Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1989, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1989, Blaðsíða 17
16 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1989. ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR Iþróttir Níu millj- óna hallinn ;i rekstri KSÍ hefur \ eriö tals- vert til um- ratðu und anfariö ns sýnist sin hverjum um þær leiðir sem fara á til aö mæta hon- um. DV sagði frá því í síðustu viku að KSÍ gæti sektað Tottenham Hotspur um 6,4 milljónir ef Guðni Bergsson fengist ekki laus í lands- leik. Það hlýtur aö vera freistandi tiihugsun, a.m.k. tyrir gjaldkera KSÍ, að Guðni sitji fastur í London og komist ekki í svo sem einn landsleik á árinu. Listin aðrada niður leikjum Móta- nefnda- menn HSÍ eru færir í þeirri list aö raða nið- ur leikjum l. deildar. 1 fyrra léku V'alur og FH hreinan úrslitaieik í síöustu umferð og í ár eigast við í þremur síðustu umferðunum þau þrjú lið sem reikna mátti meö að yrðu í topp- baráttunni. Fyrst FH og KR, þá FH og Valur og loks Valur og KR i lokaumferðinni, og það er engin tilviljun eöa töfluröð sem kemur þessu 1 kring. Kollegamfr hjá knattspymusambandinu, sem hafa töfluröðina að leiðarljósi, gætumikið af þessulært en i fyrra- sumar óttust sigurstranglegustu liöin, Fram og Valur, við í fyrstu umferð og i ár er siöari viöureign þeirra á dagskrá í 14. umferð af 18. Sá norski stal senunni - Furuseth sigraöi í svigi í alpatvíkeppni Lítt þekktur Norðmaður, Ole Christian Furuseth, stal senunni í gær á heimsmeistaramótinu í alpa- greinum skíðaíþrótta. Mótið fer nú fram í Vail í Colorado. Furuseth sigraði í svigþætti alpa- tvíkeppninnar, fékk tímann 1:36,90 mínútur. Var sigur hans mjög naum- ur en hann hafði hundraðshluta úr sekúndu betri tíma en sá sem kom honum næstur. Það var Jónas Nils- son frá Svíþjóð en Marc Girardelli frá Lúxemborg, sem nú virðist í gríð- arlegu formi, varð þriðji. Fyrir þetta keppnistímabil hafði Furuseth aldrei hafnað mjög ofarlega á heimsbikarmóti. Hann hefur hins vegar komið rækilega á óvart í vetur með frábærri framgöngu. í kjölfar svigsins í gær sagði Furuseth að allt hefði nú gengið að óskum þrátt fyrir smávægilega erfiðleika en hann tók nokkra áhættu í síðari umferðinni. Svisslendingurinn Pirmin Zur- briggen, sem margir spá góðu gengi í Vail, hafnaði í 11. sæti í sviginu í tvíkeppninni. Nánar er vikið að gengi hans annars staðar í opnunni. Röð efstu manna var þannig í svig- inu: 1. Ole Chr. Furuseth (Nor.)..1:36,89 (50,12/46,77) 2. Jonas Nilsson (Sví.)......1:36,90 (50,08/46,82) 3. Marc Girardelli (Lúx.)....1:37,65 (50,02/47,63) 4. Tetsuya Okabe (Jap.)......1:37,66 (50,00/47,66) 5. Paul Frommelt (Liec.).....1:37,83 (49,96/47,87) -JÖG Ésfirðingar sigursælir - á tveimur göngumótum á Siglufirði Guðmundur Daviðsson, DV, Siglufirði: ísfirðingar voru mjög sigursælir á tveimur mótum í skíðagöngu sem fram fóru hér á Siglufiröi um helg- ina. Göngumenn frá ísafiröi sigruðu í öllum greinum í karlaflokki. Á föstudag fór fram bikarmót í göngu og urðu úrslit þessi: 17-19 ára, 10 km (hefðbundin aðferð) 1. Daníel