Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1990, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1990. Fréttir Guöjón Petersen, framkvæmdastjóri Almannavama: Ekki tími til að ryma svæðið „Það var meiningin að gefa út alls- herjar viðvörun og segja fólki á þessu svæði að fara inn, loka gluggum og dyrum, slökkva á loftræstingum þar sem þær væru og halda sig innan- dyra. Það á að vera í lagi ef loft- skipti veröa ekki mjög ör í húsinu á meðan skýið fer framhjá," sagði Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, um við- brögð stofnunarinnar við eldinum við Áburðarverksmiðjuna í Gufu- nesi. „Þaö heföi ekki verið tími til að rýma svæðið og við hefðum stefnt fólki í margfalt meiri hættu meö því. Þá hefði fólkið verið úti og þaö tekur alltaf sinn tíma að ferðast og fara í réttar áttir, auk örvæntingarinnar sem hefði gripið um sig.“ - í hverju var hættan fólgin? „Hættan, sem var fyrir hendi, var að eldurinn skemmdi eða veikti kúl- una þannig að hún hefði opnast. Þá hefði hröð uppgufun átt sér stað.“ Að sögn Guðjóns hefði ammoníak- ið þá streymt úr geyminum. Vegna snöggrar kólnunar hefði eiturskýið haldist niðri við jörð og borist þannig yfir nálæg hverfi. Eftir fáeinar mín- útur heföi skýið síðan hitnað aftur og ammoníakið þá stigið upp. Miðað við vindátt og vindhraða á páskadag hefði skýið borist í suður frá verksmiðjunni. Hamrahverfi í Grafarvogi, Ártúnshöfði, Ártúns- holt, neöri hluti Breiðholts og Voga- og Sundahverfi hefðu þá verið í Guörún Helgadóttir: Krefst fundar um áburðarverksmiðjuna Guðrún Helgadóttir, forseti sam- einaðs þings, hefur krafist fundar með þingmönnum Reykjavíkur, borgarfulltrúum og almanna- varnanefnd Reykjavíkur vegna þess hættuástands sem skapaðist vegna elds á ammoníakgeyminum við Áburðarverksmiðjuna í Gufu- nesi á páskadag. í bréfi Guðrúnar til borgarstjóra segir að fjöldi spuminga vakni vegna þessa máls sem kalli á svar nú þegar. ibúar höfuðborgarsvæð- isins hafi ekkert frétt af hættunni fyrr en hún var afstaðin og ríkis- stjórn íslands hafi heldur ekkert frétt af málinu nema í gegnum fjöl- miðla. Þeir einstaklingar, sem hafi haft samband við Almannavamir, hafi fengið svör sem vart hæfa þeirri stofnun, eins og segir í bréfl Guörúnar. -gse : Ártúnshöföjgu 'Árfúnsholt og :x:::::::::::::::::::x::>::: :x:x:::::: Hætta vegna ammoniaksleka frá Áburðarverksmiðjunni Á þessu korti má sjá þau hverfi sem í mestri hættu voru miðað við vindátt, vindhraða og það magn af ammoníaki sem var í geyminum. burðarverksmiðjan Hamrahverfi ' Grafarvogi i ..... Breiðholt lÍÉi mestri hættu. Eiturskýið hefði lagst - Hvaða áhrif hefur ammoníak á brennir þaö öndunarfærin,“ sagði yfir þessi hverfi áður en það heföi mannslíkamann? Guðjón Petersen. náð að hitna og stíga upp. „Ef ammoníakið er nógu mikið þá -gse Áburðarverksmiðjan í Gufimesi: Verksmiðjunni á að loka þar til nýi tankurinn er tilbúinn - segir Guðmundur G. Kristinsson, íbúi í Grafarvogi „Ég tel að loka eigi verksmiðjunni þar til nýi tankurinn verðúr tilbúinn, ef tilkoma hans breytir þá nokkru um þá hættu sem hér er fyrir hendi,“ sagði Guðmundur G. Kristinsson, íbúi við Fannafold í Grafarvogi. Guð- mundur er í stjórn íbúasamtakanna sem fulltrúi íþróttafélagsins Fjölnis en þar sem íbúasamtökin hafa ekki haldið fund um máhð talar hann sem óbreyttur íbúi. Hann var ekki heima við er brunans var vart heldur frétti af atburðum úti í bæ. Aðspurður sagðist hann ekki vita nákvæmlega hvemig ætti að bregðast við þegar slikt hættuástand skapast. íbúar svæðisins hefðu engar leiöbeiningar um það hvað bæri að gera ef eitthvað færi úrskeiðis í áburðarverksmiðj- unni. „Ég er ekki einu sinni viss um að almannavamanefnd hafi hugleitt bruna í tanknum og viðbrögð við slíku. Þeir aðilar, sem féllust á það fyrir tveimur ámm að verksmiðjan yrði hér til frambúðar, hafa væntan- lega ekki sofið vel þegar þeir heyrðu um þá hættu sem vofði yfir þúsund- um manna í borginni," sagði Guð- mundur. Hann taldi engan vafa á að íbúa- samtökin tækju málið fyrir. „Hugs- anleg hætta frá áburðarverksmiðj- unni hefur alltaf verið fyrir hendi og legið í undirmeðvitund fólks. En það er eins og að vakna upp við vondan draum að fá áþreifanlegar sannanir fyrir henni. Að þessu sinni sluppum við fyrir horn en það fer ekki hjá því að maður hugsi hvort sama hætta geti ekki allt eins skapast á morgun eða í næstu viku. Þess vegna finnst mér að loka eigi verksmiðjunni þar til nýi tankurinn er tilbúinn. Hlut- verk almannavarna og þeirra yfir- valda, sem stjóma ríki og borg, hlýt- ur