um slysahættuna leggur hann aftur í ferðalag án fyrirheits undir forystu Framsóknarflokksins. Tíminn, málgagn Framsóknar- flokksins, kann vel að meta ævin- týramennsku Jóns Baldvins og hælir sínum nýja vini á hvert reipi. Nýlega mátti m.a. lesa eftirfarandi í leiðara blaðsins: „Nafn Jóns Bald- vins mun sennilega lifa hvað lengst fyrir það að hann hafðí pólitískan KjaUariim Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og 1. þingmaður Reykvíkinga næmleika til að skynja raunveru- lega afstöðu Sjálfstæðisflokksins til Alþýöuflokksins, sem var sú að álíta hann eins og hvert annað tungl í einhvers konar aflfræðileg- um tengslum við sjálfan megin- hnöttinn án sjálfstæðrar tilveru. En Jón Baldvin gerði betur en að skynja þetta. Hann hafði þrek til að slíta þessi íhaldstengsl Alþýðu- flokksins og endurmeta afstöðu flokks síns til annarra stjórnmála- flokka, fyrst og fremst Framsókn- arflokksins. Þetta uppgjör Alþýðuflokksins við Sjálfstæðisflokkinn kallaöi flokksþing Framsóknarflokksins „sögulegan" atburð. Vonandi reyn- ist sú umsögn um þessa eftirminni- legu þróun stjórnmála rétt þegar horft verður til atburða síðasta árs úr fjarlægð áranna síðar meir.“ Þessi hólgrein Tímans er vafa- samur heiöur fyrir mann sem fyrir síðustu kosningar kallaði Fram- sóknarflokkinn „pólitískt rekald“, sem „virðist ekki eiga annað erindi í íslenskri pólitík en að reka tryppi landbúnaðarkerfisins og gæta hagsmuna SÍS - á kostnað skatt- greiöenda," svo að vitnað sé orð- rétt í ummæli Jóns Baldvins fyrir síðustu kosningar. Horfið af frjálsræðisbraut í eftirmælum sínum eftir síðustu ríkisstjórn sagði formaður Alþýðu- flokksins að sú stjórn yrði einungis minnisstaéð vegna þeirra skattkerf- isbreytinga sem hún hefði staðið fyrir. Með þessum ummælum átti hann m.a. við lækkun og samræm- ingu vörugjaldsins en sú breyting styrkti stöðu íslensks iðnaðar. Örfáum mánuðum síöar stendur Alþýðuflokkurinn að því að hverfa frá þessari skattkerfisbreytingu og fylgir Ólafi Ragnari í skattlagn- ingaræði sínu eins og rakki hús- bónda sínum. Slíkt hviklyndi hefur dregið úr trausti manna á Alþýðu- flokknum og formanni hans. Ríkisstjórnir undir forystu jafn- aðarmanna í Noregi, Svíþjóð, Frakklandi og víðar eru sem óðast að búa þjóðir sínar undir aukna samkeppni eftir árið 1992, þegar sameiginlegur markaður EBE tek- ur til starfa. Aukið athafnafrelsi og frjálsræði í efnahagsmálum eru taldar forsendur þess að styrkja samkeppnisstöðuna. Á sama tíma er mynduð ríkisstjórn hér á landi sem stefnir í þveröfuga átt. Forsæt- isráðherrann lýsir því yfir að nú eigi að hverfa frá hefðbundnum vestrænum leiðum í efnahagsmál- um. í staðinn á að nota handafl og miðstýringu. Alþýðubandalagið hefur fengið völdin í sínar hendur og þetta eru aðferðir sem eru því að skapi. Það er hins vegar sorgleg staðreynd að Alþýðuflokkurinn skuli hafa breytt um stefnu og taki nú þátt í slíkum aðgerðum. Sem betur fer starfar innan Al- þýðuflokksins fólk sem skynjar tímans kall og gerir sér grein fyrir að grundvöllur batnandi lífskjara er frjálsræði í efnahags- og at- vinnumálum. Andóf Jóns Sigurðs- sonar gegn ýmsum miðstýringar- hugmyndum samráðherra sinna hefur vakið verðskuldaða athygli. Því miður virðist hann ekki njóta fulltingis samflokksmanna sinna í ríkisstjóm. Formaður flokksins virðist hafa meiri áhuga á að telja blýanta ofan í starfsmenn Seðla- bankans en aö setja almennar leik- reglur í peningamálum þjóðarinn- ar. Niöurstöður skoðanakannana sýna að Alþýðuflokkurinn getur lent í tilvistarkreppu ef hann hverf- ur frá þeim hugmyndum sem öfluðu honum fylgis í síðustu kosn- ingum. Endurtekin „pólitísk um- ferðarslys“ geta hins vegar endað með skelflngu fyrir flokkinn og for- ystumenn hans. Friðrik Sophusson „Örfáum mánuðum síðar stendur Al- þýðuflokkurinn að því að hverfa frá þessari skattkerfisbreytingu og fylgir Olafi Ragnari 1 skattlagningaræði sínu eins og rakki húsbónda sínum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.