Jakobsson, í....34,41 mín. 2. Sveinn Traustason, Fljótum ...35,45 3. Sölvi Sölvason, S..........36,46 20 ára og eldri, 15 km (hefðbundin aðférð) 1. Einar Ólafsson, í........51,05 min. 2. Sigurgeir Svavarsson, Ó.....51,41 3. Baldur Hermannsson, S.......53,30 Konur, 20 ára og eldri, 5 km (hefðbundin aðferð) 1. Hulda Magnúsdóttir, S. ...21,16 mín. • Á laugardag fór fram punktamót SKÍ og var keppt í tveimur flokkum íkarlaflokki og einum flokki kvenna. Úrslit urðu þessi: Karlar, 20 ára og eldri 10 km (frjáls aðferð) 1. Einar Ólafsson, í.......35,52 mín. 2. Sigurgeir Svavarsson, Ó....36,44 3. Baldur Hermannsson, S......40,14 17-19 ára, 7,5 km (frjáls aðferð) 1. Daníel Jakobsson, I.....28,04 mín. 2. Bjami Brynjólfsson, í......28,14 3. Guðmundur Óskarsson, Ó.....28,45 Konur, 16 ára og eldri, 2,5 km (frjáls aðferð) 1. Hulda Magnúsdóttir, S. ...11,05 mín. Mætir lið Hartlepool stórveldinu United? - dregið til 5. umferðar enska bikarsins Itær Nemeth í lækninn? Laszlo Nemeth, hinn ung- verski þjálfari landsliðs ins í körfu- knattleik, er foxillur vegna að- gerðar sem gerð var fVrir skömmu á hávöxn- um, 13 ára pilti í þeim tiigangi að stöðva vöxt hans. Pilturinn mun hafa veriö að nálgast tvo metrana á hæð og í örum vexti. Nemeth kvaðst á blaöamannafundi fyrir nokkru myndu ganga hressflega í skrokk á lækninum sem fram- kvæmdi aðgerðina ef hann næði til hans. Þeir væru ekki of margir, risamir í íslenska körfuboltanum, og þama hefði kannski verið eyði- lagður glæstur ferili í bandarísku atvinnudeildinni. Bestkaf þefati lökustu Meira af LarfUi Ne- meth Efiir sigurinn a smáþjóða- mótinu á Möltu var Nemeth spurðurum stöðu ís- lensks körfubolta. Svarið var stutt og lag- gott: „The best in the bottom line,“ eða „Við erum bestir af þeim lök- ustu!“ Hann bætti því við að mark- miö sitt væri að koma íslandi í hóp miðlungsþjóða Evrópu í íþróttinni og tækist það væri mikill sigur unninn. Umsjón; Víöir Sigurðsson Hartlepool, sem leikur í 4. deild ensku knattspymunnar, á mögu- leika á að fá stórlið Manchester Un- ited í heimsókn í 5. umferð bikar- keppninnar þann 18. febrúar. Til þess þarf félagið þó að sigra 2. deildar lið Boumemouth í kvöld en liðin skildu jöfn í 4. umferðinni á laugardag. Dregið var til 5. umferðarinnar í gærmorgun og fljótt á litið virðast Norwich, Wimbledon og Liverpool eiga greiða leið í 8 liða úrslitin. Drátt- urinn fór þannig: Stoke/Bamsley - Plymth/Everton Norwich - Sheff. Utd/Colchester Charlton - Swindon/West Ham Wimbledon - Grimsby/Reading Hartlepool/Boumem. - Manch. Utd Hull - Liverpool Blackbum - Brentford Watford - Nottingham Forest Annar hluti Islandsmótsins í inn- anhússknattspymu fór fram í Laug- ardalshöllinni um helgina. Á föstu- dag sigraði Breiðablik í meistara- flokki kvenna, eins og sagt var frá í DV í gær, á laugardag var keppt í 4. deild og á sunnudag í fyrsta skipti í 5. deild. Það vora lið Aftureldingar úr Mos- fellsbæ, Kormáks frá Hvammstanga, Víkings frá Ólafsvík og Snæfells frá Stykkishólmi sem unnu riðla 4. Clough lofar frímiðum Brian Clough, framkvæmdastjóri Nottingham Forest, hefur heitið því