að vera að vernda íbúana gegn hugsanlegri lífshættu,“ sagði Guð- mundur K. Kristinsson, íbúi í Graf- arvogi. JJ í dag mælir Dagfari Hættulaust hættuástand Það urðu ýmsir hvumsa þegar þeir heyrðu í kvöldfréttum útvarps á páskadag að hættuástandi vegna elds í áburðarverksmiðjunni hefði verið aflýst. Menn vom einkum hissa vegna þess að hættuástand hafði aldrei verið tilkynnt og því höfðu höfuðborgarbúar ekki hug- mynd um þaö fyrr en eftir á hvaö það munaði litlu að þeir yrðu myrt- ir af eitri frá áburöarfabrikku rík- isins. Svona tiliitssemi er þakkar- verð því það er til ills eins að til- kynna fólki að það sé í lífshættu fyrr en það er í andarslitrunum. Enda ætluðu þeir hjá almanna- vömum að blása í flautur sínar þegar ammoníaksgeymirinn spryngi svo alhr þeir sem væm úti á göngu gætu kveikt á útvarpstækj- unum sem þeir bera á sér og heyrt tilkynningu þess efnis að nú ættu allir að halda sig innan dyra og hefðu þá möguleika á að tóra áfram. Ekki kunnu þó aliir gott að meta og sannaðist það best á konu- kind í Grafarvogi sem hringdi í al- mannavamir og kvartaði undan því að hafa ekki verið látin vita aö hún hefði verið í lifshættu. Menn kunnu þessu vanþakklæti illa og sögðu konunni að ekkert væri hægt að gera ef allt spryngi í loft upp og því til lítils að ausa út tilkynning- um fyrr en eitrið væri farið að virka. Forstjóri almannavarna kom svo fram í útvarpi í gær vegna þessa máls en ekki hafði náðst til hans fyrr þar sem nefndin tók ekki síma meðan hættuástand var og var svo farin heim þegar því lauk á páska- dag. Forstjórinn sagði að ákveðið hefði verið að setja allt í viðbragðs- stööu þegar ljóst var að logaði í eit- urgeyminum og allir í nefndinni hefðu verið í startholunum þar til ljóst varð að búið væri að slökkva og nefndin fór heim að borða. Það er því ljóst að allt var gert sem hægt var að gera til aö spilla ekki páskagleði borgarbúa með því að setja þá líka í viðbragðsstöðu. Enda kom fram hjá forstjóranum aö ekki þýddi að benda fólki á að flýja eit- urskýið því vegakerfið gæti aldrei annað slíkri umferð. Það er því ljóst að nefndin gerði allt sem hægt var að gera í tilvikum sem þessum og vamimar í fullkomnu lagi. Þeg- ar jarðskjálftinn reið yfir ekki alls fyrir löngu var vamarkerfið líka í fullkomnu lagi því þá lét nefndin útvarpa tilkynningum til almenn- ings um að lesa símaskrána skömmu eftir skjálftann og munu seinlæsir og sjóndaprir ekki enn hafa lokið lestrinum. Það em víst engar upplýsingar í símaskránni hvaö beri aö gera ef áburðarverksmiðjan springur í loft upp og því þótti ekki ástæða til að benda á þá ágætu bók í þetta skipt- i. Auk þess er ekki gert ráð fyrir að það geti kviknað í þessum geymi með þeim hætti sem nú gerðist og því er ekki hægt að gera ráðstafan- ir gegn því sem ekki getur gerst þegar það gerist. Eins og við vitum er landbúnaöur ákaflega áhættu- söm atvinnugrein og allt sem henni viðkemur. Nægir að nefna að loö- dýrabændur eru orönir svo að- þrengdir að þeir slást við minka og refi um fóðrið allt þar til yfir- völd hófu að loka fóðurstöðvum í þeirri von að með því mætti útrýma bændum og dýrum á einu bretti. Borgarbúar hafa tekið þátt í hættuspili landbúnaðar með þeim hætti að hýsa áburðarverksmiðj- una sem á það sammerkt með kjamorkusprengju að vera hættu- laus meðan hún ekki springur. Að vísu hefur Davíð eitthvað verið að amast við verksmiðjunni og raunar haldið því fram að það sé ódýrara aö kaupa bara áburð frá útlöndum. Sem betur fer hafa fáir lagt eyru við slíku þvaðri því varðandi land- búnaðinn gildir sú regla að ekki skuli nota neitt ódýrt frá öðrum löndum meðan við getum sjálfir framleitt það á hærra verði. En það kostar klof að ríöa röftum og því ekki til of mikils mælst að Reykvík- ingar leggi sig í lífshættu vegna áburðarverksmiðjunnar svo lengi sem það kemur í veg fyrir innflutn- ing á áburði á lægra verði. Fyrir skömmu skipaði Steingrím- ur nefnd sem hefur það verkefni að lokka erlenda ferðamenn hingað á þeirri forsendu að hér sé engin hætta á mengun. Að því loknu brá forsætisráðherra sér í skíöafrí með viðkomu í Lichtenstein en starfs- menn hans höfðu fyrir tilviljun fundið þetta kotríki á kortinu og með þvi létt ferðakostnað ráðherr- ans. Við skulum bara vona að þaö fréttist ekki til útlanda að það hafi legið við að stór hluti Reykvíkinga geispaði golunni af völdum lofteitr- unar á upprisudegi frelsarans. En hafi þetta frést má þó alltaf benda á að hættuástandi hafi bara verið aflýst en ekki lýst. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.