Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1990, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1990. Stjómmál Spurt á Dalvík: Hverju spáir þú um úrslit rkosninganna á Dalvík? Heiða Hilmarsdóttir skrifstofumað- ur: „Úrslitin geta orðið á ýmsa vegu, Vpg það gætu óvæntir hlutir gerst. Ég svara ekki hverriig meirihluta ég vil fá að loknum kosningum en mér finnst ekki nógu gott fólk á framboðs hstunum." Pálmi Jóhannesson lífeyrisþegi: „Það er búið að blanda svo mikið þessum “í'ramboðslistum að það er ekki gott að spá. Ætli þeir skipti þessu ekki nokkuð jafnt á milli sín og ég held að Framsóknarflokkurinn geti unnið mann af sjálfstæðismönnum." Kristinn Hauksson rafeindavirki: „Ég hef htið velt því fyrir mér. Ætli úrslitin verði ekki svipuö og síðast og sami meirihluti verði áfram. Ég er ánægður með þann meirihluta." Ásgeir Siguijónsson, fyrrverandi kennari: „Eg held að það verði ekki miklar breytingar frá því síðast. Ég tel að sami meirihluti verði áfram, mér finnst hann hafa staðið sig vel.“ nHelga Sigurðardóttir starfsstúlka: „Ég fylgist ekki mikið með pólitík- inni. Annars held ég aö það verði talsverðar breytingar í bæjarstjórn- inni. Ég er ekki viss um hverjar þær verða og nýr meirihluti getur tekið við eftir kosningarnar." Jónína Ketilsdóttir flskverkakona: „Ég hef ekki hugsað mikið um úrslit kosninganna og hef ekki miklar áhyggjur af þessumm málum. Nú- verandi meirihluti hefur staðið sig þokkalega þótt ég hafi ekki kosið hann síðast.“ Dalvík: Framboðsmálin með öðrum hætti Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Framboðsmálin á Dalvík fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar 26. maí eru með öðrum hætti en annars staðar gerist, því þar er „meiri grautur" í þeim málum eins og einn viðmæl- andi DV þar orðaði það. Þrír listar koma fram eins og síð- ast, en þá voru bornir fram hinir hefðbundnu B-, D- og G-listar. Nú skiptast framboðin þannig að sjálf- stæðismenn og óháðir bjóða fram saman, framsóknarmenn og vinstri menn og loks kemur framboð frá Jafnaðarmannafélagi Dalvíkur sem byggist fyrst og fremst á samstarfi alþýðuflokksmanna og alþýðu- bandalagsmanna. Listarnir hafa enn Sjálfstæðismenn og óháðir: Treysta atvinnulífið Gylfi Knstjánsson, DV, Akureyri: „Við leggjum mesta áherslu á það starf sem við höfum unnið að á yfir- standandi kjörtímabili. Við höfum beint sjónum okkar að atvinnulífi staðarins og að treysta atvinnulífið er höfuðmarkmiðið,“ segir Trausti Þorsteinsson sem skipar efsta sæti lista sjálfstæðismanna og óháðra. „Síðan koma ýmis mál eins og að halda áfram að byggja upp ýmsa þjónustu. Við erum með í byggingu skóla sem þarf að ljúka og uppbygg- ingu íþróttavallar þarf að ljúka, svo eitthvað sé nefnt.“ Ert þú bjartsýnn á úrslitin fyrir ykk- ar hönd? „Ég er ekki svartsýnn. Ef fólk skoð- ar það sem gert hefur verið á þessu kjörtímabili er ég óhræddur við að leggja það undir dóm kjósenda. Fíár- hagsstaða bæjarsjóðs er traust og grundvöllur fyrir því að hægt sé að halda áfram á þeirri braut sem við höfum mótað,“ sagði Trausti. Trausti Þorsteinsson skipar e sæti lista sjálfstæðismanna óháðra. Framsókn og vinstri menn: Áherslumunur á aðferðir Valdimar Bragason, efsti maður á lista framsóknar- og vinstri manna. Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Við gerum okkur vonir um að fólk vilji aukna aðild okkar við stjórn bæjarins, okkur verði treyst fyrir því,“ segir Valdimar Bragason sem skipar efsta sæti framsóknar- og vinstri manna á Dalvík. „Það sem fyrst og fremst verður kosið um hér á Dalvík eru aðferðir til að bæta samfélagið. Við leggjum mikla áherslu á umhverfis- og skóla- mál, minnug þess að atvinnumálin eru undirstaða framfara hér sem annars staðar.