að komist Forest í úrslitaleikinn á Wembley fái þeir frímiða sem urðu fyrir barðinu á honum á dögunum, þegar hann tók hressilega á móti áhorfendum sem hlupu inn á heima- völl liðsins eftir bikarleik við QPR. Þá sagði Maurice Roworth, forseti félagsins, að Clough heföi þrívegis boðist til þess að segja starfi sínu lausu á síðustu dögum en þeim boð- um hefði ávaUt verið hafnað. MikiU fiöldi bréfa heföi streymt til Forest á síðustu dögum, í 650 þeirra heföi ver- ið lýst yfir stuðningi við Clough en í 52 heföi framkomu hans verið mót- mælt. -VS deUdar og leika því öU í 3. deUd á næsta ári. í 5. deildina féllu hins veg- ar Efling úr S-Þingeyjarsýslu, StrandaUðin HSS og Geislinn og Neisti frá Hofsósi. , Riðla 5. deUdar unnu síðan Emir frá Selfossi, Fyrirtak úr Garðabæ, Stokkseyringar «g Hvatberar af Sel- fiamamesi og leika þessi Uð í 4. deUd á næsta ári. -VS Enn steinliggja Norðmenn Norska handknattleikslandsUðið tapaði öðrum leik sínum í röð fyrir Dönum í gaer, 27-20. Fyrri leiknum lauk 24-20 fyrir Dani. Norðmenn spUa tvo leiki við íslendinga nú í vikunni, þann fyrri á fimmtudag en þann síðari á föstudag. Afturelding, Kormákur Víkingur og Snæfell - unnu sæti í 3. deildlnni innanhúss Norðmaðurinn Ole Christian Furuseth kom, sá og sigraöi í svigþætti i alpatvikeppni í gær. Þá hófst heimsmeistaramótið alpagreinum í Vail í Coiorado. Norðmaðurinn kom mjög á óvart, hafði hundraðshluta úr sekúndu betri tíma en næsti maður. Símamynd Reut< Tiedemann kemur - segir í einni v-þýsku sjónvarpsstöðvanna Sigurður Bjömsson, DV, V-Þýskalandi: Fréttastoía 1 einni v-þýsku sjónvarpsstöðvanna sagði í gær að Paul Tiedemann, fyrnim þjálf- ari a-þýska handknattleikslands- liðsins, mtmdi í framtíðinni þjálfa ísienska landsUðið. Sagði fréttastofan að Tiede- mann yrði þannig fyrsti a-þýski toppþjálfarinn sem fengi leyfi til að þjálfa í V-Evrópu. „Ég hef efasemdir um þessa frétt því ég tel að Austur-Þjóð- verjamir svari okkur áður en þeir sefia fregnina í fiölmiðla," sagði Ólafúr Jónsson, ritari sfiómar HSÍ, í samtali við DV S gærkvöldi. Var hann þá spurður um efhi fréttar v-þýska sjón- varpsins. „Annars yrði það nfiög merki- legt ef samkomulag næst í þessu máU því það er ekki hversdags- víðburður að maður með þessa Paul Tiedemann með islenska fánann aö baki sér. Berst hann undir merkjum hans? DV-mynd Jón öm hæfilehta fái tækifæri til að þjáifa í V-Evrópu. En þetta er ekki frá- gengið enn. A-Þjóðverjamir eiga enn eftir að svara tilboði okkar," sagði Ólafur. Þess má geta aö Jón Hjaltalin Magnússon, formaður HSÍ, er nú staddur í V-Þýskalandi en hann fór utan til samninga við ráða- menn Adidas-verksmiðjanna í Herzugenaurach. Að sögn eins heimfidamanna blaðins er sá möguleiki fyiir hendi að Jón hafi í leiðinni átt einhverjar viðræður við fuUtrúa a-þýska handknatt- leikssambandsins varðandi Paul Tiedemann og jafhvel komið landsUðsþjálfaramálinu á veg eða í höfn. Þessi fregn fékkst hins vegar ekki staðfest í gær Ifiá ráðamönn- um handknattleikssambandsins íslenska og ekki náöist í sjálfan formanninn ytra. -JÖG 17 fþróttir Viðtal við Ásgeir 1 nýjasta hefti Fussball: gjúkandi eldfjall - Ásgeir Sigurvinsson fær enn hól 1 V-Þýskalandi Sigurður Bjömsson, DV, V-Þýskalandi: í vestur-þýska knattspymutímarit- inu Fussball, sem kom út þar í landi í gær, er löng og athyglisverð grein um Ásgeir Sigurvinsson hjá v-þýska knattspymustórveldinu Stuttgart. Fyrirsögn greinarinnar er Heitur sem eldfiall en þar er ýjað að því að kraftur Ásgeirs sé þvíUkur að hann sé sem rjúkandi eldjaU á leikveUin- um. í greininni í Fussball er byrjað á því að rekja feril Ásgeirs sem knatt- spyrnumanns. Er honum líkt við gamla vestur-þýska meistara eins og Wolgang Overath og Gunter Netzer sem voru sfiörnur í knattspyrnu- heiminum fyrir nokkrum árum og fastamenn í vestur-þýska landsUðinu til margra ára. Ásgeir hefur alltaf haldið sig við jörðina Þó að Ásgeir hafi átt einn mestan þáttinn í að gera Stuttgart að meist- urum árið 1984 segir blaðið að hann hafi alltaf haldið sig við jörðina. Síðan er rætt um áframhaldandi feril þessa geðþekka knattspyrnu- manns en samningur hans við Stuttgart rennur út nú í sumar. Blað- ið segir Ásgeir eiga óvenjulegan rétt, rétt á að framlengja samning sinn tU ársins 1990. AUt bendir tíl að svo verði gert. Víkur Ásgeir fyrir öðrum útlendingi? Ein hugmynd hefur skotið upp koU- inum, því aUt bendir til að Jurgen KUnsmann yfirgefi Stuttgart eftir þetta keppnistímabU en hann er lík- lega á förum tU ítaUu. ViU Arie Ha- an, þjálfari Uðsins, fyUa skarðið með toppleikmanni og þá helst erlendum. Reglur í Vestur-Þýskalandi segja að aðeins megi leika með tvo útlendinga hveiju sinni í leik. En með Ásgeiri hjá Stuttgart leikur Júgóslavinn Kat- anec sem einnig er einn af burðarás- um Uðsins. Ásgeir hefur færri tromp á hendi en Katanec Ásgeir þykir hafa færri tromp á hendi en Katanec vegna hærri aldurs en svonar hugmyndir fara í taugam- ar á Ásgeiri því að hann segist vera í góðri æfingu og sé samt sem áður ómissandi fyrir Uðið. Einnig hefur komið fram að Arie Haan hiki ekki við að skipta Ásgeiri út af þegar breyta þarf um leikkerfi, sérstaklega þegar stiUt er upp í vörn. Ásgeir seg- ist vera lélegur atvinnumaður ef hann sætti sig ekki viö slíkar að- ferðir þegar á þurfi að halda. Blaðið minnist einnig á að íslend- ingar og Hollendingar hafi oft lent saman í undanriðlum heimsmeist- arakeppninnar fyrir nokkrum ámm og hafi þá Ásgeir og Haan oft leikið hvor gegn öðmm. Ásgeir i búningi Stuttgart. Þarf lengri tíma til að jafna sig eftir leiki Ásgeir segist ekki muna sérstaklega eftir Haan í þeim leikjum. Ennfrem- ur viöurkennir Ásgeir að atvinnu- mennskan undanfarin ár sé farin að segja til sín. Hann þurfi lengri tíma tU að jafna sig eftir leiki en á ámm áður. Fram og Valur í þriðja klassa á alþjóðamælikvarða Síðan er Ásgeir spurður hvað taki við þegar atvinnumennskunni lýkur. Ásgeir segir að þá sé markmiðið að snúa aftur heim til íslands og starfa þar sem þjálfari. í greininni eru Fram og Valur nefnd sem bestu fé- lagsUð á íslandi. Þau em talin vera í þriðja klassa á alþjóðlegum mæU- kvarða. í hlutverki áhorfandans Ásgeir er einnig spurður hvori aUir draumar hans hafi