“ Er ágreiningur um þessi mál? „Þetta er fyrst og fremst spurning um áherslur varðandi þessi mál og önnur. Yfirleitt finnst mér ekki mik- ill ágreiningur í bæjarstjórn, nema helst þá um aðild bæjarins að at- vinnurekstri,“ sagði Valdimar og sagðist trúa því að listi framsóknar- og vinstri manna væri sigurvænleg- ur listi. Jafnaðarmenn: Áhersla á atvinnumál Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Jafnaðarmannafélag Dalvíkur er nýtt afl í bæjarmálunum hér á Dal- vík. Við viljum ekki kenna okkur við pólitíska flokka og öllum er heimilt að starfa með okkur óháð pólitískum línum og markmið félagsins er að bjóða fram lista við kosningarnar hér í bænurn," segir Jón K. Gunnarsson sem skipar efsta sæti lista Jafnaðar- mannafélags Dalvíkur við kosning- amar þar. „Við leggjum áherslu á atvinnu- málin og munum leggja metnað okk- ar í að áfram verði unnið við upp- byggingu við höfnina. Ég persónu- lega vil að óbreytt stefna verði varð- andi bæjarsjóð, sem nú stendur vel, og að ekki verði farið í óeðlilegar og dýrar fjárfestingar,“ sagði Jón. Hann sagðist bjartsýnn fyrir hönd Jafnað- armannafélagsins og taldi að það myndi fá þrjá menn kjörna í bæjar- stjórn. Jón K. Gunnarsson skipar efsta sæti lista Jafnaóarmannafélags Dal- víkur. KOSNINGAR 1990 Gylfi Kristjánsson DALVIK Núverandi bæjarstjórn Urslitin 1986 Á Dalvík voru þrír listar í fram- boði 1986. Úrslitin urðu þessi: Framsóknarflokkur (B) 271 at- kvæði. Sjálfstæðismenn og óháðir kjós- endur (D) 337 atkvæöi. Alþýðubandalag og aðrir vinstri- menn (G) 200 atkvæði. Þessir vom kjörnir í bæjarstjórn: Guðlaug Björnsdóttir (B), Valdi- mar Bragason (B), Trausti Þor- steinsson (D), Ólafur B. Thorodds- en (D), Ásdís Gunnarsdóttir (D), Svanfríður Jónasdóttir (G) og Jón Gunnarsson (G). Þóra Rósa Geirs- dóttir (G) tók sæti Svanfríðar Jón- asdóttur þegar sú síðarnefnda varð aðstoðarmaður ráðherra. ekki fengið úthlutað bókstöfum. Þetta gerir kosninguna á Dalvík tvísýnni en ella og mönnum á staðn- um finnst erfitt að átta sig á hvemig muni fara. Þá á fólkið á götunni einn- ig erfitt með að benda á helstu mál, sem kosið verður um, og svo lítur út fyrir að á Dalvík kjósi menn frem- ur um menn en málefni. Núverandi meirihluti í bæjarstjórn Dalvíkur er skipaður sjálfstæðis- mönnum og alþýðubandalagsmönn- um sem hafa fimm bæjarfulltrúa en framsóknarmenn í bæjarstjórn eru tveir í minnihluta. Nú hafa hin hefð- bundnu framboð riðlast og því bíða menn úrslitanna á Dalvík með nokk- urri eftirvæntingu. Listi Jafnaðarmannafélags Dalvíkur: 1. Jón K. Gunnarsson framleiðslusfjóri. 2. Símon J. Ellertsson framkvæmdastjóri. 3. Þóra Rósa Geirsd. kennari. 4. Halldór Síg. Guðmundsson forstöðumaður. 5. Ólafur Árnason rekstrarstjóri. 6. Helga Matthíasdóttir húsmóðir. 7. Einar Emilsson umsjónarmaður. 8. Helga Ámadóttir skrifstofumaður. 9. Bjarni Gunnarss. sjómaöur. 10. Grétar Kristinsson verkamaður. 11. Ásta Einarsdóttir leiðbeinandi. 12. Elín Rós Ragnarsdóttír sjúkraliði. 13. Ottó Jakobsson framk væmdastjóri. 14. Kolbrún Pálsdóttir leiðbeinandi. Listi sjálfstæðismanna og óháðra: 1. Trausti Þorsteinsson framkvæmdasfjóri. 2. Svanhildur Ámadóttir hái-greiðslumeistari. 3. Gunnar Aðalbjömsson frystihússtjóri. 4. Hjördís Jónsdóttir skrifstofumaður. 5. Amar Símonarson elliheimilisstarfsmaður. 6. Óskar Óskarss. bifreiðastj. 7. Yrsa Hörn Helgadóttir húsmóðir. 8. Jón Þ. Baldvinsson sjómaður. 9. Albert Ágústss. verkamaður. 10. Sævaldur Gunnarsson sjómaður. 11. Björk Ottósd. starfsstúika. 12. EiríkurÁgústssonverkstjóri. 13. Sigurður Kristjánsson skipstjóri. 14. Baldvina Guðlaugsdóttir húsmóðir. Listi Framsóknarfélags Dalvíkur og vinstri manna: 1. Valdimar Bragason framkvæmdastjóri. 2. Guðlaug Björnsdóttir bankastarfsmaður. 3. Rafn Arinbjörnss. frjótæknir. 4. Einar Arngrímsson málarameistari. 5. Inga Ingimarsdóttir snyrtifræðingur. 6. Símon Páll Steinsson skipstjóri. 7. Helga Björk Eiríksdóttir bankastarfsmaður. 8. Kristmann Kristmannsson verkstjóri. 9. Guðrún Skarphéðinsdóttir verkakona. 10. Jóhannes Hafsteinsson vélvirki. 11. Hulda Þórðard. sjúkraliði. 12. Hilmar Guðmundsson nemi. 13. Sæmundur E. Andersen skrifstofumaður. 14. Kristinn Jónsson veitustarfsmaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.