ræst í atvinnu- mennskunni. Hann segir svo vera, þegar hann Uti til baka sé hann stolt- . ur en þó hefði óneitanléga verið gam- an ef honum heföi gefist kostur á aö taka þátt í lokakeppni heimsmeist- arakeppninnar. En til þess er ísland enn sem kom- ið er of Util þjóð og verður að láta sér nægja að vera í hlutverki áhorf- andans. Hefði verið gaman að leika á Ítalíu eða Spáni Ásgeir er í lok greinarinnar spurður hvort hann hafi aidrei langað til að leika knattspymu á ítaUu eða Spáni. Ásgeir játar því að eflaust heföi verið gaman að leika þar knatt- spyrnu, segist jafnvel hafa misst af því tækiifæri að leika fyrir augum aíheimsins. Ásgeir segir að tilboðin hafi verið fyrir hendi en hann hafi aldrei verið neinn farfugl. Afall hjá Zurbriggen Óhætt er að segja að Svisslending- urinn Pirmin Zurbriggen haíi orðið fyrir gríðarlegu áfaUi í gær á heims- meistaramótinu í alpakeppni skíða- íþrótta. í karlaflokki hófst mótið með svigi í alpatvíkeppni en þar varð Sviss- lendingurinn 11. í röðinni og náði sér aldrei á strik. Nánar er sagt frá þess- um hluta mótsins annars staðar í opnunni. Zurbriggen, sem varð heimsmeist- ari árið 1985, virtist bjartsýnn og reif- ur er hann mætti á keppnisstað í VaU í Colorado á dögunum. Hann brosti við ljósmyndurum á sama hátt og landa hans, Vreni Schneider. Henni er spáð mikUU velgengni í brekkunum í Colorado en hún vann svigið í alpatvíkeppni í kvennaflokki. -JÖG Að sögn Ingólfs Hannessonar hjá íþróttadeild Ríkisútvarpsins er nú ákveðið að stofnunin sýni beint frá leikjum íslendinga í mUliriðlum í b-keppninni í hand- knattleik. Verður það gert svo fremi sem allt gengur upp hjá is- lenska liðinu í undanriöU. _ Ætlað er að sýndir verði leikir íslendinga gegn V-Þjóðverjum, Norðmönnum og Svisslending- um en þessar þjóðir leika i gagn- stæðum riðli og em líklegastar til að komast í miUiriðil. Að sögn Ingólfs hefur sjón- varpið að auki tryggt sér sýning- arrétt á úrsUtaleUoium og einnig leik íslendinga um annað sæti, fari svo að þeir keppi ekki um sigur en tryggi sér engu að síöur rétt tU að leika í a-keppni að nýju. TU þess þurfa íslendingar aö leika um eitt af sex efstu sætum i b-keppninni. Lcdkir íslendinga í keppninni, sem fer fram í Frakklandi, verða milli klukkan 17 og 19 að íslensk- um tíma. Að sögn Ingólfs er fyrir- hugað að endursýna leikina aftur á leikdegi, síðar um kvöldið, á besta útsendingartíma. í samtaU við DV sagði Ingólfur ,að öllum leikjum íslendinga í keppninni yrði lýst beint í Ríkis- útvarpinu. JÖG Heitt í hamsi Þótt veður sé rysjótt hér á Fróni á þorra er því öðruvísi háttað hjá, ,and- fætlingum" okkar í Ástralíu. Þar er nú sumar og var hitinn þvílíkur á ástralska meistaramótinu í tennis, sem lauk um helgina með sigri Ivan Lendl og Stefft Graf, að menn gripu til hvers sem var tíl að verjast ágangi sólar. Þessi ástralski kumpáni, Nigel Yat- es að nafni, var með aUsérstætt höf- uðfat er hann sópaði keppnisvöllinn í Melbourne í 40 stiga liita. Hattur hans kæmi sér án efa vel hér en þó til að verjast öðru en sóUnni. -JÖG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.